Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 12
12 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022 Íranski andófsmaðurinn Ruhollah Zam rak í október 2019 nokkuð víðlesna heimasíðu með aðsetur í Frakklandi. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni. Í nýju heimalandi var hann með stöðu flóttamanns og naut öryggis. Rétt rúmu ári síðar hafði hann verið dæmdur til dauða í Írak og 12. desember 2020 var hann tekinn af lífi. Aftakan var fordæmd um allan heim. Fréttaveitan AFP fór ofan í saumana á hvernig það gerðist að Zam hvarf frá Frakk- landi og endaði í snörunni að tilstuðlan stjórn- valda sem hann hafði gagnrýnt harkalega í störfum sínum. Faðir hans heitir Mohammad Ali Zam. Hann er klerkur sem enn er með aðsetur í Íran og var á sínum tíma háttsettur í menningarstofn- unum Írans. Hann var svo ötull stuðnings- maður byltingarinnar í Íran árið 1979 þegar keisaranum var steypt af stóli að hann nefndi son sinn eftir forsprakka hennar, Ruhollah Khomeini. Samstarfsmenn og vinir Ruhollah Zam í Frakklandi sögðu AFP að hann hefði gert þau mistök á láta ginna sig í ferð til Íraks í október 2019. Hann hefði haft að engu viðvaranir þeirra um að hann væri að steypa sér í bráða hættu og gengið í gildru sem egnd hefði verið fyrir hann. „Hann lék hættulegan leik með því að fara til Íraks og tapaði,“ sagði Hahtab Ghorbani, íranskur rithöfundur og flóttamaður, sem vann með Zam og er með aðsetur í París. „Hann var dreginn inn í óprúttinn sálfræðilegan leik sem þessi stjórn lagði upp.“ Engin rauð lína Zam var með dvalarleyfi í Frakklandi í næstum hálfan áratug. Hann hafði laðað að sér næstum tvær milljónir fylgjenda á rás sinni Amadnews á vefnum Telegram. Þar hvatti hann fólk til að mótmæla veturinn 2017 til 2018 og birti stundum stórbrotnar ásakanir á hendur írönskum stjórnvöldum. Zam hafði notið forréttinda í æsku, enda faðir hans áhrifamaður. Hann var með góð sambönd í Teheran og lagði áfram rækt við þau eftir að hann fór úr landi eftir mótmælin 2009 í kjölfar umdeildra kosninga. Fyrst fór hann til Malasíu, svo Tyrklands og endaði í Frakklandi. „Þegar ráðamenn börðust um áhrif og völd sneru þeir sér til Zams,“ sagði Maziyar, vinur hans, sem einnig er flóttamaður og vann á Amadnews. Hann bað um að fullt nafn hans yrði ekki birt. „Hann birti upplýsingar án þess að setja sér nokkur mörk, hjá honum var engin rauð lína, hann bar hvorki virðingu fyrir for- setanum né æðsta leiðtoganum, engum. Hann hló jafnvel að sínum eigin föður.“ Velgengni Amadnews og vaxandi rót- tækni Zams varð honum hins vegar að falli. Telegram lokaði reikningnum eftir að hann hafði hvatt fylgjendur sína til að nota molotov-kokteila gegn lögreglu. Áhrif Zams virtust fara þverrandi og jafnvel vinir hans fóru að spyrja sig hvort hann gengi of langt í tilraunum sínum til að steypa stjórninni í Teheran. Einn og einangraður „Ruhollah var orðinn mjög vel þekktur. Hann hvatti til þess að stjórnin yrði felld og var jafnvel farinn að sjá sjálfan sig fyrir sér sem leiðtoga,“ sagði Hassan Fereshtyan, lögmaður í París, sem aðstoðaði Zam. „Smám saman missti hann vini sína.