Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022
FRÉTTIR VIKUNNAR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það var mikil stemning á Alþýðusambandsþinginu í vikunni, bara ekki mjög góð. Hún batnaði ekki einu sinni eftir að
verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir ogVilhjálmur Birgisson fóru af þingi með sitt fólk.
Fram og aftur
þjáðir menn
Fólki á höfuðborgarsvæðinu
hefur fjölgað um tæp fimm
þúsund á árinu en það er þó
undir landsmeðaltali. Fjölgunina má
að miklu leyti rekja til innflytjenda
og hælisleitenda.
Útlendingamálin voru mjög til
umfjöllunar í vikunni, en stjórn-
málamenn skiptust á að segja að
stjórnvöld hefðu misst alla stjórn
á flóttamannamálum og að allt
væri það í stakasta lagi, því fleiri því
betra.
Æfingar sprengjusérfræðinga frá
14 ríkjum Atlantshafsbandalagsins
gengu að óskum, en þar voru æfð
viðbrögð við hryðjuverkum.
Skátahreyfingin biðlar til stjórn-
valda um hækkun skilagjalds á
dósum og flöskum, sem er ein helsta
tekjulind hennar.
Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari
Eflingar, kynnti framboð til for-
seta Alþýðusambandsins (ASÍ) í
aðdraganda Alþýðusambandsþings
sem hófst á mánudag.
Langanesbyggð fékk nafnið
Langanesbyggð eftir að sveitar-
stjórninni tókst að boða til löglegs
fundar um það brýna hagsmunamál.
Vonskuveður með gríðarlegri
rigningu gekk yfir landið og hættu-
ástandi víða lýst yfir. Eitthvað var
um tjón af þess völdum. Einnig var
talsvert um rafmagnstruflanir og
ýmsum vegum var lokað.
Tveir voru hnepptir í varðhald,
grunaðir um að vera viðriðnir
morð á konu sem fannst látin í bíl í
Laugardal.
Dómsmálaráðherra sagði nokkuð
hafa borið á því að hælisleitendur
flögguðu vegabréfum frá Venesúela,
þó þeir væru í raun frá öðrum lönd-
um. Hann sagði aðstöðu hælisleit-
enda óásættanlega og að breyta yrði
útlendingalögum.
Erlend eiginkona íslensks ríkis-
borgara fékk ekki vegabréfsáritun
hingað til lands, þar sem hún er frá
tilteknu héraði í Kína, en fólk þaðan
mun vera öðrum líklegra til þess að
virða ekki tímamörk heimsókna.
Icelandair ákvað að hafa íslensku í
fyrirrúmi í fyrirlestrum flugfreyja yfir
farþegum. Ekki var greint frá því að
nafnið Flugleiðir yrði aftur tekið upp.
Sigvaldi Jóhannesson, Silli kokkur,
varð í 2. sæti í Evrópumeistara-
keppni um besta götubitann, sem
fram fór í München í Bæjaralandi.
Breiðablik varð Íslandsmeistari
í fótbolta karla, þegar Stjarnan í
Garðabæ sigraði Víking úr Reykja-
vík, sem þá gat ekki lengur veitt
Blikum keppni um efsta sætið.
45. þing Alþýðusambands Íslands
(ASÍ) var sett, en þar var fyrir dyr-
um valdataka órólegu deildarinnar,
þar sem Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, sóttist eftir for-
setastól, en bandamenn hans, þau
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson,
formaður Starfsgreinasambandsins,
sóttust eftir varaforsetaembættum
ASÍ. Þau sögðu að allar deilur innan
ASÍ yrðu látnar falla niður eftir að
þau næðu völdum.
Jón Gunnarsson dómsmálaráð-
herra mælti á Alþingi fyrir breyting-
um á lögum um landamæri,
sem eru til aðlögunar að reglum
Schengen-svæðisins.
Gæsluvarðhald var framlengt yfir
tveimur mönnum sem grunaðir eru
um skipulagningu hryðjuverka.
Fram kom að þeir hefðu rætt sín á
milli um að hafa sósíalistaforingj-
ana Sólveigu Önnu Jónsdóttur
og Gunnar Smára Egilsson að
skotspæni.
Erilsamt var í nýrri fjöldahjálpar-
stöð fyrir hælisleitendur í Borgar-
túni, en 84 gistu þar um liðna helgi.
Enn dró úr atvinnuleysi, en í sept-
ember mældist það 2,8% á landinu.
Landslið Íslands í fótbolta
kvenna tapaði fyrir Portúgal 4:1 í
framlengdum leik og komst því ekki í
heimsmeistarakeppnina eins og von
var um.
Til tíðinda dró á Alþýðsam-
bandsþingi, þar sem gríðarlegir
flokkadrættir voru með og á móti
yfirvofandi valdatöku herskárrar
þrenningar Ragnars Þórs Ingólfs-
sonar, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og
Vilhjálms Birgissonar. Gekk á með
hótunum og svikabrigslum á báða
bóga.
