Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.202230 ÚTVARP OG SJÓNVARP Berlín á ystu nöf hyldýpisins Babýlon Berlín er dýrasta þýska sjónvarpsþáttaröðin sem gerð hefur verið til þessa. Um þess- ar mundir er verið að hefja sýningar á nýrri þáttaröð, þeirri fjórðu, og mun enn meira vera lagt í hana en þær fyrri. Þættirnir eru gerðir eftir bókum rithöfundarins Volker Kutscher og gerast á árunum milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Þær fjalla um lögreglumanninn Gereon Rath, sem fluttur er frá Köln til lögreglunnar í Berlín árið 1929. Rath glímir við áfallastreituröskun eftir að hafa barist í fyrri heimsstyrj- öld og leitar á náðir eiturlyfja til að halda einkennunum niðri. Þegar fjórða serían hefst hriktir í stoðum Weimar-lýðveldisins og valdataka nasista vofir yfir. SA-sveitir nasista berjast við kommúnistaflokka rauðliða á götum úti og ofsóknir þeirra fyrrnefndu á hendur gyðing- um færast í aukana. Rath fær það verkefni að fylgjast með ferðum bandarísks glæpaforingja, gyðingsins Abe Goldstein, sem allt í einu skýtur upp kollinum í Berlín. Þrír leikstjórar eru á bak við þættina, þeir Achim von Borries, Tom Tykwer og Henk Handloegten. Þeir segjast við gerð þeirra hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort yfirtaka öfgaafla hafi verið óhjákvæmileg. „Fyrir okkur snýst þetta um lykilaugnablik,“ segir Handloegten í samtali við Der Spiegel. „Við vorum helteknir af þeirri hugmynd að allt hefði getað farið á annan veg. Valda- taka Hitlers var eins og þrædd í gegn- um nálarauga. Fyrir okkur vakir að tefla fram andstæðu við hina viðteknu mynd af Weimar, að um hrunsamfélag hafi verið að ræða þar sem allt leiddi óhjákvæmilega að hinum sögulegu endalokum og risi „þriðja ríkisins“.“ Þættirnir sýna hvernig höf- uðpersónur verða ýmist smám saman að nasistum, eða standast þrýstinginn. Þeir segja að mikilvægt hafi verið að hafa ekkert alsjáandi auga í þátt- unum,“ segir Borries. „Frásagnar- regla okkar var sú að við vitum aldrei hvernig fer. Við fylgjumst með því þegar sagan er að gerast, en við erum ekki klókari en sögupersónur okkar. Stóra gryfjan, sem sögulegar myndir falla í, er að taka afstöðu. Við segjum söguna í augnablikinu.“ Volker Bruch leikur aðalhlutverkið í þáttunum, Gereon Rath. Bruch hefur ekki komið nálægt kynningu nýju þáttanna og lætur lítið fyrir sér fara þessa dagana. Hann var hins vegar mjög áberandi í Þýskalandi í kórónuveirufaraldrinum. Bruch lagði þversumhreyfingu efasemdarmanna um aðgerðir gegn veirunni og bólu- setningum lið. Þar var hann í fremstu röð ásamt fólki sem þýska leyniþjón- ustan hefur haft undir eftirliti vegna tengsla við öfgahreyfingar. Alls eru þættirnir orðnir 40 og leikstjórar þeirra hafa hug á að halda áfram. 9. bók Kutschers um Rath kemur út í lok október og ber nafnið Transatlantik. Kutscher segir að bókaflokkurinn eigi að minnsta kosti að ná til 1938 þegar jafnvel ópólitískasti íbúi Þýskalands hlaut að gera sér grein fyrir að nasistar hygðust efna til helfararinnar og hefja heimsstyrjöld: „Endirinn verður bitur og ekki mun fara vel fyrir mörgum persóna minna, en aðeins þá get ég bundið enda á seríuna.“ AFP/John MacDougall Leikararnir Volker Bruch og Liv Lisa Fries stilla sér upp á rauða dreglinum fyrir utan bíó- höllina Delphi fyrir frumsýningu nýju Babýlon Berlín-þáttanna. Leikararnir Hanno Koffler, Christian Friedel,Volker Bruch, Liv Lisa Fries, Fritzi Haberlandt,Trystan Pütter, Hannah Herzsprung, Meret Becker og Ronald Zehrfeld stilltu sér upp fyrir frumsýninguna. FJÓRÐA SERÍA BABÝLON BERLÍNTEKINTIL SÝNINGA 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Góð tónlist og létt spjall. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring hækkar í gleðinni og fylgir hlustendum K100 síðustu metrana í fríi helgarinnar eftir hádegi á sunnudögum. 