Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 14
14
VIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022
„Sumarljós er óður til þorpsins. En
öll mín verk eru persónuleg, það er
drifkrafturinn sem knýr mann áfram,“
segir leikstjórinn ElfarAðalsteins.
Öll mín verk eru
persónuleg
Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin er komin í kvikmyndahús.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn, Elfar Aðalsteins, sneri baki við við-
skiptalífinu og lagði fyrir sig kvikmyndagerð. Hann hefur aldrei litið til baka.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
H
austsólin skein skært daginn
sem blaðamaður lagði leið sína
í miðbæinn, enda enn nokkrir
tímar í sólsetur. Þar í húsi einu
við Austurvöll bíður leikstjórinn
Elfar Aðalsteins í fundarherbergi sem minnir á
gamla tíma, með þungum húsgögnum og stöku
málverki á veggjum. Það slær á drungann þegar
við drögum aðeins frá gluggum og sólargeisl-
arnir brjóta sér leið inn. Það bregður ljósi og
skuggum til skiptis á andlit Elfars þar sem hann
situr á móti mér nokkuð alvarlegur á svip. En
þegar líður á víkur alvaran fyrir stöku brosi og
öðrum tilfinningum sem vakna þegar horft er yfir
lífsverkið. Listin er líkt og lífið sjálft og það sést
vel í nýjustu mynd hans. Þar er drama og sorg
og alvara, en líka slatti af húmor ásamt nóg af
mannlegum tilfinningum.
Að sleppa takinu
Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin,
sem Elfar skrifar handritið að og leikstýrir, er
unnin upp úr samnefndri bók Jóns Kalmans
Stefánssonar, sem hlaut Íslensku bókmennta-
verðlaunin árið 2005. Og nú eru tímamót hjá
Elfari því tími er kominn til að sleppa hendinni af
verkinu og senda það út í heiminn.
„Það byggist óneitanlega spenna upp innra
með manni fyrir frumsýningu, enda hefur þetta
verið langt meðgönguferli. Bergman sagði að sér
liði eins og hann væri nakinn í salnum í hvert
sinn er hann frumsýndi sem er ágætis analógía.
En myndin er tilbúin og þá þarf maður að sleppa
takinu og senda hana út í kosmosið. Svo vonar
maður bara að svona verk snerti hjartastrenginn
í áhorfendum, að fólk fari í ferðalag í þetta
ónefnda þorp úti á landi og gleymi stund og stað,“
segir Elfar, en sjálfur á hann góðar æskuminn-
ingar úr litlu þorpi.
„Eskifjörður er eins og aðrir landsbyggðarbæir;
honum fylgdu bæði frelsi og takmörk. Ég fékk
kannski enn meira frelsi við að vera alinn upp af
afa mínum og ömmu, sem var mín gæfa í lífinu. Í
minni bæjum er samkenndin oft ríkari og einstak-
lingurinn hefur meira vægi, en nálægðin getur að
sama skapi skrúfast meira upp. Við krakkarnir
settum upp leikrit og stofnuðum hljómsveitir með
dyggum stuðningi tveggja mætra manna, kennar-
anna Þórhalls og Guðmanns Þorvaldssona, sem
komu á fót félagsmiðstöð upp á sitt eindæmi þar
sem þeir kenndu okkur unglingunum hljóma-
ganginn og lánuðu okkur hljóðfæri. Þegar maður
lítur til baka sér maður hvað slíkir einstak-
lingar eru ómetanlegir í litlum samfélögummeð
sínu óeigingjarna framlagi.“
Sóttir þú alltaf í þetta listræna sem ungur maður?
„Það var alltaf mjög ríkt í mér. Ég hélt áfram
í tónlist eftir að ég fór til Reykjavíkur í mennta-
skóla, var í hljómsveit sem spilaði á sveitaböllum
og gamla Gauki á Stöng til skiptis. Svo tók ég þátt
í leikritum og nemendamótum í Versló hjá Jóni
góða Ólafssyni tónlistarsnillingi, sem var alltaf
mikil upplifun. Ætli ég hafi ekki haldið um tíma
að ég yrði poppari en það fór ekki svo.“
Ótrúleg upplifun fyrir leikstjóra
Elfar venti kvæði sínu í kross árið 2006 eftir að
hafa starfað í viðskiptalífinu fram að því og flutti
til Bretlands með konu sinni Önnu Maríu Pitt og
börnum þeirra.
