Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 ✝ Arnþór Karls- son fæddist í Borgarfelli á Þórs- höfn á Langanesi 18. apríl 1954. Hann lést á Land- spítala Fossvogi 28. september 2022. Foreldrar hans voru Vilborg Krist- jánsdóttir, frá Holti í Þistilfirði, f. 5.9. 1913, d. 1.10. 2001, og Karl Haukur Kjartansson, frá Hvammi í Þistilfirði, f. 31.3. 1916, d. 19.8. 2002. Systkini Arnþórs eru Kristján Ingi, f. 3.11. 1945, d. 22.7. 1990, kvæntur Kristínu Sigur- björgu Jónsdóttur, og Guðrún Ragn- hildur, f. 22.7. 1947, gift Guðmundi Hólm, d. 19.2. 2017. Vinkona Arn- þórs er Kristín Brynja Ingólfs- dóttir. Útför Arnþórs fór fram í kyrrþey 27. október að hans ósk. Frændi minn, Arnþór Karls- son, var hetja sem hafði mikil áhrif á okkur öll sem honum kynntust. Sem ungur maður lam- aðist hann upp að hálsi í slysi og var upp frá því í hjólastól. Fyrst um sinn bjó hann áfram með for- eldrum sínum, þeim heiðurshjón- um Hauki og Vilborgu ömmu- systur minni, í Borgarfelli á Þórshöfn. Þangað var alltaf gott að koma og þar naut hann frá- bærrar umönnunar fjölskyldunn- ar. Arnþór gerði svo sannarlega allt sem hann gat í þessum að- stæðum. Hann sá um bókhald í fyrirtæki sem hann stofnaði með bróður sínum og mági og pantaði kost og fleira fyrir báta á mið- unum í gegnum talstöð. Þegar ég var á rúntinum á Þórshöfn forð- um daga með vinahópnum var oft kallað í Arnþór og gantast lengi kvölds í talstöðinni: 6817, 6817? Ásgarður kallar! Yfir! Seint þreyttist hann á ruglinu í okkur. En fyrir rúmum 30 árum flutti hann svo úr þorpinu sínu og keypti fallega íbúð í SEM-húsinu á Sléttuvegi í Reykjavík. Þar fékk hann góða þjónustu og bjó þar til dauðadags. Arnþór var skynsamur og traustur, húmoristi og mikill mannvinur. Hann undi sínu þungbæra hlutskipti án biturðar og einstök skapgerð hans ein- kenndist af lífsgleði, æðruleysi og umhyggju fyrir öðrum. Hann var vinmargur og ættrækinn. Oft var gestkvæmt á Sléttuveginum og ótal eftirminnileg partí haldin. Hann vann áfram við bókhald um skeið en varð því feginn þegar hann fór á eftirlaun fyrir skemmstu og hætti að vera ör- yrki. Við Arnþór áttum margar góð- ar stundir í gegnum árin. Hann fylgdist vel með mér og uppvexti barna minna enda einstaklega barngóður og lét sér annt um fólkið sitt. Um skeið fórum við saman á Benzinum í Kringluna til að kaupa jólagjafir og há- punkturinn var að fá okkur hressingu á kaffihúsi að því búnu. Hann hélt reglulega þjóðleg mat- arboð og elskaði að fá siginn fisk og þorramat. Hann elskaði líka sólina. Mikið var gaman að koma á sumrin, fara með kaffið út á svalir og spjalla um þorpið hans og landsmálin. Arnþór var innsti koppur í búri í Átthagafélagi Þórshafnar og var lengi í stjórn þess. Við vorum bæði stofnfélag- ar, héldum fyrstu samkomuna í salnum á Sléttuveginum og þar er enn haldinn fjölmennur fé- lagsfundur í maí þegar svart- fuglseggin koma úr björgunum. Aldrei heyrði ég Arnþór frænda minn kvarta yfir sínu hlutskipti í lífinu og af honum lærði ég að vera ekki að væla yfir smámunum. Aldrei vildi hann láta á sér bera eða hafa fyrir sér umfram það sem nauðsynlega þurfti. Hann var sáttur þegar hann kvaddi og ósk hans var að útförin færi fram í kyrrþey – það er dæmigert fyrir hann. Minn- ingin lifir um mann sem tókst á við mótlæti með hugrekki og ein- stöku jafnaðargeði og gladdi aðra með hlýrri nærveru, kærleika og hárfínum húmor. Allri fjölskyldu Arnþórs, Kristínu og vinum hans sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og þakka fyrir allt. Yfir og út. Steinunn Inga Óttarsdóttir Okkur langar að segja nokkur orð til að kveðja frænda okkar, lærimeistara