Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 19.11.2022, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 ✝ Alfreð Hall- grímsson fæddist 23. desem- ber 1925 að Minna Holti í Fljótum og ólst hann þar upp. Hann lést á heimili dóttur sinnar á Dalvík þann 3. nóv- ember 2022. For- eldrar hans voru Hallgrímur Arn- grímsson, bóndi í Minna Holti, f. 1889, d. 1960, og Margrét Anna Einarsdóttir, húsfreyja í Minna Holti, f. 1898, d. 1990. Systkini Alfreðs voru Einar Hallgrímsson, f. 1919, d. 2004, Magnús Hallgrímsson, f. 1922, d. 1940, og Svava Hall- grímsdóttir, f. 1932, d. 1933. Fósturbróðir þeirra er Birgir Hartmannsson frá Þrasastöðum í Fljótum, f. 1937. Eiginkona Al- freðs var Stella Trix Kristjáns- Hafliði Guðmundsson, f. 1982. c) Elías Sverrir, f. 1998. c) Birta María, f. 2000. Unnusti hennar er Pálmi Þór Karlsson, f. 1995. Alfreð bjó í Minna Holti hjá foreldrum sínum til ársins 1954. Hann hafði þá kynnst tilvonandi eiginkonu sinni, Stellu. Árið 1953 keyptu þau jörðina Lambanes-Reyki ásamt Einari bróður Alfreðs en vorið 1954 fluttu þau í Lambanes-Reyki ásamt foreldrum bræðranna. Alfreð vann ýmis störf með bú- skapnum, bæði í Fljótum og á Siglufirði, auk þess sem hann stundaði vinnu á Keflavíkur- flugvelli við uppbyggingu á vegum varnarliðsins. Veiðiskap- ur af ýmsu tagi og hesta- mennska voru hans helstu áhugamál og stundaði hann hvort tveggja fram í andlátið. Hann fór síðast á hestbak á 93. aldursári. Útförin fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, 19. nóv- ember 2022, klukkan 11. Jarð- sett verður að Barði í Fljótum. dóttir frá Minni Þverá í Fljótum, f. 1932, d. 2008. Al- freð og Stella eign- uðust tvö börn: Margréti, f. 1956, og Magnús Sigurð, f. 1964. Sonur Mar- grétar er Atli Már Atlason, f. 1988. Eiginkona hans er Lína Jakobsson, f. 1986. Börn þeirra eru Vilma, f. 2019, og Eyvindur, f. 2022. Magnús er giftur Þór- önnu Sigurbjörgu Sverr- isdóttur, f. 1964. Börn þeirra eru: a) Alfreð Þeyr, f. 1988. Synir hans eru Anton Pálmi, f. 2007, barnsmóðir er Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, f. 1989, og Kristófer Magnús, f. 2008, barnsmóðir er Sallý Grétars- dóttir, f. 1988. b) Ásta Sif, f. 1990, sambýlismaður hennar er Í dag kveð ég elskulegan föð- ur minn og geng með honum síð- ustu sporin. Umhyggjusamari föður er vart hægt að hugsa sér og hjálpsemi hans fylgir mér alla tíð. Í mínum huga er hann faðir minn mikill maður sem áorkaði miklu í lífinu og skildi mikið eftir sig. Ekki endilega í veraldlegum gæðum heldur hvað hann er sterkur í minningunni og hafði mikil áhrif á fólkið í kring um sig án þess að vera eitthvað yfir höf- uð að reyna það. Ég man eftir honum alltaf brasandi við eitt- hvað, það kunni hann best við eða lesa í góðri bók. Hann unni Fljótunum, sveitinni sinni, afar mikið og hvergi annars staðar vildi hann vera. Það var alveg klárt að við áttum að koma til hans en ekki öfugt því í hans huga var hvergi í heiminum ann- an eins fagran og yndislegan stað að finna, að ekki sé nú talað um um veðrið. „Það verður langt þangað til við veiðum saman næst,“ sagði hann við mig í sum- ar er ég vitjaði um netið með honum og eins og alltaf var hann sannspár. Það var einn af hans mörgu hæfileikum að vera for- sjáll og úrræðagóður enda var alltaf gott að vinna með honum við hvað sem var. Ef eitthvað þurfti að sækja eða gera var hann sprottinn af stað löngu áð- ur en mín hugsun náði til fót- anna. Að vera með honum í kringum hestana var lærdóms- ríkt. Alltaf umgekkst hann þá af væntumþykju og virðingu en ég man þó að það átti til að snögg- fjúka í hann ef þeir voru mjög óþekkir í járningu. Ég vil þakka föður mínum samfylgdina og fyr- ir allar stundirnar og samtölin sem við áttum saman. