Morgunblaðið - 19.11.2022, Page 47

Morgunblaðið - 19.11.2022, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL 47 ALLT Í FLOTI Flotblöndur fyrir öll verkefni, stór sem smá. Breiðhöfða 3 | 110 Reykjavík Sjafnargötu 3 | 603 Akureyri Múrverslun BMVallá fáar og of stuttar, en sumarið er tíminn á Íslandi. Við höldum okkur því mest hérlendis á sumrin. Við þvælumst við með fellihýsið okkar um landið á sumrin og krakkarnir segjast hafa séð allt á Íslandi, að minnsta kosti tvisvar sinnum. Við systkinin eigum saman sumarbú- stað við Laugarvatn, á æskuslóðum mömmu, þar sem okkur þykir gott að vera. Ætli næsta skref sé ekki að leita leiða til að koma okkur upp eigin aðstöðu þar sem við mamman, pabbinn, börnin og dýrin okkar getum átt notalegt athvarf til framtíðar.“ Fjölskylda Eiginkona Helga er Guðrún Hildur Pétursdóttir, f. 1.2. 1973, bókari hjá Verslunartækni. Þau eru búsett í Krikahverfinu í Mosfellsbæ. „Það er frábær staður. Reiðstígar úr hesthúsahverfinu liggja hingað heim til okkar.“ Foreldrar Guðrúnar voru hjónin Pétur Axelsson, útibús- stjóri KEA á Grenivík, f. 21.2. 1931 d. 13.11. 2012 og Erla Friðbjörnsdóttir húsmóðir, f. 21.1. 1933, d. 23.12. 2018. Börn Helga og Guðrúnar eru 1) Andri Páll f. 14.12. 1998, háskóla- nemi; 2) Erla María f. 28.10. 2003, framhaldsskólanemi, unnusti: Vikt- or Ingi Þrastarson; 3) Ásdís Halla, f. 11.10. 2007, grunnskólanemi. Systkini Helga eru 1) Áslaug f. 1954, fyrrv. bankamaður, búsett á Selfossi; Jón f. 1959, framkvæmda- stjóri, búsettur á Akranesi; Sigríður f. 1964, bóndi og sjúkraliði, búsett á Ósi rétt utan Akranes. Foreldrar Helga voru hjónin Helgi Jónsson, útibússtjóri, f. 9.2. 1928, d. 14.7. 2020 og Hallbjörg Teitsdóttir, f. 18.3. 1933, d. 30.3. 1998 húsmóðir. Þau voru síðast búsett á Akranesi. Helgi Teitur Helgason Bóthildur Ísleifsdóttir húsfreyja í Stíflisdal Jón Ásmundsson bóndi í Stíflisdal í Þingvallasveit Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Eyvindartungu Teitur Eyjólfsson bóndi í Eyvindartungu í Laugardal, Árn., síðar sveitarstjóri og framkvæmdastjóri í Hveragerði Hallbjörg Teitsdóttir húsmóðir, síðast búsett á Akranesi Ásbjörg Þorláksdóttir húsfreyja í Eskihlíð Eyjólfur Teitsson bóndi í Eskihlíð í Reykjavík Steinunn Eiríksdóttir Stephensen húsfreyja á Auðnum Ólafur Magnússon Stephensen prestur og síðast bóndi á Auðnum á Vatnsleysuströnd Áslaug Ólafsdóttir Stephensen húsfreyja á Selfossi Jón Pálsson dýralæknir á Suðurlandi, búsettur á Selfossi Elínborg Stefánsdóttir húsfreyja í Tungu Páll Þorsteinsson hreppstjóri og bóndi í Tungu í Fáskrúðsfirði Ætt Helga Teits Helgasonar Helgi Jónsson útibússtjóri og svæðisstjóri Landsbankans á Ísafirði, Akranesi og Akureyri, síðast búsettur á Akranesi Vísnahorn Brugðið fyrir sig fæti Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Allvel kenndur er hann nú. Erfið reynist brekka sú. Þennan á ég undirmér. Einnig geymi vínlögg hér. Nú brá svo við í fyrsta skipti, að engin rétt lausn barst en Guð- mundur skýrir gátuna þannig: Kominn fótur í hann er. Öll á fótinn brekka hér. Fótur uppi búkinn ber. Brestur vínfót síst hjámér. Þá er limra: Sigurður gamli séra er sífellt að vísitera og líður um stræti léttur á fæti, en er löngu búinn að vera. Síðan er ný gáta: Upp ég glenni augnaskjá, ekki dorma lengurmá, gátuna hef saman sett, súmun þykja býsna létt: Skáld, er Keltum skemmtir vel. Skegg á kjálkum þessi ber. Hann í skó ég henta tel. Hákarl stór og grimmur er. Mér finnst við hæfi að rifja upp stöku eftir Sigurð Pétursson í Stellurímum: Því stoðir læra tók hann tvær, tilvaldastar í eigu hans, og réð færa ofan á þær allan þunga líkamans. Jóhann frá Flögu segir, að efni vísunnar megi segja í stuttri setn- ingu: Hann stóð upp. Hér er önnur staka eftir Sigurð: Þó að égmissi fótinnminn mín ei rénar kæti; hoppað get ég í himininn haltur á öðrum fæti. Kærleiksþel eftir Jónas Árna- son: Hann Friðþjófur fornbókabindari vakti kærleik hjá Kölska sem syndari. Ogmenn hafa þá trú að hann starfi nú fyrir vin sinn hannKölska semkyndari. Einar Þórðarson Innri-Skelja- brekku orti: Ærslahlátur, að því gá, eykur grát og trega. Best er að láta lampa á logamátulega. Oft er strand við úfið hraun, oft er grand að klifa. Oft er blandinævi raun oft er vandi að lifa. „ER ÞETTA NÚ RÁÐLEGT, VINUR? ÞÚ NÆRÐ ÞESSU ALDREI MEÐ ÞESSU JÁRNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... mamman sem þú elskar mest af öllum. ÉG HEF VERIÐ Í AÐ- HALDI Í ALLAN DAG MÉR FINNST ÉG SJÁ Á MÉR MUN PUTTARNIR Á MÉR VIRÐAST GRENNRI MÉR FINNST FÖTIN MÍN HAFA ÞRENGST! LÍKLEGA ÞVEGIN Í OF HEITU VATNI! OF MARGAR GLÓÐHEITAR PÍTSUR! FARIÐ HEFUR FÉ BETRASAMÚÐARKVEÐJUR KORT TIL MÖMMU TIL HAMINGJU MEÐ MÆÐRADAGINN Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.