Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 68
MENNING68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is
Jólagjafir
gæludýranna
færðu hjá
okkur
E
llin bíður, þung og
hrörleg“, syngja glað-
hlakkanlegir stúdentar á
þröskuldi fullorðinsáranna.
Og svo reyna þeir að bægja hugsun-
inni frá sér, og öllu sem öldrun hef-
ur í för með sér. Að missa fegurð og
færni, að verða upp á aðra kominn,
að þurfa að hírast á stofnunum sem
sífellt er í fréttum að séu að sligast
undan álagi og ráði eiginlega ekki
við að veita þá þjónustu sem þarf,
og vitaskuld ekkert umfram það.
En sumir hætta að bægja og
byrja að skoða. Setja sig í spor
gamlingjanna. Horfa fram á veginn
og mæta augum fólksins sem þar
stendur og horfir í gagnstæða átt
og veltir fyrir sér hvað hafi orðið
um lífið, og hvenær þau voru
eiginlega hamingjusöm. Það hefur
Matthías Tryggvi Haraldsson gert,
og afraksturinn er Síðustu dagar
Sæunnar. Ungs manns sýn á ógnir
ellinnar.
Sæunn og Trausti eru komin
á stofnun. Trausti er að mestu horf-
inn inn í þokuheim heilabilunar-
innar og er jafnvel orðin konu sinni
hættulegur en Sæunn þrjóskast
við og harðneitar að láta koma
honum fyrir annars staðar. Þess í
stað drepur hún það sem eftir er af
tímanum við að ráðstafa reytun-
um, skipuleggja útförina, rýna í
gamlar myndir, reyna að lokka
soninn Lárus í heimsókn og þreifa
eftir leifunum af bónda sínum til að
hjálpa honum á ráfinu um þokuna.
Þetta er ákaflega vel unnið
verk hjá Matthíasi Tryggva. Eins
og megnið af leikritum sem eru
frumflutt þessi árin, nokkurn veg-
inn sama hver það gerir, eru hér
lærdómar frá leikhúsi fáránleikans
nýttir til að gefa raunsæislegum
efnivið og framvindu lyftingu.
Gott ef ekki má rekja rætur þessa
bræðings í íslensku leikhúsi allt
aftur til Jökuls Jakobssonar. Hér
má heyra enduróm af Samuel
Beckett, þeim meistara hrörnunar-
innar, í samtölum hjónanna og að
sjálfsögðu í bjástri Sæunnar með
kassettutækið, sem hún notar til
að geyma nýjustu tilbrigði sín við
útför og ráðstöfun eignanna.
Öllu óvæntara, og sérlega gleði-
legt, var þegar kostulegar einræð-
ur Sæunnar um dramatíska bálför
og sonarson í lífsháska í Heiðmörk-
inni minntu einna helst á eintöl
Darios Fo. Öllum þessum vopnum
sveiflar Matthías Tryggvi fimlega
og í þágu erindis síns. Textinn er
skemmtilega skrifaður og skilar
ótal hlátursköstum þó efnið sé
ekkert léttmeti.
Óneitanlega býr samt absúrd-
tónninn til vissa fjarlægð á inni-
haldið. Hreinræktað raunsæisverk
hefði til dæmis sagt okkur eitthvað
um hvað bjátar á í sambandi
Sæunnar við son sinn. Við hefðum
fengið að vita meira um hvernig
samlífi hjónin lifðu, hverskonar
maður Trausti var áður en hugur
hans veðraðist þannig að ekkert
stóð eftir nema gamlar fyllerí-
issögur úr Menntaskólanum á
Laugarvatni. Við hefðum vitað
hvað Sæunn fékkst við í lífinu,
hvort hún vann úti og við hvað. Og
hvað gerðist eiginlega í Borgar-
nesi?
Síðustu dagar Sæunnar einangr-
ar viðfangsefni sitt við stöðu mála
Trausta og Sæunnar hér og nú og
hugleiðingar um lífsgönguna og
hamingjuleitina sem svo auðveld-
lega getur misheppnast. Og reifar
þau mál þannig að umhugsunar-
vert er. Nær semsagt markmiðum
sínum. Sviðsetning Unu Þorleifs-
dóttur leiðir að því er best verður
séð fram eiginleika og kjarna
verksins á sannfærandi hátt. Hún
hefur einnig augljóslega unnið
firnagott starf með leikurunum í
mótun persónanna.
Guðrún S. Gísladóttir skapar
verulega eftirminnilega persónu
úr Sæunni, bæði sérkennilega og
dæmigerða konu sem leitar með
vaxandi örvæntingu að meiningu
með lífi sínu og ummerkjum um
hamingju. Hæst reis túlkunin í
eintölunum fyrrnefndu, og ógleym-
anlegu atriði þar sem Sæunn
ímyndar sér aðkomu starfsmanns
að sér dáinni.
Ég gæti síðan trúað að túlkun
Jóhanns Sigurðarsonar á hinum
næstum horfna Trausta verði með
langlífari sköpunarverkum hans
í mínu leikhúsminni. Ótrúlega
fínleg, en jafnframt stór í sniðum.
Trúverðug mynd af heilaglöpum,
en jafnframt svipmyndir af þeim
manni sem Trausti eitt sinn var.
