Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
✝
Helga Guðráðs-
dóttir fæddist
1. ágúst 1936. Hún
lést í Brákarhlíð
11. nóvember 2022.
Foreldrar hennar
voru Guðráður Ce-
sil Davíðsson í
Nesi, f. 6. nóv-
ember 1904, d. 13.
apríl 2003, og Vig-
dís Bjarnadóttir, f.
9. maí 1910, d. 18.
nóvember 2009. Bræður Helgu
voru Bragi, f. 1932, d. 2011, og
Bjarni, f. 1935, d. 2021. Helga
giftist á Jónsmessu árið 1956
Eyjólfi Sigurjónssyni frá Kópa-
reykjum, f. 14. maí 1932. For-
eldrar hans voru Sigurjón Jóns-
son á Kópareykjum, f. 13. ágúst
1891, d. 9. júní 1972, og Helga
Jónsdóttir, f. 5. janúar 1892, d.
27. mars 1985.
Reinhard og Eydís Ósk. Dætur
Jóns úr fyrra sambandi eru
Helga, Hulda og Hrönn. Barna-
börnin eru þrjú; 6) Lára, f.
1964, gift Sigurvin Hreiðars-
syni, f. 1964. Þeirra börn eru
Ástþór, Alma Dögg og Bjarki.
Helga fæddist á Skáney og
ólst upp í Nesi í Reykholtsdal.
Eftir hefðbundna skólagöngu
þeirra tíma gekk hún í Hús-
mæðraskólann á Varmalandi
og útskrifaðist þaðan vorið
1956. Helga flutti að Kópa-
reykjum það sumar og bjó þar
allan sinn búskap. Þrátt fyrir
stórt heimili og annríki var
Helga ætíð tilbúin að taka að
sér börn til dvalar í lengri og
skemmri tíma. Árið 1996 fluttu
Helga og Eyjólfur að Árbergi 2
í Reykholtsdal. Hún tók alla tíð
þátt í félagsstörfum í sinni sveit
og fylgdist vel með í menningu
og listum. Hún hafði yndi af
lestri góðra bóka, ekki síst
ljóðabóka og þjóðlegum fróð-
leik.
Útför Helgu fer fram frá
Reykholtskirkju, í dag, 19. nóv-
ember 2022, klukkan 14.
Þeirra börn eru:
1) Vigdís Helga, f.
1956, gift Sig-
urjóni Kárasyni, f.
1954. Þeirra börn
eru: Sigríður Þór-
laug, Eyjólfur
Bjarni, Kári Þór
og Anna Dröfn.
Barnabörnin eru
átta og eitt barna-
barnabarn; 2) Sig-
ríður Erla, f. 1958,
gift Jóni Halldórssyni, f. 1956.
Þeirra börn eru Berglind
Helga, Halldór Már og Arna.
Barnabörnin eru sjö; 3) Sigur-
jón, f. 1959, d. 1961; 4) Kristín,
f. 1961 gift Guðmundi Guð-
laugssyni, f. 1962. Börn þeirra
eru Sindri, Steinunn og Stefnir.
Barnabörnin eru þrjú; 5) Jón, f.
1963, giftur Rebeccu Dorn, f.
1975. Börn þeirra eru Atli
Fráfall Helgu tengdamóður
minnar vekur margar minningar
um góðar og glaðar stundir með
þessari einstöku konu. Fyrir rúm-
um 40 árum kom ég fyrst að
Kópareykjum, taldi möguleika
mína á að ná þar hylli einnar syst-
urinnar næga til að banka upp á.
