Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 55

Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 ✝ Ásgeir Andra- son fæddist í Reykjavík 9. mars 1967. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 21. október 2022 eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Foreldrar hans voru Andri Sig- urður Jónsson, f. 4. október 1934, d. 14. apríl 1997, og Hjördís Heiða Björnsdóttir, f. 2. apríl 1938, d. 3. júní 2007. Systkini Ásgeirs eru: 1) Guðrún Edda, f. 20. september 1958, eiginmaður hennar er Gunnlaugur Ingvarsson. Dæt- ur hennar eru: a) Anja Ísa- bella, f. 7. júní 1984, eigin- maður hennar er Arnar Fells, þau eiga tvo syni, Theodór, f. 11. september 2017, og Lúkas, f. 21. júlí 2019. b) Belinda, f. 6. mars 1986, eiginmaður hennar er James Beavan, þau eiga þrjú börn, Aaron, f. 3. sept- ember 2010, Oliver, f. 2. apríl árin vann hann hjá Hvera- gerðisbæ við akstur fyrir Birkimörk og dagvist eldri borgara. Ásgeir stundaði golf og var varamaður í stjórn GHG til nokkurra ára og var virkur í starfi mótanefndar svo og öðrum verkefnum hjá GHG. Árið 1992 kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni, Önnu Margréti Þorfinnsdóttur, f. 4. október 1965. Þau áttu einn son saman, Andra Þorfinn, f. 10. apríl 1994. Eiginkona hans er María Dís Jóhannsdóttir, f. 10. maí 1995. Þau eiga þrjú börn; Önnu Jórunni, f. 25. nóvember 2015, Ásgeir Loga, f. 24. nóv- ember 2016, og Guðrúnu Láru, f. 16. janúar 2022. Stjúpdóttir Ásgeirs er Ásdís Alda, f. 18. nóvember 1986. Sambýlismaður hennar er Kristján Björnsson, f. 2. janúar 1985. Þau eiga þrjú börn: Alexander Örn, f. 7. jan- úar 2012, Helgu Maren, f. 26. desember 2019, og Viktor Breka, f. 27. maí 2022. For- eldrar Önnu Margrétar eru Þorfinnur Óli Tryggvason, f. 31. ágúst 1939, d. 28. október 2016, og Alda Berg Ósk- arsdóttir, f. 23. nóvember 1931. Útför Ásgeirs fer fram í Hveragerðiskirkju í dag, 3. nóv- ember 2022, klukkan 13. 2012, og Míu Ísa- bellu, f. 3. desem- ber 2014. 2) Sig- rún Jóna, f. 22. maí 1960, eig- inmaður hennar er Björn Þór Svav- arsson. Dætur hennar eru: a) Íris María, f. 22. októ- ber 1979, börn hennar eru Arnar Már, f. 21. júlí 1999, og Katrín Sunna, f. 21. desember 2003. b) Hjördís Heiða, f. 5. janúar 1988, dóttir hennar er Elísabeth, f. 26. nóvember 2004. 3) Ásbjörn, f. 4. desember 1962, d. 20. júlí 2017, sambýliskona hans var Charlotte M. Horndrup, f. 8. mars 1969, d. 16. maí 2008. Ásgeir ólst upp í Reykjavík til 11 ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Danmerkur. Hann kláraði meistaranám í bifvélavirkjun og flutti aftur til Íslands 1991 og vann í nokkur ár á verkstæði lögregl- unnar í Reykjavík. Síðustu tólf Enginn veit hver annan gref- ur eru orð að sönnu, sem oft hafa leitað á hug okkar síðustu daga. Í dag kveðjum við litla bróður okkar Ásgeir. Við slíkan skilnað, sem svo brátt hefur borið að, er erfitt að hugsa til þess að við fáum aldrei að sjá hann framar. Minningarnar streyma fram í hugann. Dugn- aðurinn og hjálpsemin sem var svo ríkur þáttur í fari hans. Hann var sannur vinur, sem ávallt var hægt að leita til. Hann var með hjartað á réttum stað og var alltaf boðinn og bú- inn að leysa hvers manns vanda. Minningarnar munu ylja okkur í framtíðinni um glað- væran bróður, sem átti gott með að sjá björtu hliðarnar á lífinu og ætíð var stutt í húm- orinn hjá honum. Þær eru líka margar æskuminningarnar sem litli bróðir okkar er ómissandi hluti af. Í þeim stuttu en snörpu veik- indum sem hann átti við að etja síðastliðna mánuði stóð konan hans Anna sem klettur. Við sendum henni, börnum þeirra, barnabörnunum sem og fjöl- skyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja þau á þessum erf- iðu tímum. Einhvern veginn er það svo, að við hugsum sjaldan um það að sérhver samverustund manna hér á jörð kann að vera sú síðasta. Hans verður sárt saknað af okkur systrum, eig- inmönnum okkar, systradætr- unum fjórum og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning okk- ar yndislega bróður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Edda og Sigrún. Það var mikið lán fyrir íbúa og starfsfólk á Heimilinu Birki- mörk þegar Ásgeir Andrason réð sig sem bílstjóra til að aka þjónustubíl fyrir fatlaða íbúa í Hveragerði. Alveg frá upphafi líkaði öllum vel við Ásgeir, enda ekki annað hægt. Í samskiptum sýndi hann virðingu með hæfi- legri blöndu af umhyggju, gríni og hvetjandi viðmóti. Hann var hvers manns hugljúfi og íbúar voru fljótir að setja traust sitt á hann. Ásgeirs verður því sárt saknað hér í Birkimörk. Við kveðjum í dag góðan dreng og samstarfsfélaga með þakklæti og hlýju. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Ástvinum Ásgeirs sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. íbúa og starfsfólks Heimilisins Birkimarkar, Steinunn Jónsdóttir. Ég ætla hér í fáum orðum að minnast Ásgeirs Andrasonar en hann burtsofnaði 21. október síðastliðinn, allt of ungur, að- eins 55 ára, á sjúkrahúsinu á Selfossi eftir illvíg veikindi. Hann var mér afar kær og verður sárt saknað. Fjölskyldur okkar Ásgeirs bjuggu í „Heiðnahverfinu“ í Reykjavík á sjöunda áratug síð- ustu aldar, þegar vegir okkar lágu fyrst saman. Við á Braga- götunni og þau á Nönnugöt- unni. Vorum við krakkarnir í hverfinu oft að leika okkur saman, þá gjarnan í „kýló“ á horni þessara gatna. Ásgeir var aðeins hvítvoð- ungur þegar við Sigrún systir hans hófum skólagöngu okkar í Miðbæjarskólanum og síðar í Austurbæjarskólanum. Við vor- um saman í bekk allan grunn- skólann. Vinaböndin urðu afar sterk árin fyrir fermingu, en þá voru nokkur ár liðin síðan þau fluttu á Grettisgötuna. Ég var eins og grár köttur inni á heim- ili þeirra og var mér tekið sem ég væri ein úr fjölskyldunni og svo hefur verið síðan. Vinahópur okkar Sigrúnar hittist oft heima hjá þeim og var þá Ásgeir litli gjarnan að skottast í kringum okkur, með glampa í augum og bros á vör. Það var aldrei neitt vesen á Ás- geiri, bara gleði og hjartahlýja. Og þannig var hann alla tíð, já- kvæður, blíður og með eindæm- um bóngóður. Hann leit á erf- iðleika sem verkefni sem leyst voru af æðruleysi. Ég votta Önnu, Andra og Ás- dísi Öldu og börnum þeirra og systrunum Sigrúnu og Eddu og afkomendum þeirra innilega samúð mína. Sorginni verður ei vísað á bug vorkulið á okkur dynur. Með kærleik í brjósti, klökkva í hug við kveðjum þig, frændi og vinur. Áfram við lifum í einlægri trú, þó ævisól hnigi til viðar. Þú ert horfinn til Austursins eilífa nú og við óskum þér birtu og friðar. (Séra Hjálmar Jónsson) Kæri Ásgeir, minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Bára Grímsdóttir. Ásgeir Andrason ✝ Aðalheiður Auður Finn- bogadóttir fæddist á Sólvöllum í Mos- fellssveit 24. mars 1936. Hún lést á Vífilsstöðum í Garðabæ 24. októ- ber 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Finnbogi Helgi Helgason, bóndi á Sólvöllum í Mosfellsbæ, f. 7. maí 1901, d. 11. júlí 1993, og Ingi- björg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1901, d. 1. júní 1979. Aðalheiður var yngst fjög- urra systkina. Systurnar voru Ingunn Finnbogadóttir, f. 14. apríl 1929, d. 1. ágúst 2022 og Soffía Petra Finnbogadóttir, f. 20. desember 1930, d. 25. júní 2019. Hálfbróðir Aðalheiðar var Bragi Reynir Friðriksson, f. 15. mars 1927, d. 27. maí 2010. Aðalheiður giftist Ingþóri Þórðarsyni, vél- stjóra úr Reykja- vík, 18. ágúst 1962, f. 1935, d. 1986. Aðalheiður giftist seinni eiginmanni sínum, Skúla Jóns- syni, bónda á Sela- læk á Rangárvöll- um, 10. september 2005, en hann lést 7. nóvember 2005. Börn Aðalheiðar og fyrri manns hennar, Ingþórs, eru: 1) Guðrún Þóra, bóndi á Háafelli í Dalasýslu, f. 1962, gift Finni Þór Haraldssyni. 2) Ing- unn, sjúkraliði, f. 1964, búsett í Mosfellsbæ. 3) Þórður, þroska- þjálfi, f. 1966, búsettur í Kópa- vogi. 4) Ómar, landslagsarki- tekt, f. 1970, búsettur í Mosfellsbæ. Útför Aðalheiðar fer fram í dag, 3. nóvember 2022, kl. 13 frá Lágafellskirkju í Mosfells- bæ. Ég kynntist Öllu þegar ég var fimmtán ára. Við unnum saman á Álafossi í Mosfellssveit sem var góður vinnustaður. Þar fengum við fæði og húsnæði og við Alla bjuggum saman um tíma í Barnakoti. Á þessum árum vann þarna stór hópur af ungu fólki á okkar aldri og óhætt er að segja að félagsskapurinn hafi verið frá- bær. Löngu seinna tókum við upp þráðinn aftur og fórum saman í ferðir, bæði innanlands og utan, ásamt Huldu Jakobsdóttur. Það eru ógleymanlegar ferðir. Ekki datt mér í hug þegar ég heimsótti Öllu á Vífilsstaði fyrir stuttu að við myndum ekki hitt- ast aftur en minningin um góða vinkonu lifir. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (H.S.M) Valborg (Vallý). Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Alla mín, mig langar að minn- ast þín í fáeinum orðum. Þegar ég flutti í Mosó var þetta sveit og fá- ir bæir í nágrenninu, og þótti mér örlítið einmanalegt þar sem ég þekkti engan. En þá birtist þú og bauðst mig velkomna í nágrennið og upp frá því áttum við margar góðar stundir saman. En nú ert þú komin í sumarlandið og bið ég góðan Guð að blessa þig og varð- veita á nýjum slóðum. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. (Helga frá Dagverðará) Börnum Öllu og allri fjölskyld- unni vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Elín Magnúsdóttir. Aðalheiður Auður Finnbogadóttir Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Samferðafólki okkar fækkar ört. Ein af bestu dætrum Akra- ness hefur kvatt í hárri elli. Mig langaði að minnast hennar í nokkrum orðum. Leiðir okkar Auðar lágu fyrst saman í kvenskátafélagi Akraness þar sem hún var ein af máttarstólpunum og fé- lagsforingi á sínum tíma. Auður var sannur skáti og mikil og góð fyrirmynd og hafði stefnu skáta, sem er í raun mannrækt- arstefna, ætíð að leiðarljósi. Allt sem hún tók að sér var leyst af reisn. Auður var svo mörgum kost- um búin að of langt er upp að telja. Hún var mikill náttúru- unnandi og sérstakur dýravinur og þvílíkur hafsjór af fróðleik sem hún miðlaði okkur og sagði alltaf svo skemmtilega frá. Seinna urðum við Auður líka Auður Ásdís Sæmundsdóttir ✝ Auður Ásdís Sæmundsdóttir fæddist 2. ágúst 1925. Hún lést 10. október 2022. Auður var jarð- sungin 21. október 2022. nágrannar þegar við bjuggum báðar á Heiðarbrautinni. Þau voru frábærir nágrannar og sam- skiptin á milli fjöl- skyldnanna voru mikil og góð. Þeg- ar þau fluttu svo að Ási í Melasveit fórum við stundum í heimsókn og allt- af var okkur tekið opnum örmum. Ég man svo vel eftir honum Lassa, fallega hundinum þeirra, sá átti nú ekki leiðinlega ævi. Þetta voru yndisstundir. Það er mikill sjónarsviptir að Auði og við í Svanna- og Rekkasveitinni munum sakna hennar sárt. Hún sótti fundi í félaginu eins lengi og hún hafði heilsu til og við minnumst hennar með þakklæti og virð- ingu. Að leiðarlokum vil ég þakka bæði vináttu og tryggð og ómetanlegar stundir. Minningin um góða og elskulega mann- eskju lifir. Ég votta ástvinum öllum innilega samúð. Blessuð sé minning mætrar konu. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hulda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR RÚNAR VALDIMARSSON framreiðslumaður, Lækjargötu 32, Hafnarfirði, lést á Tenerife fimmtudaginn 27. október. Útförin verður auglýst síðar. Svanhildur Ísleifsdóttir Ásdís Þórðardóttir Hörður Davíð Harðarson Þórhildur Þórðardóttir Hafsteinn P. Vattnes Guðný Hrund Þórðardóttir Sigurður Örn Arnarson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín og systir, JÓHANNA KRISTÓFERSDÓTTIR, Hraunvangi 7, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 24. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Báruhrauns fyrir einstaka umönnun. Kristófer Þórir Kjartansson Jóhannes Kristófersson Sigríður Árný Kristófersdóttir Gunnar Kristófersson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SVEINBJARNARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 29. október. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 13. Soffía Árnadóttir Sigurður K. Karlsson Árni Kjartansson Þór Sigurðsson María Sigurðardóttir Kjartan Hrafn Kjartansson Ómar K. Sigurðsson Svanhvít Arnardóttir barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR, Strikinu 4, lést laugardaginn 29. október á Landspítalanum Vífilsstöðum. Hákon Gunnarsson Guðný Helgadóttir Helga Gunnarsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Unnar Reynisson Hrefna Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.