“ „Hann var einn og einangraður og hluti írönsku stjórnarandstöðunnar í útlegð treysti honum ekki,“ bætti Ghorbani við. Honum voru einnig farnar að berast hótanir, sem urðu til þess að franska lögreglan ákvað að veita honum vernd. Vinir hans sögðu að þetta hefðu verið erfiðir tímar fyrir Zam. Hann hefði verið mjög metn- aðargjarn og verið farinn að óttast að missa þau áhrif sem hann hafði á undraskömmum tíma náð í fjölmiðlum og um leið að glata ítökum sínum. „Hann var í stöðu þar sem er auðvelt að taka slæmar ákvarðanir og bíta á agnið,“ sagði Maziyar. Um miðjan október 2019 birtist hann í skrifstofu Fereshtyans í París og kom honum í opna skjöldu með fyrirætlunum um að fara til Íraks til að taka viðtal við Ali Sistani erkiklerk, einn áhrifamesta leiðtoga sjía-íslams. Þetta eru endalokin Viðtalið hugðist hann nota til að hleypa af stokkunum nýrri sjónvarpsrás að undirlagi manns sem sagðist vera íranskur kaupsýslu- maður. Félagar hans áttuðu sig strax á hættunni þar sem Íranar hefðu eftir innrás Bandaríkja- manna 2003 náð miklum ítökum í Írak, þar sem meirihluti íbúa eru sjítar. „Ég öskraði, ég sagði við hann: „Ef þú ferð eru það endalokin. Þú kemur aldrei aftur til Frakklands!““ sagði Fereshtyan. Zam hlýddi ekki þessum viðvörunarorðum AFP/Ali Shirband Andófsmaðurinn Ruhollah Zam við hljóðnemann fyrir byltingardómstólnum í Teheran 2. júní 2020. Hann var dæmdur til dauða og hengdur 12. desember sama ár fyrir njósnir og undirróður. Gildra og aftaka Ruhollah Zam var ginntur frá Frakklandi til Íraks, rænt og fluttur til Írans þar sem hann var hengdur fyrir njósnir. heldur fór til Amman og þaðan daginn eftir til Bagdad. „Allir réðu honum frá því að fara, meira að segja lífvörðurinn hans, en hann svaraði að hann væri einfaldlega þreyttur á að bíða,“ bætti Mazyar við. „Og hann fór, eins sorglegt og það er.“ Zam hringdi í konuna sína frá flugvellinum í Amman, en svo virðist sem hann hafi verið gripinn strax við komuna til Bagdad. Seinna var bundið fyrir augun á honum, honum stungið í bíl og ekið með hann að landamærum Írans. Þetta mátti sjá á myndskeiðum sem sýnd voru í íranska ríkissjónvarpinu. Í júlí 2020 birtist viðtal við hann í íranska sjónvarpinu. Hann var þá í haldi í Íran. Íranskir andófsmenn segja að slík viðtöl séu dæmigerð fyrir þær aðferðir, sem notaðar séu þar í landi, og tala um játningar þvingaðar fram með pyntingum. Í viðtalinu sat hann í djúpum hægindastól og svaraði spurningum Ali Rezvani, sem opin- berlega er blaðamaður ríkisútvarpsins IRIB, en andófsmenn segja að í raun hafi hann þann starfa að yfirheyra fyrir írönsku byltingar- verðina. Zam var meðal annars dæmdur fyrir að „breiða út spillingu“ og njósna fyrir erlendar leyniþjónustur, þar á meðal Frakka og Ísraela. Þeim ásökunum neitaði hann alfarið og sömuleiðis stuðningsmenn hans. Hann var tekinn af lífi 12. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hæstiréttur landsins hafði staðfest dóminn yfir honum. Óvenjulegt mun vera að hafðar séu svo hraðar hendur. Faðir hans skrifaði á Instagram-reikninginn sinn að hann hefði fengið að hitta son sinn daginn fyrir aftökuna og sagði að hann hefði ekki fengið að vita hvenær hún ætti að fara fram. Dóttir hans, Niaz, skrifaði á félagsvef að faðir sinn hefði hringt í gegnum forritið Whatsapp nokkrum klukkustundum fyrir af- tökuna. „Ég vissi að komið væri að því og það erfiðasta var að ég gat ekkert gert,“ skrifaði hún. Í Bandaríkjunum og Evrópu lýstu stjórnvöld yfir hneykslan á aftökunni og Michelle Bachel- et, þáverandi yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að menn hefðu „þungar áhyggjur“ af því að handtaka Zams utan Írans „jafngilti mannráni“. