Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 18
FRÉTTIR
Innlent18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
ERTU AÐ FLYTJA?
LEIGÐU KASSA HJÁ OKKUR
kassaleigan.is
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
arsalir@arsalir.is, s. 533 4200
Hagstætt verð.
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur.
Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
TIL LEIGU
ast netöryggismálum. Eins lagði hún
áherslu á aðildarumsókn Íslands að
Evrópusambandinu.
„Sömuleiðis er mikilvægt að huga
að þeim fælingarmætti sem myndi
felast í varanlegri viðveru varnarliðs
á öryggissvæðinu áKeflavíkurflugvelli.
Þó það kunni að vera viðkvæmt fyrir
einhverja stjórnmálaflokka, þá verð-
um við aðmeta þetta núna. Það skiptir
öllumáli fyrir land eins og Ísland, her-
laust smáríki áNorður-Atlantshafi, að
við getum farið í þetta kerfisbundna
og skilvirka samtal,“ sagði Þorgerður
Katrín.
Sem viðbragð við árásarstríði Rúss-
landsforseta hafa mörg ríki Evrópu-
sambandsins lagt aukinn þunga í ör-
yggis- og varnarmál ogm.a. stóraukið
fjárútgjöld til málaflokksins. „Ekki síst
Þjóðverjar, sem hafa nú gjörbreytt
sínum áherslum. Þegar horft er til
Norðurlanda er einnig athyglisvert að
Danir hafa nýlega gefið út endurnýj-
aða stefnu í utanríkismálum þar sem
lögð er áhersla á að dýpka samstarf-
ið innan Evrópusambandsins, styrkja
þátttökuna í NATO og treysta betur
varnarsamstarfið við Bandaríkin.
Þannig hafa Danir aukið framlög sín
til varnarmála og sömuleiðis ákveðið
að fella úr gildi fyrirvara landsins við
varnarmálasamstarf Evrópusam-
bandsins – treystu þjóðinni til að
taka þá ákvörðun,“ sagði Þorgerður
Katrín og benti um leið ámikinn áhuga
almennings í Finnlandi og Svíþjóð á
öryggis- og varnarmálum og aðildar-
umsókn ríkjanna að varnarbandalagi
NATO.
Þá vék Þorgerður Katrín einnig að
öryggisástandinu á Suður-Kínahafi
og útþenslustefnu Kína þar. Sagði
hún aukna athygli og viðveru Banda-
ríkjamanna þar kalla á aukinn her-
styrk Evrópu svo tryggjamegi varnir
álfunnar. „Evrópuríki verða að axla
meiri ábyrgð á vörnum álfunnar en
þau hafa hingað til gert. Og þau eru
þegar byrjuð að gera það. Flest ríkj-
anna hafa stigið stór skref og táknræn
í þessa átt og nú þarf að halda áfram,
að þeirra mati, á þeirri vegferð. Ekki
síst til að standa vörð um sameiginleg
grunngildi lýðræðisþjóða.“
ESB ekki eins og NATO
Njáll Trausti Friðbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig
til máls á Alþingi og fagnaði því að
umræðaætti sér þar stað um öryggis-
og varnarmál. Hann sagði m.a. mik-
ilvægt að fólk liti ekki svo á að aðild
að Evrópusambandinu tryggði varnir
ríkja. Staðreyndin sé sú að 80% þess
fjármagns semNATO ver til öryggis-
og varnarmála komi frá ríkjum utan
Evrópusambandsins. „Tuttugu og
þrjú af tuttugu og sjö ríkjum Evrópu-
sambandsins eru í NATO en það eru
þessi níu af þrjátíu ríkjum sem eru
í NATO í dag sem leggja inn áttatíu
prósent af fjármagninu,“ sagði Njáll
Trausti.
Hann tók undir með Þorgerði
Katrínu, sem lagði áherslu á aukna
þátttöku Íslands í borgaralegum verk-
efnum NATO. Ísland hafi áður skilað
góðu verki og að vel komi til greina,
að hans mati, að gefa þar í.