Hlýtt var viðmót húsfreyjunnar
þá eins og æ síðan. Af raddstyrkn-
um að dæma var reyndar mögu-
leiki að eitthvað amaði að, en mér
lærðist fljótt að hann var genet-
ískur úr föðurætt og gerði heim-
ilislífið bara skemmtilegra. Í til-
hugalífi okkar Stínu var frítími
gjarnan notaður til sveitaferða og
alltaf var faðmur Helgu umvefj-
andi, hún sá til þess að öllum liði
vel, spjallaði við unga fólkið af
áhuga um líf þess og langanir og
galdraði fram kræsingar milli bú-
starfa utanhúss. Hjá Helgu og
Eyjólfi var mun oftar tekið í spil
en ég var vanur og allt til hinstu
stundar áttum við frábærar gleði-
stundir við spilaborðið. Við heim-
komu okkar unga fólksins af
sveitaböllum þessara ára var
Helga iðulega á fótum og spældi
egg ofan í mistuskulega nætur-
gesti og gerði upp atburði kvölds-
ins. Mér fannst hún eiginlega allt-
af vera á fótum á þessum árum,
var að sinna innanhússverkum og
fatasaumi þegar ég fór að sofa og
var komin út í fjós þegar ég vakn-
aði. Þótt dagarnir væru langir og
liðir stirðir kvartaði hún aldrei,
hvorki yfir verkum né verkjum,
það var ekki hennar stíll. Hún
brunaði á þríhjóli og síðar fjórhjóli
á milli útihúsa þegar hnjámein
ágerðust, gjarnan með eitthvert
barnabarna sinna með sér. Laust
fyrir sextugt dró hún sig út úr
mesta búskaparstússinu og fluttu
þau hjónin þá að Árbergi í nýja
litla íbúð. Þau áttu saman notaleg
26 ár í þessum hálfgerða Staðar-
skála, ærið gestkvæmt var á þess-
um vegamótum og kynslóðabilið
brúað flesta daga með alltumlykj-
andi væntumþykju og áhuga á
mannlífinu. Tækifæri nýtti hún ef
ferðalög voru í boði, bæði með
kvenfélagskonum og eldri borgur-
um. Einnig fylgdi hún afkomend-
um sínum gjarnan í árlegar innan-
landsferðir og virtist víða kunnug
staðháttum þótt hún væri að
koma þar í fyrsta sinn. Las enda
mikið, þjóðlegan fróðleik, ferða-
bækur og skáldsögur, og oft gauk-
aði hún að mér ljóðabókum sem
vakið höfðu áhuga hennar. Mann-
gæska og aðrir eðliskostir Helgu
hafa efalítið átt þátt í hve afkom-
endur hennar eru samlyndir og
tryggir upprunanum.
Guð blessi minningu Helgu
Guðráðsdóttur og gefi Eyjólfi og
öðrum ástvinum styrk til að halda
hennar kærleiksríku gildum á
lofti.
Guðmundur
Guðlaugsson.
Elsku amma Helga. Það er erf-
itt að hugsa til þess að geta ekki
farið lengur í ömmuhús á öllum
tímum dags en þar var alltaf opið
og allir velkomnir en við sannar-
lega nutum þess. Þú varst alltaf
okkar stoð og stytta í sorg og
gleði, sama hvað kom upp á hjá
okkur þá varstu með lausn á öllu.
Þú varst okkar helsta fyrir-
mynd og erum við þakklátar fyrir
að hafa alltaf getað leitað til þín
alveg frá barnæsku og til fullorð-
insára. Það er ómetanlegt allt
sem þú kenndir okkur og þá sér-
staklega kærleika gagnvart öllu
og öllum en það einkenndi þig
hvað mest.
Við eigum margar góðar minn-
ingar en það sem er helst í huga
okkar er þegar við spiluðum sam-
an og þá sérstaklega þegar við
spiluðum kana með afa. Við gát-
um spilað tímunum saman og
hlátrinum og gleðinni sem fylgdi
því munum við aldrei gleyma.
Spilasjúklingarnir þínir,
Helga og Hrönn.
Helga Guðráðsdóttir, frænka
mín og vinkona, hefur nú fengið
hvíldina. Hún vissi vel að hverju
stefndi en með sínu einstaka jafn-
aðargeði tók hún því sem að
höndum bar eins og hverju öðru
verkefni. Þegar heilsan leyfði
ekki að dvelja lengur heima fékk
hún í haust pláss á Brákarhlíð í
Borgarnesi hvar hún og Eyjólfur
fengu að njóta besta mögulegs
aðbúnaðar síðustu ævidagana
hennar. Áfram mun Eyfi dvelja
þar, sáttur við það hlutskipti sitt
úr því sem komið er.
