Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 24
24
TÍMAVÉLIN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022
E60
Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á
áklæði og grind.
Sérsmíðum allt eftir
pöntunum.
Stóll E60 orginal kr. 44.100
Retro borð 90 cm kr. 156.200
(eins og á mynd)
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Biðu fúsar eftir lúnum ferðalangi
Auglýsingaherferð Flugleiða í Svíþjóð haustið
1982 hleypti öllu í bál og brand enda skildu
margir hana á þann veg að verið væri að gera
út á lauslæti íslenskra kvenna. Dagblaðið
Expressen sendi blaðamann til að rannsaka
málið og Íslendingar búsettir í Svíþjóð
sendu frá sér harðorða yfirlýsingu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Haustþingið mótmælir
þeim aðferðum sem hið
íslenska flugfélag Flugleiðir
notar til að laða einhleypa sænska
karlmenn til Íslands,“ sagði meðal
annars í yfirlýsingu sem Íslenska
landssambandið í Svíþjóð sendi
fjölmiðlum hér á landi í október
1982 að undangengnu haustþingi í
Gautaborg. Mótmælin beindust gegn
auglýsingaherferð Flugleiða fyrr um
haustið í sænskum fjölmiðlum.
Ennfremur sagði í tilkynning-
unni: „Þingið álítur, að í auglýs-
ingarherferð þessari sé farið með
rangt mál, bæði hvað varðar íslenskt
þjóðlíf og hegðun íslenskra kvenna.
Þingið telur, að með þessu sé verið
að brjóta í bága við jafnréttislögin
og almennt velsæmi, þar sem lesa
má úr auglýsingunum að íslenskar
konur séu falar erlendum ferða-
mönnum. Þingið telur einnig að
auglýsingamennska Flugleiða sé
Íslendingum ekki samboðin og að
fyrirtækið vanvirði þjóðina út á við
með slíkum ósannindum.“
Leiddir um gleðigötur
Gylfa Kristinssyni, sem búsettur
var í Uppsölum, brá einnig í brún
þegar hann rak augun í téða auglýs-
ingu. Það kom honum spánskt fyrir
sjónir að þrjár kviknaktar ungar
konur í einni og sömu lopapeysunni
skyldu bíða eftir að sinna lúnum
ferðalangi og leiða hann um gleði-
götur skemmtiborgarinnar Reykja-
víkur. Borgarinnar sem breytist í
iðandi stórborg þegar húmið fellur á.
„Hér í Svíþjóð skildi fólk strax
hvað klukkan sló,“ skrifaði hann
í Tímann. „Síðastliðinn vetur var
töluvert fjallað um svokallaðar
„sexresor“ til Bangkok. Þessar
ferðir voru skipulagðar af ferða-
skrifstofum sem vægast sagt eru
ekki vandar að virðingu sinni. Í
hugum fólks hér í landi eru tengslin
augljós. Enda leið ekki á löngu þar
til útbreiddasta dagblað Svíþjóðar,
Expressen, sem kemur daglega út í
tæplega 600.000 eintökum, keypti
þennan „girnilega“ helgarpakka og
sendi kvenkynsblaðamann sinn til
að kanna innihaldið.“
Ekki ný skemmtanaparadís
Blaðamaðurinn, Gisela Fridén,
fór í helgarreisu með Flugleiðum
til Reykjavíkur og skrifaði grein í
framhaldi af þeirri reynslu sinni.
Til að gera langa sögu stutta var
henni ekki skemmt og greinin mjög
neikvæð fyrir bæði Flugleiðir og
Ísland.
„Reykjavík er ekki ný skemmtana-
paradís. Sú er niðurstaða í ítarlegri
grein í Expressen, útbreiddasta
dagblaði Svíþjóðar á laugardaginn,“
sagði Gunnlaugur A. Jónsson,
fréttaritari DV í Lundi.