„Það er búið að vinna gott verk
undanfarin fimmtán til tuttugu ár í
þessumborgaralegu verkefnum.Hvort
sem það er flugumferðarþjónusta í
Kosovo eða Afganistan á sínum tíma.
En mörg önnur verkefni hafa verið
unnin, svo sem í fjölmiðlun,“ sagði
hann og bætti við að mikilvægt væri
að leggjameiri áherslu á leit og björg-
un áNorður-Atlantshafi. Og hægt yrði
að gera það í formi borgaralegs verk-
efnis á vegum Atlantshafsbandalags-
ins. „Geta Íslands til að sinna leit og
björgun á Atlantshafi er takmörkuð
[...] Við erum að stýra frá Íslandi leit
og björgun á hafsvæði sem er tvær
milljónir ferkílómetra, eða tuttugu
sinnum stærra en Ísland,“ sagði hann.
Innrásarstríð Rússlandsforseta í
Úkraínumarkar kaflaskil í öryggis- og
varnarmálumEvrópu. Segjamá að sá
tími sem ríkti í kjölfar kalda stríðsins
sé um leið liðinn.Æoftar berast frétt-
ir af hernaðarumsvifum og -athygli
á norðurslóðum, síðast á þriðjudag
þegar fréttaveita Reuters birti langa
umfjöllun um áherslur Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) og Rússa á því
svæði. Kemur þar m.a. fram að svo
virðist sem varnarbandalagið sé að
vakna upp við vondan draum – Rúss-
ar hafi sterk áhrif á norðurslóðum,
sterkari en NATO.
Rússland hefur frá árinu 2005
opnað tugi herstöðva á norðurslóð-
um, stöðvar sem áður voru í notkun
Sovétríkjanna. Hafa þeir nú umþriðj-
ungi fleiri herstöðvar á þessu svæði en
ríki NATO. Eins hafa Rússar endur-
bætt herskip sín markvisst, þ. á m.
neðansjávarflotann og þróað nýjar
hátæknieldflaugar sem sérstaklega
eru hannaðar með eldflaugavarnir
Bandaríkjanna og Atlantshafsbanda-
lagsins í huga. Af þeim 11 kjarnakaf-
bátum Rússa sem skotið geta lang-
drægum kjarnaflaugum við hvaða
aðstæður sem er, eru átta þeirra stað-
settir á Kólaskaga í norðausturhluta
Rússlands. Þá eiga Rússar hátt í 40
ísbrjóta og eru sjö þeirra kjarnaknúnir.
Bandaríkin og Kína, sem einnig horf-
ir mjög til norðurslóða, eiga samtals
fjóra. Í ljósi þessara og fleiri þátta
segja hernaðarsérfræðingar NATO
vera minnst áratug á eftir Rússlandi
þegar kemur að getu til athafna á norð-
urslóðum.
Alþingi ræðir varnir
Umræða átti sér stað á Alþingi
sl. fimmtudag um aukið alþjóðlegt
samstarf í öryggis- og varnarmálum.
Var frummælandi Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið
samstarf Íslands við ríki NATO vegna
breyttrar heimsmyndar í kjölfarÚkra-
ínustríðsins, aukið framlag Íslands til
sameiginlegra verkefna NATO og að
varnarsamningur Íslands og Banda-
ríkjanna taki skýrt á ógnum er tengj-
Breytt öryggisástand íEvrópu
lRæða þarf um varanlega viðveru varnarliðs á Íslandi, segir formaður ViðreisnarlFótspor Rússa
á norðurslóðum sagt sterkara en NATOlEfla ætti getu Íslands í leit og björgun á Atlantshafi
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
AFP/Alexander Nemenov
ÓgnKjarnakafbátur af Kíló-gerð sem tilheyrir norðurflota Rússlands sést hér við bryggju í Severomorsk áMúrmansk-svæðinu.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Njáll Trausti
Friðbertsson