Helga hefur ætíð skipað stór-
an sess í stórfjölskyldunni sem
ætt sína á að rekja að Skáney. Við
vorum systkinabörn, þótt hún
væri tæpum þremur áratugum
eldri en ég. Yngstu börnin henn-
ar og ég erum þannig jöfn í aldri.
Allt frá því hún var ung að árum í
Nesi og síðar húsfreyja á Kópa-
reykjum var mikið og kært sam-
band á milli hennar og foreldra
minna. Þau hjálpuðu hvort öðru
og voru í raun eins og bestu vinir.
Gagnkvæm virðing og hjálpsemi
einkenndi samskiptin á bæjunum
sitt hvorum megin í dalnum.
Mamma hjálpaði Helgu að klippa
börnin eða sauma föt á þau og
Helga endurgalt það með ýmsu
móti.
Þegar móðir mín fór að missa
heilsu var Helga tíður gestur á
okkar heimili og síðar átti hún
eftir að verða föst heimilishjálp.
Það voru sannkallaðir hátíðisdag-
ar hjá foreldrum mínum þegar
von var á Helgu. Meðan mamma
gat því við komið eldaði hún góð-
an mat á meðan Helga þreif hús-
ið. Svo var sest við eldhúsborðið
og spjallað um heima og geima.
Þessu hlutverki sínu hélt hún
áfram að gegna eftir að mamma
féll frá og átti hún stærstan þátt í
að pabbi gat áfram búið í húsinu
sínu fram undir það síðasta.
Helga og Eyjólfur eignuðust
sex börn. Misstu Sigurjón son
sinn í barnæsku, en Jón og stelp-
urnar fjórar komust á legg og
eiga nú stóran hóp glæsilegra af-
komenda. Þessi mikli vinskapur
foreldra okkar hefur leitt áfram
til næstu kynslóðar, barna Helgu
og Eyjólfs, og okkar systkinanna
frá Birkihlíð. Fyrir það er ég afar
þakklátur. Það bætir okkur því
glaðsinna, jákvæð og skemmtileg
eru þau vissulega Kópareykja-
systkinin.
Eftir að Jón tók við búi á
Kópareykjum settust Helga og
Eyjólfur að í hlýlegri og góðri
þjónustuíbúð sveitarfélagsins á
Árbergi. Þar áttu þau eftir að
eiga mörg góð ár. Eyfi fór ætíð
minnst daglega heim að Kópa og
hélt áfram að hlúa að kindunum
sínum því þar leið honum best. Á
Árberg komu síðan afkomendur
þeirra reglulega því öll hafa þau
sótt í hlýjan faðm foreldra sinna,
ömmu og afa. Samheldnari fjöl-
skyldu er vart hægt að hugsa sér.
Á sama hátt leituðust sveitungar,
vinir og frændfólk við að líta inn
hjá þessum heiðurshjónum í kaffi
eða þiggja annan viðurgjörning.
Oft var tekið í spil, ætíð leitað
fregna og hlegið alveg lifandis
býsn.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Helgu fyrir allar góðar stundir og
ræktarsemi. Ég er þess fullviss
að vel verður tekið á móti henni í
Sumarlandinu góða. Eyfa, Dísu,
Erlu, Stínu, Jónsa, Láru og fólk-
inu þeirra öllu færi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Magnús
Magnússon.
Það var fallegur sumardagur
um miðjan júlí árið 1972 sem ég
kom í Reykholtsdalinn til lengri
dvalar en ég hafði hugsað mér
það árið. Ég var aðeins tvítug að
aldri og var að fara að búa á Kjal-
vararstöðum með kýr og kindur
og öllu sem því fylgir að búa í
sveit. Ég þekkti ekki marga í
dalnum, en ekki leið á löngu þar
til ég kynntist fólkinu á næsta bæ
sem var fjölskyldan á Kópareykj-
um.
Kópareykjaheimilið var mann-
margt á þessum tíma og mikill
gestagangur einkenndi heimilið.
