Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 62

Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Meistaradeild karla: F-riðill: Real Madrid – Celtic ................................ 5:1 Shakhtar Donetsk – Leipzig ................... 0:4 Staðan: Real Madrid 6 4 1 1 15:6 13 RB Leipzig 6 4 0 2 13:9 12 Shakhtar Donetsk 6 1 3 2 8:10 6 Celtic 6 0 2 4 4:15 2 _ Eftirfarandi leikjum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Umfjöllun um þá má nálgast á mbl.is/fotbolti. E-riðill: Chelsea – Dinamo Zagreb .................... (2:1) AC Milan – Salzburg ............................. (1:0) G-riðill: FC København – Dortmund................. (1:1) Manchester City – Sevilla..................... (0:1) H-riðill: Juventus – París SG .............................. (1:1) Maccabi Haifa – Benfica ....................... (1:1) Ítalía Bikarinn, 2. umferð: Cesena – Inter Mílanó ............................. 0:5 - Anna Björk Kristjánsdóttir var allan tímann á varamannabekk Inter Mílanó. Genoa – Fiorentina.................................. 1:7 - Alexandra Jóhannsdóttir var allan tím- ann á bekknum hjá Fiorentina. Ternana – AC Milan ................................ 0:2 - Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með AC Milan. Noregur B-deild, umspil, fyrri leikur: Skeid – Arendal ....................................... 6:0 - Pálmi Rafn Arinbjörnsson var allan tím- ann á bekknum hjá Skeid. 4.$--3795.$ Meistaradeild karla A-riðill: Zagreb – Dinamo Bukarest................. 28:29 B-riðill: Elverum – Celje Lasko........................ 31:29 - Orri Freyr Þorelsson skoraði 2 mörk fyrir Elverum. Kiel – Aalborg...................................... 36:36 - Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason þjálfar liðið. Noregur Drammen – Runar............................... 29:28 - Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram- men. Danmörk Fredericia – Holstebro ....................... 34:32 - Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Fredericia. Guðmundur Guðmunds- son þjálfar liðið. Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðarþjálfari Holstebro. Þýskaland Bikarinn, 32-liða úrslit: Leipzig – RN Löwen ........................... 27:36 - Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Leipzig. - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen. B-deild: Empor Rostock – Potsdam................. 28:31 - Sveinn Aron Sveinsson skoraði 2 mörk fyrir Empor Rostock en Hafþór Már Vign- isson ekkert. Dormagen – Coburg ........................... 24:29 - Tumi Steinn Rúnarsson lék ekki með Coburg vegna meiðsla. Wolfe Wolfsburg – Balingen.............. 26:30 - Daníel Þór Ingason skoraði 3 mörk fyrir Balingen og Oddur Gretarsson 2. %$.62)0-# Sigurður Heiðar Höskuldsson hef- ur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu. Knatt- spyrnudeild Vals tilkynnti form- lega um ráðninguna á samfélags- miðlum í gær. Sigurður Heiðar, sem er 37 ára, var síðast aðalþjálfari Leiknis úr Reykjavík en lét af störfum þar eft- ir þriggja ára starf, þar sem hann stýrði liðinu upp úr 1. deild á sínu fyrsta tímabili. Léku Breiðhylt- ingar svo undanfarin tvö tímabil í efstu deild, þaðan sem liðið féll á dögunum. Sigurður ráðinn til Valsmanna Ljósmynd/Kristinn Steinn Valur Þjálfarinn Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur samið við Val. Knattspyrnumaðurinn Viktor Jóns- son hefur framlengt samning sinn við ÍA til ársins 2024. Hann verður því áfram hjá félaginu, þrátt fyrir að Skagamenn hafi fallið úr Bestu deildinni á nýliðnu tímabili. Viktor kom til ÍA frá Þrótti úr Reykjavík. Hann hefur skorað 19 mörk í 97 leikjum í efstu deild og 59 mörk í 84 leikjum í 1. deild. Viktor lék aðeins sex leiki með Skagamönnum á leiktíðinni, þar sem hann var að glíma við meiðsli. Í leikjunum sex skoraði hann tvö mörk. Viktor áfram á Skaganum Ljósmynd/Kristinn Steinn Akranes Viktor Jónsson verður næstu tvö ár hjá ÍA á Akranesi. sjálfstraust inni á vellinum og hann sem ungur leikmaður hafi kannski verið fórnarlamb þeirra aðstæðna sem liðið var í. Fyrir þessa leiktíð sagðist hann hafa staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og aðeins náð að sanna sig. Hann greip tækifærið þegar það gafst með báðum höndum og hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í liði sænsku meistaranna. „Þjálfari sem er að berjast fyrir að halda starfi sínu vill kannski ekki spila unga nýja stráknum og leitar frekar í reynsluna. Ég var staðráðinn í að sanna mig og halda áfram að vera úti og berjast fyrir minni stöðu í liðinu. Það hvarflaði aldrei að mér að koma heim í þægindarammann. Mér tókst að gera það á undirbúningstímabilinu og svo eftir að mótið hófst.