Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 29
2916.10.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR
Erna aftur á samfélagmiðlum
AFP/Ethan Miller
Sully Erna í essinu sínu á tónleikum.
HISSA Sully Erna, forsprakki
bandarísku rokksveitarinnar
Godsmack, skaut óvænt upp
kollinum á samfélagsmiðlum á
dögunum eftir um átján mánaða
fjarveru. Hann gaf þá skýringu á
þessari hlédrægni sinni að hann
hefði verið búinn að fá nóg af
bullinu þar inni. Allir og amma
þeirra væru orðin hápólitísk og
allt fræga fólkið sérfræðingar í
sóttvörnum, á einn veg eða annan.
Sjálfur sé hann skemmtikraftur.
BÓKSALA 5.-11. OKTÓBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Jól í Litlu bókabúðinni
Jenny Colgan
2 Staðurinn
Annie Ernaux
3 Kaldamýri
Liza Marklund
4 Gátan
Camilla Läckberg/Henrik Fexeus
5 Kollhnís
Arndís Þórarinsdóttir
6 Eitt satt orð
Snæbjörn Arngrímsson
7 Neðanjarðarjárnbrautin
ColsonWhitehead
8
Það síðasta sem hann
sagði mér
Laura Dave
9 Kyrkjari
Kim Faber/Janni Pedersen
10 Varnarlaus
Kim Faber/Janni Pedersen
1 Kollhnís
Arndís Þórarinsdóttir
2 Öll í hóp á einum sóp
Julia Donaldsson/Axel Scheffler
3 Skólaslit
Ævar Þór Benediktsson
4 Víst getur Lotta næstum allt
Astrid Lindgren
5
Bekkurinn minn 5
– varúlfurinn
Yrsa Þöll Gylfadóttir/IðunnArna
6 Gaddavír og gotterí
Lilja Magnúsdóttir
7 Húsið hennar ömmu
Meeritxell Martí/Xavier Salomó
8 Ljónið vill leika
Huginn Þór Grétarsson
9
Óvinir mínir – bakteríur
og veirur
Huginn Þór Grétarsson
10 Elísabet II drottning
Maria Isabel SánchezVegara
Allar bækur
Barnabækur
AFP/Amy Sussman
Sosie Bacon á rauða
dreglinum á frum-
sýningu Smile.
en móðir hennar lék hana full-
orðna. Þá var bróðir Sosie, Travis
Bacon, í litlu hlutverki í myndinni.
Skemmtilegt svona fjölskyldugigg.
Þar með átti þeim ferli stúlkunnar
að vera lokið. „Sosie var sultuslök,”
sagði faðir hennar. „Losaði þetta
eiginlega bara út úr kerfinu. Sagði:
Ó, þetta var gaman, nú fer ég aftur
í skólann.”
Fór á annan veg
Það fór á annan veg. James Duff,
höfundur sjónvarpsmyndaflokksins
The Closer, sem Sedgwick var í
brennidepli í, suðaði árum saman í
móðurinni að fá að skrifa lítið hlut-
verk fyrir stúlkuna og á endanum
lét hún undan. Þar birtist Sosie í
fjórum þáttum árið 2009.
Duff sagði á sínum tíma að
Baconhjónin hefðu verið snúin í
samningum og honum hefði liðið
eins og hann hefði verið að gangast
undir sáttagjörð en ekki komast
að samkomulagi við þau. Sedwick
upplifði þetta með öðrum hætti;
kvaðst hafa lofað Duff að bera beiðni
hans undir bónda sinn en áður en
að því kom hefði Duff verið búinn að
nálgast Sosie og gefa henni grænt
ljós, þannig að ekki hafi orðið aftur
snúið.
Samkvæmt því er ábyrgð James
Duffs mikil.
Sjálf segir Sosie í nýlegu við-
tali við tímaritið Bazaar að foreldrar
hennar hafi hvorki hvatt sig né latt
í þessum efnum í æsku enda hafi
þau séð allt í þessum bransa, bæði
það jákvæða og neikvæða. En þegar
ákvörðunin lá fyrir hafi þau staðið
þétt við bakið á henni. „Þau sögðu
ekki ó, neeeiii,“ segir hún í viðtalinu.
Þar kemur einnig fram að hún sé
dreymin að upplagi og láti sig gjarn-
an berast með vindinum.
Eftir þetta lagði Sosie stund á
nám við Brown-háskóla og hjá
söngleikfélaginu CAP21. Tvítug tók
hún þátt í off-Broadway söngleikn-
um Fiction in Photographs eftir Dan
Mills og Randy Redd og það var þá
sem hún hugsaði með sér: „Þetta er
það sem ég vil gera.“ Hún pakkaði
því niður í tösku og hélt sem leið lá
til Los Angeles og byrjaði að vinna
og mæta í prufur. „Ég hef meira
yndi af því að vinna en vera í skóla,
skilurðu?“ segir hún við Bazaar.
Næst skaut Sosie upp kollinum í
gamanmyndinni Wishin' and Hopin',
þar sem hún lék meðal annars á
móti Chevy Chase, Molly Ringwald
og Meat sáluga Loaf. Annabella
Sciorra var þarna líka. Hvað varð
eiginlega um hana?