Þar bjuggu Helga og Eyjólfur
ásamt 5 börnum og þar var einnig
til heimilis Helga Jónsdóttir,
móðir Eyjólfs. Á sumrin bættust
svo við sumarbörn og vinnufólk.
Á Kópareykjum var á þessum
tíma hefðbundinn búskapur og
gekk Helga í öll verk, bæði úti
sem inni. Ég dáðist oft að dugn-
aðinum í Helgu og ég man þegar
hún fór á traktornum með allan
þvottinn í þvottahúsið á Klepp-
járnsreykjum og þvoði af öllu
fólkinu og svo var komið heim um
kvöldið með hreinan og ilmandi
þvott. Það var alltaf gott að koma
upp á Kópareyki og þar ein-
kenndi gleði og hressileiki heim-
ilisbraginn. Oft þegar ég kíkti í
heimsókn þá tók Helga hressi-
lega á móti mér með glaðlegu
brosi og sagði: „Blessuð komdu í
bæinn“. Svo var sest inn með
kaffibolla og spjallað. Helga var
líka virk í Kvenfélagi Reykdæla
og ungmennafélaginu og taldi
ekkert eftir sér ef það þurfti verk
að vinna. Það þótti alltaf fengur í
að fá Helgu í áhorfendasalinn á
leiksýningar því hún var mjög
hláturmild og hafði svo smitandi
hlátur.
Það er svo margt sem ég get
þakkað henni Helgu á Kópa fyrir.
Ég gat alltaf leitað til hennar ef
ég þurfti á hjálp að halda. Hún
kenndi mér að prjóna hæl á
sokka, baka sírópstertu, stoppa í
sokka og ótalmargt fleira. Ekki
má gleyma hversu oft stelpurnar
okkar fengu að vera hjá þeim
þegar ég fór í skóla til Reykjavík-
ur og að þeirra mati bakaði eng-
inn betri pönnukökur, kleinur og
ástarpunga en Helga. Fyrir það
er ég ævinlega þakklát.
Betri nágranna var ekki hægt
að fá.
Nú er komið að leiðarlokum og
við kveðjum Helgu Guðráðsdótt-
ur með söknuði en ríkari eftir að
hafa átt samleið með henni und-
anfarin 50 ár.
Með þessum ljóðlínum kveð ég
yndislega konu og þakka fyrir ár-
in öll.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Magnea
Kristleifsdóttir,
Kjalvararstöðum.
Þegar ég rifja upp æsku mína
þá skipar nágrannakona mín, hún
Helga á Kópareykjum, þar stór-
an sess. Það voru ansi mörg
skipti sem ég rölti upp brekkuna
á milli bæjanna og heimsótti
Helgu og Eyjólf. Alltaf var gott
að koma til þeirra í stóra gula
steinhúsið, byrja á að kíkja á
gluggann í eldhúsinu sem var nið-
urgrafið í kjallaranum og heilsa
Helgu. Dillandi hláturinn, dugn-
aðurinn, vaggandi göngulagið og
hlýjan var svo einkennandi fyrir
hana. Helga var ekta sveitakona,
með fjöllin í augunum, roða í
kinnunum og alltaf með fullt af
fólki í kringum sig, að brasa eitt-
hvað. Á Kópareykjum var oft
fjöldi fólks, svolítið eins í sveit-
arómans eftir Guðrúnu frá
Lundi. Margar kynslóðir bjuggu
saman og svo voru krakkar í sveit
og vinnufólk, stanslaust líf og
fjör.
Ég hafði mikla matarást á
Helgu og sjónvarpskaka og ást-
arpungar voru þar í uppáhaldi.
Einnig voru margar matarhefðir
viðhafðar á Kópareykjum sem ég
þekkti ekki heiman að. Ég fylgd-
ist spennt með þegar Helga sauð
sviðna kýrhausa í stórum sér-
standandi þvottapotti úti í skúr
og útbjó svo stórgerða sviðasultu.
Súrar sviðalappir tengi ég líka við
Kópareyki. Ég man svo eftir að
hafa skriðið inn á bekkinn til Eyj-
ólfs og Helga skenkti okkur
fjallagrasamjólk með vel af púð-
ursykri.
