Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 17
1716.10.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR Lokaspurningin á milli þín og Guðs Sumar þjóðir fá þá einkunn að vera „vanþróaðar“. Það mætti sennilega segja um allar dýrategund- ir ef kenningar Darwins eru framreiknaðar. Þær vanþróuðu þjóðir lifðu sjálfsagt hamingjuríku lífi á meðan sólin og vatnið var með þeim og stokkar og steinar hluti af elskuríkri tilveru, sem treysta mátti á að nokkru. Þá kom óboðið þróað fólk. Við gátum hrósað happi að missa að mestu af þessum þróuðu. Landnámsmenn voru lengra komnir en í stokka og steina, þótt ekki sé endilega víst að við höfum nokkru sinni algjörlega horft fram hjá þeim. En við erum mörg sátt við þann Guð sem okkur var skammtaður næst og teljum okkur eiga hann að eftir ríflega þúsund ára reynslu. En við erum þó hvorki betri eða verri en hinir sem horfa til annarra átta í einhverri mynd. Hvert sem trúarlíf hvers og eins er þarf ekki að vera fráleitt að þjóðin í heild hafi haft þar hald og traust þegar mest lá við. Og það var ekki endilega í smáskömmtum hér norður á. Það voru fáir annars staðar sem létu sig það neinu varða, enda fréttist ekkert fyrr en árum eða áratug- um síðar. Hafi mönnum þótt guð fjarlægur Íslandi þá, þá var iðulega enga aðra athygli að fá. Og fjar- lægðin var heldur ekki það versta. Hún sveik okkur ekki. Vissulega var lengra í aðrar þjóðir. En hjá okkur var öldum saman minna en ekkert þar að hafa. Þótt við héngjum fyrir vikið í 40.000 hræðum og rétt liðlega það. Við spurðumst sjálfsagt illa út, sem má ekki heldur vanmeta. Varnarlausar þjóðir áttu undirokun vísa. Það sem þær áttu frá náttúrunnar hendi var hrifsað frá þeim og oftar en ekki var þeim kennt að gera úr þeim eftirsótta hluti og það var svo líka hrifsað burtu frá þeim. Öflugri þjóðir, sem komnar voru lengra á þróunarbraut, sem gat átt við um samgöngutæki eins og öflug skip, voru sumar langt á undan vanþróuðum í vopnagerð. Slíkir töldu það varla aðfinnsluvert þótt vanburða þjóðir væru rændar af auðlindum sem þær höfðu ekki þrótt, getu eða vilja til að nýta og alls ekki að verja. Það var fleira nýtt en gæði jarðar. Fólk var numið í þrældóm. Öflugar þjóðir og sjálfhverfar geta sannfært sjálf- ar sig um að þrælahald hefði eingöngu verið tengt undirokuðu fólki úr svörtustu Afríku. Sagan, sem er lengri en Bandaríkjanna, sýnir að það er bábilja. Og þar þykist sumt fólk og flokkar í stjórnmálum vera með betri samvisku og flekklausari fortíð, eins og algengt er um flokk demókrata. Þeir flokkar hafa þó lengi talað þannig niður til blökkufólks að yrði ekki þolað annars staðar. Kosningasvik eru landlæg í Bandaríkjunum sam- tímans. Flestir vilja auðvitað búa svo um hnúta að þeim, sem hafa vilja til svindls, sé gert það erfitt og helst ómögulegt. Hér á landi er nýlegt dæmi um umfjöllun um atriði í kosningahaldi sem setti tilfinningalíf manna á annan endann vegna þess að við talningu í Norðurlandskjördæmi vestra skakkaði 20 atkvæðum eða svo sem skiptust á milli manna. Sá gauragangur var handan við öll mörk. Í Bretlandi geta menn séð talningastjórn að verki, en úrslit eru lesin upp í einu lagi í lok talningar. Í Bandaríkjunum var forsetaframbjóðandi, Al Gore, sem tilkynnti að ýmsir jöklar væru illa bráðnaðir, og væri það hluti af óhjákvæmilegri tortímingu mannkyns, en þegar úrslit í kosningaslag áttu að vera löngu kunn hafði hann lögfræðingagengi og fjölmiðlager handgeng- ið sér og Demókrataflokknum og tókst að draga talningu vikum saman í tilraun til að telja Demókra- taflokkinn yfir í útkomu í Flórída! Það gekk ekki eftir, því að Hæstiréttur Bandaríkjanna, sem neitaði í fyrstu að taka málið fyrir, enda seinþreyttur til vandræða, ákvað að eyðileggingarstarfsemi Gores skyldi linna og staðfesti rétturinn með 7 atkvæðum af 9 að Bush væri réttkjörinn forseti og hefði reynd- ar verið það nokkrum vikum fyrr! Ísbirnirnir sem áttu að verða útdauðir um alda- mótin 2000 skv. Gore misstu af þeim fréttum og hefur reyndar fjölgað síðan. Jöklarnir geymdu sér að bráðna og það þótt Gore og allir hinir heilögu millj- arðamæringarnir flengdust um í einkaþotum sínum um alla heimsbyggðina, engum til gagns. En í umræðu um kosningasvik í Bandaríkjunum er fátt nefnt sem þar er þó alkunna. Látum það vera. En skrítið er að ekki skuli vera meira um það rætt að annar stórflokkurinn berst opinberlega gegn því að kjósendur sé skylt að sýna gild skilríki á kjör- stað til að fá atkvæðaseðil. Demókrataflokkurinn berst gegn því að slíkt verði alls staðar svo. Og rökin eru skrítin. Þau eru að að slík krafa sé rasísk í eðli sínu! Í gjörvallri Evrópu og þar með talið hér á landi væri það talið uppskrift að tilraunum til svindls að menn gætu fengið kjörseðil án þess að sanna á sér deili og stundum hvað eftir annað. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.