Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 52

Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 52
MENNING52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Isabel stólar á snúning, í 3 litum Verð án arma 37.000 kr. Verð með örmum 44.000 kr. Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is S umar bækur dvelja lengi áfram með lesandanum eftir að lestri þeirra er lokið. Þannig eru bækur Kristínar Eiríksdóttur einmitt gjarnan og ný skáldsaga hennar Tól er þar engin undantekning. Tól er afar áhrifamikil og hjartnæm saga sem hverfist um kvikmyndagerðarkon- una Villu Dúadóttur og heimildar- mynd hennar um hvalveiðimanninn Dimma. Þegar sagan hefst erum við stödd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Svíþjóð þar sem heimildarmyndin hefur verið frumsýnd. Aðalpersóna bókarinnar, Villa, situr uppi á sviði á meðan aðstandandi hátíðarinn- ar spyr hana spjörunum úr fyrir framan áhorfendur. Hvers vegna ákvað Villa að segja sögu Dimma? Er yfir höfuð viðeigandi að hún geri það, eða er hún að „rómantísera hans hörmulega lífshlaup einungis sér til ávinnings“? Og hvað með allt það sem var klippt út úr myndinni, til að mynda saga Amalíu, ungrar stúlku sem tengist þeim báðum, Villu og Dimma? Þessi myndræna opnunarsena er afar vel hugsuð, en um leið og hún slær tóninn fyrir söguna í heild vekur hún einnig máls á einu meginþema bókarinnar, það er siðferðislegum tilgangi og hlutverki listarinnar. Er réttlætan- legt að fjalla opinskátt um ógæfu og raunir annarra á þennan máta? Að hvaða leyti er unnt að þýða þann veruleika sem vísað er í yfir á listrænt form? Á meðan sögu- persónurnar takast á við þessar spurningar í frásögninni tekst sögu- höfundur á við sama vanda í textan- um og sagan verður því sjálfsöguleg eða (e. metafictional), samtímis að verkum á þessum tveimur ólíku sviðum. Þetta er snilldarlega vel gert. Krónísk magapína og alls konar tól Í Tólum er fjallað á einstaklega vandaðan máta um viðkvæm mál- efni á borð við fíkn, vanrækslu, of- beldi og missi. Rauður þráður bók- arinnar er sömuleiðis andleg heilsa og heilbrigðismál og í frásögninni er tekist á gagnrýninn máta á við umfjöllunarefni á borð við kyn- bundna mismunun og fordóma innan heilbrigðiskerfisins. Mynd- mál sögunnar er sterkt og ekkert er dregið undan: sögupersónurnar þjást jafnt af raunverulegum sem og ímynduðum kvillum, en oftar en ekki reynist hið ósýnilega og jafnvel tilbúna ekki síður raunveru- legra en hið bersýnilega og almenna. Sjálf þjáist sögu- persónan Villa af krónískri magapínu sem hefur hrjáð hana frá því að hún varð fyrir áfalli sem barn. Frá meltingarsérfræðingnum sínum fær hún þá greiningu að veikindin séu í raun ekki til staðar, en líkaminn upplifi þau samt sem áður líkt og þau væru fullkomlega raunveruleg: „Þetta er geðvefrænt. [...] Verkirnir eru alveg raunverulegir. Heilinn sendir taugaboð um blæðandi magasár. Alls engin ímyndun.“ En hvernig er hægt að lækna ósýnilega og ímyndaða kvilla? Þrátt fyrir allt þetta tal um sjúkdóma og meinsemdir er Tól bók sem er sprelllifandi og talar þar að auki beint inn í samtímann. Tónn sögunnar er hárbeittur en um leið nærgætinn, efnistökin úthugs- uð og frásögnin afar kvik. Sagan er marglaga og rík af myndmáli og líkt og fyrri bækur Kristínar Eiríksdóttur, sem er myndlistar- menntuð, bera Tól vott um einstaka næmni höfundar fyrir áferð og formi tungumálsins. Frásögnin er þannig dregin fallegum dráttum, sögupersónurnar eru vel skapaðar og minnisstæðar og saga hverrar og einnar ristir djúpt. Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé alvöruþrungið og sagan nísti á köflum inn að beini er frásögnin því ákaflega falleg, blæbrigðarík og frjó. Hún veitir sömuleiðis fordómalausa innsýn í veruleika sem stendur eflaust nærri mörgum en er öðrum hulinn. Á þennan máta tekst bókinni að gera það sem bækur gera ef til vill best, að víkka út sjóndeildarhring lesand- ans og dýpka skilning hans á ólík- um litbrigðum mannlífsins. Þetta er grípandi saga, átakanleg á köflum, sem spilar á allan tilfinningaskal- ann, og hana er ekki endilega æskilegt að lesa í einni bunu heldur er vert að staldra við og leyfa sér að melta atburðarásina í góðu tómi. Hún heldur þó athygli lesandans fanginni allt frá fyrstu síðu til hinn- ar síðustu og kemur í sífellu á óvart. Tól er saga um margs konar tæki og tól, um ólíkindatól og hörkutól, um biluð tól, gömul tól, frásagnartól, eyðileggingartól og hjálpartól, um tólin sem við reiðum okkur á til þess að fóta okkur í tilverunni og kannski ekki síst um tólin sem við getum notað til þess að rétta öðrum hjálparhönd og láta gott af okkur leiða. Þetta er kraftmikil og vönduð saga sem togar í hjartastrengina og sýnir fram á mikilvægi skáldskap- arins sem tóls til þess að fjalla um það sem stundum er einfaldlega ekki hægt að orða öðruvísi. Sprelllifandi saga sem á brýnt erindi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kristín „Þetta er kraftmikil og vönduð saga sem togar í hjartastrengina.