Barnabörnin hennar Helgu
voru mikið uppi á Kópareykjum
og voru þau mér kærir leikfélag-
ar í æsku og sótti ég mikið þang-
að þegar þau voru í heimsókn.
Það eru mikil og góð tengsl á milli
bæjanna og hafa alltaf verið. Þeg-
ar ég var unglingur fluttu þau
Helga og Eyjólfur sig smáspöl
niður að Árbergi, enda orðin
þröng á þingi á Kópareykjum.
Þangað var jafngott að koma í
heimsókn, sama hlýjan og um-
hyggjan, en rólegra andrúmsloft
þar sem Helga fékk að njóta sín
og sinna efri ára.
Ég kveð Helgu með söknuði og
hlýju.
Ásdís
Ármannsdóttir
frá Kjalvararstöðum.
Elsku Helga, er fallin frá.
Ég var það ungur þegar ég var
fyrst í sveit hjá Helgu á Kópa-
reykjum að ég man ekki eftir
þeim tíma en þar sem ég var í
sveit þar á hverju sumri fram að
unglingsárum þá er margs að
minnast. Þær minningar eru mér
ljúfar.
Ég man t.d. vel eftir því að fara
með Helgu að þrífa á Logalandi.
Fyrir forvitinn dreng var þar
margt áhugavert að skoða. Helga
sá alltaf um að mann vantaði ekki
neitt. Þarna í sveitinni hafði mað-
ur frelsi til að gera nokkurn vegin
það sem manni datt í hug. Þegar
maður var að hjálpa til þá var það
aldrei leiðinlegt eða erfitt, alla
vega ekki í minningunni.
Þegar ég kom í heimsókn til
Helgu og Eyfa þá var aldrei kom-
ið að kofanum tómum. Helga var
þá fljótlega búin að bera fram
veitingar þó enginn væri fyrir-
varinn. Maður fann að maður var
alltaf velkominn.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Helgu. Það er öruggt að
hún á stóran þátt í að móta þann
mann sem ég er í dag.
Stefnir Skúlason.
Helga
Guðráðsdóttir
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar systur okkar,
mágkonu og frænku,
LÍNEYJAR BJÖRGVINSDÓTTUR,
Lautarvegi 18, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Lautarvegi 18, Reykjavík, heimahjúkrun og Heru fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Árni Björgvinsson Jenný B. Sigmundsdóttir
Ragnhildur Björgvinsdóttir
Lára Magnúsdóttir
Guðný Björgvinsdóttir Anton Örn Guðmundsson
Páll Björgvinsson Áslaug Þormóðsdóttir
Björn Thomsen
og frændsystkini
Sonur okkar, bróðir og frændi,
ÓLAFUR VALDIMARS,
er látinn.
Útför hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Bestu þakkir til þeirra sem réttu honum
vinarhönd og gerðu lífið bærilegra.
Guð blessi ykkur öll.
Soffía og Böðvar
Guðrún Hlíf
Árný Rós
og börn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS GUÐBRANDSSON
bifvélavirki frá Siglufirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
10. nóvember.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn
25. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Alzheimersamtökin. Aðstandendur þakka starfsfólki á
Droplaugarstöðum fyrir góða umönnun.
Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir
Guðbrandur Magnússon Katrín Bryndís Sigurðardóttir
Anna Júlía Magnúsdóttir Sigurður Albertsson
Ásgeir Rúnar Magnússon
Kristinn Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
GUÐFINNA STEINUNN BJARNEY
SIGURÐARDÓTTIR
lést 12. nóvember.
Útför verður gerð frá Árbæjarkirkju í
Reykjavík föstudaginn 25. nóvember
klukkan 13. Bænastund og moldun verður
í Bjarnaneskirkju í Nesjum laugardaginn 26. nóvember
klukkan 11.
Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir
Ómar Arnarson
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir
Anna Lilja Jónsdóttir Brynjólfur Garðarsson
Þorbergur Hjalti Jónsson Helga Skúladóttir
og fjölskyldur