og fyrirmynd. Frændi var hann alltaf kallaður, ekki aðeins af okkur heldur af vinum okkar líka. Að alast upp með þessum æðrulausa, nægju- sama húmorista var okkar skóli lífsins. Hann fékk sitt verkefni 22 ára gamall. Hann tókst á við það af einstakri yfirvegun. Aldrei fundum við fyrir því í okkar lífi að hann sæti í stól. Enda jafn hár og meðalmaður sitjandi. Hann var fullur af fróðleik, raunsæi og réttlætiskennd. Hann var fynd- inn, fróður og frændrækinn. Þol- inmæðinni er ekki hægt að lýsa. Þegar Abba kom til hans seinni- part dags bað hann hana vinsam- legast að taka fluguna úr eyranu á sér sem hafði suðað þar síðan um morguninn. Hann elskaði heimahagana, var forsprakki að stofnun Átthagafélags Þórshafn- ar og nágrennis, fylgdist með öll- um bátum og fyrirtækjum. Hann sagði bestu sögurnar og kunni að meta gamaldags íslenskan mat. Hann lagði okkur lífsreglurnar, fannst við eyða of miklu og borða of mikið. Hann var mikill vinstri- maður og fór vel með, gamlir bananar að okkar mati eru víst ekki gamlir. Hann var bara ótrúleg mann- eskja. Þurfti alla mögulega að- stoð en samt ekki neitt. Hann var samt fyrst og fremst frændi okk- ar og móðurbróðir. Hann lét sitt hlutskipti aldrei í ljós. Hann lifði lífinu, naut stunda með sínum nánustu og kvartaði aldrei, sem er fullkomin fyrirmynd fyrir okk- ur og börnin okkar. Við búum öll að því að hafa kynnst þessum ótrúlega manni. Húmorinn sýndi sig best þegar þú ákvaðst að láta spila „ég held ég gangi heim“ við kveðjustundina. Elsku frændi, minningarnar eru margar og söknuðurinn mik- ill en þakklæti er okkur efst í huga. Takk fyrir allt! Þínar frænkur, Vilborg, Aðalbjörg og Þórhildur. Elsku uppáhaldsfrændi. Hvar eigum við að byrja? Við eigum endalaust af dýrmætum minn- ingum til að hlýja okkur við nú þegar þú hefur kvatt. Alltaf brosandi, mesti húmor- isti og sagði brandara sem hann hló manna hæst að sjálfur. Ein- stakur maður sem kenndi okkur svo margt og litaði líf allra þeirra sem hann kynntist, við erum sannarlega ríkari fyrir að hafa átt frænda að. Svo hógvær, æðrulaus, jákvæður og mikil fyr- irmynd í okkar lífi. Nægjusamari mann er erfitt að finna, því það var ekkert sem mátti fara til spillis og allt nýtt í tætlur. Frændi var einn af þeim sem vilja sem minnst tala um sjálfa sig og vildi helst ekkert láta hafa fyrir sér en hann sýndi öllum sem hann ræddi við einstakan áhuga, alveg sama í hverju það fólst og við hvern hann var að tala. Hann vissi nákvæmlega hvernig hann vildi hafa hlutina í kringum sig, stjórnaði helling og sagði manni til, hann var til dæm- is alveg einstaklega góður að- stoðarbílstjóri. Þegar við vorum litlar var helsta sportið að krækja dóta- kassa aftan í stólinn hans frænda og láta hann bruna með okkur á göngunum í blokkinni, það þótti okkur ekkert eðlilega skemmti- legt. Frændi var sá sem við hringdum í ef okkur vantaði að- stoð við hin ýmsu verkefni í skól- anum og alltaf gat hann hjálpað. Bragðskynið hans var okkur ekki alveg að skapi því að mat- urinn sem hann elskaði mest af öllu var að okkar mati bara dálít- ið skemmdur, illa lyktandi eða súr en þá naut hann þess sann- arlega í botn. Frændi var mikill áhugamað- ur um fótbolta – „áfram Aston Villa“ – og þegar var verið að horfa á leiki kom oft stríðnispúk- inn fram og fannst honum þá skemmtilegast að reyna að æsa alla hina upp og hann glotti og flissaði yfir því þegar hann var búinn að ná öllum upp á háa C. Við munum aldrei gleyma því þegar við vorum á rúntinum á bryggjunni á Þórshöfn með Guð- mundi afa, auðvitað á Þ-100, að vinka frænda í vefmyndavélarnar og öll skellihlæjandi með