Morgunblaðið - 19.11.2022, Page 26

Morgunblaðið - 19.11.2022, Page 26
FRÉTTIR Erlent26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Skutu eldflaug í Japanshaf lTalinmeð drægi til Bandaríkjanna Norður-Kóreumenn skutu í gær langdrægri eldflaug í tilraunaskyni, annan daginn í röð. Flaug eldflaugin um 1.000 kílómetra í um 6.100 kíló- metra hæð, og er það næstlengsta vegalengd sem norðurkóresk eld- flaug hefur náð í tilraunum þeirra. Yasukazu Hamada, varnarmálaráð- herra Japans, sagði að samkvæmt útreikningum Japana væri talið að eldflaugin hefði allt að 15.000 kílómetra drægi og hefði hún því jafnvel geta náð til meginlands Bandaríkjanna. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, sagði í gær að talið væri að flaugin hefði lent innan efnahags- lögsögu Japans. Fordæmdi hann tilraunina og sagði hana algjörlega óásættanlega. Bandaríkjamenn og Japanar svöruðu tilrauninni síðar um daginn með því að efna til heræfinga í loft- helgi Japans yfir Japanshafi. Átti æfingin að sýna vilja og getu beggja ríkja til að svara hvaða aðstæðum sem komið gætu upp. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, sem nú situr leiðtogafund APEC, efnahagssam- vinnu Asíu- og Kyrrahafsríkja, sagði að Bandaríkjastjórn fordæmdi tilraunina harðlega og hvatti hún Norður-Kóreu til að láta af frekari tilraunum, en þær brjóta í bága við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kóreumenn hafa gert fleiri tilraunir með eldflaugar á þessu ári en nokkurn tímann áður, og hafa tilraunir þeirra upp á síðkastið þótt sífellt meira ögr- andi. Þannig var eldflaug skotið yfir japanskt landsvæði í síðasta mánuði, sem leiddi til þess að loftvarnaflautur í Japan gullu við. Þá skutu þeir 2. nóvember 23 eld- flaugum á loft og lenti ein þeirra við landhelgi Suður-Kóreu. AFP/Anthony Wallace Tilraun Íbúar Seoul fylgjast með fréttum af tilrauninni á lestarstöð ið sönnunargögn um að skemmdar- verk hefði verið að ræða. Sagði Ljungqvist að greining á nokkrum ókunnum hlutum sem fundust í ná- grenni leiðslunnar hefði leitt í ljós leifar sprengiefnis. Ljungqvist sagði að tæknileg greining væri enn í gangi í þeirri von að hægt yrði að fá traustari niðurstöðu um skemmdarverkin. Sagði í tilkynningu frá saksóknaraembætti Svíþjóðar að rannsóknin myndi leiða í ljós hvort hægt yrði að saka einhvern formlega um glæp. Fjórar sprengingar urðu við leiðslurnar tvær í lok september, og voru tvær þeirra innan efnahagslög- sögu Dana og tvær innan efnahags- lögsögu Svía. Grunur vestrænna ríkja hefur einkum beinst að Rússum, en gasleiðslurnar hafa verið bitbein í deilum vesturveldanna og Rúss- lands um sölu á jarðgasi til Evrópu í skugga refsiaðgerða. Rússar hafa á móti neitað allri sök, og þess í stað sakað vesturveldin um að hafa staðið að skemmdarverkunum. Orbán leggst gegn aðstoð Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lýsti því yfir í gær að hann væri mótfallinn því að að- ildarríki Evrópusambandsins tækju lán til þess að fjármagna aðstoð við Úkraínu, en stefnt er að því að senda stjórnvöldum þar 18 milljarða evra, eða sem nemur um 2.680milljörðum íslenskra króna, til að halda ríkinu gangandi vegna innrásarinnar. Sagði Orbán að hann vildi frekar senda um fjóra og hálfan milljarð evra, sem deilt yrði á milli aðildarríkjanna 27, þannig að Ungverjar þyrftu einungis að greiða um 170 milljónir evra. Johannes Hahn, framkvæmdastjóri fjármálaáætlunar Evrópusambands- ins, sagði að tillaga Orbáns væri ekk- ert annað en „pólitísk fjárkúgun,“ en hún kemur á sama tíma og stjórn- völd í Ungverjalandi eiga í deilum við sambandið um styrki vegna kórónu- veirufaraldursins, en það fjármagn hefur verið skilyrt því að Ungverj- ar geri umbætur á stjórnkerfi sínu. Hahn hefur verið falið að meta þær umbætur, og sagði hann í gær að yf- irlýsing Orbánsmyndi ekki hafa áhrif á þaðmat, því að þetta væri „fáránleg hegðun“. Rússar ekki til ÖSE Pólska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í gær að Pólverjar ætluðu ekki að leyfa sendinefnd frá Rússlandi að sækja fund Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, í næsta mánuði. Pólverjar fara nú með for- mennsku í ÖSE, og verður árlegur fundur utanríkisráðherra ÖSE-ríkj- anna haldinn í Lodz dagana 1.