Morgunblaðið - 19.11.2022, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
28
E
istland stendur ríkja
fremst þegar kemur að
stafrænni stjórnsýslu.
Rúm 99% af allri þjónustu
hins opinbera eru rafræn og verður
100% frá og með næsta ári, þar sem
eistneska þingið samþykkti nýverið
að hægt verði að gifta sig og skilja
rafrænt. Þetta var meðal þess sem
fram kom á kynningarfundi sem
Erika Piirmets, ráðgjafi í stafrænni
umbreytingu hjá e-Estonia, hélt
fyrir hóp norrænna blaðamanna í
Eistlandi fyrir stuttu. Fundurinn
var liður í ferð sem Nordisk Journa-
listcenter (NJC) skipulagði.
Piirmets rifjaði upp að þegar
Eistland öðlaðist sjálfstæði á ný árið
1991 hafi stjórnvöld staðið frammi
fyrir þeirri áskorun að byggja
upp rafræna innviði landsins og
aðlagast vestrænu samfélagi á sama
tíma og efnahagur landsins var
afar bágborinn. Mart Laar, fyrsti
forsætisráðherra landsins, lagði
ásamt ríkisstjórn sinni áherslu á
að nútímavæða ríkið með rafræn-
um lausnum og tók ríkið stökk í
þeim efnum. Sem dæmi má nefna
að 1991 hafði innan við helmingur
landsmanna aðgang að fastlínusíma,
en þegar símum fjölgaði voru það
fyrst og fremst farsímar og því fór
meirihluti landsmanna úr því að
eiga engan síma í að eiga farsíma.
98% skattframtala rafræn
Upplýsingastefna landsins var
fyrst mörkuð 1994 og ákveðið að 1%
af þjóðarframleiðslu landsins skyldi
renna til upplýsingatækninnar.
Að sögn Piirmets var um svipað
leyti kynnt til sögunnar framtakið
Tígrisdýrastökk sem fólst m.a. í því
að kenna öllum nemendum landsins
á tölvur. Tveimur árum seinna voru
99% landsmanna farin að nota netið
reglulega, en sama ár var fyrsta
rafræna bankaþjónustan kynnt til
sögunnar. Árið 2000 var byrjað að
bjóða Eistum að skila skattframtali
sínu rafrænt. „Í dag skila 98% lands-
manna því rafrænt og það tekur
að meðaltali aðeins þrjár mínútur,
enda er framtalið forútfyllt með
upplýsingum hins opinbera,“ sagði
Piirmets og lagði áherslu á að allar
lausnir þyrftu að vera notendavæn-
ar og einfaldar þannig að almenn-
ingur sæi sér hag í því að gera
hlutina með nýjum hætti. „Lykillinn
hefur ávallt verið góð upplýsinga-
gjöf til almennings,“ sagði Piirmets
og benti á að reikna mætti með að
rafrænar undirskriftir spari árlega
upphæð sem jafngildir 2% af þjóðar-
framleiðslu landsins þegar reiknað-
ur væri inn sá tími sem sparast með
tækninni.
Árið 2001 var X-vegurinn svokall-
aði kynntur til sögunnar. Mark-
miðið með honum var að byggja
upp öruggt net milli opinberra
stofnana þannig að þær gætu deilt
upplýsingum til að koma í veg
fyrir tvíverknað. Ári síðar voru ný
persónuskilríki kynnt til sögunnar
sem leysa öll önnur skilríki í landinu
af hólmi nema vegabréfin, en lögum
samkvæmt er öllum borgurum skylt
að eiga nýju skilríkin sem ríkið
gefur út. Á þau er prentuð kennitala
viðkomandi og það inniheldur m.a.
örgjörva sem notaður er þegar fólk
skráir sig inn í heimabankann, en
99,8% allra bankaviðskipta fara
fram á netinu.
Piirmets lagði áherslu á að þó
tæknilausnir og þjónusta væru í
höndum einkafyrirtækja væri alltaf
tryggt að þau hefðu sjálf ekki að-
gengi að persónuupplýsingum fólks.