„Við bjuggum í litlum bæ norðvestur af London.
Við kunnum vel við okkur úti í sveit þar sem
börnin gátu labbað sjálf í skólann. Það var líkleg-
ast ævintýramennska sem rak okkur áfram en við
vorum ákveðin í því að vilja prófa að búa erlendis.
Þremur árum síðar skráði ég mig svo í nám í
kvikmyndagerð í Met Film School í London og þá
varð ekki aftur snúið,“ segir hann, en fjölskyldan
ílengdist í Bretlandi þar til þau fluttu heim árið
2019.
Elfar kunni vel við námið og sá fljótt hvar
áhuginn lá.
„Ég fann mig strax í skrifum og leikstjórn. Eftir
námið gerði ég útskriftarmyndina mína Subcult-
ure en henni í lék leikkonan Tuppence Middleton
eitt af sínum fyrstu hlutverkum. Hún er búin
að gera það ansi gott síðan og lék til dæmis eitt
aðalhlutverkið í Monk, eiginkonu Gary Oldman,
í stórgóðri mynd David Finchers. Ári síðar gerði
ég svo Sailcloth með John Hurt sem ferðaðist
víða,“ segir hann en Elfar skrifaði handritið og
leikstýrði báðum þessara mynda en Sailcloth var
útnefnd til fjölda verðlauna og tilnefnd á stuttlista
BAFTA og til Óskarsverðlaunanna.
Hvernig var að leikstýra John Hurt?
„Það var ótrúleg upplifun fyrir óharðnaðan
leikstjóra. Ég hafði enga tengingu við hann en
fann út hver væri umboðsmaður hans og sendi
honum handritið. Það er ekkert sagt í myndinni
þannig að það var stutt,“ segir hann og brosir út
í annað.
„John sagði mér seinna frá því að Denee, um-
boðsmaðurinn sinn, hefði sagt sér frá myndinni
sem ekkert væri talað í og John bað hann að
senda það á sig. Viku síðar fékk ég svo boð um
hádegismat með John. Eftir klukkutíma spjall þar
sem ég fór yfir verkefnið sagði John að hann væri
tilbúinn til að taka að sér hlutverkið á strípuðum
leikarataxta. Hann spurði hvort hann mætti ekki
taka Anwen konuna sína með og hvort þau fengju
að vera saman á góðu hóteli. Mér dauðbrá og
sagði um leið „of course, Mr. Hurt“,“ segir Elfar
og brosir.
Þríeykið John, John og Jón
„Ég gleymi ekki þegar ég átti að fara að
leikstýra fyrstu senunni þar sem hann gengur
út af elliheimili með regnhlíf og ég hugsaði: jæja,
hvernig tækla ég þetta? Þannig að það var bara
hægri fótur fyrst og vinstri svo. Fyrsti dagurinn
var svolítið strembinn og ég fann að hann var
aðeins að testa mig. Svo fórum við út á seglbát-
inn daginn eftir og hlutirnir gengu ljómandi vel.
Þegar ég ætlaði að taka í höndina á honum í lok
dags þá tók hann utan ummig og sagði „frábær
dagur, elskan“. Eftir það áttum við ótrúlega gott
samstarf og fallegt samband,“ segir Elfar sem
segir að myndin Tinker Tailor Soldier Spy hafi
komið út á svipuðum tíma, en Hurt leikur einnig
í þeirri mynd.
