Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 22
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda
tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Elskulegur pabbi okkar, tengdapabbi,
afi og langafi,
Haraldur J. Hamar
Halli
fyrrverandi ritstjóri,
útgefandi og blaðamaður,
lést þann 5. janúar sl. Útför hans fer fram
frá Garðakirkju miðvikudaginn 18. janúar
kl. 13.00. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki í
Hlíðarbæ og starfsfólki á Hrafnistu við Laugarás fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Inga Hildur Hamar Malcolm Osborne
Anna Þ. Haraldsdóttir Hamar Þórir Sandholt
Halla Haraldsdóttir Hamar
Guðrún Helga Hamar
Edda Árnadóttir Hamar, Salka Hamar Penning, Sunnefa
Hamar Penning, Hannah Hamar, Sophie Hamar Osborne,
Elsa Sif Sandholt, Sally Hildur Hamar Osborne, Peter
Haraldur Hamar Osborne, Ísold Sturludóttir Hamar, Vera
Johnsen, Haraldur Sturluson Hamar, Katla Sturludóttir
Hamar, Saga Johnsen, Vigdís Johnsen, Luana Hamar De
Souza, Leonardo Hamar De Souza, Aurora Hamar Lupi,
Bryn Martinsson Hamar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Rakel Sveinbjörnsdóttir
Reynimel 64, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 29. desember,
verður jarðsungin frá Neskirkju
mánudaginn 16. janúar kl. 13.
Guðmundur Eiríksson Jóna Sigríður Jónsdóttir
Jón Eiríksson Þórunn Þórisdóttir
barnabörn og langömmubörn
Sambýlismaður minn og bróðir okkar,
Snorri Jónsson
fv. vegaverkstjóri,
Höfn í Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju
fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.00.
Streymt verður frá athöfninni á vef
kirkjunnar, www.hafnarkirkja.is.
Torfhildur Ólafsdóttir
Þorbjörg Jónsdóttir, Þóra Guðleif Jónsdóttir
og aðrir aðstandendur
Okkar ástkæri
Karl Gottlieb Senstius
Benediktsson
lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði fimmtudaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 16. janúar klukkan 13.
Anna Stella Karlsdóttir
Örn Karlsson
Benedikt Karlsson
Laufey Karlsdóttir Guðmundur G. Sigurbergsson
Sóley Karlsdóttir Per Brosstad
Rakel Karlsdóttir
Hulda Heiðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, stjúpfaðir og afi,
Garðar Sverrisson
verkfræðingur,
Birkiteig 2, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi
20. desember. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 18. janúar kl. 13.00.
Gerður Kristjánsdóttir
Bryndís Garðarsdóttir Jón Einar Sverrisson
Hörður Garðarsson Ingibjörg Helga Skúladóttir
Páll Sigurjón Rúnarsson
Júlíana Garðarsdóttir Hildur Baldursdóttir
Kristján Hreinn Bergsson Linda Björk Einarsdóttir
Berglind Bergsdóttir Gunnar Pétur Bjarnþórsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Ríkharður Kristjánsson
stýrimaður,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 15. desember á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn
12. janúar klukkan 15.
Hjalti Ríkharðsson Magnhildur Erla Halldórsdóttir
Hildur Ríkharðsdóttir Bragi Þór Leifsson
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Jóhann Ríkharðsson Fríða Rut Baldursdóttir
Sigríður Ríkharðsdóttir Jón Gunnar Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans pabbi okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
Hafsteinn Kristjánsson
lést á L-5 Landakoti, 31. desember.
Útförin fer fram frá Seljakirkju
föstudaginn 13. janúar klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks L-5 sem annaðist
hann af natni og alúð.
Upplýsingar um streymi má finna á Seljakirkja.is.
Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat
Laufey Valsteinsdóttir Þorsteinn G. Eggertsson
Kristján Hafsteinsson
Sigrún Arna Hafsteinsdóttir Gretar Þorgeirsson
afabörn og langafabörn
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Jarðfræðingurinn Melkorka
Matthíasdóttir féll fyrir leir
listinni þegar hún gekk í gegnum
erfiða tíma.
arnartomas@frettabladid.is
Sýningin Og hvað um tað? verður opnuð
í Listasal Mosfellsbæjar í dag þar sem
Melkorka Matthíasdóttir sýnir kera
mik muni sem unnir eru á áhugaverðan
hátt. Melkorka er lærð jarðfræðingur
en skellti sér í leirlistina þaðan sem hún
útskrifaðist vorið 2021.
„Það er oft skrítið hvernig lífið beinir
manni í einhverjar áttir,“ segir Mel
korka um áhugann á leirlistinni sem
kom í upphafi ekki til af góðu. „Ég fékk
brjóstakrabbamein í byrjun árs 2017 og
var í meðferðum og tilheyrandi stússi
allt árið.“
Í bataferlinu kynntist Melkorka
endurhæfingarstöðinni Ljósinu þar
sem hægt er að dunda sér við alls konar
handverk.
„Ég gleymdi mér alveg í leirnum,“ segir
hún og hlær. „Ég ákvað, þegar ég komst
út úr þessu öllu saman, að skrá mig í
diplómanám í Myndlistarskólanum og
sjá hvert það myndi leiða mig.“
Melkorka lýsir því að í upphafi hafi
henni þótt eins og hún væri svolítið að
svíkja jarðfræðina en það breyttist fljótt.
„Leirinn er einmitt jarðfræði algjör
lega í hnotskurn!“ segir hún og hlær. „Þar
fann ég þennan sameiningarmátt því ég
heillaðist af jarðfræðinni á sínum tíma
og er náttúrunörd í mér.“
Aldagömul aðferð
Sýningunni er lýst sem óði til íslenskrar
náttúru og nýtir Melkorka meðal annars
gróður og tað í verk sín.
„Það eru margir listamenn sem nýta
glerung úr eldfjallaösku í leirnum sínum
en mig langaði að prófa að fara aðrar
leiðir,“ segir hún. „Ég fór að kynna mér
fortíðina og hvernig glerungur varð til
fyrir um tvö þúsund árum.“
Þar komst hún að því að glerungur
inn var unninn í viðarbrennsluofnum
sem leirkerin voru sett í. Viðaraskan
í brennslunni datt ofan á leirkerin og
myndaði þennan hjúpkennda glerung
sem gerir kerin vatnsheld og sterkari.
„Glerungagerðin þróaðist út frá þessu
en mig langaði að prófa að nýta alls
konar ösku með því að brenna sjálf
plöntur og annað,“ segir Melkorka. „Svo
komst ég að því að það var rosaleg vinna
að brenna þetta efni og askan sem varð
eftir var oft mjög lítil.“
Tað og beyki
Melkorka velti þá fyrir sér hvar hún gæti
náð sér í auðfengna ösku sem einhver
annar hefði brennt.
„Þá varð mér hugsað til þess þegar ég
fór í laxveiði og lét síðan reykja laxinn
fyrir mig í Reykofninum í Kópavogi,“
segir hún. „Ég talaði við Kára þar sem
fannst þetta svo skemmtileg hugmynd
að hann var alveg til í að láta mig fá ösk
una sem þeir eiga nóg af.“
Í reykofnunum er annars vegar notað
beyki og hins vegar tað.
„Það kom svo í ljós að taðið kom mjög
skemmtilega út í leirlistinni,“ segir Mel
korka. „Ég prófaði tvenns konar ösku
og er að sýna glerungana úr þessum
efnum og muninn á þeim á sýningunni.
Taðið gefur glans og er glermyndari því
það er svo mikill kísill í grasi, og þar af
leiðandi í taði. Beykiaskan er svo öðru
vísi því hún inniheldur minni kísil og er
stundum erfið viðureignar en samt rosa
falleg.“
Sýningin stendur yfir til 3. febrúar í
Listasal Mosfellsbæjar. n
Úr jarðfræði í leirlist
Melkorka nýtir ólíka ösku við gerð verka sinna. fréttablaðið/valli
TímamóT FréTTablaðið 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDaGUR