Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 15
1516.10.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR
sem störfuðu í myndinni. Það var ljúft og við hæfi
að Sumarljós byrjaði sína vegferð á Þingeyri,“
segir hann.
„Þarna varð líka til ástarsamband, en sonur
okkar Uggi, sem vann í leikmyndadeildinni,
kynntist þar Thelmu sinni og þau eru trúlofuð í
dag. Öll börnin mín komu reyndar að myndinni á
einn eða annan hátt. Alexander, elsti sonur minn,
var í tökudeildinni en hann er lærður kvikmynda-
tökumaður frá sama kvikmyndaskóla og ég.
Rökkvi var hlaupaköttur á setti og Snæfríður var
í hópsenum,“ segir Elfar.
„Svo á Jón Kalman auðvitað stórleik sem Ant-
on leigubílstjóri. Það er reyndar handsalað okkar
á milli að hann muni leika leigubílstjóra í öllum
mínum framtíðarverkefnum!“
Í myndinni er sögumaður og hljómar dulúðleg
rödd Vigdísar Grímsdóttur skálds yfir og gefur
myndinni ljóðrænan blæ.
„Vigdís ljær prósa Jóns Kalmans sína vitru
rödd. Ef sú lýrík svífur ekki yfir vötnum þá tapast
hjartað í verkinu. Ef alsjándi rödd er einhvers
staðar til, þá er það auðvitað rödd Vigdísar
Gríms. Hennar karakter og hljómur gefa sögunni
mikla vigt.“
Sögulegur hjartsláttur sem slær
Ef horft er yfir ferilinn þá eru myndirnar þínar
frekar lágstemmdar. Er það þema hjá þér?
„Það er ekki vísvitandi gert. Ég kann bara að
vinna á minn hátt. Mér finnst óþarfi að mata allt
ofan í áhorfendur. Ég vil treysta þeim til að skynja
og greina það sem þú leggur fram á eigin hátt,“
segir hann.
„Mestu máli skiptir að myndirnar mínar
séu mannlegar. Ef það er tregi, þá þarf að vera
húmor á móti til að fólk nái andanum, einhvers-
konar sögulegur hjartsláttur sem slær í gegnum
verkið.“
Blaðamaður nefnir að hann virðist hafa áhuga
á mat en í myndum hans eru gjarnan miklar
matarveislur.
„Já, það er alltaf matur út um allt hjá mér!
Þetta er fjölskyldusport. Við höfum mjög gaman
af því að elda saman með krökkunum. Það eru
okkar gæðastundir, engir símar, engin truflun og
allir tala í belg og biðu.“
Er þessi mynd persónuleg fyrir þig sjálfan?
„Já, hún er það. Sumarljós er óður til þorpsins.
En öll mín verk eru persónuleg, það er drifkraft-
urinn sem knýr mann áfram,“ segir Elfar og
segist vera bæði spenntur og berskjaldaður nú
þegar myndin er komin á skjáinn.
„Nú hættir myndin að vera okkar og verður
áhorfandans. Við erum komin á áfangastað og
það er góð tilfinning. Við göngum stolt frá dags-
verkinu,“ segir Elfar og segist hlakka til næstu
verkefna.
„Ég er langt kominn með næsta handrit en það
er ekki tímabært að ræða það, það á margt eftir
að koma heim og saman þannig að það verði að
veruleika. Ég skellti mér í MA-nám í kvikmynda-
skrifum í Goldsmiths í London og verð í því í vet-
ur, að skrifa og kafa dýpra ofan í fræðin. Þannig
að ég er sestur aftur á skólabekk, rúmlega hálfrar
aldar gamall. Það þarf einhver að vera aldursfor-
setinn í bekknum,“ segir hann og brosir.
Er einhver töfraformúla að baki góðu kvikmynda-
handriti?
„Að treysta á eigið innsæi, að trúa á að þær
sögur sem maður brennur fyrir eigi erindi, og
halda áfram þrátt fyrir að maður lendi í mótbyr.
Svo er mikilvægt að eiga góða að sem lesa yfir á
uppbyggilega gagnrýninn hátt.“
Hver er þín næsta mynd?
„Það er mannleg saga úr nútímanum. Líklegast
verður eitthvað ummat.“ segir hann sposkur á
svip.
Morgunblaðið/Ásdís
,Jón Kalman er einn fremsti
prósahöfundur heims og
eins og hans sögur allar þá
talaði hún beint inn í hjartað
á mér og rótaði þar til. Mér
fannst ég þekkja þennan líf-
heim og persónugalleríiið,
auk þess sem ég speglaði mig
sterkt í einum karakternum.
ANNA MARÍA PITT
Alltaf hægt að taka upp aftur
Anna María Pitt leikur hlutverk Sólrún-
ar sýslumannsfrúar í myndinni.
„Elfar bað mig um að koma í prufu,
en ég var auðvitað búin að lifa með
verkinu lengi og þekkti karakterana
vel,“ segir skartgripahönnuðurinn og
áhugaleikkonan Anna María, eiginkona
Elfars.
„Ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins
sem barn og var því með annan fótinn
í leikhúsinu. Þar fékk ég tækifæri til að
taka þátt í leiksýningum og óperum.
Eftir það hef ég ekki leikið mikið, nema
í Herranótt í MR og svo lék ég smáhlut-
verk í stuttmyndunum hans Elfars sem
var mjög gaman,“ segir Anna María og
segist hafa gælt við þá hugmynd í æsku
að leggja fyrir sig leiklist.
„En svo fór ég að gera aðra hluti. Ég er
skartgripahönnuður og silfursmiður og
hanna undir mínu nafni og sel á vinnu-
stofunni minni á Klapparstíg,“ segir
hún og segist hafa farið í háskólanám í
skartgripasmíðinni þegar yngsta barnið
var komið í skóla.
Hvernig var að leika í Sumarljósi?
„Það var virkilega gaman og ég var á
settinu allan tímann. Það var yndislegt
að vera á Þingeyri í Covid og fólkið tók
svo vel á móti okkur. Það myndaðist svo
náin og skemmtileg stemning hjá öllum
og ekki skemmdi fyrir að börnin okkar
voru öll þarna á tímabili,“ segir hún og
segir það hafa gengið vel að láta eigin-
manninn leikstýra sér.
„Ég treysti honum. Ég fékk líka mikinn
stuðning frá Þorsteini Bachmann. Svo er
það góða við kvikmyndir að það er alltaf
hægt að taka upp aftur. Það hjálpar,“
segir Anna María og segist hafa undirbú-
ið sig fyrir hlutverkið með því að skapa
eigin heim utan um Sólrúnu. Einnig
þurfti hún að synda í köldum sjónum í
myndinni, nokkuð sem hún hafði ekki
áður gert.
„Ég var mikil kuldaskræfa en bara
dreif mig af stað, byrjaði að fara í kalda
pottinn í sundlaugunum og þaðan í
sjósund í Nauthólsvíkinni. Ég hef alltaf
elskað að fara í sjóinn erlendis en ekki
í svona kaldan sjó. Ég varð bara að láta
mig hafa það,” segir hún og hlær.
„Það er auðvitað ákveðin opinberun
að standa fyrir framan kameruna og ég
þurfti að stíga langt út fyrir þæginda-
ramman. En tíminn með Sólrúnu var
skemmtilegt og gefandi ferðalag."
Anna María, eiginkona
Elfars, lék í Sumarljós
og svo kemur nóttin og
segist hafa þurft að fara
út fyrir þægindarammann.