Morgunblaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 50
MENNING50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
Kletthálsi 11 - Sími 511 0000 - bilalind.is
Verð 4.990.000
8/2014, ekinn 106 þ.km,
sjálfskipting 8 gírar,
bensín
JEEP GRAND CHEROKEEOVERLAND
Gjafaaskja fá Ferðaeyjunni
„Gisting og Konfekt“ að
verðmæti 33.800 kr. fylgir með.
Masahiro Motoki er ákaflega
glæsilegur þar sem hann geng-
ur til móts við blaðamann í
höfuðstöðvum RVK Studios í
Gufunesi, klæddur búningi kokks á
japönskum veitingastað í London
á sjöunda áratug síðustu aldar.
Motoki leikur í nýjustu kvikmynd
Baltasars Kormáks, Snertingu, sem
byggð er á samnefndri bók Ólafs
Jóhanns Ólafssonar. Tökur á henni
hófust í haust og fara þessa dagana
fram á Íslandi. Sögusvið myndar-
innar er þrjár borgir: Reykjavík,
Tókýó og London og í myndveri
í Gufunesi er búið að byggja
veitingastað sem blaðamaður get-
ur að vísu ekki séð en fær að vita
að sé einkar glæsilegur. Þennan
dag er verið að taka þar upp atriði
með 19 ára japanskri leikkonu,
Koki, sem er stjarna í heimalandi
sínu, vakti fyrst athygli sem fyrir-
sæta og söngkona og er nú orðin
leikkona. Koki, réttu nafni Mitsuki
Kimura, leikur Miko, stúlkuna
sem er aðalpersóna myndarinnar.
Sögumaður bókarinnar, Kristófer,
verður ástfanginn af henni sem
ungur maður í London þegar hann
ræður sig til vinnu á japönskum
veitingastað. Hinn unga Kristófer
leikur sonur Baltasars, Pálmi Kor-
mákur, en Kristófer á áttræðisaldri
leikur Egill Ólafsson.
Motoki leikur föður Miko,
Takahashi, og á sagan sér stað
á tveimur ólíkum tímabilum, í
samtímanum og undir lok sjöunda
áratugarins. Inn í samtímahlutann
fléttast kórónuveirufaraldur-
inn sem veldur því að Kristófer
ákveður að loka veitingastað sínum
í Reykjavík og leita uppi Miko.
Liggur leiðin til Japans.
Motoki er með túlk með sér þar
sem enskan er honum ekki töm.
Blaðamaður gleymir sér aðeins
yfir svörunum því leikarinn talar
mikið með höndunum og ólíkum
svipbrigðum og stundum er eins
og hann sé að tala við einhvern
ósýnilegan við hlið sér. Þegar
innlifunin er hvað mest hjá Motoki
kinkar blaðamaður kolli og humm-
ar játandi þó hann skilji ekki orð.
Túlkurinn bætir sem betur fer úr
því og þýðir jafnharðan. Motoki
segir Takahashi og dóttur hans
Miko hafa sagt skilið við sára fortíð
í Japan. Takahashi hefur áhyggj-
ur af framtíð dóttur sinnar sem
hefur áhrif á samband hennar við
Kristófer.
Motoki segist ekki hafa lesið
bók Ólafs, aðeins handritið og
þótt sagan falleg og frelsandi á
ákveðinn hátt. Hann er spurður að
því hvernig maður Takahashi sé og
segir hann dæmigerðan japansk-
an föður vera alvörugefinn og
fámálan. Þannig hafi hann í fyrstu
séð Takahashi fyrir sér en Baltasar
hafi haft ólíkar hugmyndir um
túlkun persónunnar.
„Hann er mjög áreiðanlegur
leikstjóri og leikari sjálfur og
skilur hvernig leikari hugsar,“
segir Motoki um Baltasar. Þó
Takahashi eigi sér erfiða fortíð hafi
leikstjóranum þótt mikilvægt að
sýna ólíkar hliðar á honum. „Hann
vildi að hann væri aðeins opnari og
vinalegri en að baki brosinu væri
ákveðin alvara,“ útskýrir Motoki.
Birtir til undir lokin
Snerting er ástar- og sorgarsaga
þar sem ólíkir menningarheimar
mætast. Motoki segir myndina
ekki harmleik þó í upphafi ein-
kennist hún af sorg. „Það eru já-
kvæð skilaboð í henni og þú finnur
bæði fyrir þeim og sérð,“ útskýrir
hann og undir lokin verði allt
bjartara og í blóma. Raunveruleg-
ur harmleikur komi líka við sögu
og heimsfaraldur Covid-19. Motoki
segir gildi margra og viðhorf til
lífsins hafa breyst í faraldrinum,
fólk hafi farið að líta meira inn á
við og velta fyrir sér hvar það sé
statt á lífsins vegi. Þetta kallist á
við stöðu Takahashis í myndinni og
vonar Motoki að myndin veiti fólki
innblástur, hvetji það til að láta
drauma sína rætast og hjálpi því
að lifa án eftirsjár.