Fór svo að þau þrjú drógu öll
forystuframboð sín til baka og
strunsuðu út af Alþýðusambands-
þingi ásamt velflestum fulltrúum
félaga sinna. Það vakti nokkra furðu,
þar sem flestir höfðu gengið út frá
því að þau hefðu meirihluta þing-
fulltrúa á sínu bandi. Margir drógu
þó í efa að allir myndu þeir kjósa
Sólveigu Önnu, sem legið er á hálsi
fyrir fjöldauppsagnir á skrifstofu
Eflingar.
Ragnar Þór skýrði ákvörðun sína
með því að hann hefði sætt svo
mikilli illmælgi og jafnvel hótun-
um, að hann hefði ekki viljað taka
þátt í þeim leik lengur. Sakaði hann
andstæðinga þrenningarinnar um
óvægna og rætna umræðu, sem
sumum fannst koma úr hörðustu
átt.
Eftir útgönguna kom fram að
forystumennirnir þrír hugleiddu
úrsögn félaga sinna úr ASÍ, en fyrir
þingið hafði einnig verið látið í slíkt
skína ef þau næðu ekki kjöri. Innan
VR komu þó fram gagnrýnisraddir
um að það gæti ekki verið grundvöll-
ur úrsagnar félagsins að formaður-
inn hefði hætt við forsetaframboð.
Útlit er fyrir að 2023 geti orðið
metár í ferðaþjónustu, en vænst er
um tveggja milljóna ferðamanna og
um 600 milljarða króna tekna, að
mati Íslandsbanka.
Mikið álag hefur verið hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum vegna
flóttamannamála og fíkniefnamála.
Þar sitja nú 19 í gæsluvarðhaldi, 18
vegna tilrauna til þess að flytja inn
dóp. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri
fullyrðir að margir hælisleitendur
komi „fyrir milligöngu annarra“.
Ríkisstjórn hefur samþykkt að-
gerðir sem miða að því að auðvelda
erlendum sérfræðingum utan
EES-svæðisins að fá landvist og
atvinnuleyfi hér á landi, en örð-
ugleikar við það hafa staðið vexti
í atvinnulífi fyrir þrifum, einkum í
hugverkaiðnaði og hjá sprotafyrir-
tækjum.
Mjólkurbændur vilja auka kvóta
sinn um 2,5 milljónir lítra, enda
hefur hlutfall mjólkursvelgja í hópi
erlendra ferðamanna vaxið hröðum
skrefum að undanförnu.
Á Selfossi voru kynnt áform um
seinni áfanga nýs miðbæjar, en hann
verður fjórum sinnum stærri en
sá fyrri. Þar verða áfram endur-
reist hús að fyrirmynd gamalla,
sögufrægra húsa hvaðanæva af
landinu.
Ríkisfyrirtækið Isavia fór í hart
gegn fjármálaráðherra og lagðist
gegn fjárlögum, bæði fyrirhugaðri
álagningu varaflugvallagjalds og
hækkun áfengis- og tóbaksgjalds í
fríhöfnum.
Upplausn ríkti á Alþýðusambands-
þingi eftir útgöngu fulltrúa úr VR,
Eflingu og Starfsgreinasambandinu
og stuðið í hátíðarkvöldverðinum
minna en vænst var. Á miðvikudag
var ákveðið að fresta þinginu frekar
en að kjósa forystu og slíta því, í von
um að koma í veg fyrir klofning.
Dómsmálaráðherra sagði að
Schengen-aðild Íslands gæti verið í
hættu ef Ísland uppfyllti ekki reglur
þess varðandi brottvísun og úrræði
á landamærum.
Ríkislögreglustjóri segir að efla
þurfi baráttu við skipulagða glæpa-
starfsemi. Íslandi stafi ógn af henni,
en rökstuddur grunur er um að þar
séu erlendir glæpahringir að færa
sig upp á skaftið.
Jólin koma fyrr í ár en síðast, en
jólabjór kemur í verslanir ÁTVR
hinn 3. nóvember.
Lögregla telur að skemmtana-
menning í Reykjavík hafi batnað
eftir pláguna. Fólk fari fyrr út og
fyrr heim.
Þórður B. Sigurðsson, fv. forstjóri
Reiknistofu bankanna, lést 93 ára
gamall.
Aðeins tveir af þeim 12, sem Alþingi
veitti ríkisborgararétt í sumar,
uppfylltu búsetuskilyrði, Tveir höfðu
fengið synjun hjá Útlendingastofnun,
einn hafði ekki sannað á sér deili en
einn var með dóm og á leið í fangelsi.
Sigurður Ingi Jóhannsson innvið-
aráðherra viðhélt þeim þjóðlega sið
framsóknarmanna að koma færandi
hendi til heimsókna, en hann kom
á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
og viðraði hugmynd um að sveitar-
félög fengju 5-6 milljarða króna af
tekjuskatti til að draga úr halla við
þjónustu við fatlaða,
Og munar um minna, sveitarfé-
lög vantar 20 milljarða til að vera
sjálfbær.
Andrés
Magnússon
andres@mbl.is
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra
húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr.
577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:
• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og
mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa
menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og
mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær.
• sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í
samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016
um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í
byggð.
Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna
byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs
ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna
á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2022. Umsóknir sem berast
eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af
hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit
um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og
varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir
Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf
um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á
www.husverndarstofa.is).
Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði
fyrir árið 2023