Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 56

Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 56
✝ Líney Björg- vinsdóttir fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1949. Hún lést á heimili sínu, Lautarvegi 18 í Reykjavík, 18. október 2022. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Árnadóttir, hár- greiðslumeistari frá Görðum á Álfta- nesi, f. 4. september 1916, d. 16. apríl 2014, og Björgvin Bjarna- son, plötu- og ketilsmiður frá Reykjavík, f. 15. október 1916, d. 2. júní 2005. Systkini hennar eru Árni, f. 1939, Ragnhildur, f. 1942, Bjarni, f. 1946, d. 2010, Guðný, f. 1952, Páll, f. 1953. Hálfbróðir Líneyjar samfeðra er Björn Thomsen, f. 1938. Líney bjó til þriggja ára aldurs á Skólavörðustíg 27, Reykjavík og flutti þaðan á Hlíð- arveg 57 í Kópa- vogi og bjó þar hjá foreldrum sínum til ársins 1995. Þá flutti hún á sambýli og bjó lengst af á Sogavegi 208, Reykjavík og síð- ustu níu árin á Lautarvegi 18, Reykjavík. Líney gekk í Kópa- vogsskóla, vann á vinnustofu gamla Kópavogshælis, hjá Örva í Kópavogi um árabil og síðustu 20 árin hjá Iðjubergi. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, í dag, 3. nóvember 2022, klukkan 13. Mín elskulega frænka, Líney Björgvinsdóttir, er látin 73 ára að aldri. Líney var einstök per- sóna á svo margan hátt og bjó yfir mörgum hæfileikum. Hún var mjög meðvituð um fötlun sína og skynjaði vel að hafa ekki sömu tækifæri og aðrir og kom það oft fram í spjalli okkar á Hlíðarveginum. Þegar ég var barn áttum við margar góðar stundir saman. Ég sóttist eftir að fá að vera í félagsskap við hana. Það var alltaf bros og hlýja að koma til hennar og við hlógum mikið saman. Hún kenndi mér margt á þessum góðu samverustund- um okkar, m.a. að tefla og vakti þar með áhuga minn á tafl- mennsku. Hún kynnti mér líka Nonnabækurnar sem hún hafði unun af og las aftur og aftur sér til skemmtunar. Það var gaman að hlusta á hana segja frá af þeim eldmóð sem hún hafði gagnvart persónunni Nonna og ævintýrunum sem hann lenti í. Þessi lestraráhugi hennar á Nonnabókunum smitaðist til mín og saman gátum við spjall- að fram og til baka um bæk- urnar. Líney var mjög listræn. Handavinna hennar var unnin af vandvirkni og hún var af- bragðsgóður teiknari. Hún hafði mikið dálæti á klassískri tónlist og var Pavarotti þar fremstur í flokki. Við hlustuðum oft saman á tónlistina hans um leið og við prjónuðum, spiluðum á spil eða bara spjölluðum saman. Elsku Líney, allar þær minn- ingar sem koma upp í hugann eru hlýjar. Takk fyrir góðu stundirnar á Hlíðarveginum sem ég mun áfram geyma í hjarta mínu. Elsku fjölskylda, ég votta ykkur dýpstu samúð. Sif. Nú þegar við kveðjum elsku Líneyju okkar, þá eru efst í huga allar þær dásamlegu minningar sem við höfum átt saman. Það eru ófáir kaffiboll- arnir sem búið er að spjalla yf- ir, hlusta á Pavarotti og Susan Boyle eða bara dást að öllum myndarlegu læknunum í Grey’s Anatomy. Líney var fagurkeri fram í fingurgóma, alltaf vel tilhöfð með naglalakk og rúllur. Hún vildi hafa allt fallegt í kringum sig og það var ekki verra ef fjólubláir tónar prýddu til- veruna. Við vottum Guðnýju, Tona og fjölskyldu ykkar innilegustu samúð og þökkum samfylgdina í gegnum árin. Við kveðjum fjólubláu drottn- inguna okkar héðan af Laut- arvegi með þessum fallegu orð- um: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Fyrir hönd starfsfólks og íbúa á Lautarvegi, Ásdís Hallgrímsdóttir. Í dag kveðjum við í hinsta sinn Líneyju vinkonu okkar og vinnufélaga til margra ára. Við áttum saman svo ótal margar notalegar samverustundir með kaffibolla og góða bók. Spennu- sögur voru í miklu uppáhaldi og lásum við saman vel flestar bækur eftir Agöthu Christie, enda voru Mrs. Marple og Her- cule Poirot orðnir góðir vinir okkar. Saumastundir inni á dagþjónustu í góðra vina hópi og skrafað um allt milli himins og jarðar. Þú fylgdist vel með fólkinu okkar og sérstaklega börnum og seinna barnabörn- um. Þá skoðuðum við saman myndir og þú dáðist að „litla ljósinu“ sem stækkaði og stækkaði. Allt sem þú gerðir og sagðir var af mikilli einlægni og þú hreifst fólk auðveldlega með þér. Hafðir gaman af því að segja frá og jafn gaman af því að hlusta á aðra. Mikill húm- oristi og höfum við fengið mörg hlátursköst saman, alveg þang- að til tárin láku. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Við í Iðjubergi sendum ætt- ingjum og vinum Líneyjar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Takk fyrir samfylgdina og góða ferð í sumarlandið. Oddrún Ólafs- dóttir, forstöðu- maður í Iðjubergi. Hver og einn er sérstök sál svona fólk við erum með lífsins eld, og innra bál í öllu sem við gerum. (K.H.) Þegar mér barst fregnin um að Líney frænka mín hefði kvatt þennan heim, sátt við guð og menn, komu strax upp í huga mér uppvaxtarárin okkar í Suðurhlíðum Kópavogs, nánar tiltekið Hlíðarvegurinn. Enda- lausa leiksvæðið okkar. Holtið upp að Digranesvegi, sandgryfj- urnar, innfrá eins og sagt var og óbyggða svæðið allt saman í átt að Smárahvammi og Vífils- stöðum. Það telst örugglega til forréttinda að alast upp við slík- ar aðstæður. Þetta var á margan hátt sér- stakt samfélag, þar sem sex systkini settust að á litlu svæði. Fjóla mamma mín og Björgvin pabbi Líneyjar voru í þeim systkinahópi og svo foreldrar þeirra, amma og afi okkar. Allir á sama blettinum í sátt og sam- lyndi. Og svo fjölgaði börnun- um. Það var orðinn stór systk- inabarnahópurinn á Hlíðarveginum. Við lékum okk- ur mikið saman og ýmislegt var brallað. Þegar fundum okkar Líneyjar bar saman í seinni tíð spratt ævinlega fram minning um þessa gömlu góðu daga. Hún rifjaði upp ýmislegt og sagði „manstu“ og svo fylgdi sögunni „það var alltaf gott veð- ur þegar við vorum litlar“. Lín- ey hafði yndi af hannyrðum meðan hún gat og hafði heilsu til. Músík var stór þáttur í hennar lífi, hún sótti óperur ef hún mögulega gat og elskaði Pavarotti. Hún elskaði fallega hluti, fallegu blómin sem hún ólst upp við og yndislegu litina sem birtast á himninum við mismunandi aðstæður. Afmæl- isveislurnar hennar voru ein- stakar. Öllu til tjaldað, ekkert mátti vanta. Svo voru það yngstu börnin í fjölskyldunni hennar sem hún kallaði alltaf grjónin. Hún elskaði þau. Hún ljómaði með blik í augum þegar hún hitti þau, það fór ekki framhjá neinum hversu ham- ingjusöm hún var í þeirra ná- vist. Nú er komið að leiðarlokum, nú er einum hlekk færra í stóru systkinabarnakeðjunni sem hef- ur verið svo ótrúlega sterk og samheldin. Ég bið góðan guð að blessa Líneyju okkar og þakka henni samfylgdina. Elsku Líney mín. Ég veit að mamma bíður þín með molasop- ann eins og forðum og þér þótti best. Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Freyja frænka. Líney Björgvinsdóttir 56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 ✝ Ingibjörg Erna Sveinsson, Ingie, fæddist í Reykjavík 16. júlí 1962. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 24. október 2022. Foreldrar henn- ar voru Þórunn Árnadóttir ljós- móðir, f. 11.6. 1941, d. 20.9. 2011, upp- eldisfaðir Tómas Agnar Tóm- asson, fv. iðnrekandi, f. 13.4. 1939, og faðir Sveinn Torfi Sveinsson, f. 2.1. 1925, d. 20.10. 2009. Systkini hennar sam- 2014, og Ólafs Helga Grímssonar læknis, f. 22.12. 1931. Börn Ingi- bjargar og Helga Ólafs eru: 1) Þórunn, f. 8.9. 1985, í sambúð með Arnóri Viðari, f. 16.3. 1986, börn þeirra eru: a) Logi, f. 2010, b) Aníta, f. 2014, og c) Karen, f. 2018. 2) Fanney Dagmar, f. 3.2. 1990, sonur hennar er Helgi Örn, f. 2016, og 3) Helgi Freyr, f. 24.11. 