Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022
LESBÓK
Úr fegurðinni í spéið
AFP/Phillip Faraone
Gemma
Arterton
er fyndna
konan.
SPÉ Gemma Arterton fer með aðalhlutverkið í nýjum
breskum gamanmyndaflokki, FunnyWoman, sem
byggist á samnefndri skáldsögu Nicks Hornbys.
Þar er í brennipunkti Barbara nokkur Parker, fyrr-
verandi fegurðardrottning frá Blackpool, sem verður
vinsæl leikkona í gamanþáttum á sjöunda og áttunda
áratugnum undir listamannsnafninu Sophie Straw.
Við fylgjumst með vegferð hennar sem að vonum er
lituð karlrembu og almennum fordómum á þessum
tíma. Af stiklunni að dæma er fjör í vændum í bland
við sígilda músíkhittara frá sexunni. Rupert Everett
fer með hlutverk umboðsmanns Barböru og þættirnir
verða sýndir á Sky Max-stöðinni.
Það var ég, bara ég og enginn nema ég
AFP/Suzanne Cordeiro
Dave Mustaine kann sína sögu upp á fulla tíu.
HNÚTUKAST Erjunummilli nafnanna
Dave Mustaine og David Ellefson ætlar
seint að linna en sá síðarnefndi var rekinn
úr málmbandinuMegadeth í fyrra eftir að
hann varð ber að dónaskap á spjallrás á
netinu. Á dögunumminnti Mustaine á, enn
og aftur, í viðtali við málmgagnið LifeMinu-
te að hann hefði stofnað bandið einn og
óstuddur. „Ég var einn í upphafi. Þetta
var mín ástríða. Eftir að ég var rekinn úr
Metallica var enginn með mér í langferða-
bifreiðinni á leiðinni heim,“ segir Mustaine
sem rekinn var fjarri heimahögum.
Endanlega
slaufað?
Amy okkar Schumer er alltaf hress.
SKETSASPÉ Áður en hún sló í
gegn í kvikmyndum í Hollywood
hafði Amy Schumer getið
sér gott orð í sketsaþættin-
um Inside Amy Schumer, eða
Innra með Amy Schumer, árið
2016. Háðfuglinn knái leitar
nú aftur í ræturnar en fimm
nýir þættir af Innra með Amy
Schumer eru væntanlegir hjá
Paramount+ í Bandaríkjunum
í næstu viku. „Mig langaði að
endurvekja Innra með Amy
Schumer til að brenna þessar
fáu brýr að baki mér sem ég átti
eftir,“ skrifaði hún í færslu á
samfélagsmiðlum til aðdáenda
sinna. „Þið viljið ekki missa af
þættinum sem verður til þess að
mér verður endanlega slaufað.“
Bacon gefur
betra bragð
Komi leikkonan Sosie Bacon ykkur kunnuglega
fyrir sjónir þá er það hreint ekkert undarlegt. Þið
hafið séð margar kvikmyndir með foreldrum
hennar, Kevin Bacon og Kyru Sedgwick.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
S
jaldan fellur eggið langt
frá beikoninu, segir mál-
tækið. Hversu oft ætli þau
hafi fengið að heyra þetta,
bandarísku feðginin Kevin
og Sosie Bacon? Hann þekkjum við
úr ótal kvikmyndum gegnum tíðina
og á seinni árum hefur hún fetað í
fótspor pabba gamla. Sosie hefur
raunar líka fetað í fótspor móður
sinnar, leikkonunnar Kyru Sed-
gwick, en það máltæki er alls ekki
að gera sig eins vel, sjaldan fellur
eggið langt frá Sedgwickinni. Þið
skiljið hvað ég er að fara.
Ég bið hana strax afsökunar en
þegar ég sá þetta nafn fyrst, Sosie
Bacon, þá hélt ég að um væri að
ræða einhvern gúrmerétt á huggu-
legum veitingastað úti í löndum. Svo
er ekki, Sosie er leikkona af holdi
og blóði sem hefur hægt og bítandi
verið að mjaka sér áfram í þeim
frumskógi sem Hollywood er. Þessa
dagana má einmitt sjá hana í öllum
betri kvikmyndahúsum landsins, í
sálfræðihrollvekjunni Smile.
Sosie Ruth Bacon fæddist árið
1992 og hermt er að foreldrum
hennar hafi verið í mun að hún tæki
ekki upp þeirra iðju. Í því ljósi sætir
tíðindum að Kevin hafi valið hana
13 ára gamla í hlutverk í myndinni
Loverboy sem hann leikstýrði. Á
þeim tíma var haft eftir honum
að hann hefði valið dóttur sína á
faglegum forsendum sem leikstjóri
en ekki faðir enda hefði hún verið
fullkomin í hlutverkið. Sosie lék
aðalpersónuna Emily á yngri árum
Reuters
Leikarahjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick eru foreldrar Sosie Bacon.
Hrollurinn stingur á kýlum
Í hrollvekjunni Smile leikur Sosie Bacon dr. Rose Cotter sem
verður vitni að sjálfsvígi sjúklings og upplifir í framhaldinu stigvax-
andi hremmingar, sem fær hana til að velta fyrir sér hvort hún sé
að glíma við yfirskilvitleg öfl. Smile er fyrsta
d leikstjórans Parkers Finns.
ali við tímaritið Bazaar segir hún
sé fyrsta kvikmyndin sem hún hafi
ð þátt í án áheyrnarprufu, venjulega
þurfi hún að fara gegnum tíu prufur
til að fá hlutverk. „Að þessu sinni
fékk ég handritið bara sent, sem
var mjög spennandi.“
Sosie segir hrollvekjur vel til
þess fallnar að stinga á kýlum
í samfélaginu, jafnvel betur en
gamanmyndir, og það sé gert í
Smile. Hún vonar að myndin hreyfi
við fólki.
kvikmyn
Í samt
að Smile
teki
Sosie Bacon
og Parker
Finn leikstjóri.
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Ennþá meira úrval af
listavörum
Listverslun.is
Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16