Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 20
FRÉTTIR
Innlent20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
„Viti menn! Hárlosið minnkaði
áður en flaskan tæmdist“.
- Tinna Miljevic
RENEW
1 msk á dag fyrir
hár, húð og neglur
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Á alþjóðlegum minningardegi
fórnarlamba umferðarslysa á
morgun, sunnudag, verður sjónum
sérstaklega beint að þeim sem
verða vegna misgánings, skorts á
athygli eða annarra ástæðna valdir
að því að ein-
hver slasast eða
lætur lífið. „Ekki
má gleyma
þessu fólki sem
stundum þarf
vegna slysanna
að glíma við
mikla sorg,
sjálfsásakanir og
vanlíðan,“ segir
Einar Magnús
Magnússon hjá
Samgöngustofu. Hann er sér-
fræðingur í öryggis- og fræðsludeild
stofnunarinnar og undirbýr nú
dagskrá sem efnt er til á minn-
ingardeginum. Athöfn verður í
eftirmiðdaginn við þyrlupallinn við
bráðadeild Landspítalans í Fossvogi
í Reykjavík.
Dæma sig til refsingar
„Um dagana hef ég oft rætt við
þau sem hafa valdið banaslysum
í umferðinni og sársaukinn er oft
mikill. Oft kýs þetta fólk að lifa í
skugganum, þjakað af sektarkennd.
Dæmir sig sjálft til ævilangrar
refsingar. Því má spyrja hvort ekki
þurfti að taka betur utan um þau
sem lenda í þeim hörmungum að
verða völd að banaslysi. Jafnvel
að slíkt sé virkari hluti af þeim
viðbrögðum og aðgerðum sem
fylgja umferðarslysum,“ segir Einar
Magnús.
Auk Samgöngustofu standa
innviðaráðuneytið, lögregla,
Slysavarnafélagið Landsbjörg,
Sjálfsbjörg – landssamband
hreyfihamlaðra og Vegagerðin að
alþjóðlega minningardeginum.
Sá var settur á almanakið fyrir
tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og
hefur verið haldinn á Íslandi frá
árinu 2011. Sérstök málefni tengd
umferðarslysum eru kynnt hverju
sinni af þessu tilefni.
Í gær, 18. nóvember, voru banaslys
í umferð á Íslandi á árinu orðin
6 og 92 hafa slasast alvarlega. Á
síðasta ári voru banaslysin 6 og 101
slasaðist alvarlega. Tölurnar eru
sannarlega háar. Þó verður að halda
til haga að slysunum hefur fækkað
mikið í seinni tíð. Árið 2000 létust
32 í umferðinni, þau voru 29 árið
2002 og 31 árið 2006. Á seinni árum
hafa tölur þessari verið talsvert
lægri, hvort heldur er litið til fjölda
látinna eða slasaðra.
Betri vegir og öruggari bílar
Öruggari bílar, betri vegir,
öflugri löggæsla, bætt ökunám
og skynsamlegri akstur. Einar
Magnús Magnússon segir að allir
þessir þættir hafi dregið úr fjölda
umferðarslysa á síðustu árum,
en sömuleiðis hafi aukin áhersla
á fræðslu og forvarnastarf skilað
sér. Þá séu vegfarendur orðnir
meðvitaðri um hætturnar en áður
og ef til vill betri í sínu hlutverki.
„Viðhorfin hafa líka breyst. Áður
fyrr heyrðist stundum í mönnum
sem sögðust fara létt með að keyra
milli Reykjavíkur og Akureyrar á
fjórum klukkustundum. Ég held
að enginn hljómgrunnur sé lengur
fyrir slíkum sögum,“ segir Einar
Magnús.
Inntak og boðskapur alþjóðadags
fórnarlamba umferðarslysa hefur
meðal annars verið að þakka og
sýna virðingu þeim sem bjargir
veita í slysum; lögreglu, læknum
hjúkrunarfólki, sjúkraflutningsliði,
þyrluáhöfnum, björgunarsveitum
og fleiri slíkum. Einnig hefur tæki-
færið verið nýtt með degi þessum til
að skapa umræðu um umferðarslys
almennt.
„Að verða öðrum að bana er
án efa það versta sem nokkur
getur lent í. Þetta er oft gleymdur
hópur fólks sem þarf að fá hjálp og
stuðning og þess vegna beinum við
sjónum okkur að þessu atriði nú,“
segir Einar Magnús.
Sjálfsmynd brotin
Við athöfnina á morgun, sunnu-
dag, flytur kona ávarp sem lenti
því að drengur hjóp í veg fyrir bíl
hennar og lést. Þetta gerðist í Vest-
mannaeyjum fyrir þrjátíu árum og
hefur æ síðan litað líf hennar.
„Ég tel að þau sem völd verða að
slysum séu á stundum hreinlega
ekki í fær um að leita eftir hjálpinni;
svo brotin getur sjálfsmynd fólksins
verið og líðan þess slæm. Ég held
að þess vegna skipti máli að átt sé
frumkvæði að því að taka utan um
þetta fólk. Áfallastreituröskun er
mjög alvarleg og því verður að veita
þessu fólki, rétt eins og öðrum sem
slysinu tengjast, stuðning. Skoða
þarf hvort eitthvað vanti upp á
viðbrögð okkar hvað þetta varðar
og hvort bæta þurfi úr því,“ segir
Einar Magnús.
lAlþjóðlegurminningardagur umferðarslysa er ámorgunlAthöfn í Fossvogil Árangur hefur
náðst og slysum fækkaðlÞau semvalda slysi eru oft í skugganumlFólk þarf á stuðningi að halda
Gleymdur hópur fái hjálp og stuðning
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
VegurinnMörg slys í umferð hafa í tímans rás orðið milli Reykjavíkur og Selfoss. Sjúkraflutningamenn, lögreglu-
lið og björgunarsveitarfólk hér á minningarstund við Kögunarhól nærri Ingólfsfjalli haustið 2019.
FRÆÐSLAOG UMFJÖLLUN HJÁSAMGÖNGUSTOFU
Skúturnar eru í skoðun
Verkefni Samgöngustofu á sviði
umferðaröryggis eru fjölbreytt.
Hamra þarf járnið með umfjöllun,
fræðslu og forvirkum aðgerðum
og til þess eru ýmsar leiðir færar.
Um þessar mundir er sjónum
meðal annars beint að óvörðum
vegfarendum. Til þess hóps heyrir
til að mynda fólk sem fer um á
rafknúnum hlaupahjólum, sem
gjarnan eru nefndar skútur.
„Við þurfum að gefa slysum
sem tengjast slíkum farartækj-
um betri gaum. Sérstaklega
er umhugsunarvert hve mörg
þessara slysa verða að nóttu til
um helgar og þá í tengslum við
ölvun. Umhugsunarvert er að í
nýlegri viðhorfskönnun sem Sam-
göngustofa lét gera kom fram að
mörgum fannst í lagi að fara um
á rafskútu og vera undir áhrifum.
Þessi viðhorf þurfa að breytast því
við sjáum að afleiðingarnar eru nú
þegar mjög alvarlegar,” segir Einar
Magnús Magnússon.
Einar Magnús
Magnússon
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is