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði hins vegar að hann hefði ekki áhyggjur af því að aftakan myndi skaða samskiptin milli Írans og Evrópu, enda væri dauðarefsingin lögleg í Íran. Íranskir andófsmenn í Frakklandi litu hins vegar svo á að dauðadómurinn yfir Zam væri viðvörun til þeira um að þeir væru hvergi óhultir, jafnvel þótt þeir væru utan Írans. „Með þessari aftöku vildu þeir senda skila- boð til þeirra sem eru stjórninni trúir um að beygja ekki af leið,“ sagði Ghorbani. „Og einnig sýna stjórnarandstæðingum utan Írans vald sitt og sá fræjum ótta og skelfingar í þeirra röðum.“ frá Mahabad þar sem lýst var yfir stofnun ríkis Kúrda árið 1947. Mannréttindasamtökin Hengaw, sem hafa aðsetur í Ósló, sögðu að í millitíðinni hefði íranski herinn tekið völdin í borginni. Lögregla hefur víða beitt valdi og skotið gúmmíkúlum til að leysa upp mótmæli og notað táragas. Sérstaklega hart hafa öryggissveitir gengið fram á svæðum Kúrda. Í Piranschahr, Mahabad og Úrmíu hefur lögregla skotið byssu- kúlum á óvopnaða mótmælendur. Þeir sem hafa látist eru flestir Kúrdar. Loka netinu Írönsk stjórnvöld hafa skorið niður aðgang að netinu eftir að mótmælin hófust. Lengst hefur verið gengið á svæðum Kúrda, sem hafa verið lokuð fyrir umheiminum. Samkvæmt óstaðfest- um fréttum hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Kúrdistan. Þá vakti athygli að nokkrum dögum eftir að mótmælin hófust gerði Íransher árás á bækistöðvar aðskilnaðarsinna Kúrda í norður- hluta Íraks. Fréttaveitan Tasnim, sem tengist hernum, skýrði þetta með því að liðsmenn Kúrda hefðu áður gert árásir á íranskar her- stöðvar í grennd við landamærin. Fréttaskýrendur hafa hins vegar leitt að því getum að árásirnar séu viðbragð við mótmælunum. Eftir félagsmiðlum að dæma hefur mótmælendum í Kúrdahéruðunum hvað eftir annað tekist að stökkva öryggissveitum stjórnvalda á flótta. Ahmad Wahidi, innan- ríkisráðherra Írans, hafði fyrir árásirnar á bækisstöðvar Kúrda í Írak sakað hópa Kúrda handan landamæranna um að taka þátt í mótmælunum gegn stjórnvöldum í Teheran. Að sögn stjórnvalda hafa Kúrdar hinum megin við landamærin einnig komið vopnum til mótmæl- enda í Kúrdistan. Ólgan áfram til staðar Andlát Amini fyrir hendi siðgæðisvarðanna varð kveikjan að mótmælunum, sem nú hafa staðið í næstum mánuð í Íran. Umfang þeirra og að ekkert lát sé á þeim sýnir að Íranar hafa fengið sig fullsadda. Áratugir yfirgangs og kúg- unar, mismunun eftir kynjum og uppruna, efna- hagsleg óstjórn og spilling og áhrif langvarandi viðskiptaþvingana Bandaríkjamanna hafa gert það að verkum að almenningi er nóg boðið. Áður hefur ólgan komið upp á yfirborðið í Íran. 2009 brutust út gríðarlega fjölmenn mótmæli vegna þess að almenningur var þess fullviss að yfirvöld hefðu hagrætt úrslitum kosninga og stóðu svo vikum skipti. Að endingu voru mótmælin brotin á bak aftur. Síðan hefur ólgan nokkrum sinnum komið upp á yfirborðið. Það væri auðvelt að spá klerkastjórninni falli, en hún hefur reynst lífseig þrátt fyrir ýmislegt mótlæti. Í hvert skipti sem stjórnvöld beita valdi molnar hins vegar undan þeim. Það kann að vera að þeim takist enn að setja lokið á ólgandi suðupottinn, en ólgan verður áfram til staðar og mun aðeins magnast verði ekki gerðar neinar tilslakanir. ,„Hvað gerist þegar þeir grípa stúlkur og setja þær inn í bíl með slíku offorsi og ógn? Hvaða rétt hafa þeir? Þeir vita ekkert um íslam, eða mannúð.“ AFP/Twitter/@EdalateAli1400 Hakkarar rufu útsendingu íranska ríkissjónvarpsins 8. október og birtu mynd af Ali Khameini, erki-klerki landsins, í sigti með eldtungum og mynd af Möhsu Amini og þremur öðrum konum sem hafa látið lífið í mótmælunum. „Þínar hendur eru flekkaðar blóði æsku okkar,“ stóð á skjánum fyrir neðan hann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.