Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 49

Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Sólveig í staðinn fyrir Berglindi Knattspyrnukonan Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro. Samningurinn gildir til ársins 2024. Sólveig kemur til Örebro frá Val. Hún var að láni hjá Aftureldingu fyrri hluta síðasta tímabils, en kom sterk til baka hjá Íslands- og bikarmeisturunum seinni hluta leiktíðarinnar. Þá hefur Berglind Rós Ágústsdóttir yfirgefið félagið eftir að hafa leikið með því í tvö tímabil. Morgunblaðið/Hákon Svíþjóð Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er komin til Örebro. Snæfríður bætti Íslandsmetið Sundkonan Snæfríður Sól Jór- unnardóttir bætti í gær eigið Ís- landsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug á móti í Danmörku. Hún syndi vegalengdina á 1;55,60 mínútu og bætti metið um tæpa sekúndu, en fyrra met var 1:56,51 sekúnda. Snæfríður fór alla leið í undanúrslit í greininni á EM í Róm á Ítalíu í sumar og keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Hún er fremsta sund- kona landsins um þessar mundir. Ljósmynd/Sziliva Micheller Íslandsmet Snæfríður Sól bætti eigið Íslandsmet í Danmörku í gær. Ég viðurkenni að ég hef oft, eða réttara sagt alltaf á mínu æviskeiði, verið spenntari fyrir heimsmeistaramóti. HM 2022 í knattspyrnu karla hefst á morgun í Katar með líklega minnst spennandi upp- hafsleik í rúmlega 90 ára sögu keppninnar, þegar heimamenn í Katar mæta Ekvador. Allt í góðu með það, venjan er sú að gestgjafar spili upphafs- leikinn og Ekvador hefur nokkrum spennandi leikmönnum á að skipa. Meiri athygli vekur að þegar mótið er ekki hafið eru hér um bil allar fréttir af því neikvæðar. Þekkt er að FIFA úthlutaði Katar heimsmeistaramótinu með afar vafasömum hætti, að þúsundir farandverkamanna hafa látið lífið við að byggja leik- vangana fyrir mótið og nátengt því, hversu mjög mannréttindi eru fótum troðin í smáríkinu. Í aðdraganda mótsins hefur dönsku fjölmiðlafólki verið hótað að tökuvél þeirra yrði eyðilögð ef það hætti ekki að mynda auk þess semmyndskeið af „HM- þorpi,“ þar sem fólk getur gist í nokkurra fermetra gámum fyrir morðfjár, vekja ekki beint mikla hrifningu. Vandræðaleg myndskeið af „stuðningsmönnum“ hinna ýmsu þjóða, sem virðast ein- faldlega vera ráðnir Katarar, hafa vakið kátínu en varpa ljósi á hversu þvinguð stemningin, ef stemningu mætti kalla, er í aðdragandanum. Þá hafa yfirvöld í Katar þrengt verulega að áfengissölu með gíf- urlegri hækkun á verði, tilfærslu á bjórtjöldum til afskekktari svæða fjarri leikvöngum og nú síðast ákvörðun um að banna bjórsölu á leikvöngunum átta með öllu. Þar semmótið fer fram á miðju tímabili hefur svo fjöldi stjörnuleikmanna helst úr lestinni vegna meiðsla. Það er vonandi að skemmtanagildi leikjanna verði til þess að bjarga einhverju, því allt annað virðist sannarlega í ólestri. Ég held ekkert niðri í mér andanum hvað það varðar þar sem steikjandi hiti mun eflaust hafa áhrif á gæði leikja og þá er enn óljóst hvernig aðsókn verður, sem hefur auðvitað líka áhrif. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Keppni í H-riðli á HM karla í knattspyrnu í Katar hefst fimmtu- daginn 24. nóvember. Mætast þá annars vegar Portúgal og Gana og Úrúgvæ og Suður-Kórea hins vegar. Morgunblaðið fjallar um hvern riðil fyrir sig á mótinu og hitar upp fyrir heimsmeistara- mótið. Hér verður farið yfir H-riðil. Portúgal Portúgalska liðið er einstaklega vel mannað og setur stefnuna á sigur í riðlinum. Það ætti að vera vel gerlegt þó andstæðingar Portú- gals séu allir ansi sterkir. Sem fyrr er það í höndum Cristianos Ronaldos, mesta markaskorara sögunnar, að sjá um að skora mörkin og unir hann því hlutverki glaður. Það er þó ekki á herðar 37 ára manns leggjandi að sjá einn um markaskorun og þar mun Bruno Fernandes eflaust leggja sitt af mörkum. Bakvörðurinn skemmti- legi Joao Cancelo, Bernardo Silva, Joao Félix og Rafael Leao munu sömuleiðis þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar í sóknarleiknum. Portúgal komst á HM í gegnum umspil þar sem liðið lagði Norður- Makedóníu að velli eftir að Serbía skákaði liðinu um beint sæti í A-riðli undankeppni Evrópu. Portúgal tekur nú þátt á heims- meistaramóti í áttunda sinn og náði besta árangri sínum á sínu fyrsta árið 1966 þegar liðið hafnaði í þriðja sæti. Síðan þá hefur liðið þrívegis komist upp úr riðlinum og þrívegis ekki. Liðið var slegið út í 16-liða úrslitum HM 2018 og vill bæta upp fyrir það. Gana Gana hefur yfir spennandi liði að ráða sem er að hluta til óskrifað blað enda allnokkrir leikmenn ný- lega búnir að skipta um ríkisfang og hafa spilað sína fyrstu landsleiki á undanförnum mánuðum. Þeirra á meðal eru bakvörð- urinn eldsnöggi, Tariq Lamptey, og sóknarmaðurinn knái, Inaki Williams, en yngri bróðir þess síðarnefnda er í spænska landsliðs- hópnum á mótinu. Ayew-bræðurn- ir, Jordan og André, eru þá tveir reynslumestu leikmenn liðsins. Aðrir lykilmenn eru Thomas Partey, Daniel Amartey, Mo- hammed Salisu og hinn stór- skemmtilegi Mohammed Kudus, sem er vís til þess að blómstra á mótinu. Breiddin er ekki mikil hjá Gana en byrjunarliðið afar sterkt og getur því liðið því hæglega gert atlögu að því að komast áfram. Til þess að vinna sér inn sæti á HM þurfti Gana að ryðja Suður-Afríku úr vegi í G-riðli undankeppni Afríku áður en feiki- lega erfitt verkefni gegn Nígeríu, sem hafði komist á sex af síðustu sjö heimsmeistaramótum, beið liðsins í umspili. Þar hafði Gana betur á útivallarmarki. Gana tekur nú þátt á aðeins sínu fjórða heimsmeistaramóti eftir að hafa mistekist að komast á HM 2018. Í frumraun sinni árið 2006 komst liðið í 16-liða úrslit og á HM 2010 komst liðið í átta liða úrslit, en engin Afríkuþjóð hefur komist lengra á mótinu. Á HM 2014 komst liðið svo ekki upp úr riðlinum. Úrúgvæ Ef lið Gana er spennandi þá hefur Úrúgvæ yfir einu mest spennandi liði keppninnar að ráða. Ný kynslóð leikmanna er komin upp og munu njóta þess til hins ítrasta að leika með reynsluboltun- um Luis Suárez, Edinson Cavani, Diego Godín, Martín Cáceres og Fernando Muslera, sem leika nú eflaust á sínu síðasta heimsmeist- aramóti. Federico Valverde, Darwin Núnez, Rodrigo Bentancur, Ronald Araújo og Mathías Olivera leiða þessa næstu kynslóð og eru þeir allir þegar orðnir lykilmenn hjá stórliðum í Evrópu. Blandan ætti því að vera sérlega góð hjá Úrúgvæjum, sem hefur gengið vel að