Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Sesann www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað að fyrirtæki sem auglýsti fjórhjól til sölu á netinu skyldi standa við auglýst verð í vefverslun, þrátt fyrir að hjólið hafi átt að kosta einni milljón meira. Kærunefndinni barst beiðni um úrskurð frá kaupanda sem reyndi að kaupa fjórhjól í gegnum vefsíðu fyrirtækisins 6. desember 2021. Verð fjórhjólsins var sagt vera 1.790.000 krónur. Þrátt fyrir að setja fjórhjólið í vörukörfuna og fylla út umbeðnar upplýsingar var ekki hægt að ganga frá greiðslunni og komu sjálfvirk skilaboð um að hafa samband við seljandann. Kaupandinn taldi að pöntun- in væri komin af stað og hafði samband við seljandann tveimur dögum seinna. Þá var kaupandan- um sagt að fjórhjólið kostaði í raun 2.790.000 krónur eða einni milljón meira en sagði í vefversluninni tveimur dögum fyrr. Fyrirtækið bar því við að skráningin á vefsíðunni hefði verið röng og var kaupand- anum boðið að borga 2.490.000 krónur, sem honum þótti of mikið miðað við verðið sem var auglýst. Í úrskurðinum segir m.a. að almennt hafi verið litið svo á í fræðiskrifum á sviði neytendaréttar „að túlka verði auglýsingu seljanda á netinu, hvort sem er í vefverslun eða á vefsíðu, sem tilboð sem neyt- andi getur gengið að á því verði sem gefið er þar upp, svo bindandi sé fyrir seljandann í flestum tilvikum“. lKostaði í raun einnimilljónmeira en auglýst var Auglýst verð á fjórhjóli í vefverslun var látið standa Morgunblaðið/Helgi Bjarnason FjórhjólVerslun sat uppi með millj- ón króna mistök í auglýsingu. Morgunblaðið/Eggert Skemmtistaður Árásin var framin á Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur undir miðnætti á fimmtudagskvöld. Staðurinn var ekki opinn í nótt en eigendur hans vonast til þess að hægt verði að opna hann að nýju í kvöld. Umtuttugu í felum lÞrír særðir eftir stunguárás á skemmtistaðnum Banka- stræti ClublÁrásarmenn voru um 30lÁtta handteknir Þrjátíu manna hópur lögreglumanna leitaði í gær þeirra einstaklinga sem frömdu stunguárás á skemmtistaðnum Bankastæti Club ímiðbæReykjavíkur undirmiðnætti á fimmtudag. Lögregla fór víða í gær og óskaði meðal annars eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurlandi við leitina. Þrír karlmenn í kringum tvítugt hlutu stungusár í árásinni. Voru þeir fluttir á bráðadeild Landspítala, en þeir eru ekki taldir vera í lífshættu. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Lögregla telur að umþrjátíu einstak- lingar hafi tekið þátt í árásinni og er búið handtaka átta þeirra. Af þeim átta sem lögregla hefur handtekið er búið að ákveða að fara fram á gæslu- varðhald yfir þremur en ekki lá fyrir ákvörðun um aðra í gærkvöldi. Tuttugu enn leitað Þó að búið sé að handtaka átta einstaklinga er um tuttugu enn leitað. „Þeir eru í felum og vita að lögreglan er að leita að þeim,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, í samtali við mbl.is í gær. Þá fylgist lögreglan með því hvort einhverjir hinna grunuðu reyni að flýja land. Ekki hefur verið tekin ákörðun um hvort farið verði fram á farbann. „Það verður bara að koma í ljós. Þetta er hlutur sem að við erum að vinna í og eitt af því er auðvitað að menn komist ekki úr landi,“ segir Margeir. Allir í kringum tvítugt Að sögn lögreglu eru allir sem tóku þátt í árásinni í kringum tvítugt. Flestir þeirra sem lögregla telur hafa komið að henni eru karlmenn en einhverjar konur eru einnig taldar eiga aðild. Þá er talið að allir sem hafi tekið þátt í skipulagningu árásarinnar hafi mætt á skemmtistaðinn. „Við erum að reyna að átta okkur á því hverjir taka þátt í hverju, hlutverki hvers og eins.Við lítumsvo á aðhver og einn hafi átt hlutverk þannig að þátt- taka þessara aðila er svo sannarlega í þessari atlögu, það svo sem breytir engu hver gerir hvað,“ segir Margeir. Margeir vildi hvorki gefa upp hvort einhverjir þeirra sem lögregla telur hafa tekið þátt í árásinni hafi áður komið við sögu lögreglu né hvort lög- regla teldi hópinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Sex húsleitir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsóknmálsins, en hún beinist m.a. að því hvort árásin tengist upp- gjöri eða hefndaraðgerðum. Í gær fór lögreglan í sex húsleitir á höfuð- borgarsvæðinu. Í samtali við mbl.is vildi Margeir ekki gefa upp hvað það væri nákvæmlega sem lögreglan leitaði að. Þá telur lögregla að almenning- ur þurfi að ekki óttast um öryggi sitt vegna árásarinnar. „Þeir eru þarna að fara í ákveðnamenn, það er fleira fólk þarna inni og það alveg látið vera,“ segir Margeir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon RannsóknMargeir Sveinsson segir að þeir 30 einstaklingar sem komu að árásinni hafi allir verið farnir af skemmtistaðnum er lögreglu bar að. Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Pattstaða virðist vera um hver bæta eigi aðstöðu fyrir fatlað fólk á stoppistöðvum Strætó út um land. Í Morgunblaðinu í gær sagði frá athugun sem gerð var fyrir Ör- yrkjabandalagið um aðgengi á þeim stöðum þar sem fólksflutningabílar í almenningssamgöngum taka farþega og hleypa út. Alls voru 168 biðstöðv- ar á landsbyggðarleiðum teknar út, en aðeins tvær uppfylltu allar kröfur. Almenningssamgöngur út um land eru í umsjón Vegagerðarinnar. Skv. svörum þaðan er vandinn ljós og tek- ið er undir að úrbóta sé þörf. Engin sérstök fjárveiting er hjá stofnuninni til úrbóta á þessu sviði. „Staðan er sú að sumar stoppistöðvar eru á landi sveitarfé- laga eða einkaaðila og eru því háðar þeirra leyfi. Vegagerðin hefur biðlað til sveitarfélaga, þar sem stöðvar eru staðsettar, að taka tillit til þess við gerð deiliskipulags,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir hjá samskipta- deild Vegagerðarinnar. Gerumbetur Heiða Björk Hilmisdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkur, bendir í samtali við Morgunblaðið á að ríki og sveitarfélög hafi tekið höndum saman um að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í opinberum byggingum, að almenningssamgöngum, útivist- arsvæðum og fleiru slíku. Úttektir sýni að mikil þörf sé á úrbótum. Ákveðið var að þetta aðgengisátak mundi standa út 2022 og að minnsta kosti 700 m.kr. verði varið í að bæta aðgengi. „Ef staðan er ekki viðunandi í lok árs 2022 finnst mér augljóst að við þurfum að framlengja átakið og einfaldlega gera betur,“ segir Heiða Björk. sbs@mbl.is Ekkert fé til úrbóta á stoppistöðvum Strætó lVegagerðin biðlar til sveitarfélaga Íslendingar ávísa mun meira af sýklalyfjum en þær þjóðir Evrópu þar sem sýklalyfjanotkun er með sem skynsamlegustum hætti. Til dæmis eru ávís- anir til barna á aldrinum 0-4 ára fimmfalt fleiri hér á landi en í Svíþjóð. Þetta segir Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir á Þróunarmið- stöð íslenskrar heilsugæslu, en hann var meðal þeirra sem héldu erindi í gær á fræðsludegi á vegum embættis landlæknis í tilefni af evrópska sýklalyfjadeginum. Ef öll lönd Evrópu eru tekin með í reikninginn er sýklalyfjanotkun Ís- lendinga meðalmikil en Jón Steinar segir mikilvægt að bera sig saman við þá sem best hafi staðið sig í þessum efnum. Frá 2017 til 2021 hefur ávísunum fækkað um fjórðung hérlendis. Árið 2017 lögðu Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, sótt- varnalæknir og Sýklafræðideild Landspítala af stað með verkefni sem kallað er Skynsamleg ávísun sýklalyfja. „Við höfum verið að nota aðferðafræði sem hefur verið notuð í Svíþjóð frá 10. áratugnum og teljum að það gæti hafa skilað sér í þessari fækkun. Þrátt fyrir þessa lækkun þá erum við enn að ávísa miklu meira en nágrannalöndin. Ef við berum okk- ur saman við Svíana þá erum við að ávísa núna fimm sinnum fleiri sýklalyfjum til barna á aldrinum 0-4 ára. Þá er 65 ára og eldri einnig ávísað talsvert meira af sýklalyfjum en í Svíþjóð.“ Covid-árið 2020 varð mikil fækkun á ávísunum um allan heim en síðan hefur notkunin aukist á ný. Jón Steinar segir það líklega m.a. stafa af því að fleiri sýkingar séu í samfélaginu. Þessa þróun segir hann áhyggjuefni enda sýklalyfjaó- næmi ógn sem þurfi að varast. „Við vissum þegar við fórum af stað í þetta verkefni að við myndum ekki breyta þessu á einni nóttu. Þetta er langferð,“ segir hann og bætir við að Svíarnir hafi byrjað á sínu verkefni árið 1995 og hafi þá ávísað svipuðu magni til barna eins og við Íslendingar gerum núna. Þeir hafi því náð árangri á löngum tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það að okkur muni lukkast að nota sýklalyfin með skynsömum hætti og vernda þannig sýklalyfin, því þau eru frábær lyf þegar við á.“ Þar segir hann fræðslu meðal heil- brigðisstarfsfólks og almennings lykilatriði. ragnheidurb@mbl.is Ávísum fimmfalt meira en í Svíþjóð lSýklalyfjanotkun á Íslandi enn ofmikil Jón Steinar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.