“ BÆKUR SNÆDÍS BJÖRNSDÓTTIR Skáldsaga Tól Eftir Kristínu Eiríksdóttur. JPV 2022. Innbundin, 349 bls. A ð muna og sakna er sama orðið á víetnömsku, segir í einu ljóðanna í Skepna í eigin skinni, fyrstu ljóðabók leikskáldsins og þýðandans Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur. Og endurlit og söknuður eru helstu viðfangsefni bókarinnar; þungar, tregafullar og áleitnar minningar í ferðalagi aftur í tímann og á sögusvið löngu lifaðs lífs ljóðmælandans, á stöðum sem hafa tekið miklum breytingum. Í upphafi verksins er vísað í skrif skáldsins Walts Whitman, um að ekkert glatist nokkurn tíman alveg, eða geti glatast, „ekkert af þessum heimi, né líf, eða kraftur eða nokkuð sýni- legt“. Þau orð skýra afstöðu ljóðmælandans á ferðalaginu aftur í tímann, til móts við fyrra líf og dauða, í þessu vel mótaða verki. 29 ljóðum bókarinn- ar er síðan skipt upp í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn er bara þrjú ljóð en þar er tónninn sleginn í dimmu myndmálinu; í ljóðinu „Ferðalagi“ hefur minningin orðið og við sjáum hvernig hún tekur líkama og hugs- un yfir: Blind smýg ég inn umhúðina ferðast hægt gegnumkjötið þéttriðið net fíngerðra drauma Segir í upphafi ljóðsins og minningin segist herða takið uns eitthvað brestur. Og í næsta ljóði erum við komin í ferð með rándýri sem hefur, heiftúðugt, hnitað hringi um borg þar sem „völundarhús alda, ára“ lykst um ljóðmælandann, borg með grænslýjuðum síkjum „rakra minninga / löngu horfinna drauma.“ Í öðrum hluta er ljóðmælandinn staddur í gjörbreyttri borg sem hann hefur snúið aftur til eftir langa fjarveru. Brugðið er upp myndum af borgarhlutum, götum og stöðum; þetta er nöturleg umgjörð samfé- lags sem virðist hafa hrörnað og gefið eftir – „neðri byggð borgar- innar / er nú teppalögð skólplykt“ og „… hér ríkir varanlegt logn og ýrir úr lofti glerbrotum / og mulningi úr múrsteinum, leirlitum fortíðardraugum / augnstungnar byggingar standa í röðum og heilsa / eins og afdankaðir, aflimaðir hermenn liðins tíma“. Í öðru ljóði finnur ljóðmælandi ekki aftur götu sem hann þekkti vel áður og man ekki lengur hvernig borgin var áður, þegar hann bjó þar. Og þar mætum við dauðanum sem bókin hverfist um og ljóðmælandinn reynir að tak- ast á við: „Og ég man ekki þann dag / daginn þarna / sem hann dó“. Í sjö ljóðum þriðja hluta bókar- innar fer að skýrast mynd af manni sem hefur verið þrjátíu ár í burtu og er tregaður með oft sárum og fallegum hætti. Eftir að upplýst hefur verið um fjarveru hans í ljóð- inu „Fjarlægðir“ segir: „Í svimandi hæð stíg ég / út á hárfínan þráð / sem liggur inn í andardrátt þinn ...“ Í „Líkindum“ er ljóðmælandinn kominn á stað þar sem sá sem saknað er stóð áður „en þú misstir takið // Misstir mig“. Og í „Síðustu myndinni“ er maðurinn sagður birt- ast brosandi, ákveðinn, staðfastur, í ferð sem hann ætlaði sér að fara. Í upphafi lokahlutans er regn- dropum sem falla á götu fallega líkt við „örfilmur / splundast í götunni / Framkallast / ein og ein“. Sem leiðir að ljóði sem hefur dagsetningu að heiti, „5. ágúst 1987“, sem er sagður dánardagur og það tengist tileinkun bókarinnar, Til G.P., en Guðmundur Pálsson leikari, faðir skáldsins, lést þann dag á Spáni. „Ekki lifa öll blóm af ferðalög / Sum kjósa að vera um kyrrt / í saltblautum, sól- gylltum borgum“ segir í tregafullu en fögru ljóðinu, og þar blómstra þau „í iðrum augnstunginna húsa- rústa / í einrúmi / og anda / og anda / og anda.“ Og lesanda er sagt að ef hann leggi við hlustir þar undir brú, geti hann heyrt í þeim: „Andardrátt blómanna / sem kusu að vera eftir / þegar hin fóru heim“. Í lokaljóði bókarinnar, „Segði já“, er fagurlega ort um flokka milljóna farfugla og sagt að með þeim fari aðrir ósýnilegir. Okkur er sagt að líta upp til fuglanna en með þeim sé „ósýnilegur aragrúi / allra þeirra sem við höfum misst“. Það eru „Farsálir / komnar heim.“ Skepna í eigin skinni Hrafnhildar Hagalín er áhrifarík og afar vel mótuð frumraun nýliða á vettvangi ljóðanna en svo sannarlega mjög reynds höfundar, eins og vel má sjá af verkinu. Ljóðin eru bæði lærð og öguð, notkun myndmáls markviss og iðulega hrífandi. Ljóðin eru mett- uð af þungum undirliggjandi trega en jafnframt er sem ljóðmælandinn skrifi sig gegnum verkið í fallega sátt við líf, fortíð og dauða. Út á hárfínan þráð Morgunblaðið/Eggert Hrafnhildur Hagalín Rýnir segir fyrstu ljóðabók hennar mjög áhrifaríka. BÆKUR EINAR FALUR INGÓLFSSON Ljóð Skepna í eigin skinni Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Mál & menning, 2022. Kilja, 63 bls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.