Fréttablaðið - 10.01.2023, Side 4

Fréttablaðið - 10.01.2023, Side 4
Viðræður eru hafnar á milli GeoSalmo ehf. og sveitar- félagsins Voga um 25 þúsund tonna landeldi á Keilisnesi. „Yrði langstærsti vinnustaður- inn í sveitarfélaginu og myndi hafa gríðarleg áhrif,“ segir bæjarstjórinn. ggunnars@frettabladid.is fiskeldi Bæjarráð sveitarfélags- ins Voga hefur falið Gunnari Axel Axelssyni bæjarstjóra að ganga til viðræðna við laxeldisfyrirtækið GeoSalmo um 25 þúsund tonna landeldi á Keilisnesi skammt austan við íbúðabyggð sveitarfélagsins. GeoSalmo hafði farið þess á leit við sveitarfélagið að hefja rann- sóknarboranir á svæðinu svo unnt yrði að kanna hvort nauðsynleg landgæði væru til staðar. „Það hafa mörg eldisfyrirtæki lýst yfir áhuga á að byggja upp landeldi á Keilisnesi en bæjarráð ákvað að taka þessi næstu nauðsynlegu skref með GeoSalmo. Það er bara mjög ánægjulegt,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd. Áform GeoSalmo ganga út á að eldisstöðin á Keilisnesi verði af svipaðri stærðargráðu og starfsemi fyrirtækisins í Ölfusi. Framleiði á bilinu 20 til 25 þúsund tonn af eldis- laxi á ári. „Til að setja þetta í eitthvert sam- hengi þá myndi slík starfsemi skapa yfir hundrað bein störf á svæðinu. Fyrir utan allt annað. Þetta yrði því sjálfkrafa stærsti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu og gríðarleg lyfti- stöng,“ segir Gunnar. Hann segir Keilisnes að öllu leyti mjög spennandi staðsetningu fyrir uppbyggingu af þessari stærðar- gráðu. „Þau svæði sem henta best fyrir landeldi eru ekki ýkja mörg. Það er aðallega undirlendið í námunda við Þorlákshöfn og svo hér á Reykjanesi. Þess vegna vekur Keilisnes þennan áhuga. Aðstæður þar eru mjög ákjósanlegar.“ Að sögn Gunnars er enn of snemmt að segja til um hvort af verkefninu verður. „Þetta er á algjöru frumstigi. Næsta skref er að rannsaka svæðið betur. Svo á þetta allt eftir að fara í gegnum umhverfismat, íbúa- samráð og breytingar á skipulagi. Það má alveg gera ráð fyrir að það taki einhver ár. En þetta yrði risa- stórt verkefni og fjárfesting upp á tugi milljarða. Ef af verður þá mun þessi starfsemi skipta sköpum fyrir samfélagið hérna í Vogum,“ segir Gunnar. Jens Þórðarson, framkvæmda- stjóri GeoSalmo, segist fagna ákvörðun bæjarráðs. Nú taki við undirbúningur og viðræður sem muni skera úr um hvort landeldi á Keilisnesi verði að veruleika. „Þetta er ánægjulegt og ákaflega mikilvægt skref fyrir okkur hjá GeoSalmo. Við viljum vaxa og auka okkar framleiðslugetu og sjáum fyrir okkur að Keilisnes geti verið næsta stóra verkefni fyrirtækisins á eftir uppbyggingunni sem nú stendur yfir í Ölfusi.“ Jens segir enga tilviljun að sífellt f leiri sveitarfélög á Suðurlandi horfi til eldis á landi með atvinnu- uppbyggingu í huga. Greinin eigi gríðarlega mikið inni og hafi alla burði til að verða einn af máttar- stólpum íslensks atvinnulífs á næstu árum. n benediktarnar@frettabladid.is loftslagsmál Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumála- ráðherra, segir að Ísland eigi alltaf að standa framar öðrum þjóðum þegar kemur að umhverfismálum. Hann segir það mikilvægt að f lýta fyrir orkuskiptum á landinu. Í upphafi árs hefur styrkur köfn- unardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, oft farið yfir klukkustundar- heilsuverndarmörk. Í raun hafa öll mörk ársins 2023 verið brotin. Samkvæmt Umhverfisstofnun getur köfnunarefnisdíoxíð ert lungun og langvarandi innöndun getur valdið lungnaskemmdum. „Mengunin kemur meðal annars frá útblæstri frá bílum, skipunum í höfninni og álverunum. Ef við værum búin með orkuskiptin þá væru þessi vandamál ekki til staðar. Þess vegna ættum við að setja mark- Til að setja þetta í eitthvað samhengi þá myndi slík starfsemi skapa yfir hundrað bein störf á svæðinu. Gunnar Axel Axelsson, bæjar- stjóri í Vogum Við sjáum fyrir okkur að Keilisnes geti verið næsta stóra verkefni fyrirtækisins. Jens Þórðarson, framkvæmda- stjóri GeoSalmo Frumsýning 13. janúar Tryggðu þér miða borgarleikhus.is Mikilvægt að horfa á ávinninginn frekar en kostnað Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumála- ráðherra ið hátt. Opinberir aðilar ættu að ganga hratt fram með að endurnýja bílaflota og þann bílaflota sem við erum í viðskiptum við,“ segir hann. Þá bendir Guðlaugur á að það sé misskilningur að það sé nagla- dekkjum að kenna að svifryk mælist í auknum mæli í upphafi árs. „Hins vegar skiptir máli þegar það hlýnar og svifrykið kemur upp, að við rykbindum og hreinsum síðan göturnar. Það er mikilvægt að Reykjavíkurborg og sveitarfélögin séu vakandi fyrir því,“ segir hann. Að sögn Guðlaugs á alltaf að líta á ávinninginn frekar en kostnaðinn þegar kemur að umhverfismálum. „Við eigum að vera mjög kröfu- hörð þegar kemur að mengun á Íslandi. Þegar bent er á að betur megi fara, þá fagna ég því. Við verðum samt að taka ákvarðanir út frá réttum forsendum,“ segir Guð- laugur. n Stórtæk áform um landeldi í Vogum Landeldisstöð GeoSalmo á Keilisnesi myndi setja sterkan svip á svæðið austan við byggðina í Vogum. MYND/AÐSEND olafur@frettabladid.is NeYteNdUR Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á tollvernd landbúnaðarvara. Fréttablaðið hefur undir höndum bréf Samkeppniseftirlitsins til mat- vælaráðuneytisins, dagsett 20. desember 2022, þar sem fyrirhuguð athugun er tilkynnt og óskað eftir upplýsingum frá ráðuneytinu. Í bréfinu kemur fram að tilefni athugunarinnar er ábending frá Ólafi Stephensen, framkvæmda- stjóra Félags atvinnurekenda, í maí síðastliðnum og viðbótargögn sem hann sendi 21. október síðastliðinn. Fram kemur að í fyrirkomulagi útboðs tollkvóta felist meðal ann- ars að afurðastöðvar í landbúnaði, sem hafi beina og óbeina hagsmuni af því að halda verði á innfluttum landbúnaðarafurðum sem hæstu hafi boðið í kvóta. Í bréfinu til matvælaráðuneytis- ins segir að taka þurfi til skoðunar að hvaða marki afurðastöðvum í landbúnaði sé gert kleift að taka þátt í útboðum á tollkvóta, en þær hafa hagsmuni af því að hindra verðsamkeppni og halda uppi verði á landbúnaðarafurðum. Bréfið er í 16 liðum og óskað er svars í síðasta lagi 16. janúar næst- komandi. Fyrirhugað er að birta svörin á heimasíðu Samkeppnis- eftirlitsins. n Nánar á frettabladid.is Tollkvóti tekinn til rannsóknar Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Sam- keppniseftir- litsins 4 Fréttir 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.