„Þegar hann mætti í viðtöl tengd þeirri
stórmynd þá endaði John alltaf á því að tala um
Sailcloth, sem var frábær kynning fyrir þessa litlu
mynd. En vænst þótti mér um þegar hann lagði
hönd sína á mína á einni sýningunni og sagði:
„I’m really proud of this one.“ Hann var einn af
þeim sem hvöttu mig til dáða í leikstjórninni og
við héldum góðu sambandi allt þar til hann lést.“
Næst gerði Elfar kvikmyndina End of Sentence,
sem var fyrsta kvikmynd í fullri lengd sem Elfar
leikstýrði.
„Ég var þá byrjaður að skrifa Sumarljós en það
tók langan tíma að fá úthlutun úr Kvikmyndasjóði
og komast í gegnum það hindrunarhlaup,“ segir
Elfar og segist hafa ákveðið að taka að sér leik-
stjórn á End of Sentence í millitíðinni. Sú mynd
kom út 2019 og var dreift út um allan heim eftir
góðar viðtökur og jákvæða alþjóðlega gagnrýni.
„Ég var mjög heppinn með að fá að vinna þar
með öðrum snilldarleikara, John Hawkes, sem er
afar gefandi listamaður og manneskja. John er
einmitt á landinu núna að leika í stórri amerískri
sjónvarpsseríu en hann kom hingað síðast þegar
við opnuðum RIFF-hátíðina með End of Sentence
fyrir þremur árum. Þannig að þríeykið John,
John og Jón eru miklir áhrifavaldar í mínu lífi.“
Kalman setti engin skilyrði
Við ræðummál málanna, kvikmyndina Sumar-
ljós og svo kemur nóttin, og hvernig það vildi til
að Elfar endaði á að koma sögunni á hvíta tjaldið.
„Ég las bókina og varð fyrir miklum áhrifum.
Jón Kalman er einn fremsti prósahöfundur heims
og eins og hans sögur allar þá talaði hún beint
inn í hjartað á mér og rótaði þar til. Mér fannst
ég þekkja þennan lífheim og persónugalleríiið,
auk þess sem ég speglaði mig sterkt í einum
karakternum. Ólafur Darri kom svo á fundi með
Kalmani á gömlu vinnustofunni hans í Mosó og
þar romsaði ég út úr mér minni sýn á kvikmynda-
verkið Sumarljós,“ segir hann og segist ekkert
hafa þekkt Jón Kalman fyrir þennan fund.
„Jón Kalman sagði svo í lok fundarins hann
hefði nú hálfpartinn ákveðið að gefa ekki réttinn
að Sumarljósi frá sér. Ég skildi það og þakkaði
honum fyrir góðar móttökur og spjallið og við
kvöddumst með virktum. En svo hringdi síminn
hjá mér viku síðar og Jón Kalman sagðist ætla
að láta mig fá réttinn að bókinni. Ég spurði
hann hvort hann væri búinn að hugsa þetta vel.
Hann svaraði um hæl: „Nei, ég er ekkert búinn
að hugsa þetta; í svona málum fer ég bara með
tilfinningunni.“ Og þar með hófst ferðalagið. Upp
úr því fór ég að skrifa og valdi fjórar sögur sem
mér fannst henta best í kvikmynd sem ég fléttaði
svo í sameiginlegt niðurlag,“ segir hann og segir
Kalman hafa gefið sér listrænt frelsi hvað varðar
túlkun sögunnar.
„Jón Kalman setti engin skilyrði og hvatti mig
til að gera sjálfstætt verk byggt á bókinni, í anda
þess sem ég hafði deilt með honum yfir kaffisop-
anum. Það gaf mér frelsi og vind í seglin,“ segir
hann og segir Jón Kalman hafa lesið handritið á
mismunandi stigum og gefið sér góða punkta.
„Jón Kalman er einstaklega gefandi manneskja
og þessi nálgun hans var mikilvægt veganesti.
Í gegnum ferlið höfum við og fjölskyldur okkar
kynnst vel og sá vinskapur hefur stækkað heim-
inn.“
Níu ár eru liðin frá þessum fyrsta fundi.
„Þetta var níu ára meðganga, ekki níu
mánaða!“ segir Elfar og segir að oft sé þetta
svona í kvikmyndagerð en helsta hindrunin eru
ávallt öflun fjármagns.
