Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Samtökin 22 – Hags- munasamtök samkyn- hneigðra hafa verið að- eins í umræðunni undanfarna daga. Ég er talsmaður þessarar tiltölulega nýju gras- rótarhreyfingar. Við erum hópur samkyn- hneigðra sem hefur haft áhyggjur af þeim breytingum sem hreyf- ingin okkar hefur tek- ið. Í síðustu viku skiluðum við inn umsögn til Alþingis varðandi svo- kallað „bælingarmeðferðarfrum- varp“ Hönnu Katrínar Friðriksson úr Viðreisn. Með henni flytja frum- varpið þingmenn úr öðrum stjórn- málaflokkum. Umsögnin okkar er á þann veg að við getum ekki stutt frumvarpið eins og það er lagt fram. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að frumvarpið fyrir það fyrsta er augljóslega ekki smíðað með þarfir samkynhneigðra að leiðarljósi – þó það sé neytendavænna að selja þing- heimi það svoleiðis. Frumvarpinu er ætlað að gera svokallaðar „bælingarmeðferðir“ er varða kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu fólks refsiverðar, séu þær framkvæmdar með „nauðung, blekkingum eða hótunum“. Refsi- ramminn er þrjú ár í fangelsi, en fimm ár ef um er að ræða barn yngra en 18 ára. „Hver sem framkvæmir, hvetur með beinum eða óbeinum hætti til eða hefur þegið fé vegna meðferðar sem greinir í 1. mgr. skal sæta sekt- um eða fangelsi allt að 2 árum.“ Í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu er látið líta út eins og þessi lög séu smíðuð til þess að vernda samkynhneigða sérstaklega og ýmsar staðhæfingar án rök- studdra heimilda þar lagðar fram, eins og t.d. sjálfsmorðstíðni og tíðni tilrauna til sjálfsvíga meðal samkyn- hneigðra. Hanna Katrín sagði í fram- söguræðu sinni, er hún lagði frum- varpið fram, að þetta væri glufa í hegning- arlögunum sem þyrfti að loka. Það er einfald- lega rangt, því það er alltaf ólöglegt að beita blekkingum, hótunum og nauðung við fólk. Lögin eru einfaldlega þannig að þau vernda okkur öll – jafnt. Einn- ig vildi hún að málið fengi eins hraða með- ferð og mögulegt væri. Þ.e. beint í nefnd, úr nefnd, umræða, lög. Svo mikill var æsingurinn að ekki var beðið um umsagnir við frumvarpið fyrr en eft- ir að umsögn okkar var skilað við lok umsagnarfrestsins. Það var eftirtektarvert að þessi frumvörp byrjuðu að „dúkka upp“ á þjóðþingum Vesturlanda frá miðju síðasta ári og í byrjun þessa. Það er tiltölulega augljóst að um samstillt átak öfgasinnaðara trans aktívista sé að ræða. Það er því augljóst að Hanna Katrín er að ganga erinda þess hóps. Hver og einn þarf ekki að leita víðar en á Twitter til þess að skoða samskipti hennar við þann hóp. Í frumvarpinu er fjallað um að banna eigi að svokallaðar bæling- armeðferðir er varða kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu. En hvað þýða þessi orð? Hvernig eru þau skilgreind í lögum? Hvað telst til blekkinga? Samtökin ’78 skilgreina t.d. 14 kynhneigðir og fleiri tugi kynja. Hvað er frumvarpinu eiginlega ætl- að að banna? Miðað við viðbrögðin við umsögn okkar hjá 22, og svo umsögnum fag- aðila sem lýsa áhyggjum sínum, meðalhófs trans aðgerðasinna eins og Buck Angel og svo t.d. frá Ritchie Herron sem var blekktur í kynleið- réttingarferli, þá er ljóst að mark- miðið var ekki að hjálpa samkyn- hneigðum. Það er okkar upplýsta skoðun að hér átti að greiða götur kynjafræð- inga og trans öfgasinna til að gera ólögráða börn að lyfjaþrælum fyrir lífstíð. Þetta eru hörð orð, hugsa eflaust sumir. Við erum sammála því. Þetta eru hörð orð. Það er nokkuð augljóst að hérna eru hagsmunir ákveðinnar hug- myndafræði sett ofar hagsmunum barna og ungmenna. Viðbrögðin við umsögnunum eru svo harkaleg og öfgafull. Þriðjudaginn 15. nóvember sagði framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 og varaþingmaður VG, Daníel E. Arnarson, eftirfarandi úr ræðustól Alþingis: „Haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn um- sögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki ein- ungis dreginn í efa heldur er sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til og samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurð- aðgerðum og lyfjanotkun. Allt sam- an hið mesta bull. Samtök tengd þeim samtökum sem um ræðir eru á lista erlendis yfir opinber haturs- samtök og deila þar sæti með nýnas- istum og öðrum öfgasamtökum.