Morgunblaðið - 19.11.2022, Page 11

Morgunblaðið - 19.11.2022, Page 11
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 11 Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun Það skiptir máli hvað er næst húðinni og viðheldur raka hennar HÓTELREKSTUR OG HEIMILI Tryggja ber jafnt aðgengi allra lAnnmarkar á rafrænni stjórnsýslu Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað vakið máls á því að einstaklingar sem standa höllum fæti gagnvart rafrænni miðlun eigi ekki að njóta lakari þjón- ustu eða jafnvel engrar þjónustu af þeim sökum í rafrænu stjórnsýslunni og þjónustu hins opinbera. „Ekki er heimilt að einskorða meðferð stjórnsýslu- málavið rafrænameðferð og stjórnvöldum sem taka upp slíka stjórnsýsluhætti er því skylt að bjóða upp á hefðbundna meðferð máls,“ segir í umfjöllun um annmarka á rafrænni stjórnsýslu á vefsíðu umboðs- manns. Hefur umboðsmaður enn á ný vakið athygli á þessu í erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem spurt er um innleiðingu stafræns pósthólfs og hvernig tryggt verði jafnt aðgengi allra að stafrænupósthólfi og hvort hugaðhafi verið að „stöðuþeirra semaf einhverjum ástæðum standa höllum fæti gagnvart rafrænum miðlum. Samkvæmt svari ráðuneytisins á sínum tíma varætlunin að fjalla sérstaklega um aðgengi þessa hóps í innleiðingaráætlun en að því er best verður séð er slíku ekki til að dreifa í þeirri áætlun semnú liggur fyrir,“ segir í frétt á vef umboðsmanns. Hvetur um- boðsmaður ráðherra til að hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við gerð áætlunar um að innleiða stafrænt pósthólf þannig að réttur þess til að- gangs að stafrænu pósthólfi verði ekki fyrir borð borinn. Í nýlegu áliti umboðsmanns var fjallað umstyrki semhægt er að nýta í Loftbrú Vegagerðarinnar en í ljós komað einung- is var hægt aðnálgast afsláttarkóðameð því að skrá sig inn á þjónustuvefinn is- land.is með rafrænum skilríkjum. Að áliti umboðsmanns var óheimilt að búa svo umhnútana að aðeins væri hægt að sækja um afsláttarkóðameð rafrænum skilríkjum.Benti hann líka á aðþótt hinu opinbera verði skylt að takaupp rafræna meðferð stjórnsýslumála þá þýði það ekki að borgararnir séu skyldugir til að nýta þá leið. Morgunblaðið/Rósa Braga InnskráningUmboðsmaður vill að hugað verði að stöðu þeirra sem standa höllum fæti gagnvart rafrænummiðlum. Veitur hafa unnið að því skipulega undanfarin ár að draga úr líkum á því að ekki verði hægt að anna eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja að koma í veg fyrir að skammta þurfi hitaveituvatnið. Það er meðal annars gertmeðþví að stýranýt- ingu auðlindanna, hvíla lághitasvæð- in og nýta meira háhitasvæðin, þannig að sem mest vatn sé til- tækt þegar á þarf að halda. Mikill vöxtur er í notk- un á heitu vatni á veitusvæðinu. Ætlunin er að mæta henni með nýtingu nýrra lág- hitasvæða, ef rannsóknir gefa tilefni til þess, og betri nýtinguþeirra svæða sem nú eru í notkun en ekki eru áform um nýjar stórvirkjanir, nema ef HS Orka virkjar á Krýsuvíkursvæðinu. Fram kom ámorgunfundi Samorku í fyrradag að sumar hitaveitur eru í vandræðum með að anna eftirspurn og til þess gæti komið við erfiðar veð- uraðstæður að skamma þyrfti vatn, til dæmis með því að loka sundlaugum. HrefnaHallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjáVeitum, segir að ekki hafi komið til skömmtunar ímörg ár, nema þegar bilanir hafi orðið í kerfinu. „Okk- armarkmið er að hafa alltaf forða fyrir hámarksspá um notkun og öll okkar vinna miðar að því,“ segir Hrefna. Hún segir þó að vissulega geti komið upp þær aðstæður í veðri að ekki sé hægt að anna eftirspurn að fullu. Til þess að þannig staða komi upp þurfi langvarandi veðurmeðmiklu frosti og töluverðri vindkælingu, jafnvel ítrek- uð þannig kuldaköst. Hrefna bendir á að veðurfar stýri álagi á hitaveitu og hún geti því ekki fullyrt að ekki komi til skömmtunar í vetur. Segir jafn- framt að við búum á fordæmalausum tímum með hlýnun jarðar og ýktari veðurbreytingum en áður. „Við erum viðbragðsaðilinn sem bregst við krefj- andi aðstæðum, ekki sérfræðingurinn semspáir umveðrið,“ segir hún. Þó að Hrefna fari varlega í veðurspár segir hún að haustið hafi verið milt, varla hafi komið frostdagur og nóvember verið með eindæmum hlýr. Því fari Veitur inn í veturinnmeð ágæta stöðu að þessu leyti. Nýtingu auðlindarinnar stýrt Um 40% af heita vatninu kemur af lághitasvæðumáhöfuðborgarsvæðinu og eruReykir ogReykjahlíð íMosfells- bæ afkastamest. 