„Við hefðum viljað fara í framleiðslu fyrr, en
stundum er þetta svona og þá verður maður bara
að taka því, halda ótrauður áfram og ekki gefast
upp. Kvikmyndagerð er langhlaup og ef hún kenn-
ir manni eitthvað þá er það þolinmæði.“
Lögðu hjarta og sál í leikinn
Í kvikmyndinni má finna einvalalið lands-
þekktra leikara, eins og Ólaf Darra Ólafsson, Söru
Dögg Ásgeirsdóttur, Þorstein Bachmann, Heiðu
Reed, Svein Ólaf Gunnarsson, Jóhann Sigurðs-
son, Kristbjörgu Kjeld og Hinrik Ólafsson svo ein-
hverjir séu nefndir. Tvær ólærðar leikkonur, Ebba
Guðný Guðmundsdóttir og eiginkona Elfars,
Anna María Pitt, leika einnig í myndinni.
„Það var meiriháttar í alla staði að fá að vinna
með þessu frábæra listafólki. Íslenskir leikarar
eru lausir við allt pjatt og ég fann strax í æfinga-
ferlinu að það var sameiginlegur skilningur á því
sem við vorum að gera, á mannlega þættinum, og
við vorum samstillt í að gera sögu um venjulegt
fólk í óvenjulegum aðstæðum. Þau lögðu öll
hjarta sitt og sál í að gæða þessar persónur lífi.“
Spurður út í ólærðu leikkonurnar tvær segir
Elfar að báðar hafi þær komið í prufur fyrir
hlutverkin og staðið sig vel, en hann bað sjálfur
eiginkonuna að koma í prufu.
En ef hún hefði ekki getað leikið?
„Þá hefði hún ekki fengið hlutverkið. Og
líklegast ekki talað við mig í mánuð,“ segir hann
og hlær.
„En eftir tuttugu og fimm ára hjónaband getum
við talað saman tæpitungulaust. Við erummjög
náin. Anna lék að ég held ég síðast í Herranótt
og svo var hún dansari í Þjóðleikhúsinu sem er
ágætis bakgrunnur, fyrir utan að hafa dansað við
John Hurt á bak við seglið í Sailcloth,“ segir hann.
„Og Ebba er mjög vaxandi leikkona og einfald-
lega smellpassaði í þetta hlutverk. Hún á eftir
að ná langt. Það fylgja henni líka svo ótrúlega
jákvæðir straumar hvert sem hún fer.“
Hvernig var svo að leikstýra eiginkonunni?
„Það gekk mjög vel og var ekkert öðruvísi en
að leikstýra hinum leikurunum. Hún stóð sig með
prýði og ég vissi reyndar alltaf að hún myndi gera
það. Anna María gerir alltaf það sem hún tekur
sér fyrir hendur af heilum hug. Svo fékk hún að
eiga annan eiginmann í smátíma, Þorstein Bach-
mann, þannig að það var góð tilbreyting fyrir
hana,“ segir hann kíminn.
Átti stórleik sem leigubílstjóri
Hvað var mesta áskorunin?
„Að búa til heilsteypta mynd úr fjórum sögum.
Tökuplanið var mjög flókið og óvenju margir
leikarar og tökustaðir. Það sem vann með okkur
var að við vorum í litlu þorpi þar sem stutt var
á milli og andinn á tökustað var lausnamiðaður,
jákvæður og samheldinn,“ segir hann en myndin
er tekin upp á Þingeyri í miðjum heimsfaraldri
sem hann segir hafa haft bæði kosti og galla, en
kostirnir voru kannski þeir að þarna voru engir
ferðamenn að þvælast fyrir
„Þingeyringar tóku okkur opnum örmum
og studdu okkur með ráðum og dáð, þannig
að okkur fannst þorpið hálfpartinn vera okkar
leikmynd. Við fórum einmitt vestur um daginn og
vorummeð boðsýningu í félagsheimilinu fyrir þau