Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 8
8
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022
Morgunblaðið/Ásdís
„Það er örugglega reimt! Það eru alls
konar draugasögur sem ganga um
húsið, ekki síst um líkhúsið,” segir
Svava Kristín um Farsóttahúsið.
Merkileg og marglaga saga
Sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir sendi nýlega frá sér bókina Farsótt. Þar er rakin hundrað ára
saga Farsóttahússins en húsið geymir sögur af reykvísku samfélagi, sjúkdómum og skemmtilegu fólki.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
R
egnið bylur á rúðum kaffihúsins
þar sem rithöfundurinn og sagn-
fræðingurinn Kristín Svava Tóm-
asdóttir hefur komið sér fyrir úti
í horni. Blaðamaður er mættur
niðurrigndur til að ræða nýjustu bók Kristínar,
Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25, en í
henni er rakin saga hins merka húss sem lengi
hýsti Farsóttahús Reykjavíkur.
Sagan og ljóð í bland
Áður hefur Kristín skrifað bók um sögu
kláms á Íslandi og fjórar ljóðabækur. Auk þess
er hún einn samhöfunda hins mikla verks
Konur sem kjósa sem hlaut Fjöruverðlaunin
sem fræðibók ársins árið 2020.
Kristín segist vinna jöfnum höndum að
fræðibókum og ljóðum sínum og stundum
segir hún þessi tvö form skarast.
„Í þessari bók var ég spennt fyrir því að
vinna með textann og búa til margar litlar sög-
ur. Í Farsótt er meira um persónulegar sögur
en ég hef áður gert í sagnfræðiskrifum. Síð-
asta ljóðabók sem ég skrifaði, Hetjusögur, var
svo unnin upp úr heimildum um ljósmæður og
þannig getur sagan og hið ljóðræna skarast.“
Kristín fékk hugmynd að Farsótt þegar hún
var í sagnfræðinámi og var að skrifa ritgerð
um konu á millistríðsárunum sem hafði verið
lögð þar inn.
„Ég vissi ekkert um húsið og fór að lesa mér
til og taka eftir þessu húsi á horninu á Spít-
alastíg og Þingholtsstræti. Ég fór þá að skoða
sögu hússins og fannst hún ótrúlega merkileg
og marglaga. Nokkrum árum síðar var ég að
leita mér að verkefni og þá datt mér í hug að
sækja um styrk til að skrifa sögu þessa húss,“
segir Kristín og segist hafa fengið styrkinn og
hafist handa.
„Það var miserfitt að finna heimildir, eftir
tímabilum. Bókin er í fjórum hlutum. Fyrsti
hlutinn er frá 1884 til aldamóta, þegar fyrsta
sjúkrahús Reykvíkinga var starfrækt í húsinu.
Næsti kafli nær til ársins 1920 en þá var húsið
íbúðarhús og notað undir lækna- og ljósmóður-
kennslu. Svo var það farsóttahússtímabilið, frá
1920 til um 1970 og svo er síðasti kaflinn um
gistiskýlistímabilið. Bókin nær til ársins 1984
en gistiskýli Reykjavíkur var rekið í húsinu til
ársins 2014. Þá var húsið selt og er það nú í
einkaeigu og stendur autt. Ég myndi gjarnan
vilja sjá eitthvert líf í húsinu, hvað sem um það
verður.“
Eins og leynilögga
Í Farsótt dregur Kristín upp ljóslifandi
myndir af fólki sem dvaldi löngum stundum í
húsinu, annaðhvort sem íbúar, sjúklingar eða
starfsfólk.
„Mig langaði að fara meira í persónu-
sögurnar því það er svo gaman að vinna með
þær og nota til að drífa áfram framvinduna.
Ef maður vill skrifa fyrir víðan lesendahóp, þá
held ég að allir hafi áhuga á fólki. Því lagði ég
mikið í það að eltast við skemmtilegar persón-
ur og segja þeirra sögu. En ég skálda ekkert,
styðst bara við heimildir. Það er oft hægt að
gera meira með heimildirnar en maður heldur
og fara með þær í frumlegar og lifandi áttir.
Ég reyndi að finna vísbendingar um hvers-
dagslífið í húsinu og stemninguna. Ég nota
kannski innkaupalista af sjúkrahúsunum, eða
er vakandi fyrir lýsingum á til dæmis hvernig
lykt var þar inni. Þetta nýti ég til að púsla öllu
saman og búa til sögu,“ segir hún.
„Það sem er svo skemmtilegt við svona
grúsk er að þetta er oft mikill leynilögguleik-
ur.”
Berklar, mislingar og mænusótt
Mikil vinna liggur að baki bókinni, enda nær
hún yfir heila öld.
„Ég var um fjögur ár með hléum að skrifa
bókina, en inni á milli vann ég að öðrum
verkum, eins og að skrifa í Konur sem kjósa,”
segir Kristín.