“ Uppáhaldsstaða Valgeirs á vellinum er hægri bakvarðarstaðan og hann hefur með örfáum und- antekningum spilað hana hjá Häcken en hann get- ur einnig spilað vinstra megin. Hann eignaði sér vinstri bakvarðarstöðuna hjá Val undir stjórn Heimis Guðjónssonar og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu árið 2020. Valgeir var kos- inn efnilegasti leikmaður ársins hér heima og gerði í kjölfar fjögurra ára samning við Häcken í janúar 2021. Hann sagði mikinn mun á allri aðstöðu í Svíþjóð og Íslandi. „Aðstaðan hjá Val var mjög góð en hér er allt miklu stærra og fótboltamenningin er miklu stærri í Svíþjóð en heima. Í stærstu leikjunum eru allt að 25.000 manns á vellinum,“ sagði Valgeir. Mikill heiður að fá kallið Valgeir sagðist ekki stefna á annað en að leika með liðinu á næstu leiktíð. Hann sagðist þó stefna hærra og lengra en sé ekki að flýta sér að taka næsta skref á ferlinum. „Við munum spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og ætlum okkur að verja titilinn.“ Valgeir Lunddal á að baki 17 leiki með yngri landsliðum Íslands og var lykilmaður í liðinu sem skipað var leikmönnum 21 árs og yngri í undan- keppni EM 2023 en liðið var hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina, féll út í umspili gegn Tékklandi á grátlegan hátt. Hann var kallaður fyrst inn í A-landsliðið ekki orðinn tvítugur að aldri sumarið 2021. Hann seg- ist reyna að hugsa sem minnst um landsliðið þó auðvitað sé það markmiðið að vinna sér inn fast sæti í liðinu. „Það var mikill heiður að fá kallið en þá var ég að standa mig vel hjá Val. Markmið mitt síðan ég byrjaði að sparka bolta hefur verið að spila fyrir íslenska landsliðið og síðan maður fylgdist með gamla bandinu komast á EM og HM hefur mark- miðið verið að reyna að komast á stórmót með landsliðinu. Ég held að rétta leiðin að því mark- miði sé að reyna að hugsa sem minnst um það og leika vel með sínu félagsliði. Það ætla ég mér að gera og vonandi skilar það landsliðssæti og fleiri góðum skrefum á mínum ferli.“ Greinir eigin leik og æfir vel Ferill Valgeirs Lunddals Friðrikssonar er sannarlega farinn á flug. Hann er lykilmaður í sterku liði í sterkri deild. Liði sem er nýorðið meistari í heimalandinu og mun spila í Meistara- deild Evrópu á næstu leiktíð. Valgeir segir að það sem öðru fremur hafi skilað sér á þennan stað sé vinnan á æfingasvæðinu innan sem utan vallar og sterkt bakland. „Það þarf allt að tengjast og vera á sömu línu. Maður reynir að gera sitt besta á æfingum. Ég reyni að fá klippur af mér eftir hvern einasta leik. Ég skoða bæði mistökin og það sem ég geri vel í leikjunum. Ég reyni að finna eitthvað til að vinna í og legg hart að mér á æfingasvæðinu. Baklandið skiptir líka miklu máli. Ég bý í ró- legu og þægilegu hverfi. Kærastan hefur verið hjá mér í næstum allan tímann sem ég hef verið hérna úti en hún er reyndar farin á lán frá Häck- en í Norrköping en við hittumst nú reglulega,“ sagði Valgeir. Kærasta Valgeirs er Diljá Ýr Zo- mers. Hún fór upp um deild með Norrköping á nýliðinni leiktíð. Stuðningurinn er góður að heim- an, bæði frá foreldrum og kærustu. Ég get leitað til þeirra með hvað sem er og ef ég á slæman leik hika ég ekki við að leita til þeirra. Ég á þeim öllum mikið að þakka,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, sænskur meistari árið 2022 með Häcken frá Gautaborg. Tilfinningin er ólýsanleg - Valgeir sænskur meistari með Häcken - Fyrsti Svíþjóðarmeistaratitillinn í 82 ára sögu félagsins - Titillinn tryggður með stórsigri á heimavelli erkifjendanna Ljósmynd/Häcken/Rudy Alvardo Meistarar Valgeir Lunddal (til hægri) og danski vinstri bakvörðurinn Kristoffer Lund fagna