Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Á sama tíma og kyrrstaða umlykur hug- mynda- heim ríkisstjórn- arinnar veldur mengun vegna sam- gangna heilablæð- ingum og hjartaáföll- um. Reykja- víkurborg er því eina stóra sveitar- félagið sem lætur for- dæmalausa hækkun fasteigna- mats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækk- uðu um 21 prósent um áramót. Fasteignaskattar á sér- býli hækkuðu um 25 prósent. Þetta er um tals vert meiri hækk un en til kynnt var um fyr ir ári síðan og talsvert meiri hækkun en áætlanir borgarinnar gerðu ráð fyrir. Hækkanir á fasteignamati leiða óhjákvæmilega til skattahækkana á heimili og fyrirtæki. Meðalfasteigna- mat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík er 53,5 milljónir en verður með hækkuninni 64,7 milljónir. Að jafnaði munu því fasteignaskattar á meðalíbúð í Reykjavík hækka um rúmlega 20 þúsund krónur árlega. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðideildar Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækk- ar um 10,2 prósent á landinu öllu. Þetta þýðir samsvar- andi skattahækkun á atvinnulíf, án þess að hækkuninni fylgi aukin þjónusta til fyrirtækjanna í borginni. Í erindi Félags atvinnurekenda til sveitarstjórna segir að með hækkuninni muni þrír milljarðar bætast við skattbyrði atvinnulífsins árlega. Skoraði félagið á sveitarfélögin að lækka álagningarhlutföll með samsvarandi hætti. Á fyrsta borgarstjórnarfundi nýs kjörtímabils lagði Sjálfstæðisflokkur til lækkun fasteignaskatta á atvinnu- húsnæði og íbúðarhúsnæði fyrir árið 2023. Með lækk- uninni yrði brugðist við gríðarlegri hækkun fasteigna- mats. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nefnilega með fólki og fyrirtækjum í borginni þegar skórinn kreppir. Við viljum draga úr álögum – og tryggja sanngjarna skatt- heimtu í Reykjavík. Meirihlutinn hafnaði tillögunni. Viðbrögð nágrannasveitarfélaga við hækkuðu fast- eignamati voru aftur á móti önnur – þar voru álagning- arhlutföll lækkuð svo koma mætti til móts við hækk- anir. Reykjavíkurborg er því eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Sífellt er seilst dýpra í vasa skattgreiðenda. Eitt af lykilatriðum þess að ef la samkeppnishæfi borgarinnar er að lækka skatta á einstaklinga og fyrir- tæki. Í dag innheimtir Reykjavík hæsta útsvar og hæstu fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Við erum í lifandi samkeppni við erlendar borgir og innlend sveitarfélög um fólk og fyrir- tæki. Við verðum að gera betur. n Vasar skattgreiðenda Ég þekki fólk sem lætur mannvirðingar ráðast af því hverjir séu tilbúnir að sleppa umkvartanalaust matarhléum og lögbundnum frístundum ef krafa um afköst kallar á slíkt. Gildir einu þótt álagið gæti leitt til örmögn- unar. Sami hópur leitar helst aldrei til læknis vegna forvarna heldur aðeins þegar bein hefur brotnað eða eitthvað álíka drastískt. Brotið bein hamlar afkastagetu dagsins í dag. En að hafa áhyggjur af morgundeginum gæti verið hrein tímasóun. Sá sem eyðir tímanum í að kvarta yfir vinnu- staðarkaffinu eða siðferðislegum álitamálum verður seint talinn „sannur Íslendingur“. Fram- tíðin hefur í raun aldrei átt upp á pallborðið hérlendis, kannski vegna þess að lífsbaráttan hefur að jafnaði verið hörð og von um breyting- ar til bóta aðallega verið lúxus þeirra sem njóta efstu laganna. Sem oft hafa líka sérhagsmuni af því að tala fyrir breytingum. Til eru fjölmiðlar hér á landi til marks um það viðhorf að ef hnattrænar loftslagsbreytingar eyði landi og þjóð verði bara svo að vera. Þann- ig hugsa sum afsprengi móðuharðindanna. Það er þá vitnað til þess að aldrei verði hægt að hafa stjórn á náttúruöflunum. En hið rétta er að maðurinn þarf ekki að óttast náttúruna nú um stundir heldur sjálfan sig og ábyrgðar- skort gagnvart framtíðinni. Um það eru 990 af hverjum 1.000 loftslagssérfræðingum sam- mála. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er aftur á móti afsprengi eftirlifenda móðuharðind- anna. Hann hefur án umhugsunar og yfirlegu blásið fluglest út af borðinu eftir að hugmynd um sjálfbærar samgöngur kom til umræðu í síðustu viku. Sigurður Ingi má þó eiga það að hann er sannur Íslendingur sem kvartar ekki undan kaffinu sínu. Hann hefur unnið myrkranna á milli en út frá hvaða hugmyndum? Á sama tíma og kyrrstaða umlykur hug- myndaheim ríkisstjórnarinnar veldur mengun vegna samgangna heilablæðingum og hjarta- áföllum. Sérfræðingar eru sammála um að umhverfisvænar almenningssamgöngur séu lykilviðbragð í nýrri hugsun. En innviðaráðherra sér ekki að skoðun á fluglest falli undir mikilvægt verkefni. Að velta fyrir sér framtíðinni fellur ekki undir skyldur ríkisins að mati ráðherra hennar. Í versta falli mun þessi gamaldags sýn leiða til þess að það verður ekkert kaffi til. Og enginn eftir til að drekka það. n Vonda kaffið Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Saunaklefa Blautgufur Infraklefa Rafmagnspotta Hitaveituskeljar Kalda potta Saunatunnur og saunahús Mikið úrval af bætiefnum og aukahlutum fyrir potta Mikið úrval af aukahlutum fyrir sauna Smiðjuvegi 1, s. 571 3770, sauna@sauna.is, sauna.is Fjárfesting í vellíðan Á Smiðjuvegi 1 færðu allt fyrir: Velkomin í nýjan og glæsilegan sýningarsal okkar! gar@frettabladid.is Ónógur sjóndeildarhringur Síðar í þessari viku fer fram ráðstefna hérlendis þar sem fólki gefst tækifæri til að kynnast nýjasta tískufyrir- bærinu í þessum blessaði heimi okkar. Verður þar fjallað um svokölluð hugvíkkandi efni sem venjulegu fólki á að vera afar hollt að innbyrða svo það sjái nú loks hvernig allt er í pottinn búið. Kári Stefánsson genameistari hefur sagt það sjálfur að hann ætli að gleypa hugvíkkandi efni í morgunmat þegar hann hættir að vinna og hefur nægt tóm til að víkka hugann. Andans menn og efnis Risaspaðar á sviði hugvíkkunar munu mæta á ráðstefnuna samkvæmt auglýsingunni. Gestirnir verði heldur ekki neinir aukvisar, að minnsta kosti ekki að dæma af miða- verðinu sem er 69.990 krónur, sem maður þarf að að hafa ansi opinn hug til að finnast ekki doldið mikill peningur. Kaffi, te, ávextir, snarl og vatn er þó innifalið. Reyndar geta náms- menn sloppið billega því fyrir þá kostar aðeins 54.990 krónur. Hvaða námsmaður á ekki slíka upphæð afgangs eftir jólin? Og ekki má gleyma „góðgerðapass- anum“ sem kostar 149.990. En þá fá gestir líka kvöldmat með fyrirlesurunum. n Skoðun FrÉttablaðið 10. janúar 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.