Morgunblaðið - 19.11.2022, Qupperneq 56
Í lausasölu 1.410 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 323. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Kammersveit Breiðholts leikur
verk eftir Vivaldi klukkan 15.15
Kammersveit Breiðholts heldur tónleika á vegum 15:15
tónleikasyrpunnar í dag í Breiðholtskirkju og hefjast
þeir kl. 15.15, eins og nafn syrpunnar ber með sér.
Tónleikarnir bera yfirskriftina Meistarinn frá Feneyjum.
Flutt verða verk eftir Antonio Vivaldi. Söngkonurnar
Júlía Traustadóttir Kondrup og Bergþóra Ægisdóttir
koma fram með kammersveitinni og verða tónleikarnir
um klukkustund að lengd. Leikið verður á upprunaleg
hljóðfæri.
ÍÞRÓTTIR
Þórir stýrir Noregi í úrslitaleiknum
Noregur og Danmörk mætast í Norðurlandaslag í úr-
slitum Evrópumóts kvenna í handbolta á morgun, eftir
sigra í undanúrslitum í Ljubljana í gær. Noregur vann
28:20-sigur á Frakklandi og leikur því í úrslitum annað
mótið í röð og í þrettánda sinn alls. Danmörk vann
27:23-sigur á Svartfjallalandi í fyrri undanúrslitaleikn-
um. Danmörk, sem hefur í þrígang orðið Evrópumeist-
ari, lék síðast til úrslita í Ungverjalandi 2004. » 48
Nýjasta ljóðabók Ragnheiðar
Lárusdóttur, Kona / Spendýr, sem
Bjartur gefur út, er um konur í
ýmsum hlutverkum og byggist að
hluta til á reynslu höfundar. Hún
tengist kvenréttindamálum og jafn-
réttisbaráttu, metoo og móðurhlut-
verkinu, og ánægjunni sem fylgir
því að vera kona.
„Sem lítil stelpa fann ég fyrir
því að ég hafði ekki sömu réttindi
og strákar og
mér voru ætluð
önnur hlutverk,“
segir Ragn-
heiður. „Eftir
því sem leið
á ævina jókst
þetta. Þegar ég
gekk með börn,
eignaðist þau
og var með þau
á brjósti varð spendýrshlutverkið
yfirþyrmandi. Ég var eins og hver
annar bústofn í raun og veru.“ Hún
bendir á að móðurhlutverkið hafi
ekki fengið næga athygli. Það sé
gjarnan málað rósrauðum bjarma
og það sé vissulega dásamlegt og
skemmtilegt, en vinnan sé erfið og
íþyngjandi og lengst af hafi konur
sinnt henni einar og óstuddar.
Þriðja bókin
Fyrsta bók Ragnheiðar, 1900 og
eitthvað, kom út haustið 2020 og
við það tækifæri sagði hún að bókin
væri ævisaga sín í stuttu máli. Gler-
flísakliður kom út í fyrra. Þá miðlaði
hún af reynslu sinni í sambandi við
skilnaðarsorg og þeirri sorg sem
fylgir því að horfa á móður sína
fá elliglöp eða Alzheimer og loks
deyja. Nú er það konan í ýmsum
myndum. „Ljóðin eru ekki öll um
mig heldur ort út frá reynsluheimi
mínum og annarra,“ upplýsir hún.
Bókin skiptist í fimm kafla. Fyrsti
kaflinn nefnist Kona og þar eru flest
ljóðin. Síðan koma Spendýr, Úr dag-
bók húsmóður, Hversdagur hennar,
og lokakaflinn, Og svo, er framtíðar-
sýn. „Þetta er ekki félagsfræðileg
úttekt á viðkomandi málum heldur
er reynsla mín í forgrunni í flestu.“
Ragnheiður er íslenskukennari
í Menntaskólanum í Kópavogi og
hefur verið kennari í nær aldar-
fjórðung. Hún byrjaði að yrkja sex
ára gömul og segist hafa lesið og
skrifað mikið alla tíð. „Ég fæ hug-
myndir hér og þar, jafnt í kennslu
sem í göngutúr.“ Hún hafi almennt
ekki mikinn tíma til að sitja lengi
við skriftir, en hugmyndirnar komi
gjarnan skyndilega. „Mér finnst
eins og þær glamri í höfðinu á mér
þangað til ég skrifa þær niður.
Stundum hef ég verið með þær
allan daginn og þá getur ljóðið verið
nánast tilbúið þegar ég sest niður
til að skrifa.“ Hún leggur samt
áherslu á að yfirleitt taki lagfær-
ingar langan tíma. „Stundum laga
ég ljóðið svo mikið að ég er búin að
steingelda það og verð að fara til
baka til þess að gæða það lífi á ný.“
Ljóðin eru öll mikilvæg, að sögn
Ragnheiðar. Hún nefnir sem dæmi
ljóðið „Auga“ sem fjallar um hina
heilögu þrenningu, föður, son og
heilagan anda. Sem barn hafi
hún reglulega verið í messu hjá
föður sínum, dvalið í sumarbúðum
þjóðkirkjunnar og hugsað mikið um
þetta. „Hvar á ég að vera, hugsaði
ég með mér, hvernig kemst ég inn í
þetta? Við mamma erum ekki með
í þessu karladæmi.“ Eins segir hún
mikilvægt að benda á að á uppvaxt-
arárum sínum hafi þótt sjálfsagt
að karlar klipu í konur, jafnvel
líkamsparta sem konum var annt
um, og ekkert átti að segja við því.
„Margar jafnöldrur mínar lentu í
slæmum málum vegna þessa. Þær
voru réttlausar og enginn hlustaði
á þær.“
lÞriðja ljóðabókRagnheiðar Lárusdóttur kominút
Hugmyndirnar
glamra í höfðinu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Skáld Ragnheiður Lárusdóttir hefur gefið út þrjár ljóðabækur.