Sem dæmi má nefna að almennings-
samgöngur eru ókeypis í Tallinn.
Til að sannreyna að farþegar séu
með lögheimili í höfuðborginni
skanna notendur persónuskilríki
sín í farartækjunum og þá senda
einkafyrirtækin, sem veita almenn-
ingsþjónustuna, rafræna fyrirspurn
þessa efnis til eistnesku hagstof-
unnar sem svarar einfaldlega já eða
nei án þess að gefa upplýsingar um
sjálft heimilisfangið.
Gagnsæi forsenda trausts
Að sögn Piirmets leggja stjórn-
völd mikla áherslu á gagnsæi í raf-
rænni stjórnsýslu til að skapa traust
hjá almenningi. Lög hafa verið sett
sem tryggja að allar persónulegar
upplýsingar um landsmenn eru eign
viðkomandi. Það þýðir að Eistar
geta, með rafrænum skilríkjum,
skráð sig inn á vefinn eesti.ee og
á sínu persónulega svæði skoðað
hverjir eru að vinna með persónu-
upplýsingar þeirra og hvaða upplýs-
ingum stofnanir deila sín á milli.
Þá eru allar heilsufarsupplýsingar
fólks eign viðkomandi, en læknar á
öllum heilbrigðisstofnunum landsins
geta óskað eftir aðgengi að gögnun-
um í meðhöndlun viðkomandi sjúk-
lings. Allir lyfseðlar landsins eru
rafrænir og ekki hægt að leysa út lyf
í apótekum nema með fyrrnefndum
skilríkjum. Piirmets benti að lokum
á að sá tími sem sparast árlega
með því að deila gögnum rafrænt
jafngildi 800 árum. Með tilkomu
rafrænu skilríkjanna hafa Eistar frá
2005 getað kosið rafrænt, en í þing-
kosningum landsins 2019 voru 44%
atkvæða greidd rafrænt af Eistum,
búsettum í 143 löndum heims.
Eistland fyrirmynd
annarra ríkja
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Framsýni Erika Piirmets, ráðgjafi í stafrænni umbreytingu hjá e-Estonia.
FRÉTTASKÝRING
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Eingreiðslaogkjaragliðnun
undanfarinnaáratuga
E
f farið væri að lögum ætti
ríkisstjórnin að greiða þeim
verst settu í almannatrygginga-
kerfinu út um 100.000 kr. hærri
greiðslur á mánuðinn, skatta- og
skerðingarlaust. Fjöldi heimila er í mínus um
hver mánaðamót eftir að hafa greitt öll föst
útgjöld heimilisins og verða síðan að stíga
þau ömurlegu og erfiðu en nauðsynlegu skref
að standa í biðröð eftir mat.
Verðbólgan er í hæstu hæðum og jólin fram
undan. Aldrei hafa fleiri sótt um aðstoð til
umboðsmanns skuldara síðan í Covid-faraldr-
inum. Ráðstöfunartekjur þeirra sem verst
hafa það í okkar ríka samfélagi eru langt
undir fátæktarmörkum og dragast saman ár
eftir ár þannig að sárafátækasta fólkið okkar
nær engan veginn endum saman.
Verst setta fólkið okkar finnur fyrir verð-
hækkunum á matvöru, húsnæði, leigukostn-
aði og öðrum nauðsynjum vegna vaxtahækkana og
getur hvorki farið til læknis né leyst út lyfin sín. Þá er
einnig stór hópur fjölskyldna sem verður að leita fjár-
hagsaðstoðar, til að sjá fyrir börnum sínum.
Flokkur fólksins er með tillögu í fjáraukalögum sem
felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í
desember 2022 til örorku- og endurhæfingarlífeyris-
þega, líkt og þeir hafa fengið undanfarin ár, skatta- og
skerðingarlaust.
Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að eingreiðslan í ár
verði skert um helming, úr 53.100 kr. í 27.772 kr. Það er
með öllu óboðlegt að skera niður eingreiðslu
til öryrkja um jólin, sérstaklega í ljósi þess
að verðlag hefur hækkað svo um munar, auk
þess sem útgjöld vegna örorku almanna-
trygginga eru 4 milljörðum kr. lægri í ár en
áætlað var í fjárlögum.
Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt
til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust
hafa kjörin sem einnig verði undanþegin
skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyris-
þegar eru jafn illa settir og efnaminnstu
öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mis-
muna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð
eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000
kr. með tilliti til verðlagsþróunar.
Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin sjái
sóma sinn í því að fátækasta fólkið okkar
þurfi ekki að bíða í röð eftir mat? Nýjustu
fréttir um biðraðir eftir mat hjá hjálparstofn-
unum eru að þegar búið er að taka saman
það sem hægt er að gefa yfir daginn þá dugar það ekki
til og stór hópur fólks fær engan mat.
Lægsta greiðslan í almannatryggingakerfinu er
rúmlega 200.000 kr. á mánuði eftir skatt, sem er ekkert
annað en ávísun á sárafátækt. Ef síðustu ríkisstjórnir
hefðu farið að lögum og hækkað persónuafslátt og líf-
eyri almannatrygginga eftir launaþróun á sama tímabili
væru lægstu greiðslur lífeyrislauna TR um 300.000 kr.
eftir skatt eða 100.000 kr. hærri en í dag. Ekki veitir af.
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Fótbolti og
mannréttindi
Heimsmeist-
aramót
karla í
knattspyrnu hefst á
mánudag. Að venju
ríkir mikil spenna
í kringum mótið og
velta menn vöngum
yfir því hverjir séu
sigurstranglegastir,
hvort Messi og Ronaldo muni
loks ná að hreppa heimsmeist-
aratitil, eða hvort tími sé kominn
til að land frá annarri álfu en
Evrópu og Suður-Ameríku taki
þann stóra. En umræðan snýst
ekki bara um knattspyrnu. Sú
ákvörðun að halda mótið í Katar
hefur verið harðlega gagnrýnd,
einkum vegna aðbúnaðar verka-
manna, sem unnu við að reisa
leikvangana fyrir HM, með-
ferð hinsegin fólks og réttleysi
kvenna.
Þess utan hefur verið fundið
að því að aðstæður til að iðka
knattspyrnu geta verið erfiðar í
Katar. Þar getur orðið gríðarlega
heitt. Fyrir vikið var mótið flutt
til og er nú haldið í nóvember
og desember. Ekki er víst að það
dugi til að hlífa leikmönnum við
óbærilegum hita. Í gær fór hitinn
upp í 34 gráður á selsíuskvarða í
forsælu í Doha.
Staða mannréttindamála í
Katar er viðkvæmt mál fyrir
þarlend stjórnvöld og Alþjóða-
knattspyrnusambandinu, FIFA,
er umhugað um að styggja ekki
gestgjafana. Knattspyrnusam-
bönd þátttökuþjóðanna hafa
fengið tilmæli frá FIFA um
að „einbeita sér að fótboltan-
um“ og láta ógert að leggja í
hugmyndafræðilegar atlögur.
Þessi tilmæli hafa mælst misvel
fyrir. Síðast í gær lýsti þýska
knattspyrnusambandið yfir því
að þrýstingur FIFA væri hvim-
leiður og vildi hann ekki útiloka
frekari aðgerðir til stuðnings
mannréttindum. Fyrirliði þýska
landsliðsins kvaðst ætla að bera
borða með áletruninni „Ein ást“
á handleggnum til stuðnings
mannréttindum líkt og fyrirliðar
fleiri landsliða á HM og sér stæði
á sama þótt hann yrði sektaður
fyrir vikið.
Katar er land mikilla mót-
sagna. Í landinu búa þrjár
milljónir manna, en aðeins um
þrjú hundruð þúsund þeirra eru
með ríkisborgararétt í landinu.