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Magnús Sigurður Alfreðsson. Í dag kveðjum við með sökn- uði elskulegan tengdaföður minn í hinsta sinn. Alfreð var einstak- ur maður sem lét sér annt um fjölskyldu sína og vildi allt fyrir alla gera. Hann unni sveitinni sinni og var sannfærður um að Fljótin væru fallegasti og besti staður á Íslandi ef ekki bara í öllum heiminum. Hann var mikill hestamaður og hafði einstakt lag á hestum og þeir voru miklir vin- ir hans. Þegar hann gat ekki lengur verið í sveitinni sinni yfir vetrartímann naut hann þess að fara í hesthúsið með með Grétu og Jóa á Dalvík þar sem hann fékk tækifæri til að stússast í kringum hestana og ég veit að hann var mjög þakklátur fyrir þessar stundir. Það voru ófáir reiðtúrarnir um Fljótin og Tröllaskagann sem við fjölskyldan fengum að njóta með honum. Í þessum ferðum fræddi hann okkur um hin ýmsu örnefni ásamt marg- víslegum fróðleik um menn og málefni frá því hann var ungur maður. Alfreð var mikill áhuga- maður um veiðiskap, hann vissi fátt betra en að fara niður að Miklavatni og leggja silungsnet og spenningurinn var alltaf jafn mikill þegar vitjað var um. Þó sjónin væri farin að svíkja hann þá vílaði hann ekki fyrir sér að gera að aflanum, flaka, snyrta og koma flökunum í frysti. Auðvitað fékk fólkið hans að njóta, því all- ir urðu að taka með sér heim dýrindis vel verkuð silungsflök. Ég þakka þér elsku Alfreð fyrir allar þær góðu og skemmti- legu stundir sem við áttum með þér. Minningin um yndislegan tengdaföður, afa og langafa mun lifa með okkur öllum um ókomna tíð. Þóranna Sigurbjörg. Hann var fljótur til þegar há- spennulínan frá Skeiðsfossvirkj- un til Siglufjarðar sló út vegna ísingar eða annarra bilana og leitað var til hans um að kanna hvers eðlis bilunin var. Skjótast upp á Hraunadal og líta eftir lín- unni yfir Heljartröðina, eða var bilunin e.t.v. inn við Lambane- sás? Hann var einn hörkudug- legra Fljótamanna sem unnu við að byggja þessa háspennulínu, sem hönnuð var af dönskum verkfræðingum en byggð úr efni frá Bandaríkjunum. Staurarnir dregnir út á hestum og reistir með handafli Fljótamanna og Siglfirðinga. Þegar ég tók við starfi rafveitustjóra af Tryggva Sigurbjarnarsyni fórum við í heimsókn til Alla, eins og hann var ætíð kallaður, og sagði hann mér þá að hann væri hættur þessari vinnu fyrir okkur enda væri hann orðinn of gamall í þessi verk. Sumarið leið og vetur lagðist að, og auðvitað komu veð- ur sem línan þoldi ekki og raf- magnslaust var á Siglufirði og Fljótum og ég hringdi í Alla, sem fór af stað og oftar en ekki gat hann gert við bilunina með aðstoð ungra manna í Fljótum. Þetta breyttist með Stráka- göngum 1967, þá gátum við sent tæki og mannskap frá Siglufirði. Alli og Stella kaupa Lambanes- Reyki 1953 og búa þar síðan, þangað var gott að koma og þiggja veitingar og spjalla um málefni líðandi stundar. Þau voru mjög samstiga þótt ólík væru, Stella gekk í