undanförnu, ef undan er skilið 0:1-tap fyrir Íran í vináttulandsleik í september síðastliðnum. Úrúgvæ átti í nokkrum vandræð- um í undankeppni Suður-Ameríku en náði vopnum sínum þegar leið á síðari hluta hennar og hafnaði að lokum í þriðja sæti á eftir Brasilíu og Argentínu. Lengi vel láku inn of mörg mörk hjá liðinu en það hefur svo sannar- lega verið bætt úr því undanfarið ár og Úrúgvæ því til alls líklegt á mótinu í ár. Úrúgvæ hefur tvisvar staðið uppi sem heimsmeistari og tekur nú þátt á sínu 14. heimsmeistaramóti. Á HM 2018 féll liðið úr keppni í 8-liða úrslitum og vill í það minnsta komast jafn langt að þessu sinni. Suður-Kórea Suður-kóreska liðið er sígilt dæmi um sýnda veiði en ekki gefna. Fyrirfram kann liðið að vera talið það lakasta í riðlinum en mikill stöðugleiki hefur einkennt það undanfarna áratugi. Suður-Kórea er enda eitt af örfá- um liðum sem er að fara taka þátt Portúgal og Úrúgvæ líklegust til afreka AFP/Vladimir Simicek Úrúgvæ Federico Valverde og Rodrigo Bentancur eru feikilega öflugir og spennandi miðjumenn í liði Úrúgvæ. lEnginn skyldi þó afskrifa Gana og Suður-KóreulVerður Son leikfær? H-RIÐILL Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is á sínu tíunda heimsmeistaramóti í röð. Aðeins Brasilía, Argentína, Þýskaland og Spánn eru með Suð- ur-Kóreu í þeim hópi. Sóknarmaðurinn magnaði, Son Heung-Min, er langsamlega stærsta stjarna Suður-Kóreu og mun eðlilega koma til með að mæða mikið á honum. Slæmu fréttirnar fyrir Suð- ur-Kóreubúa eru þær að ekki er ljóst hvort Son sé leikfær enda augntóftarbrotnaði hann og þurfti að gangast undir aðgerð í byrjun mánaðarins. Á æfingum hefur hann sést skælbrosandi með for- láta grímu og því vonandi að Son sé leikfær. Liðið fór auðveldlega í gegnum undankeppnina í Asíu og fékk á sig örfá mörk. Gegn mun erfiðari andstæðingum á HM er ekki hægt að ganga að jafn góðu gengi sem vísu en með Son og miðvörðinn Kim Min-Jae upp á sitt besta getur liðið vissulega gert atlögu að því að komast upp úr riðlinum, þó flest verði að ganga upp til þess að það takist. Suður-Kórea tekur þátt á sínu ellefta heimsmeistaramóti og náði bestum árangri á heimavelli árið 2002, fjórða sæti. Liðið hefur einu sinni til viðbótar komist upp úr riðlinum. 1. deild karla Hrunamenn – Þór Ak. .......................... 101:94 ÍA – Skallagrímur................................... 85:80 Selfoss – Ármann .................................... 87:81 Hamar – Fjölnir ....................................... 90:81 Sindri – Álftanes...................................... 97:88 Staðan: Álftanes 9 8 1 813:774 16 Sindri 9 7 2 830:733 14 Hamar 8 6 2 744:687 12 Selfoss 9 6 3 844:722 12 Hrunamenn 9 5 4 869:879 10 Ármann 8 4 4 721:709 8 ÍA 9 4 5 731:804 8 Skallagrímur 9 3 6 810:792 6 Fjölnir 9 1 8 763:825 2 Þór Ak. 9 0 9 669:869 0 Belgía/Holland Aris Leeuwarden – Feyenoord ......... 83:72 Kristinn Pálsson skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 30 mínútum með Aris Leeuwarden. NBA-deildin Portland – Brooklyn............................ 107:109 Sacramento – San Antonio ................ 130:112 LA Clippers – Detroit ............................. 96:91

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.