Var í strákasveit
Motoki er þekktur leikari í
heimalandi sínu og hefur hlotið
verðlaun fyrir, m.a. Asísku kvik-
myndaverðlaunin sem besti leikari
árið 2009 fyrir leik sinn í Okuribito
en sú mynd hlaut Óskarsverðlaun
sem besta erlenda kvikmyndin
það ár. Hann er þó ekki lærður
leikari, var áður í strákasveitinni
Shibugakitai sem hann hóf að
syngja og dansa með aðeins 17 ára.
Þaðan lá leiðin yfir í leiklistina.
Svo vill til að japönsk aðalleikkona
Snertingar, Mitsuki Kimura, sem
þekkt er undir nafninu Koki, hóf
líka sinn feril á öðru sviði, sem
fyrirsæta og söngkona en hún er
aðeins 19 ára.
Þrátt fyrir að eiga auðvelt með
að setja sig í föðurhlutverkið, þar
sem hann á tvítuga dóttur, segir
Motoki mikinn mun á ævi hans og
Takahashis og erfitt að ímynda sér
þær raunir sem hann og fjölskylda
hans hafi mátt þola. Til að spilla
ekki fyrir verður ekki frá þeim
sagt að öðru leyti en því að þær
tengjast árásinni á Hiroshima og
afleiðingum hennar.
Motoki hefur þekkt Koki allt frá
barnsaldri því hún var í sama skóla
og börnin hans í Tókýó og hann
hittir hana líka reglulega í boðum.
„Hún er mjög fræg í Japan sem
fyrirsæta en ekki sem leikkona,“
útskýrir Motoki og segir Koki
vera að stíga sín fyrstu skref sem
leikkona líkt og sonur Baltasars
sem leikur unnusta hennar. Þau
hafi líka náð vel saman og séu
viljasterk og ástríðufull.
Áhugasamur um fólk
Sem fyrr segir var Motoki í
strákasveit áður en hann gerðist
leikari og segir hann japanska
menningu ólíka þeirri á Vestur-
löndum að því leyti að lítil krafa sé
gerð til þess að leikarar séu lærðir
í sínu fagi. Japanir vilji gjarnan
fylgjast með þeim vaxa og dafna
í starfi og fara úr áhugamennsku
yfir í atvinnumennsku, ef þannig
megi að orði komast. „Áhorfendur
vilja ekki endilega fullkomna og
tæknilega óaðfinnanlega leikara,“
útskýrir Motoki. Blaðamaður gerir
í framhaldi nokkrar atlögur að því
að bera rétt fram nafn strákasveit-
arinnar, Shibugaki, sem reynist
Japönunum hið besta skemmti-
atriði.
Motoki er spurður að því hvort
það hafi verið mikið stökk fyrir
hann, ólærðan leikarann, að fara
úr strákasveit yfir í kvikmynda-
og sjónvarpsþáttaleik. „Ég tel
mikilvægt fyrir leikara að skynja
tilfinningar fólks en ekki bara að
læra tækni,“ svarar hann og segist
mjög áhugasamur um alls konar
fólk og það sem á daga þess hefur
drifið. Hann telji slíka forvitni
skipta mestu þegar kemur að list
leikarans. Og Motoki hefur tekið
að sér mikinn fjölda hlutverka og
þá ekki aðeins í Japan. Hann lék
til dæmis í sjónvarpsþáttunum
Giri/Haji sem finna má á Netflix
og voru framleiddir af BBC Two.
Þættirnir gerast í London og
Tókýó og fara enskir og japanskir
leikarar með helstu hlutverk og
bæði töluð enska og japanska.
Þegar Motoki segir frá þessu rifj-
ast upp fyrir blaðamanni hvaðan
hann þekkir andlit leikarans,
einmitt úr þeim þáttum þar sem
hann lék foringja í Yakuza-mafí-
unni.
Nú hefur Motoki setið lengi
með blaðamanni og túlki og óljóst
hvenær hann fer í tökur. Hann er
spurður að því hvað hann geri í
biðinni – sem er óneitanleg stór
hluti af tökum kvikmynda – og
svarar því til að hann reyni að fá
hugmyndir um hvað hann geti
gert í tilteknu atriði, velti fyrir sér
hverju megi bæta við og hvaða leið-
ir sé hægt að fara í túlkun. Enda
sé slík hugmyndavinna og spuni
það sem leikstjórinn Baltasar
hafi beðið um. Motoki segir að
lokum að reynsla hans af því að
leika í Snertingu hafi verið honum
dýrmæt og að kynnast fólkinu sem
að henni kemur. „Ég vil þakka öllu
íslenska starfsfólkinu,“ segir hann
og blaðamaður lofar að koma því
til skila.
l Japanski leikarinnMasahiroMotoki leikur í næstu kvikmyndBaltasarsKormáks, Snertingu
l Þekktur leikari í heimalandi sínulMotoki vonar að kvikmyndin veiti fólki innblástur
Falleg saga og frelsandi
Ljósmynd/Lilja Jóns
Í tökum Baltasar með Pálma Kormáki ogMasahiro Motoki. Við hlið Motoki er túlkurinn Kazuma Takigava.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ljósmynd/Lilja Jóns
FeðginMotoki með hinni ungu leikkonu Koki sem leikur Miko.