Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.10.2022, Blaðsíða 11
1116.10.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR
Hver varWilhelmBeckmann?
Wilhelm Ernst Beckmann
(1909-1965) var fyrsti bæjar-
listamaður Kópavogs. Hann
kom til Íslands árið 1935 á
flótta frá Hitlers-Þýskalandi
og settist hér að. Hann vann
um árabil við útskurð og
skúlptúragerð, málaði og
teiknaði myndir og vann við
grafíska hönnun. Eftir hann
liggja margvísleg tréskurðar-
verk, mörg með trúarlegri
skírskotun, og smærri hlutir
úr tré, beini, horni og silfri.
Börn Wilhelms og Valdísar Einars-
dóttur höfðu frumkvæði að því að
Stofnun Wilhelms Beckmann var
sett á laggir árið 2013 til að kynna
listamanninn, halda nafni hans á
lofti og styrkja efnilega myndlistar-
menn til verka.
Bókin Beckmann, um ævi og feril
listamannsins, kom út haustið 2020.
Ný heimildamynd um Beckmann
verður að líkindum sýnd innan
tíðar í sjónvarpi hérlendis
og í Þýskalandi.
Stofnun Wilhelms Beckmann, sem starfar
samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 790/2013,
auglýsir eftir umsóknum um starfslaun/styrk frá
ungum myndlistarmanni/-mönnum (yngri en 35
ára) skv. reglum þar að lútandi en þar segir:
Styrki/starfslaun er heimilt að veita
myndlistarmanni/-mönnum sem starfa að
höggmyndalist, tréskurðarlist og annarri
mótunarlist (skúlptúr), listteikningu, listskrift,
málaralist, listrænni ljósmyndun, grafíklist,
þráðlist (textíllist) og leirlist (keramík).
Heildarfjárhæðin, 2,5 milljónir króna, jafngildir
starfslaunum í þrjá til sex mánuði eftir því hvort
einn eða fleiri styrkir eru veittir.
Þriggja manna matsnefnd fer yfir umsóknir og
mælir með einum eða fleiri umsækjendum.
Stjórn Stofnunar Wilhelms Beckmann tekur
endanlega ákvörðun um styrkþega.
Listamennirnir eiga eignar- og höfundarrétt
verka sinna.
Upplýsingar er að finna á vefnum
gerdarsafn.kopavogur.is.
Umsóknir með ferilsskrá og greinargóðri lýsingu
á verkefni/verki sem umsækjandi hyggst vinna
að, hvar/hvenær, berist dómnefnd á
tölvupóstfangið gerdarsafn@kopavogur.is
í síðasta lagi sunnudaginn 6. nóvember 2022.
StofnunWilhelmsBeckmann
Styrkir/starfslaun fyrir ungt listafólk
Eldar loga eftir íkveikju á götum úti í
Teheran, höfuðborg Írans, í mótmæl-
um 8. október. „Konur, líf, frelsi,“ er
slagorð mótmælenda. AFP varð sér
úti um myndina utan Írans.
AFP
háum embættum, en þó ekki þeim æðstu. Eftir
byltinguna urðu þáttaskil í læsi kvenna. 1976
náði læsi kvenna ekki 30%, en fjórum áratugum
síðar var það komið í 80%. Yfir helmingur há-
skólanema í landinu eru konur og þannig hefur
það verið í rúman áratug. Konur eru hins vegar
aðeins 20% landsmanna á vinnumarkaði.
Harðlínumaður á forsetastóli
Skipst hefur á með þíðu og frosti í Íran og oft
hafa umbótasinnaðir forsetar kljáðst við harð-
línuöfl æðstu klerkanna. Þegar Ebrahim Raisi
forseti komst til valda í fyrra kólnaði verulega.
Hann er forstokkaður harðlínumaður og mál-
flutningur hans minnir á árdaga byltingarinnar.
Raisi var einn af fjórum saksóknurum í einni
af hinum illræmdu „dauðanefndum“ sem árið
1988 dæmdu að talið er fimm þúsund pólitíska
fanga til dauða. Margir þeirra, sem dæmdir
voru í þessum sýndarréttarhöldum, voru á aldr-
inum 15 til 25 ára. Nefndirnar skipaði Khomeini
á laun til að uppræta andófsmenn. Raisi var þá
28 ára og yngstur í sinni nefnd. Sagt er að hann
hafi átt lykilþátt í að tryggja að aftökurnar færu
fram á næstu vikum eftir að dauðadómarnir
féllu. Líkin voru grafin í ómerktum gröfum og
í mörgum tilfellum hafa enn ekki verið gefin út
dánarvottorð.
Raisi hefur síðan farið mikinn í írönsku
dómskerfi, sem hefur óspart verið notað sem
tæki til kúgunar og mannréttindabrota. Þar
hafa verið notaðar pyntingar til að þvinga fólk
til falskra játninga og sækja andófsmenn og
umbótasinna til saka af fullkominni óbilgirni og
draga síðan lögmenn þeirra fyrir dóm ef því var
að skipta.
Raisi mun líka hafa átt stóran þátt í því
hversu hart var tekið á mörg hundruð mótmæl-
endum úr grænu hreyfingunni, sem myndaðist
þegar milljónir manna mótmæltu því að rangt
hefði verið haft við í forsetakosningunum 2009.
Eftir að hann varð forseti hefur aftökum fjölg-
að verulega í Íran. Það er því full ástæða til að
óttast að þeim sem nú mótmæla daga eftir dag
á götum Írans verði engin miskunn sýnd.
Ólga meðal Kúrda
Kúrdískar rætur Amini hafa haft sitt að
segja. Mótmælin hófust í Sequiz, heimabæ
hennar í Kúrdistan í vesturhluta landsins,
þegar hún lést. Ástæðan er reiði vegna andláts
hennar, en undir niðri kraumar óánægja vegna
langvarandi og kerfisbundinnar mismunun-
ar sem Kúrdar í landinu hafa verið beittir. Mót-
mælin breiddust fljótt út til annarra kúrdískra
borga og í kjölfarið út um landið allt og fólk hef-
ur tekið þátt í þeim óháð uppruna. Þess er ekki
aðeins krafist að slæðuskyldan verði afnumin,
heldur er allri kúgun stjórnvalda mótmælt.
Hvað eftir annað hefur slegið í brýnu milli
mótmælenda og öryggissveita. Myndskeið
bera því ekki aðeins vitni hvað yfirvöld eru
tilbúin að ganga langt, heldur að mótmælendur
eru í uppreisnarhug, sérstaklega á svæðum
Kúrda. Í upphafi mótmælanna var greint frá
því á nokkrum reikningum á félagsmiðlum
að kúrdíska borgin Shino hefði sagt skil-
ið við íranska ríkið. Shino er aðeins 95 km
AFP/UGC
Kona gengur með slegið hár eftir
götu í miðborgTeheran. Mótmælin
í Íran brutust út eftir að kona, sem
var tekin höndum vegna þess að
sást í hár hennar, lést. Myndin var
tekin 11. október.,Fimm dögum
eftir andlát
Amini tók Had-
is Najafi, kona á
þrítugsaldri, upp
myndskilaboð í miðj-
um mótmælum og
birti á félagsvefnum
TikTok: „Ég vona að
eftir nokkur ár þegar
ég lít aftur verði ég
hamingjusöm og allt
hafi breyst til hins
betra,“ mun hún hafa
sagt. Nokkrum klukk-
stundum síðar var
hún skotin í höfuðið.