Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022
VETTVANGUR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, ræðir við Mary Simon, land-
stjóra Kanada, á Hringborði norðurslóða í Hörpu á fimmtudag.
Norðurheim-
skaut hitnar
Áskoranir heimsbyggðarinn-
ar um þessar mundir eru
margar og virðist fjölga með
degi hverjum. Stríðsrekstur Rússa
í Úkraínu er í fréttum flesta daga;
sjaldnar er fjallað um vaxandi neyð
vegna vegna fæðuskorts víða um
heim og náttúruhamfarir sem valda
hörmungum. Þessu til viðbótar
þrengja valdgírug stjórnvöld víða
að réttindum almennings. Að flestu
leyti getum við Íslendingar verið
afar þakklát fyrir okkar stöðu í sam-
anburði við nánast alla jarðarbúa.
Það er engu að síður skylda okkar
að axla okkar hluta af þeirri ábyrgð
að finna lausnir á þeim viðfangsefn-
um sem við mannkyninu blasa.
Þar skiptir meðal annars máli að
sinna nánasta umhverfi okkar af
skynsemi og alúð.
Hér á norðurhjara
veraldar gegnir
Ísland mikilvægu
hlutverki, enda á
Ísland tilveru sína
undir hinni stór-
brotnu náttúru og
því gjöfula vistkerfi
sem einkennir
okkar nánasta
umhverfi. Sumar
af þeim áskorun-
um sem mannkyn
stendur frammi
fyrir hafa sérstaka
þýðingu fyrir þenn-
an hluta heimsins,
einkum það sem
snýr að loftslagsbreytingum, en
áhrifa þeirra mun gæta sérstaklega
í náttúru þessa svæðis þar sem
hitastig hækkar hraðar en annars
staðar og bráðnun íss veldur hækk-
un sjávarstöðu.
Deilum mikilli ábyrgð
Hin árlega ráðstefna Arctic Circle
fer nú fram í Reykjavík. Þessi við-
burður hefur markað sér stöðu sem
sannkölluð þungamiðja í alþjóðlegri
umræðu um málefni norðurslóða frá
því hann var fyrst haldinn hér árið
2014. Þessi viðburður laðar að sér
hundruð leiðtoga, sérfræðinga og
annarra áhrifavalda og hagsmuna-
aðila. Það má segja að á þessum
tíma hafi norðurheimskautssvæð-
ið orðið sífellt „heitara“ í öllum
skilningi þess orðs. Frumkvæði og
forysta Ólafs Ragnars Grímssonar
við að koma Arctic Circle á fót hefur
myndað grundvöll til þess að tryggja
og efla stöðu Íslands sem forysturík-
is í málefnum norðurskautsins. Þar
deilum við mikilli ábyrgð með hinum
norðurskautsríkjunum, ekki síst
okkar nánustu samstarfsríkjum,
Norðurlöndunum.
Í því samhengi skiptir miklu máli
fyrir okkur Íslendinga að rækta vel
sambandið við þá nágranna okkar
sem deila með okkur svipuðum
aðstæðum í Norður-Atlantshafinu.
Það er því verðugt og spennandi
viðfangsefni að styrkja og efla
samstarf okkar við bæði Grænland
og Færeyjar.
Aukið samstarf
við Grænland
Í því skyni var fyrir helgi undir-
rituð yfirlýsing um aukið samstarf
milli Íslands og Grænlands. Yfirlýs-
ingin felur meðal annars í sér aukið
samstarf á fjölmörgum sviðum
sem varða meðal annars viðskipti,
efnahagslíf, menningu, vísindi og
jafnréttismál. Þá
hefur verið ákveðið
að hefja viðræð-
ur sem hafa það
að markmiði að
liðka enn frekar
fyrir gagnkvæm-
um viðskiptum
milli Íslands og
Grænlands. Í
yfirlýsingunni sem
forsætisráðherra
undirritaði fyrir
hönd Íslands kem-
ur auk þess fram
að forsætisráð-
herrar Íslands og
Grænlands muni
hittast annað hvert
ár til að fylgja eftir yfirlýsingunni.
Það er tilhlökkunarefni að fylgja
yfirlýsingunni eftir á vettvangi
utanríkisráðuneytisins þar sem það
á við.
Vissulega varpar sú staða stórum
skugga á allt samtal um norðurslóð-
ir að Rússland, lykilríki á svæðinu,
hefur dæmt sig úr leik í alþjóðlegri
samvinnu. Til lengri tíma blasir
við að framtíð Norðurskautsins
krefst vinsamlegrar samvinnu allra
þeirra ríkja sem þar eiga hags-
muni, ekki síst Rússlands. Í þessu,
eins og svo mörgu öðru um þessar
mundir, þvælast stórveldisdraumar
eins manns fyrir hagsmunum alls
mannkyns. En verkefnin og ábyrgðin
standa þó eftir og þar ber okkur
Íslendingum að leggja okkar af
mörkum.
,Til lengri tíma
blasir við að
framtíð Norður-
skautsins krefst vin-
samlegrar samvinnu
allra þeirra ríkja sem
þar eiga hagsmuni,
ekki síst Rússlands.
Í þessu, eins og svo
mörgu öðru um þessar
mundir, þvælast stór-
veldisdraumar eins
manns fyrir hagsmun-
um alls mannkyns.
PROBI® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.
vinnur gegn lágum járngildum á nýjan máta með
því að auka upptöku járns en ekki eingöngu inntöku.
Konum á barneignaraldri
Barnshafandi konum
Unglingum
Eldra fólki
Fólki í mikilli þjálfun
Grænmetisætum/grænkerum,
ef lágt járnmagn er í fæðu
PROBI ® JÁRN
PROBI ® JÁRN hentar m.a:
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@althingi.is