Snorri Engilbertsson var líka
sannfærandi og nett-skopfærður
sálfræðingur að reyna að hjálpa,
eða rugla Sæunni, og hæfilega
hlutlaus starfsmaður stofnunar-
innar sem hýsir þau hjónin. Allur
samleikur lipur og vel tímasettur,
sem skapaði oft kátínu í salnum
og er til marks um góða samvinnu
Unu leikstjóra og þessa vel sam-
setta leikhóps.
Umgjörðin er verk Elínar Hans-
dóttur. Að mestu raunsæislega
hugsuð og stofnanaleg eftir því.
Háir bakveggirnir eru ekki síst
ætlaðir til að varpa á þá mynd-
böndum sem lífga óneitanlega upp
á þá og skapa stemningu. Sama er
tónlist Gísla Galdurs Þorgeirsson-
ar ætlað að gera, en notkun hennar
þótti mér ekki gera mikið gagn, þó
stefin væru sum falleg, sérstaklega
í lokamyndinni. Búningar Elínar
eru vel hugsaðir, Sæunn í trú-
verðugum fötum eldri konu sem
er annt um útlit sitt, en eiginmað-
urinn í mun „leikbúningalegri“
múnderingu, enda kominn lengra á
veg út úr raunverulegu lífi.
Það eru góðir tímar í íslenskri
leikritun þessi misserin. Áber-
andi mörg vel lukkuð leikverk litu
dagsljósið, eða sviðsljósið öllu
heldur, á síðasta leikári og það
sem nú stendur yfir fer vel af stað.
Í Síðustu dögum Sæunnar vinnur
Matthías Tryggvi Haraldsson af
miklu öryggi með form og texta,
sem skilar sér í áhrifaríkri, um-
hugsunarverðri og skemmtilegri
sýningu um áleitið efni.
Leið ermér hver ævistundin
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Öryggi Í leikritinu Síðustu dögum Sæunnar vinnurMatthías Tryggvi
Haraldsson af miklu öryggi með form og texta, skrifar gagnrýnandi.
LEIKLIST
ÞORGEIR
TRYGGVASON
Borgarleikhúsið
Síðustu dagar Sæunnar
Eftir Matthías Tryggva Haraldsson.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir. Tónlist:
Gísli Galdur Þorgeirsson. Leikmynd,
búningar og myndbönd: Elín Hansdótt-
ir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Hljóðmynd:
Þorbjörn Steingrímsson. Myndvinnsla:
Elmar Þórarinsson. Leikgervi: Elín.
S. Gísladóttir. Frumsýnt á litla sviði
Borgarleikhússins föstudaginn 27.
október 2022.
Flytja tónverk eftir
Benny Andersson
Tónleikar
verða haldnir
í Víðistaða-
kirkju í kvöld
kl. 20 í tilefni af
Vetrardögum.
Á þeim verður
flutt kórtónlist,
þjóðlagatónlist
og dægurtón-
list eftir Benny
Andersson sem
er þekktur sem einn liðsmanna
ABBA-flokksins og hefur líka
samið kór- og þjóðlagalög. Kór
Víðistaðasóknar kemur fram
með Kór Seljakirkju og Barböru-
kórnum, hljómsveit leikur með
og einsöngvarar verða Jóhanna
Vigdís Arnardóttir og Benedikt
Sigurðsson og söngvarar úr
röðum kórfélaga. Stjórnandi er
Sveinn Arnar Sæmundsson.
Jóhanna Vigdís
Arnardóttir
Hlutu verðlaun
Norðurlandaráðs
Verðlaun Norðurlandaráðs voru
afhent í fyrrakvöld og eins og
fjallað var um á forsíðuMorgun-
blaðsins í gær hlaut íslenska
kvikmyndinDýrið eftir leikstjór-
ann Valdimar Jóhannsson, sem
skrifaði handritið með Sjón,
kvikmyndaverðlaunin. Um-
hverfisverðlaunin hlaut sveitar-
félagið Mariehamn á Álands-
eyjum fyrirNabbens våtmark og
bókmenntaverðlaunin hin danska
Solvej Balle fyrir skáldsöguna
Om udregning af rumfang I,
II, III. Tónlistarverðlaunin
hlaut sænska tónskáldið Karin
Rehnqvist fyrir verkið „Silent
Earth“ og norski rithöfundurinn
Nora Dåsnes hlaut barna- og ung-
lingabókmenntaverðlaunin fyrir
myndasögunaUbesvart anrop.
Ljósmynd/ Magnus Fröderberg/norden.org
Norsk Dora Åsnes hlaut barna- og
unglingabókmenntaverðlaunin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HátíðarstundKira Kira í Lucky Records í gær, á upphafsdegi hátíðar.
Hátíð hefst í
höfuðborginni
Tónlistarhátíðin Iceland Air-
waves hófst í Reykjavík í gær með
fjölda svokallaðra „off venue“-
tónleika, þ.e. tónleika þar sem
aðgangur er ókeypis. Voru einir
slíkir haldnir í plötuversluninni
Lucky Records, tónleikar Kiru
Kiru sem er listamannsnafn tón-
listarkonunnar Kristínar Bjarkar
Kristjánsdóttur.
Dagskrá hátíðarinnar má finna
á icelandairwaves.is.