vel og innilega eftir að Häcken tryggði sér sinn fyrsta Svíþjóðarmeistaratitil eftir sigur á erkifjendunum. FÓTBOLTI Ólafur Pálsson oap@mbl.is „Tilfinningin er ólýsanleg, þetta er einn af stærstu leikjunum á hverju tímabili, grannaslagur gegn okkar erkifjendum og að vinna svona stórt og meistaratitilinn í leiðinni, það gerist varla betra,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken, í samtali við Morgunblaðið. Valgeir varð sænskur meistari í knattspyrnu um liðna helgi með Häcken eftir að liðið hafði valtað yfir ná- granna sína og erkifjendur, sumir myndu segja stóra bróður, í IFK Gautaborg, á þeirra heima- velli, Gamla Ullevi. Þetta er fyrsti meistaratitill Häcken í 82 ára sögu félagsins. Häcken vann leikinn 4:0 en það má segja að leik hafi verið lokið í leikhléi því liðið fór til búningsherbergja með 3:0-stöðu í farteskinu en það var einmitt Valgeir sem lagði þriðja mark Häcken upp fyrir liðsfélaga sinn Mikkel Rygaard. Síðasta naglann í kistu stóra bróður rak Rygaard undir lok leiks og Häcken gat fagnað vel og inni- lega. Valgeir segir að þótt liðið hafi skorað snemma og aðeins þurft eitt stig í leiknum til að tryggja sér titilinn langþráða þá hafi hann ekki verið í rónni fyrr en í hálfleik. „Það getur allt gerst í fótbolta svo ég var ekkert rólegur fyrr en við fórum inn í klefa með þriggja marka forskot. Við fögnuðum vel og innilega með liðinu og stuðningsmönnum eftir leik en stuðn- ingsmennirnir biðu á vellinum okkar með blys, stuðningssöngva og almenn læti. Síðan var farið í mat og drykk í betri stofunni á vellinum og almenna gleði. Þetta var frábær dag- ur en svo tók við slökun og einbeiting á næsta leik. Við ætlum að klára tímabilið vel,“ sagði Valgeir. Hef bætt mig mikið Stoðsending Valgeirs á sunnudag var hans þriðja á keppnistímabilinu í sænsku úrvalsdeild- inni. Hann sagðist nokkuð sáttur við eigin frammistöðu á keppnistímabilinu þó alltaf sé hægt að gera betur. „Ég get skoðað eigin leik og lært af honum, bæði því góða og því slæma. Ég reyni að vinna í því á hverjum degi með þjálfurunum. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið frá upphafi tímabils. Ég spila með meiri yfirvegun á boltanum.“ Það er óhætt að segja að hlutskipti Häcken á þessari leiktíð hafi verið talsvert annað en á þeirri síðustu þegar liðið var í harðri fallbaráttu og náði rétt að bjarga sér frá falli. Valgeir sagði að enginn innan félagsins hefði átt von á að tímabilið myndi þróast eins og það gerði. Liðið skipti um þjálfara á miðri síðustu leiktíð og því tókst að halda sér í deild þeirra bestu. „Við ætluðum okkur að berjast við toppinn á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 3. sæti á leiktíðinni á undan. Svo einhvern veginn gengu hlutirnir ekki upp og við vorum meðal annars að tapa mörgum stigum og leikjum sem við höfðum yfirhöndina í og fá á okkur klaufaleg mörk. Nú gengur allt upp. Við æfum vel og erum í góðu formi og höfum kannski haldist meira heilir líka. Nýju þjálfararnir gátu ekki sett sitt mark á liðið á síðustu leiktíð þar sem aðalatriðið var að sækja stig. Nú fengum við gott undirbúnings- tímabil með þjálfurunum sem hafa sett tímabilið upp mjög vel og þetta er afraksturinn.“ Greip tækifærið báðum höndum Valgeir fékk ekki mörg tækifæri á síðustu leik- tíð. Hann glímdi við einhver meiðsli en aldrei neitt alvarlegt. Hann sagðist ekki hafa haft mikið Danirnir Rasmus Christiansen og Lasse Petry munu ekki fá boð um nýja samn- inga hjá knatt- spyrnudeild Vals og hafa því yfir- gefið félagið. Samningar þeirra beggja runnu út um miðjan októ- ber og því er þeim frjálst að róa á önnur mið. Fótbolti.net greinir frá því að Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, hafi staðfest við miðilinn að Christiansen og Petry verði ekki áfram í herbúðum Vals og að Andra Adolphssyni hafi verið boð- inn nýr samningur. Áður hafði Valur tilkynnt að Sebastian Hedlund, Jes- per Juelsgård, Heiðar Ægisson og Arnór Smárason yrðu ekki áfram hjá félaginu. Heiðar hefur þegar samið við uppeldisfélag sitt Stjörnuna og Arnór við uppeldisfélag sitt ÍA. Dönsku leik- mennirnir yfirgefa Val Rasmus Christiansen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.