Félag eldri borgara á Siglufirði og fór gjarna í skemmtiferðir með fé- laginu. Ég minnist þess þegar bíllinn stoppaði við Lambanes- Reyki og Stella kom í bílinn skærbrosandi og settist hjá Línu Boga, frænku sinni. Byrjuðu þær strax að syngja. Blessuð sé minning þeirra en Lína var jarð- sett á Siglufirði 11. nóvember sl., tæpra 100 ára gömul. Alli missir Stellu árið 2008, þá verða hjá honum miklar breyt- ingar, börn farin að heiman til að skapa sér nýtt líf á öðrum vett- vangi en við búskap í Fljótum. Hann reyndi þó að vera einn nokkuð lengi en að lokum var hann í skjóli dóttur sinnar á Dal- vík. Alli var gætinn og hafði rólega nærveru, til hans var gott að leita þegar unnið var við viðgerð- ir við Skeiðsfossvirkjun og bygg- ingu neðri virkjunar í Fljótaá. Ég man að eitt sinn vorum við að fara saman á bíl til Sauðárkróks, og ég spurði hann hvort ég mætti ekki fara í fjöllin ofan við Lambanes-Reyki og ná mér í rjúpur, en þau fjöll hafði ég aldr- ei gengið. Hann var fljótur til og sagðist ekki skilja í mér að vera að elt- ast við þessa fallegu fugla. Ég sagði að bragði að hann hlyti nú að hafa farið til rjúpna sem ungur maður. „Jú,“ svaraði hann, „við gerðum það þegar þess þurfti.“ Við vorum að keyra fram hjá Ysta-Mói þegar þessi orðaskipti voru og hann bætti við: „Einu sinni bað Elín okkur Adda vin minn að skjóta fyrir sig nokkrar æðarkollur því komið var fram á útmánuði og lítið um nýmeti.“ Elín hafði komið þessu æðar- varpi upp. Segir þetta nokkuð um við- horf hans til lífsins. Hann var nýtinn bóndi og átti góða hesta og naut þess að fara með félögum sínum á milli hér- aða. Ég kveð nú vin minn með þökk fyrir áralöng kynni sem aldrei brá skugga á og votta um leið afkomendum hans mína dýpstu samúð. Sverrir Sveinsson. Alfreð Hallgrímsson ✝ Guðmundur Ingi Sigurðs- son fæddist í Reykjavik 2. ágúst 1942 á Bergþóru- götunni. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 21. októ- ber 2022. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson verkamaður í Reykjavík, f. 19. maí 1915, d. 16. apríl 1986, og Ragna Sigríður Jörgensdóttir mundsdóttir, f. 5. júlí 1950. Eft- irlifandi eiginkona Guðmundar er Guðný Sigríður Baldursdóttir dóttir hjónanna Baldurs Sig- urðssonar og Sigríðar Bjarna- dóttur, þau eru bæði látin. Guðmundur fór í Austurbæj- arskólann og lauk þar skyldu- námi. Fljótlega hóf hann nám í húsasmíði, kláraði það 1964. Dag einn var hann við vinnu úti í bæ og sá hann lögreglumenn þjóta um á Harley Davidson- mótorhjóli og ákvað hann þá að sækja um í lögreglunni og starf- aði hann í umferðarlögreglunni. Guðmundur var félagi i Frímúr- arareglunni til margra ára. Útför hefur farið fram að ósk hins látna. húsfreyja og mat- ráðskona í Reykja- vik, f. 21. júní 1911 á Þverá í Ölfusi, d. 2. ágúst 1998. Systkini Guðmund- ar sammæðra eru Halldór Reynir Ár- sælsson, f. 17. júní 1936, d. 16. nóv. 2006, Kristín Ósk Sigurðardóttir, bú- sett í Stykkishólmi, f. 2. júní 1945. Uppeldissystir Guðmundar er Guðrún Guð- Þakklæti og fallegar minning- ar frá því að ég var stelpa eru mér efst í huga á þessari stundu. Þau mörgu skipti sem við vorum hjá ykkur Sillu í Álfheimunum. Heimilið var alltaf opið og eins og töfrastaður fyrir mig, fullur af væntumþykju og áhuga ykkar beggja á að snúast í kringum „blúnduna“ frá Vestmannaeyj- um. Gummi gaf sér alltaf