60% vatnsins kemur frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðar- virkjun semeru samsettar raforku- og varmavirkjanir. Hrefna segir að Veitur hafi gripið til ýmissa ráðstafana til að draga úr líkum áað ekki verði hægt að anna eftirspurn eftir heitu vatni. Nýtingu auðlindar- innar sé stýrt með því að halda hærri stöðu á lághitasvæðum. Þá verði til forði sem hægt er að ganga að þegar erfiðar aðstæður skapast vegna kulda. Möguleikar séu á að stækka borholu- dælur og fara í aðrar minni aðgerðir til að tryggja að alltaf sé hægt að nýta auðlindirnar.Undanfarna tvo vetur hafi raforkuframleiðsla í virkjunumONver- ið minnkuð aðeins í kuldaköstum til þess að hækka hitastig heita vatnsins sem dreift er á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi reynst vel og með því móti sé hægt að auka afköst hitaveitunnar um 5-10%. Auðlindum forgangsraðað Mikið er byggt á veitusvæðiVeitna á höfuðborgarsvæðinu. „Það er krefjandi áskorun að standa undir eftirspurnar- aukningu í jafn langan tíma og raun ber vitni. Það snýr ekki aðeins að öflun heita vatnsins heldur einnig flutnings- kerfinu til að dreifa því til notenda,“ segir Hrefna. Til að undirbúa fyrirtækið undir áskoranir næstu ára hafa auðlindirnar verið kortlagðar og raðað eftir fýsileika. Hrefna segir að framkvæmdir við öflun viðbótarvatns og aukningu flutnings- getu kosti milljarða á næstu árum. Kostunum er raðað eftir ýmsum mælikvörðun þar sem hagkvæmni og sjálfbærni vega þyngst. Aukin nýting lághita á höfuðborgarsvæðinu er efst á blaði. Þar er átt við mögulega nýt- ingu núverandi lághitasvæða, fyrst og fremstReykjahlíð, en einnig rannsókn- ir og vonandi framtíðarnýting á Kjal- arnesi og í Geldinganesi. Rannsóknir eru hafnar á báðum svæðum en ekki liggur fyrir hverju þau skila fyrirVeitur. Á sama tíma er unnið að bættri tækni til að hámarka afköst núverandi inn- viða. Þar ber hæst svokallaðar djúp- dælur sem gefa möguleika á að nýta meira vatn úr borholunumþegar á þarf að halda. Veitur kaupa heitt vatn úr virkjun- um ON á Hellisheiði og Nesjavöllum. Fyrirtækin eru komin langtmeðnæstu aukningu á varma fráHellisheiði og fyr- ir dyrumstendur hreinsun á flutnings- leiðinni frá Nesjavöllum. Spurð hvort ný virkjun áHengilssvæðinu geti leyst framboðsvandann segirHrefna að slíkt verkefni sé ekki á valdi Veitna semhafi ekki leyfi til að selja raforku. Nýting á nýjum svæðumáHengilssvæðinu hafi verið skoðuð í fýsileikakönnuninni en þó hafi helst verið horft til þeirra til að halda núverandi virkjunum áfram í fullumafköstum til lengri framtíðar.HS Orka áformar virkjun á háhitasvæðinu í Krýsuvík og eru Veitur í samtali við fyrirtækið um kaup á heitu vatni, ef virkjun raungerist. Hrefna bendir á að virkjun þar taki langan tíma. Flutningsæðar frá virkjunum eru töluvert mikið nýttar, að sögn Hrefnu, en hún segir jafnframt að alltaf sé hægt að auka afköstin eitthvaðmeðdælingu. Flutningsæðin fráReynisvatnsheiði um Breiðholt og suður til Hafnarfjarðar, svokölluð Suðuræð, er mikið lestuð. Hrefna segir að unnið sé að styrkingu hennar.Verið sé að stækkahana enþað gerist í áföngum. Flutningur frá lág- hitasvæðumer í betra horfi vegna þess að álagið hefur verið flutt yfir á vatnið frá háhitavirkjunum. „Við þurfum að halda þessu aðgreindu. Nú erum við hins vegar að vinna að rannsóknarver- kefni umþað hvernig við getumbland- að þessum tveimur tegundumaf vatni saman. Með því móti gætum við nýtt innviði okkar betur,“ segir Hrefna. Sóumekki auðlindinni Ámorgunfundi Samorku kom fram að ekki væri nóg að virkja meira vatn, hvetja þyrfti fólk til að spara vatnið. „Við erum að reyna að höfða til þess að við öll höfumábyrga nýtingu á þess- umauðlindumokkar. Við lækkumekki stofuhitannmeð því að opna gluggann heldur nýta búnaðinn í upphitunarkerf- inu til að stilla hitastigið. Við erumekki að hvetja fólk til að kaupa sér arin og teppi heldurhöfða til skynsemi fólksum að sóa ekki auðlindinni. Það fari ekki í heita pottinn þegar verstu kuldatopp- arnir ganga yfir,“ segir Hrefna. Hún bætir því við að allt sem við gerum speglist í gjaldskránni. Fjárfestingar sem fara þarf í komi þar fram.Því betur sem við förum með auðlindina þeim mun betri sé hún fyrir okkur. lForstöðumaður hitaveitu Veitna segir krefjandi verkefni að anna vaxandi eftirspurn eftir heitu vatni lGripið hefur verið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á að skammta þurfi heitt vatn í vetur Horft tilmeiri nýtingar lághitans Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ljósmynd/Veitur/Atli Már Hafsteinsson GrafarholtHitaveitugeymarnir hafa það hlutverk að halda jöfnum þrýstingi í íbúðahverfum höfuðborgarsvæðis. Hrefna Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.