Ekki er langt síðan íbúar þessa
sandskika voru blásnauðir. Nú
eru meðaltekjur á mann þær
hæstu sem um getur. Það þýðir
að þeir tekjuhæstu maka vel
krókinn því að ekki hysja tekjur
farandverkamanna í landinu upp
meðaltalið.
Líkt og önnur lönd við
Persaflóa hefur olíuauðurinn
gerbreytt aðstæðum í landinu.
Um þessar mundir er Katar, líkt
og hin olíuveldin við Persaflóa,
í kjörstöðu. Mikil spenna er í
heimsmálum. Evrópa hafði veðj-
að á orku frá Rúss-
um. Eftir grimmi-
lega innrás þeirra í
Úkraínu þykir ekki
lengur boðlegt að
kaupa af þeim olíu
og gas – þótt það
sé gert áfram á
meðan aðrir kostir
eru ekki í boði og
fara Þjóðverjar þar fremstir í
flokki. Einhvern tímann komu
ráðamenn í Katar að máli við
þýsk stjórnvöld og buðu þeim
gas. Þjóðverjarnir sögðust ætla
að halda sig við Rússa. Katararn-
ir vöruðu þá við því að setja öll
sín egg í sömu körfuna. Nú koma
Þjóðverjar sneypulegir á fund
Katara, sem eiga nóg af öðrum
viðskiptavinum, og fá þau svör
að viðskipti séu háð skilmálum
yfirvalda í Doha.
Katarar sitja ásamt Írönum
og Rússum á mestu gaslindum
heims. Ekki rýrir stöðu Katars
að bæði Rússar og Íranar sæta
refsiaðgerðum og eru víða litnir
hornauga í heiminum.
Rétt er að hafa í huga í ljósi
umræðunnar um HM í Katar að
viðskipti við Katara með gas og
olíu munu fara fram, hvað sem
mannréttindum í landinu líður.
Það þýðir ekki að það hafi verið
rétt ákvörðun að halda HM í Kat-
ar. Það er óþarfi að gefa löndum,
sem virða ekki mannréttindi,
slík tækifæri til að slá sér upp.
Meðferðin á þeim sem lokkaðir
voru til landsins til að vinna við
að reisa hina glæsilegu leikvanga
hefur oft verið til skammar.
Alþjóðavinnumálastofnunin segir
að orðið hafi umbætur á meðan
á undirbúningnum hafi staðið og
meðal annars hafi verið ákveðin
lágmarkslaun í landinu. Hins
vegar hafa allt of margir látið lífið
og slasast. Margar hryllingssög-
ur hafa borist af verkamönnum
og fjölskyldum þeirra sem skildar
hafa verið eftir á flæðiskeri. Í
raun hefði aldrei átt að veita Kat-
ar réttinn til að halda HM.
Það sama sögðu margir þegar
ákveðið var að halda HM í
Rússlandi fyrir fjórum árum. Þá
var mikið rætt um þá ákvörðun
þar til mótið hófst, en eins og
venjulega hljóðnaði hún þegar
boltinn byrjaði að rúlla og má
fastlega búast við því að það
sama verði uppi á teningnum
þegar mótið hefst á mánudag.
Þar verður Ríkisútvarpið með á
fullri ferð og lætur ekki nægja
að sýna frá leikjunum heldur
sendir líka sveit manna niður
að Persaflóa til að koma herleg-
heitunum til skila. Ætla mætti að
það væri óþarfi þar sem Ísland á
ekki lið á mótinu, en hjá þessari
ríkisstofnun þarf greinilega ekki
að horfa í peningana. Hjá RÚV er
vandlætingarvöndurinn iðulega
hafinn á loft, en sennilega gegna
nokkrar fréttir um mannréttindi
í Katar hlutverki aflátsbréfs þar
á bæ.
Það er óþarfi að
gefa löndum sem
virða ekki mann-
réttindi slíkan
vettvang til að slá
sér upp}