Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 16
16 Reykjavíkurbréf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.10.2022 14.10.22 fagurt mannlíf með sænskri undrastúlku og gapandi vísindamönnum trúandi öllu. Og þar geta hafa ver- ið fyrir þessum billjón árum bílar sem reynt hafi verið að láta ganga fyrir rafmagni, sem dugði ekki til og því fékkst rafmagnið frá kolum sem var miklu verra en gömlu bílarnir. Og þess vegna fór sem fór, ef eitthvað var þar og eitthvað gerðist, en það vitum við ekki fyrr en eftir billjón ár, nema þá að „global warming“ hafi komið í veg fyrir þá þekkingarsöfn- un fyrir löngu fyrir sjálfa sig. Þeir sömu sem höfðu horft á örstutt skeið í sögu jarðar og talið sér trú um að þeir væru herrar hennar og húsbændur. Við Íslendingar höfum með beintengingu til liðinna kyn- slóða kynnst „hamfarahlýnun“. Hvorki við né aðrir vitum þó af hverju hún varð. En hún var mikil bless- un. Í þrjú- eða fjögurhundruð ár eða svo eftir „global warming“ tryggði hlýnunin að hingað sótti fólk sem gerðist forfeður okkar margra, og þaðan fóru menn, hugrakkir af hitanum, enn í vesturátt. Nokkur þúsund Íslendingar sveifluðu sér til Grænlands, þar sem ekki þurfti loftkælingu í ásættanlegum allsnægt- um, því svalinn af íshellunni væri nægilegur til að gera tilveruna notalega. Og Leifur nýtti svo sinn tíma heppilega til að finna Ameríku og hafði svo manndóm til að týna henni aftur að sögn Wilds. L angtímum saman hefur heyrst, sem heilagastur sannleikur alls, að Íslendingar væru upp til hópa fátækt fólk, sem ekki væri aðeins dapurlegt heldur fyrst og fremst andstyggi- legt. Því ástæða þessa volæðis væri (rétt eins og í loftslagsvánni) að vont fólk og illa innrætt ynni sér ekki hvíldar við að tryggja að að sá örlagadómur fengi aldrei enda. Þeir fáu, sem töldust stöndugir í þessari öfugu paradís fátæktar- innar, höfðu að sögn klórað aura sína út úr þeim sem ekkert áttu og hlýtur að hafa þurft nokkra lagni til. Furðu margir hafa látið eins og að þetta væri ekki aðeins staðreynd heldur sönnuð að auki, og þar með ekki umdeilanleg fremur en afstæðiskenning Ein- steins. Engin heimsendaspá hefur gengið eftir Vissulega má því miður benda á margar þjóðir aðrar, og það í ýmsum kimum veraldar, sem eru helteknar af fátækt, og varla finnst þar burgeisastétt nema rétt í kringum ódannaðan fyrrverandi liðsfor- ingja sem stal völdum síðast og náhirðina í kringum hann. Þau auðæfi eru ekki trygg og jafn völt í sessi og Idi Amin og Bokassa reyndust sjálfir. Þessir tveir eru nefndir til dæmis því að enn mun einhverja ráma í þá, því þeir voru ógleymanleg eintök af skíthælum. Sjóðir þeirra voru bólgnir, ekki síst í eðalgrjóti af ýmsu tagi. En þótt opineygð jafnaðargóðmenni hefðu talið að duga myndi að selja það klink á uppboði og skipta á milli allra þá hefði það litlu breytt nema í ör- skotsstund. Því þar vantaði allar aðrar forsendur fyr- ir því sem er kallað mannsæmandi líf. Löngu farnir nýlenduherrar áttu sína sök, en sáu ekki eftir neinu. Séu síðustu 80 árin eða svo talin frá, leið Íslending- um sennilega fjárhagslega einna best í landinu upp úr 874 og í nokkrar aldir þar á eftir, á meðan gamla góða „global warming“ hélt utan um þá, enda þótt enginn heyrði þá hinnar sælu loftslagsparadísar getið. Í millitíðinni skulfu Íslendingar úr kulda og sultu