16 til 18 Tónlistinn Topp 40 Ásgeir Páll Ásgeirsson fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljómplötuframleiðenda. Systur fengu undarlegt bréf frá Bandaríkjunum Systurnar Sigga, Beta og Elín, í hljómsveitinni Systur, hafa fengið að upp- lifa ýmislegt eftir þátttöku sína í Eurovisi- on. Þær mættu í Ísland vaknar á K100 og ræddu um upplifun sína eftir keppnina, nýja lagið Dusty Road, væntanlega tónlist og komandi tónleika í Kaldalóni á morgun, mánudag. Þær ræddu meðal annars um þann heim sem opnaðist eftir Eurovision og undarlega athygli sem þær hafa fengið, meðal annars frá Bandaríkjunum, eftir keppnina. „Ég fékk minn fyrsta alvöru aðdáandapóst um dag- inn. Í gegnum lúguna frá Ameríku,“ sagði Beta. Viðtalið er í heild sinni á K100.is. RÚV 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Kúlugúbbarnir 07.39 Elías 07.50 Úmísúmí 08.13 Rán og Sævar 08.24 Stuðboltarnir 08.35 Hæ Sámur 08.42 Eðlukrúttin 08.53 Strumparnir 09.04 Bréfabær 09.15 Hvolpasveitin 09.37 Sjóræningjarnir í næsta húsi 09.48 Rán - Rún 09.53 Millý spyr 10.00 Serengetí - Barátta 11.00 Silfrið 12.10 Menningarvikan 12.40 Okkar á milli 13.10 Tónatal 14.10 Jörðin séð úr geimnum 15.00 Leiðin á HM 15.30 Fólk og firnindi 16.30 Útúrdúr 17.15 Siggi Sigurjóns 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.28 Zorro 18.50 Bækur og staðir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn 20.15 Börnin okkar 20.45 Sanditon 21.35 Að synda eða sökkva 23.35 Silfrið 00.35 Dagskrárlok Sjónvarp Símans 10.00 Dr. Phil 11.20 Bachelor in Paradise 12.40 Bachelor in Paradise 14.00 Love Island Australia 14.50 Top Chef 15.30 The Block 17.00 90210 17.45 Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby 18.45 Matarboð 19.20 Love Island Australia 20.20 Systrabönd 21.05 Law and Order: Organized Crime 21.55 Yellowstone 22.50 Halo 23.50 Love Island Australia 00.50 FBI: International 01.35 Chicago Med 02.20 The Rookie 03.05 Seal Team 03.50 Resident Alien Omega 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church Hringbraut 18.30 Mannamál (e) 19.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 19.30 Fjallaskálar Íslands (e) 20.00 Matur og heimili (e) Stöð 2 08.00 Danspartý með Skoppu og Skrítlu 08.20 Taina og verndarar Amazon 08.30 Elli og Lóa 08.45 Gus, riddarinn pínupons 08.55 Monsurnar 09.05 Mæja býfluga 09.15 Tappi mús 09.25 Lína langsokkur 09.50 Angelo ræður 10.00 Mia og ég 10.20 Denver síðasta risaeðlan 10.35 Hér er Foli 10.55 K3 11.10 Náttúruöfl 11.15 Are You Afraid of the Dark? 11.55 30 Rock 12.20 Nágrannar 14.00 30 Rock 14.20 B Positive 14.40 Dementia & Us 15.40 Grey's Anatomy 16.25 Húgó 16.50 60 Minutes 18.27 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.00 Gulli byggir 19.50 Grand Designs: Australia 20.40 The Heart Guy 21.30 The Sandhamn Murders 23.00 McDonald and Dodds 00.30 Queen Sugar 01.10 Fires 02.05 Are You Afraid of the Dark? N4 20.00 Að sunnan (e) - 9. þáttur 20.30 Að vestan (e) - 9. þáttur 21.00 Að austan (e) - 9. þáttur 21.30 Frá landsbyggðunum (e) - 17. þáttur 22.00 Að sunnan (e) - 9. þáttur 22.30 Að vestan (e) - 9. þáttur Rás 1 92,4 • 93,5 06.55 Morgunbæn og orð dagsins 07.00 Fréttir 07.03 Hringsól 08.00 Morgunfréttir 08.05 Á tónsviðinu 09.00 Fréttir 09.03 Upp á nýtt 10.00 Fréttir 10.05 Veðurfregnir 10.15 Bók vikunnar 11.00 Guðsþjónusta í Selfoss- kirkju 12.00 Hádegisútvarp 12.10 Síðasta lag fyrir fréttir 12.20 Hádegisfréttir 13.00 Sögur af landi 14.00 Víðsjá 15.00 Lestin 16.00 Síðdegisfréttir 16.05 Úr tónlistarlífinu 17.25 Orð af orði 18.00 Kvöldfréttir 18.10 Skeggi 18.50 Veðurfregnir 19.00 Óskastundin 19.40 Viti, menn 20.30 Fólk og fræði 21.00 Í sjónhending 21.30 Man ég það sem löngu leið 22.00 Fréttir 22.05 Veðurfregnir 22.10 Allir deyja 23.10 Frjálsar hendur Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík MIÐJARÐARHAF 12.-26. maí 2023 ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT Free at Sea YFIR ATLANDSHAF FRÁ NEW YORK 19. apríl til 9. maí 2023 MIÐJARÐARHAFIÐ 17.-29. nóvember 2022 RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ 11.-23. ágúst 2023 JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF 14.-26. desember 2023 MIÐJARÐARHAF 14.-26. maí 2023 GRÍSKA EYJAHAFIÐ FRÁ FENEYJUM 1.-14. ágúst 2023 LONDON REYKJAVÍK 3.-15. júní 2023 Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga Nánar á www.sulatravel.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.