hann í símanum, það sem við eigum eft- ir að sakna hans mikið. Elsku frændi, þú verður í huga okkar og hjarta alltaf, elskum þig! Þínar Aníta, Ragnhildur og María. Fallinn er frá góður vinur okk- ar, Arnþór Karlsson. Við kynnt- umst honum fyrir tæpri hálfri öld þegar hann kom á Borgarspítal- ann eftir slæmt bílslys sem olli lömun eftir hálsbrot. Arnþór vann hug og hjörtu allra sem hann önnuðust á einn eða annan hátt. Við komum að endurhæf- ingunni. Æðrulaus tókst þessi ungi maður á við áfall lífs síns. Rólegur, yfirvegaður, ótrúlega glaðlegur og stutt í húmorinn, hann kvartaði aldrei. Það var gaman að heimsækja hann á Þórshöfn í foreldrahús þar sem öll fjölskyldan annaðist hann frá- bærlega vel. Þórshöfn átti mikið í honum. Hann hélt því fram að Þórshöfn væri miklu betri bær en Akureyri og Vestmannaeyjar, okkar bernskubæir, og glotti við tönn. Það er mikil gjöf að hafa fengið að fylgjast með þroska Arnþórs og eðlisfari gegnum líf- ið. Hann tók þátt í okkar lífi af fullum áhuga, fylgdist með mök- um okkar og börnum þegar þau komu, hafði augljóslega mikinn áhuga á börnum eins og svo mörgu öðru. Í ljós kom, þegar hann var kominn í sitt varanlega heimili í SEM-húsinu, að þar átti hann sérstakan skáp fyrir barna- dót. Það er sagt að góð lund og glaðværð lengi lífið og það má segja að það hafi sannast á Arn- þóri, hann lifði í tæpa hálfa öld með þennan mikla skaða. Oft var hann hætt kominn en komst í gegnum ótrúlega margt. Við kveðjum með söknuði þennan góða vin okkar sem kenndi okkur svo margt. Samúðarkveðjur til allra sem eiga um sárt að binda. Karlína (Kalla) Malmquist, Sara Hafsteinsdóttir. Margt leitar á hugann þegar frændi og vinur, sveitungi og jafnaldri Arnþór Karlsson hverf- ur á braut. Frá barnsaldri og unglingsárum þekktumst við vel, fórum í ófáar göngur í Dalsheiði saman og náðum því stundum að fara á ball að kvöldi dags sem komið var út ef vel gekk. Við átt- um líka pólitíska samleið frá unga aldri og út í gegnum lífið. Þegar ég kom heim frá stúd- entsútskrift á Akureyri í júní 1976 biðu mín fréttir, sem beðið hafði verið með að segja mér, af bílslysi á Öxarfjarðarheiði sem hópur jafnaldra úr byggðarlag- inu og þar á meðal Arnþór höfðu lent í. Þar með gripu örlögin harkalega í taumana og Arnþór, þessi kraftmikli og atorkusami ungi maður sem alltaf var á ferð og flugi, varð smátt og smátt að horfast í augu við allt annars konar líf en ella hefði orðið. Og lamaður nær alveg upp í háls gerði hann einmitt það. Arnþór tókst af einstöku æðruleysi á við örlög sín og dyggilega studdur af fjölskyldu og samfélaginu á Þórs- höfn og við Þistilfjörð. Hann skapaði sér þar með hjálp tækn- innar, einkum talstöðvar og síma framan af, starf sem fólst aðal- lega í þjónustu við bátaflotann og vörubíla og tækjaútgeð, tilgang og hlutverk í samfélaginu. Árin sem Arnþór bjó á Þórshöfn, eftir að dvöl á sjúkrahúsi og endur- hæfingarstofnunum lauk, sýndu fram á margt í senn; einstakan dugnað hans nánustu aðstand- enda við að búa honum gott um- hverfi, þann hug sem samfélagið allt bar til hans og síðast en ekki síst jákvæðni, hæfni og gáfur hans sjálfs. Hið sama var upp á teningnum þegar hann flutti til Reykjavíkur og gerðist einn af fyrstu íbúum SEM-hússins hvar hann bjó alla tíð síðan. Þar varð hann fljótt einn af máttarstólpum þess sam- félags, tengiliður og fastur punktur í tilveru þeirra að norð- an sem dvöldu syðra, vinsæll, heimsóttur og elskaður af öllum. Sjálfur minnist ég og þakka fyrir ótal dýrmætar samveru- stundir. Hvort sem það var nú heimsókn undir því yfirskini að horfa á leik í enska boltanum, sem yfirleitt varð