Mest hafa þetta verið smærri
hlutverk og 2018 fékk Sosie að
spreyta sig á raunverulegri persónu,
hinni alræmdu Patriciu Krenwinkel,
í kvikmyndinni Charlie Says sem
fjallar um Manson-fjölskylduna en
þar hittum við stúlkurnar sem egnt
var til voðaverka eftir að þær eru
komnar bak við lás og slá.
Sama ár lék Sosie burðarrullu í
myndaflokknum Here and Now og í
fyrra kom hún fram í Mare of East-
town, vinsælum dramaþáttum þar
sem Kate Winslet var í forgrunni.
Árið 2022 virðist ætla að marka
þáttaskil á ferli Sosie en auk Smile,
sem hún hefur fengið ljómandi fína
dóma fyrir, er hún í stóru hlutverki
í sjónvarpsþáttunum As We See It
á Amazon Prime. Þeir þykja fjalla
á mannlegan og skemmtilegan hátt
um fólk á rófinu og hafa fallið í frjóa
jörð hjá leikum sem lærðum.
Fjölskyldan syngjandi
Svo virðist sem Sosie sé náin for-
eldrum sínum en þríeykið hefur ver-
ið duglegt við að troða upp á sam-
félagsmiðlum undanfarið og syngja
lög eftir hina og þessa. Nú síðast var
það Bob Dylan-slagarinn Make You
Feel My Love, þar sem Sosie söng
og Kevin lék með á gítar. Þá slóst
Kyra í hópinn er á leið. „Mamma
litla að radda í restina,” skrifaði
Sosie. „Við æfðum okkur ekkert,
þannig að sýnið mildi.”
Þá biðst hún velvirðingar á
geitaskortinum. Við eftirgrennslan
kom í ljós að foreldrar hennar eru
geitabændur og sungu þau víst
hástöfum fyrir stofninn í annarri
uppákomu á samfélagsmiðlum í
sumar. Þá var það I Bet You Think
About Me með Taylor Swift og
Chris Stapleton. „Gætu skepnur
sungið myndu þær ábyggilega taka
undir hér," sagði Sosie.
Geiturnar létu sér gjörninginn
í léttu rúmi liggja en fylgjendur
fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum
héldu ekki vatni af hrifningu.
Ég var rétt í þessu að ljúka við
bandaríska metsölubók eftir
Laura Dave, Það síðasta sem
hann sagði mér.Mæli með henni,
góður söguþráður
og ekki of fyrirsjá-
anleg.
Ég les mikið og
vel lestur fram
yfir sjónvarps-
áhorf – lestur er
mín besta slökun.
Er oft með tvær
í takinu og þá gjarnan aðra á
pappírsformi og hina í lesbrettinu.
Ég gleypi í mig norræna krimma
og það líður aldrei langur tími
milli slíkra bóka.Meðal nýlesinna
bóka í þeim flokki
eruAð leikslokum
eftir Mohlin &
Nyström, Ég veit
hvar þú átt heima
eftir Unni Lindell
og Líkblómið eft-
ir Anne Mette
Hancock.Allt góðar glæpasögur,
fínar afþreyingarbókmenntir.
Eitt af því sem heillar mig við
lestur er ferðalagið um heiminn
sem sögurnar færa manni og inn-
sýn í staðhætti
og daglegt líf í
öðrum löndum.
Einmitt í þeim
tilgangi sótti
ég mér glæpa-
söguna Svarti
engillinn eftir
NinaVon Staf-
feldt en hún er danskur höfundur
sem skrifar sögur sem gerast á
Grænlandi. Fín viðbót í norrænu
krimmaseríurnar.
Og svo er ég að ljúka við bókina
Hilma eftir Óskar Guðmundsson.
Ég fékk Dansarann eftir Óskar
í jólagjöf í fyrra en hafði þá ekki
lesið bækur hans.Hilma fannst
mér góð og nú er á náttborðinu
Blóðengill sem er önnur bókin
um lögreglukonuna Hilmu og ég
hlakka til að lesa
hana.
En það er ekki
hægt að lesa
bara glæpasög-
ur! Nýverið las
ég Miðnætur-
bókasafnið eft-
ir Matt Haig.
Áhugaverð saga sem vekur mann
til umhugsunar um hvernig litlir
og einstakir atburðir geta haft
mikil og varanleg áhrif á lífið.
Og svo mæli ég
eindregið með
Barnalestinni eftir
ítalska höfundinn
ViolaArdone. Bók
sem kom ánægju-
lega á óvart því ég
hélt að þetta væri
hörmungasaga með átakanlegum
lýsingum á grimmd og stríðs-
glæpum – en hún reyndist annað,
mjög vel skrifuð og áleitin saga.
Ég hef lengi dregist að bókum
sem gerast í Mið-Austurlöndum,
einmitt vegna þess hve áhug-
vert er að lesa um annars konar
menningarheima og aðstæður.
Lýsingar á náttúru, landslagi,
heimilum,mat, lykt og daglegu lífi
fólks heilla mig. En enga slíka hef
ég lesið síðustu mánuði og verð
að fara að bæta úr því.
ELÍSA RÁN INGVARSDÓTTIR ERAÐ LESA
Lestur er ferðalag
um heiminn
Elísa Rán
Ingvarsdóttir er
hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í
Dalbæ á Dalvík.
Til í mörgum stærðum
og gerðum
Nuddpottar
- 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
nhöfða 11