Morgunblaðið - 19.11.2022, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.11.2022, Qupperneq 42
Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið á netfangið thor@rafmennt.is. Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • sími 540 0160 rafmennt.is RAFMENNThefur þaðhlutverk aðbjóða fræðslu og styðja fræðslutengd verkefnimeðþaðaðmarkmiði að uppfylla fræðsluþörf á sviði rafiðnaðar og svara þannig þörfumatvinnulífsins á hverjum tíma. Við erum10manns semstōrfumhjáRAFMENNT við fjölbreytt störf semsnúaaðmenntunogendurmenntun félagsmanna. Við hjá RAFMENNT leitum að lausnarmiðuðum verkefnastjóra til starfa við endur- og símenntun á sviði smáspennu Helstu verkefni • Starfsmaður skipuleggur endur- og símenntun á svið smáspennu • Fylgist með nýjungum á sviði smáspennu • Fylgist með nýjungum á rafrænum samskiptum • Þróun námskeiða • Greinir þörf fyrir endur- og símenntun Hæfniskröfur • Reynsla af störfum á sviði smáspennu • Skipulagshæfni og frumkvæði í starfi • Góð samskiptahæfni • Reynsla að verkefnastjórnun og teymisvinnu • Þekking á endur- og símenntun kostur • Gott vald á íslensku og ensku Menntunarkröfur • Krafa er um formlega menntun á rafiðnaðarsviði • Kennsluréttindi kostur Umsóknarfrestur til ogmeð 27. nóvember Framleiðslustjóri á innréttingaverkstæði Byggingarfélagið Hyrna á Akureyri óskar eftir að ráða í fullt starf framleiðslustjóra á innréttingarverkstæði fyrirtækisins á Akureyri. Framleiðslustjóri starfar náið með stjórnendum fyrirtækisins og er mikilvægur hlekk-ur í framkvæmda- og framleiðsluferli fyrirtækis- ins. Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi hafa yfirumsjón með allri innréttingaframleiðslu fyrirtækisins. Helstu verkefni og ábyrgð • Yfirumsjón með framleiðslu á verkstæði • Forgangsröðun verkefna í takt við áætlanir félagsins • Daglegur rekstur verkstæðis þ.m.t. efnispantanir og áætlanagerð Menntunar- og hæfniskröfur • Iðn- eða tæknimenntun æskileg • Reynsla af verkstæðisvinnu • Góðir samskiptahæfileikar • Almenn tölvukunnátta • Lausnamiðuð hugsun Umsóknir sendist á nanna@hyrna.com Sjá nánar Við á Mörk hjúkrunarheimili erum að bæta við þann góða hóp hjúkrunarfræðinga sem er starfandi við heimilið. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í líflegu og heimilislegu umhverfi. Um er að ræða húsvaktastöðu á næturvöktum þar sem starfshlutfall er samkomulagsatriði. Menntunar- og hæfnikröfur • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi • Íslenskt hjúkrunarleyfi • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni • Góð íslenskukunnátta Greitt er eftir kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Mörk hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili. Á heimilinu er unnið metnaðarfullt starf þar sem heimilismenn og starfsfólk vinnur saman að því að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi og rík áhersla er lögð á sjálfsákvörðunarrétt heimilismanna og þátttöku þeirra. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Theodóra Hauksdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Sími 560-1703, theodora.hauksdottir@morkin.is Við hlökkum til að heyra frá þér! Húsvaktarstaða á næturvöktum Löggiltur fasteignasali Fasteignamiðstöðin vill ráða löggiltan fasteignasala til starfa. Starfið fellst aðallega í skjalagerð. Áhugasamir sendið ferilskrá og aðrar upplýsingar sem umsækjanda þykir skipta máli á netfangið magnus@fasteignamidstodin.is Fullum trúnaði heitið. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000. Sálfræðingur/félagsráðgjafi Gefandi starf í skemmtilegu umhverfi Menntaskólinn í Kópavogi auglýstir eftir sálfræðingi eða félagsráðgjafa í 50% til 100% stöðu frá áramótum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Stuðningur við nemendur með félagskvíða, ofsakvíða, áfallastreytu, depurð, þunglyndi og almennar raskanir sem hafa áhrif á líðan. • Ráðgjöf í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa skólans. • Stuðningur og ráðgjöf við forráðafólk ólögráða nemenda. • Aðkoma að könnunum og rannsóknum á líðan og lífstíl nemenda. • Leiðbeiningar til kennara og annars starfsfólks ef upp koma viðkvæm erfið mál. • Fagleg forysta í erfiðum málum ef upp koma er varða ofbeldi, áreitni, fíknivanda o.fl. Hafa ber í huga að það er ekki verið að leita að meðferðaraðila, heldur stuðningsaðila sem getur leið- beint og komið málum í viðeigandi farveg hjá fagaðilum ef við á. Hæfnikröfur • Full réttindi í viðkomandi grein. • Eiga auðvelt með að vinna með ungu fólki í líflegu umhverfi framhaldsskólans. • Framúrskarandi samskiptahæfni. • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Góða íslenskukunnátta í ræðu og í riti. Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, ásamt kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og í leiðsögn. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 900. Í skólanum er framúrskarandi aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk, mötuneyti er frábært og starfsandi góður. Vinnutími getur verið sveigjanlegur skv. samkomulagi. Laun fara skv. Kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað í gegnum Starfatorg, www.starfatorg.is, og skal náms- og starfsferilsskrá fylgja með innsendri umsókn ásamt þeim gögnum í viðhengi sem umsækjendur telja skipta máli í ráðningar- ferlinu og skulu innsend gögn vera á íslensku. Einungis innsend gögn verða lögð til grundvallar ráðn- ingu og ráða vali þeirra sem verða kallaðir í starfsviðtal. Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til miðnættis 24. nóvember 2022. mbl.is – ATVINNA 42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.