tíma, þrátt fyrir að vera i annasömu starfi í lögreglunni, til að hlusta, leika, fíflast, spjalla og fara í bíl- ferðir. Við skemmtum okkur saman yfir Tomma og Jenna úr VHS-spilaranum, hann var alltaf með bestu músíkina í fína Volvon- um (ToTo), keyrði um í Álfheim- unum og ef vel lá á að þá var jafn- vel farið niður á Laugaveg sem var eins og New York fyrir krakka utan af landi. Glysgjarna stelpan fékk að máta glitrandi löggubeltið og skoða búninginn og ég man hvað gullhnapparnir glitruðu fallega. Svo var það fíflagangurinn, alltaf tilbúinn að versla af mér úr ímynduðu búðinni í hornskápnum í eldhúsinu. Skápnum sem hægt var að opna beggja vegna borðs- ins og kíkja í gegn. Þessi skápur var töfraskápur. Alltaf fullur af stórum dósum með niðursoðnum jarðarberjum sem ég borðaði víst í tonnavís. Ég man hvað hann var natinn og umhyggjusamur, eins og ég væri hans eigin dóttir. Þrátt fyrir að sterkustu minn- ingarnar séu frá barns- og ung- lingsárum þá hélst þráðurinn sterkur á fullorðinsárum og alltaf streymdi hlýjan og væntumþykj- an frá honum þegar við hittumst þó það hafi verið sjaldnar síðustu ár. Ég trúi því að Gummi sé nú kominn á góðan stað í sumarland- inu. Elsku Silla, sendi þér alla mína góðu strauma og kraft vegna frá- falls Gumma þíns. Ég vil þakka allar mikilvægu samverustund- irnar sem ég átti með ykkur hjón- um. Ég mun minnast Gumma með hlýju og virðingu. Sigríður Bjarnadóttir. Guðmundur Ingi Sigurðsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elskulegur eiginmaður minn, KETILL RÚNAR TRYGGVASON húsasmíðameistari, Maríubakka 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans, Fossvogi, 14. nóvember. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Laugheiður Bjarnadóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ANDREA ODDSTEINSDÓTTIR, Suðurlandsbraut 68a, lést á Landspítalanum sunnudaginn 30. október. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gnúpur Halldórsson Valborg Stefánsdóttir Dagur Gnúpsson Hilmir Gnúpsson Júlía Kristjánsdóttir Diljá Kristjánsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma KRISTÍN INGUNN HARALDSDÓTTIR Kiddý í Haga lést fimmtudaginn 17. nóvember á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði. Útförin verður auglýst síðar. Björg G. Bjarnadóttir Eiríkur Jónsson Margrét Á. Bjarnadóttir Kristján Finnsson Jóhanna B. Bjarnadóttir Árni V. Þórðarson Hákon Bjarnason Birna J. Jónasdóttir J. Kristín Bjarnadóttir Haraldur Bjarnason María Úlfarsdóttir Gunnar I. Bjarnason Regína Haraldsdóttir og ömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÁSDÍS DAVÍÐSDÓTTIR, Dyrhömrum 10, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. nóvember klukkan 13. Inga Jóna Þórsdóttir Guðrún Þórsdóttir Matthías Árni Jóhannsson Þór Matthíasson Jennifer McTiernan Sara Matthíasdóttir Pálmar Sigurðsson Hera Matthíasdóttir barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR OTTESEN, lést 5. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorlákur Baxter Margrét Gunnarsdóttir Kristín Amelía Atladóttir og ömmubörn Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTINN GUÐMUNDSSON arkitekt, lést á Landspítalanum 13. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. desember klukkan 12. Guðmundur Kristinn Guðmundsson Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.