“ Ég hef margoft beðið Daníel að tala við okkur. Óháðir aðilar úti í bæ hafa einnig boðist til að leyfa okkur að takast á í umræðum á opinberum vettvangi. Við erum einfaldlega hunsuð. Fjölbreytileiki skoðana er ekki á dagskrá hjá þessari „ný- trúuðu“ hinsegin hreyfingu á Suður- götunni, þó hún sé að mestu rekin með opinberu fé. Ummælin sem Daníel lét falla hérna eru forkastanleg. Fyrir það fyrsta, þá eru þau röng. Fyrir það annað, þá er hann vanhæfur þar sem hagsmunaáreksturinn er augljós. Hann er eini launaði starfsmaður Samtakanna ’78 í fullu starfi og það kemur ekki fram í hagsmunaskrá al- þingismanna. Þarna er þinghelginni misbeitt í algeru tilfinningauppnámi og í blindum nýtrúuðum aktívisma sem rænir hann dómgreindinni. Við vísum þessum ásökunum á bug og við hvetjum til umræðu. Ekki aðeins á meðal samkyn- hneigðra og trans fólks. Heldur líka í samfélaginu öllu. Kynjafræðingar stálu hreyfing- unni okkar og eru með hana í gísl- ingu. Þess vegna erum við farin okkar eigin leið. Öfgafull viðbrögð á Alþingi Eldur Deville » Öfgafull viðbrögð við umsögnum um frumvarp til breytinga á hegningarlögum er varða svokallaðar bæl- ingarmeðferðir. Eldur Deville Höfundur er talsmaður Samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka samkyn- hneigðra. Dómur Hæsta- réttar Íslands féll ekki Gráa hernum í vil. Eftir þessa nið- urstöðu hljóta marg- ir að velta því fyrir sér hverra hagsmuna nokkrir af for- ystumönnum Lands- sambands eldri borg- ara voru að berjast fyrir. Var það virki- lega meining þeirra að sækja 25 milljónir króna til þeirra sem hæstu greiðslurnar fá úr lífeyrissjóði á meðan þeir sem hafa eingöngu tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins hefðu ekki fengið eina einustu krónu ef Grái herinn hefði unnið málið við Tryggingastofnun og ríkissjóð? Finnst fólki þetta virkilega réttlát barátta? Dr. Haukur Arnþórsson skrifar athyglisverða grein í Morgun- blaðið þar sem hann vekur m.a. athygli á að þeir sem nú hafa 600 þús. kr. eða meira hefðu fengið 25 milljónir króna fyrir skatt. Nú liggur niðurstaða Hæsta- réttar fyrir og vonandi læra for- ystumenn eldri borgara sína lexíu. Tökum upp alvörubaráttu til að bæta kjörin Þó að um 30% þeirra eldri borgara sem fá greiðslur frá líf- eyrissjóði hafi það góðar tekjur að þeir fá ekki neinar greiðslur frá Tryggingastofnun hefur samt um helmingur eldri borgara lítil réttindi í sínum lífeyrissjóði. Má þar t.d. nefna margar konur sem ekki voru á vinnumarkaði og unnu við að sinna heimilis- störfum. Við þurfum að vinna að því að bæta kjör þessa fólks. Það gengur ekki að skerðingar frá Tryggingastofnun skuli byrja strax eftir 25 þúsund krónur frá lífeyrissjóði. Sú upphæð hefur verið óbreytt frá 2017. Það verð- ur að draga úr skerðingum og hækka frítekjumarkið. Grái her- inn og forysta Landssambands eldri borgara eiga að taka upp baráttu fyrir þennan hóp eldri borgara. Ég hef áður sagt það og skrifað að þeir sem hafa hæstu greiðslurnar úr líf- eyrissjóðum þurfa ekki að fá viðbót- argreiðslur upp á hundruð þúsunda hvern mánuð frá Tryggingastofnun ríkisins. Skýr skilaboð frá Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins til forystunnar Á fjölmennum og glæsilegum Lands- fundi Sjálfstæð- isflokksins var eft- irfarandi ályktun velferðarnefndar um málefni eldri borgara samþykkt: „Málefni aldraðra og öryrkja verði aðgreind form- lega sem tveir að- skildir málaflokkar. Þeir öryrkjar sem verða 67 ára haldi réttindum sínum við þau aldursskil. Endurskoða þarf lífeyrissjóða- og almannatryggingakerfi m.t.t. hagsmuna eldra fólks. Sérstök lífeyrisuppbót verði tekin upp til þeirra sem hafa áunnið sér tak- mörkuð lífeyrisréttindi og viðbót- argreiðsla skerðist ekki vegna tekna. Starfslok verði sveigjanleg og fólki gert kleift að starfa í fullu starfi eða hlutastarfi miðað við áhuga og færni en ekki ein- göngu miðað við aldur og tíma- sett starfslok. Margir hópar ljúka ekki starfsævinni með rík lífeyr- isréttindi og auka þarf svigrúm til atvinnuþátttöku án umtals- verðra skerðinga. Skerðing vegna greiðslna frá Tryggingastofnun til eldri borgara er í dag 45% og ber að lækka. Draga þarf úr skerðingu ellilífeyris vegna líf- eyristekna og annarra tekna, hvaðan sem þær koma. Sama gildir um eftirlaunagreiðslur Tryggingastofnunar, þær hafa ekki fylgt hækkun launavísitölu.“ Á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins var mikið rætt um að flokkurinn þyrfti að ná til baka fyrra fylgi. Stórt atriði til að það markmið náist er að hlusta á eldra fólkið og bæta kjör þeirra sem þess þurfa. Drögum úr skerð- ingum á lægstu og meðallaunum Sigurður Jónsson Sigurður Jónsson » Stórt atriði til þess að ná fyrra fylgi Sjálf- stæðisflokksins er að hlusta á eldra fólkið og bæta kjör þeirra sem þess þurfa. Höfundur er fv. bæjarstjóri í Garði. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.