heilu hungri og fækkaði um helming og tóku í það allmargar aldir og höfðu ekki hugmynd um að þjóðin hefði árin sælu á undan naumlega sloppið við „global warming“. Einum 30-40 árum áður en undrabörn í loftslagi fæddust til fjörs hafði enginn vísindamaður hinn minnsta ótta af hlýnandi ógnarveðri sem þó var svo skammt undan. Enda voru allir, sem eitthvað gátu, uppteknir við að slást við ömurlegt skiln- ingleysi hins heimska heims varðandi ósonlagið, en eyðileggingarmáttur þess var sagður fara með himinskautum. Jörðin og heimurinn, sem átti þar lögheimili, átti að sögn vísindanna lítinn tíma eftir. Og það skammarlega var, að þessi ógn kom helst til vegna pjattaðra fáráðlinga á borð við bréfritara, sem gat ekki stillt sig um að nota svita- sprey í handarkrika í vafasömum erindum niður í Glaumbæ. Líklegt er að fleiri en sá þrjótur einn hafi farið þangað í svipuðum erindum og ábyrgð- in því dreifð. Sprey bréfritara stakk lítt í stúf við aðra lykt staðarins. En það er til vitnis um hvers konar villimenn sóttust í þessa Sódómu, og sóttu hart að síðustu mínútum jarðar, að kvenfólkið gekk enn lengra en ímyndaðir töffarar, því að hár flestra þeirra var eins og steinlímd heysáta sem hefði ekki haggast í veðurofsa á Flórída. Svokallaðir „fréttamenn“ demókrata lögðu þá alla áherslu á að bylurinn þar væri bein afleiðing af „global warming“. Veðurfræðingar vestra stundu því þó flestir hræddir upp að veðurofsinn hefði ekkert með þann spuna að gera frekar en aðrir stormar þar síðustu 10 þúsund árin. En karlpeningurinn í Glaumbæ taldi sínum spreybrúsum vel varið við hátignarlega uppsetningu ljómans á staðnum. Það var ekkert að því og í góðu samræmi við viðurkennda tísku svo að bévítans ósonlagið gæti átt sig. Sjálfir notuðu þeir brilljantín, sem aldrei hefði tortímt nein- um hnetti. Á fyrnefndum unaðsárum hefði hvorki vísindamenn né ófæddar sænskar dúkkur grunað að bifreiðar væru að tortíma heiminum. Hafi einhvern grunað eitthvað ljótt, þá hefur hann ekki viljað troða sér fram fyrir heimsenda ósonlagsins, sem þá var í fyrsta sæti „vísindanna“. Allar stórar breytingar af jarðarvöldum En sé horft er til baka má eigna Glaumbæjar- kynslóðinni margt og planta skógarflæmi henni til heiðurs, Ekki átti hún bíla. Fóru piltar því gang- andi á veiðistöðvar, með strætó, sem menn voru ekki hættir að nota þá, eða tróðu sér 6 inn í leigubíl hjá „góðum bílstjóra“, í hagræðingarskyni. Enginn var með öryggisbelti, þótt margir væru lausgirtir. Í milljarða ára hafði manneskja ekki gert jörðinni neitt. En hún hafði hins vegar látið mannskepnuna finna til tevatnsins. Oft með kulda, og trekki, svo ekki sé minnst á endalausu ísbreiðurnar sem engu eirðu. En loks í bærilegu hitastigi á jörðinni tók það aðeins 40 ár, að sögn „vísindamanna“, að gera ólíft á þessum hnetti, þótt enginn hafi lengi hent kjarnorku- sprengju. Við getum með öflugustu sjónaukum séð svo sem billjón aðra hnetti, sem sumir voru sennilega til fyrir mörgum árum, en sumir þeirra svo ofboðs- lega mörgum árum að þar er ekkert til sem ein- hverju sinni var. Og þess vegna gæti hafa verið þar Snúið er að spá um framtíð, og sagan er ólíkindatól ,Ísbirnirnir sem áttu að verða útdauðir um aldamótin 2000 skv. Gore misstu af þeim fréttum og hefur reyndar fjölgað síðan.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.