-2. des- ember næstkomandi. Lukasz Jasina, talsmaður ráðu- neytisins, hafði áður sagt við AFP-fréttastofuna að ekki væri gert ráð fyrir að Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, myndi sækja fundinn, en staðfesti nú að Pólverjar hygðust ekki veita sendinefndinni leyfi. Pólverjar hafa sett tímabundið bann á komu rússneskra ríkisborgara til landsins vegna innrásarinnar. Sergei Aksjonov, leppstjóri Rússa á Krím, sagði í gær að Rússar væru nú byrjaðir að reisa víggirðingar á skaganum til þess að tryggja öryggi allra íbúa skagans. Tilkynningin kom á sama tíma og gagnsókn Úkraínu- manna hélt áfram í Kerson-héraði, sem liggur að skaganum. Serhí Klan, héraðsstjóri Úkraínu- manna í Kerson, sagði að lestarsam- göngur á milli borgarinnar og Úkra- ínu myndu hefjast aftur í gær, en ein lest fór frá borginni norður á braut um eftirmiðdaginn. Sagði talskona lestarkerfis Úkraínu að það yrði að sjá til hvort hægt væri að fjölga lestum á leiðinni síðar. Stjórnvöld í Úkraínu sögðu að þau væru að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að komamat og öðrum nauðsynjavörum til Kerson-borgar, en herlið Rússa eyðilagði flestalla innviði hennar áður en það hvarf á braut í síðustu viku, með þeim af- leiðingum að bæði vatn og rafmagn skortir. „Fólkið okkar þar þarf mikla hjálp. Rússarnir myrtu ekki bara og lögðu jarðsprengjur, heldur rændu þeir líka bæi og borgir. Það er ekkert eftir þarna,“ sagði Kíríló Tímósjenkó, aðstoðarskrifstofustjóri Úkraínufor- seta, í gær. Ígor Konanshenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, lýsti því yfir í gær að eldflaugaárásir Rússa fyrr í vikunni hefðu allar hitt skotmörk sín nákvæmlega og að Rússar hefðu beitt hárnákvæmum eldflaugum á hernaðarskotmörk, sér í lagi eldsneytisbirgðir og orkuinnviði. Saksóknaraembætti Úkraínu sagði hins vegar í gær að vitað væri um tíu dauðsföll meðal óbreyttra borgara í borginni Vilníansk í Saporísja-héraði eftir árásir þar fyrr í vikunni, en þar af voru tvö börn. Þá féllu sex óbreyttir borgarar í loftárásum fimmtudagsins. Staðfesta skemmdarverk Mats Ljungqvist, saksóknar- inn sem leiðir frumrannsókn Svía á sprengingunum við Nord Str- eam-gasleiðslurnar í Barentshafi, lýsti því yfir í gær að Svíar hefðu fund- Rússar víggirðaKrímskagann lLestarsamgöngur hefjast aftur í Kerson-borglSvíar hafa fundið sprengiefni við Nord Stream-jarð- gasleiðslurnarlOrbán sakaður um „pólitíska fjárkúgun“lPólverjar vilja ekki fá Lavrov til ÖSE-fundar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is AFP/Bulent Kilic Gagnsókn í Kerson Tveir úkraínskir skriðdrekar sjást hér halda í átt til vígstöðvanna í Kerson-héraði í gær. MCDONALD’S FER FRÁ HVÍTA-RÚSSLANDI Lúkasjenkó segist feginn Alexander Lúka- sjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, sagði í gær að hann væri feginn því að ham- borgarakeðjan McDonald’s hefði ákveðið að yfirgefa landið. „Guði sé lof að það er að fara,“ sagði Lúkasjenkó, en hann var þá á fundi með fulltrúum úr land- búnaðariðnaði Hvíta-Rússlands. „Nú þurfum við að gera sjálfir það sem McDonald’s gerði eitt sinn, og aðeins betur ef það er það sem þarf!“ sagði Lúkasjenkó. Sagði hann að Hvít-Rússar kynnu líka að skera brauð í tvennt og setja kjöt, salat og franskar á milli. Hamborgarastaðurinn lokaði dyrum sínum í Rússlandi eftir innrásina og hyggst rekstraraðil- inn í Hvíta-Rússlandi nú taka upp sama nafn og þeir sem tóku við staðnum í Rússlandi gerðu, en hann heitir nú Vkúsnó-í Totsjka, sem á íslensku gæti þýtt „Bragð- gott – og hana nú!“ Alexander Lúkasjenkó Breiðbraut 670a, Ásbrú Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Töluvert endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í fjölbýli. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 38.000.000 Birt stærð 98,2 m2 Skannaðu mig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.