„Innan hvers hluta bókar dreg ég fram
stærri og smærri persónur. Mér fannst til
dæmis mjög gaman að kafa ofan í sögu Guð-
rúnar Jónsdóttur, spítalaráðskonu á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur. Hún var ótrúlega merkileg
kona sem eignaðist fjögur óskilgetin börn, bjó í
óvígðri sambúð með öðrum barnsföður sínum
og hafnaði hjónabandinu,” segir hún og nefnir
einnig ungan mann sem var þar sjúklingur.
„Hann lést þarna úr sullaveiki um 1890. Ég
fann mjög merkilega sjúkrasögu hans, ritaða
með eigin hendi, sem er sjaldgæft að finna í
þessum heimildum,” segir hún og segir að til
sé töluvert af skjölum frá Sjúkrahúsi Reykja-
víkur á Þjóðskjalasafninu.
„Fyrst var Sjúkrahús Reykjavíkur starfrækt
í húsinu, þá var það bara kallað „spítalinn“.
Eftir að því var lokað var húsið kallað „gamli
spítalinn“ en svo var stofnaður í húsinu far-
sóttaspítali árið 1920 og fékk nafnið Farsótta-
hús Reykjavíkur. Þarna lá fólk með skarlats-
sótt, mislinga, taugaveiki og fleiri sjúkdóma
en svo vantaði
sjúkrahúspláss
og þá var byrjað
að nota það fyrir
berklasjúklinga
meðfram. Þarna
lá líka fólk með
akureyrarveikina
og mænusótt. Spítalinn var svo gerður að
geðsjúkrahúsi en nafnið Farsóttahúsið hélst
til 1968 þegar sjúkrahúsinu var lokað,“ segir
Kristín og segir húsið mest hafa hýst um þrjá-
tíu til fjörutíu sjúklinga í einu.
Ný og kunnugleg merking
Kristín segist hafa komist að mörgu þegar
hún hóf að vinna heimildavinnuna.
„Það var margt sem ég þekkti ekki fyrir og
hafði kannski ekki hugsað út í. Ég byrjaði að
vinna bókina fyrir Covid þannig að það var
tilviljun að ég skyldi vinna hana í þeim far-
aldri. Það var áhugaverð reynsla því ég rakst
á mörg hugtök í heimildum, eins og sóttkví
og einangrun, sem maður vissi hvað þýddi en
öðluðust alveg nýja og kunnuglegri merkingu
þegar við vorum sjálf stödd í faraldri,“ segir
hún og segist hafa í grúski sínu rekist á hjart-
næmar sögur af börnum í einangrun.
„Þau voru ein inni á spítala og fengu ekki að
sjá fjölskyldu sína og það eru sögur af fólki að
vinka upp í glugga til sjúklinga
í einangrun, eins og maður sá
vo gjarnan í fréttum í Covid.
Maður gat speglað nútíðina í
ortíðinni, eða öfugt.“
Örugglega reimt!
Í Farsótt má einnig lesa
um krufningar, en þær
voru stundaðar í líkhúsi
fyrir aftan Farsóttahúsið,
húsi sem nú er búið að rífa.
„Það voru margar áhuga-
verðar og fjölbreyttar sögur
af því,“ segir Kristín og
segir eðli málsins samkvæmt
marga hafa látið lífið í Far-
sóttahúsinu.
Er þá ekki reimt í húsinu?
„Það er örugglega reimt!
Það eru alls konar drauga-
sögur sem ganga um húsið,
ekki síst um líkhúsið,” segir
hún og segist koma inn á
þessar sögur í bókinni.
„Þarna voru starfskonur
sem trúðu á ýmislegt og voru spíritistar. Ég er
með frásagnir sem tengjast þessari andatrú.
En þeim þótti engin ástæða að óttast hina
dauðu,” segir hún.
„Ein eftirminnileg saga er frá Elínborgu
Lárusdóttur rithöfundi, sem leigði um tíma
í húsinu, en hún sér standa í dyragættinni
hjá sér eitt kvöldið stóran og feitan mann í
einkennisbúningi. Hún veit ekkert hver þetta
er og svo er hann bara horfinn. Daginn eftir
er komið með erlendan skipstjóra til krufn-
ingar, sem látist hafði í skipi sínu. Hann hafði
þá „verið kominn á undan“,“ segir Krístin og
brosir.
Við endum samtalið á þessari dulrænu sögu
og höldum svo út í rigninguna.
Það er eyðilegt
um að litast í
gamla Farsótta-
húsinu, en það
stendur nú autt.
Ljósmynd/Guðrún Lára Pétursdóttir
s
f
Hér má sjá
sjúkraskrár Jónas-
ar Jónassens,
sjúkrahúslæknis
Sjúkrahúss Reykja-
víkur. Þar má lesa
um sullaveiki,
meðal annars.
Ljósmynd/Kristín Svava