1995. Ingibjörg ólst upp til ársins 1974 hjá móðurforeldrum sínum, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, f. 1907, d. 1999 og Árna Guð- mundssyni lækni, f. 1899, d. 1971. Hún flutti þá til foreldra sinna og þau fluttu síðan í Garða- hrepp 1976 þar sem hún hefur síðan búið mestan hluta ævinnar með fjölskyldu sinni. Útför Ingibjargar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 3. nóvember 2022, og hefst at- höfnin klukkan 15. mæðra eru: Agnes Vala, f. 1967, Árni Haukur, f. 1968, Helga Brynja, f. 1972, Herdís Rún, f. 1979 og Óskar Bergmann, f. 1982. Uppeldisbróðir er Tómas Heimir, f. 1961. Systur sam- feðra eru Vilborg Elín, f. 1954 og Ingi- björg Ásdís, f. 1959. Þann 9. júní 1984 giftist Ingi- björg Helga Ólafi Ólafssyni sam- eindalíffræðingi, f. 25. júní 1961, syni Fanneyjar Dagmarar Art- húrsdóttur, f. 15.7. 1930, d. 28.6. Elsku Ingie systir hefur verið kölluð til annarra verka á öðrum vettvangi allt of snemma. Ingie var til staðar fyrir okkur systkinin öll frá því að við munum eftir, hún var næstelst okkar og þótti dásamlegt að eiga stóran systk- inahóp. Hún fagnaði hverju okkar innilega og passaði upp á okkur eins og við værum hennar eigin. Hún fór snemma að vinna sem sendill á hjóli hjá Ölgerðinni en því var fljótt skipt út fyrir mótorhjól sem hún elskaði að geysast um á með dumbrauðan makkann flaks- andi undan hjálminum. Það var haft á orði þegar hún var í Garða- skóla að sumar stelpur mættu með snyrtibudduna í skólann en hún tæki með sér olíubrúsa og lyklasett svo hún gæti gert við mótorhjólið ef á þyrfti að halda. Ingie var listfeng, hún elskaði að skapa með höndunum. Hún lærði snemma að prjóna og hekla og allt var sem það hefði verið búið til í vél, svo fallegt var handbragð- ið. Hún lagði áherslu á að klára jólasokka handa yngstu barna- börnunum þannig að allir ættu þannig sokk fyrir jólin. Hún fór síðar í nám og gerðist naglafræð- ingur og þar var hún fengin til að kenna að námi loknu. Stórt skarð er höggvið í hópinn, við höfum verið lánsöm að vera mjög náin alla tíð og það var alltaf hægt að leita til Ingie. Elsku Helgi mátti þola að við gætum lagst upp á þau í tíma og ótíma, sem hefur örugglega ekki verið létt, en Ingie mátti bara ekki til þess hugsa að við værum að hangsa í bænum. Þegar ég var í námi í Þýskalandi gerðist eitthvað í sambandi okkar það sterkt að það brá ekki skugga á það nokkurn tímann eftir það. Við skrifuðumst á og ég treysti henni fyrir því að mig langaði að vera lengur, þá gekk hún fram fyrir skjöldu og lét vita og ég fékk óskina uppfyllta. Á undanförnum árum hefur verið erfitt að horfa á hversu hratt sá sjúkdómur sem fékkst ekki staðfestur fyrr en fyrir þremur ár- um gekk nærri henni. Hún gerði þó allt sem í hennar valdi stóð til þess að standa undir þeim kröfum sem á hana voru lagðar í þeirri von að hún mætti fá tækifæri til þess að geta fengið ný lungu og hún barðist eins og ljón. Það er erfitt til þess að hugsa að nú geti ég ekki hringt, sent skilaboð, leitað ráða með prjónaskapinn eða deilt gleði og sorgum lengur með Ingie syst- ir. Elsku hjartagull, takk fyrir að vera systir mín, vinkona og sam- herji, ég mun gera mitt besta til þess að vera til staðar fyrir Helga Ólaf og öll gullin þín. Minning þín verður hugarró okkar. Meira á www.mbl.is/andlat Agnes Vala (Adda) systir. Elsku Ingie systir mín, hvernig er hægt að kveðja stóru systur sem var alltaf til staðar! Með penna í hendi og allt virðist sem í vondum draumi, en svona er staðan, þú farin á vit feðranna allt of snemma eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Þú skilur eftir hafsjó af fallegum og skemmtileg- um minningum enda varstu gleði- gjafi mikill og kærleiksrík með ein- dæmum. Þú varst hlátur, söngur og gleði, allt í senn. Ingi og Helgi voru normið í ruglinu sögðum við á mínum bæ, það var alltaf hægt að fara til ykkar og ná jarðtengingu, með hlátur og húmor í eftirrétt, ykkar heimili stóð alltaf opið og alltaf pláss fyrir alla. Við minnumst allra skemmti- legu veislanna á Steinási sem eng- inn