„Grein Expressen er óneitanlega
heldur neikvæð fyrir Ísland og ekki
til þess fallin að auka ferðamanna-
strauminn þangað frá Svíþjóð. Í
greininni segir að þessari auglýs-
ingu sé sýnilega ætlað að höfða til
karlmanna fyrst og fremst því að
í henni sé gefið í skyn að íslenskar
stúlkur séu „fúsar og fallegar“.“
Ekki hægt að kaupa bjór
Í grein Expressen var einnig kvart-
að undan dýrtíðinni á Íslandi.
„Reikningur fyrir helgina hljóðaði
upp á 4.000 sænskar kr. sem eru
8.800 íslenskar krónur og kvef
vegna kuldablástursins. Þá er ferða-
kostnaður ekki reiknaður með,“ stóð
í grein sænska blaðsins.
Af öðru neikvæðu sem útsendari
Expressen sá við Ísland má nefna
að ekki var unnt að fá keyptan bjór
og hversu dýrt væri að ferðast með
leigubílum. Þá sagði að Íslendingar
ryddust áfram á skemmtistöðum
og helltu brennivíni yfir fólk án þess
að biðjast afsökunar, auk þess sem
biðraðir væru við alla skemmtistaði
eftir miðnætti. Þá var greinilegt að
höfundurinn var ósáttur við þær
reglur sem giltu um klæðaburð á
skemmtistöðum í Reykjavík. Sagðist
hún hafa verið kölluð pönkari af dyra-
verði í Broadway, „stærsta diskóteki
í Evrópu“ og hefði hún þó verið í
glænýrri peysu keyptri á Íslandi.
Fridén lauk grein sinni á þessum
orðum: „Sjálfri finnst mér ósköp
ósmekklegt að „selja“ grunlausar
íslenskar stúlkur sænskum körlum
eins og Reykjavík sé ný Bangkok.“
Heiðri íslenskra
kvenna bjargað
Gylfi dró málið saman í grein
sinni: „Árangur Íslandsfarar þessa
fulltrúa sænskra neytenda birtist
í óvenjulega hlutlægri grein 2.
október. Hver var niðurstaðan? Þær
hugmyndir sem auglýsing Flugleiða
hafði vakið hjá blaðamanninum
stóðust ekki. Í stuttu máli sagt
reyndist Reykjavík ekki sú gleðiborg
sem fullyrt var í auglýsingunni.
Og það sem meira var, íslenskt
kvenfólk var ekki jafn lauslátt
og blaðamaðurinn hafði fengið á
tilfinninguna við lestur auglýsinga
og kynningarrita Flugleiða. Þar með
hefur heiðri íslenskra kvenna verið
bjargað að sinni, þökk sé blaða-
manninum en ekki Flugleiðum.“
Frúin hafði allt á hornum sér
DV sló á þráðinn til Flugleiða af
þessu tilefni og varð Hans Indriða-
son, forstöðumaður norðursvæðis
félagsins, fyrir svörum.
„Það kemur mér á óvart að konan
skuli rangfæra svona mikið,“ sagði
hann um sænsku greinina. „Bæk-
lingurinn sem við gefum út er mjög
smekklegur og vel úr garði gerður.
Í honum er verið að reyna að benda
á hið fjölbreytta skemmtanalíf sem
hér er og er á heimsmælikvarða, að
mínu áliti. […] Þannig að frúin hefur
haft allt á hornum sér frá því hún
kom og þar til hún fór. Við höfum
látið kanna hvers konar fólk hefur
látið bóka sig í þessar ferðir. Það er
mest hjónafólk á aldrinum 35 til 45.
Það sýnir að hinn venjulegi Svíi skil-
ur auglýsingaherferð okkar á þann
hátt sem meint er og sett fram.“
,Þingið álítur, að í
auglýsingarherferð
þessari sé farið með rangt
mál, bæði hvað varðar
íslenskt þjóðlíf og hegðun
íslenskra kvenna.