að aukaatriði þegar farið var að segja sögur, ræða nýjustu fréttir af aflabrögð- um eða pólitík ef eitthvað var að gerast á þeim vettvangi. Í ára- tugi kom ég til hans í eftirmið- daginn á gamlársdag, oft að af- lokinni kryddsíld eða öðru fjölmiðlastússi, og þá var árið gert upp. Ég mun hugsa sérstak- lega til hans eftirleiðis á þeim degi svo lengi sem andi minn endist. Arnþór Karlsson gaf endalaust af sér í mannlegum samskiptum og það var hann sem hressti við gesti sína miklu meira en öfugt, þrátt fyrir þær aðstæð- ur sem örlögin höfðu skapað hon- um að búa við. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð og kveð minn félaga og vin með mikilli eftirsjá og söknuði. Farðu vel, það var mannbætandi að þekkja þig. Steingrímur J. Sigfússon. Arnþór Karlsson Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, ÓSKAR BERGUR HLÖÐVERSSON, Kópavogsbraut 3b, lést á Landspítala Fossvogi 27. október. Útför hans fer fram miðvikudaginn 16. nóvember frá Kópavogskirkju og hefst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra. Hlöðver Bergmundsson Jóhanna Soffía Mar Óskarsd. Heiðrún Hlöðversdóttir Friðjón Sigurðarson Kristín Hlöðversdóttir Baldur Þorleifur Sigurlaugss. Hildur Hlöðversdóttir Steinn Eldjárn Sigurðarson Vilborg Guðrún Sigurðardóttir og systrabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁSA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Lundi 1, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 28. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 13. Ólafur Rúnar Árnason Þröstur Ólafsson Inga Björk Gunnarsdóttir Íris Ólafsdóttir Halldór Gunnar Vilhelmsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, MUNDÍNA ÁSDÍS KRISTINSDÓTTIR sjúkraþjálfari, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 31. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. nóvember klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á Facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju María S. Ásgrímsdóttir Kristinn Finnsson Þorgerður Kristinsdóttir Bjarni Ragnarsson Anna María Kristinsdóttir Friðrik Kjartansson Halldóra Margrét, Kristinn Már, Guðmundur Ingi, María Björk, Kjartan Ingi, Heba og Ása Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir, systir og amma, INGIBJÖRG ERNA SVEINSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 24. október. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, fimmtudaginn 3. nóvember, klukkan 15. Helgi Ólafur Ólafsson Þórunn Helgadóttir Arnór Viðar Baldursson Fanney Dagmar Helgadóttir Helgi Freyr Helgason Tómas Agnar Tómasson Ólafur Helgi Grímsson systkini og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR BÓASSON vélstjóri, Túngötu 5, Húsavík, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 24. október. Útför hans verður gerð frá Húsavíkurkirkju 4. nóvember og hefst klukkan 14. Athöfninni verður streymt á facebooksíðu Húsavíkurkirkju. Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat Þeim sem langar að minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Friðrika Guðjónsdóttir Jóna Kristín Gunnarsdóttir Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Dóra Hrund Gunnarsdóttir Bóas Gunnarsson barnabörn Okkar ástkæri SIGURÐUR HALLUR STEFÁNSSON, fv. héraðsdómari, lést 22. október. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju 11. nóvember klukkan 15. Inga María Eyjólfsdóttir Huldar Örn Sigurðsson Sólveig Ósk Jónsdóttir Rannveig Vigfúsdóttir Vigfús Almar Eyjólfsson Inga María Eyjólfsdóttir Róbert Ingi Huldarsson Elías Kári Huldarsson Arnar Svanur Huldarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.