missti af, ferðanna í sumarbú- staðinn sem voru okkar unun og síðast en ekki síst verður lokaferð- in okkar norður aldrei gleymd og mun sú minning endast mér til æviloka. Takk elsku systir, þú varst ein- stök og þín er og verður sárt sakn- að af okkur öllum. Elsku Helgi mágur, Þórunn, Fanney og Helgi Freyr, ykkar missir er mestur en minning Ingie okkar mun lifa. Þín elskandi systir, Helga Brynja (Kroppí). Elsku Ingie. Það er þyngra en tárum taki að skrifa þessi kveðju- orð til þín. Ég kynntist Ingie fyrir rúm- lega 20 árum þegar elstu börnin okkar felldu hugi saman og hafið þið fjölskyldan verið hluti af lífi mínu síðan og þá sérstaklega eftir að yndislegu barnabörnin okkar fæddust. Upp í hugann koma veislur sem við unnum saman að, nú síðast 17. júní, 90 ára afmæli tengdaföður þíns. Ferðin okkar til Manchester og samveran á yndislega pallinum ykkar. Ingie var mikil handavinnu- kona og fengu barnabörnin að njóta þeirrar listar. Takk elsku Ingie fyrir umhyggj- una, hlýjuna, tryggðina og hjálp- semina. Þín verður sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Helgi, Þórunn, Arnór, Fanney, Helgi Freyr, Logi, Aníta, Karen, Helgi Örn og fjölskylda. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Megi minning um góða konu lifa. Ingibjörg Guðmunds- dóttir (Inga). Elsku Ingie, það sem við gátum spjallað og hlegið. Gátum trúað hvor annarri fyrir hugrenningum, áhyggjum, gleði og sorg. Vinkonur út lífið og aldrei bar skugga á okk- ar góðu vináttu. Fyrstu minning- arnar mínar um þig, þá varstu þessi skotturófa á mótorhjóli, með þetta flaksandi síða og fallega rauða hár. Það voru nú ekki marg- ar stelpur á skellinöðru á þessum tíma. En þú naust þess að vera svo- lítill „rebel“, eða eins og það kall- aðist þá, stelpustrákur, dásamlegt. Þú lést ekki segja þér hvað mátti og hvað mátti ekki. Svo urðuð þið Helgi ástfangin og alla tíð hafið þið verið með stjörnur í augunum þegar þið horf- ið hvort á annað, þvílík gjöf. Börnin voru stærstu demant- arnir þínir, komu eitt af öðru, Þór- unn, Fanney og Helgi Freyr, þvílík gleði og stolt. Saman mynduðuð þið þessa fjölskyldu og hafið staðið saman í gegnum tíðina og ekki síst í þínum veikindum. Þú varst alltaf svo réttsýn og viðsýn. Allir fengu tækifæri til að bæta sig þótt þeir hefðu gert eitt- hvað á þinn hlut. Það er gjöf að vera ekki langrækinn. Þú varst alltaf eins og drottning, áttir falleg föt og skart sem þú not- aðir óspart. Fórst aldrei úr húsi nema vel tilhöfð og alltaf með fal- lega brosið þitt. Eins var heimilið alltaf hreint og fallegt og hver hlut- ur á sínum sérstaka stað. Við áttum það sameiginlegt að elska jólaskraut og að skreyta fyrir jólin. Við saumaklúbbsvinkonur hitt- umst iðulega fyrir jólin til að mála keramikjólasveina, engla og/eða sauma og líma Bucilla-jólasokka, vinkonustund. Það var líka orðin hefð að gefa hvor annarri lítið jólaskraut til að setja á jólatréð og ég notaði oft tækifærið erlendis til að kaupa eitt- hvert óvenjulegt skraut. Ég á eftir að sakna þessa. Þegar ég kom til þín í síðustu viku, færandi hendi með Bucilla-jólaföndur fyrir þig til að dunda við á sjúkrabeði, þá óraði mig ekki fyrir því að þú gætir ekki notið þessara jóla, sorglegt. Ég er með þungan stein á brjóstinu en ég veit að góðar minn- ingar um þig hjálpa til við að létta á því. En mesta sorgin er hjá fjöl- skyldunni þinni, elsku Helga, Þór- unni, Fanneyju, Helga Frey, tengdabörnum og barnabörnum. Þau horfa á bak besta vini, mömmu, tengdó og bestu ömm- unni sem var sú sterka, þrátt fyrir mikil veikindi, alltaf til staðar með hlýjan faðm og nýprjónaða flík. Það er skarð fyrir skildi. Innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku Ingie og megi ljósið þitt lifa með okkur öllum sem sakna þín kæra vinkona. Agnes Þ. Guðmundsdóttir. Ingibjörg Erna Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.