Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 10. janúar 2023 Andrea átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári og var á dögunum útnefnd íþróttakona Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sigursælasta hlaupakona landsins Andrea Kolbeinsdóttir, hlaupakona úr ÍR, er sigursælasta hlaupakona landsins. Hún gerði sér lítið fyrir og vann öll þau 25 hlaup sem hún tók þátt í á Íslandi á nýliðnu ári og að auki bar hún sigur úr býtum í Fossavatnsgöngunni sem er stærsta skíðagöngukeppni á Íslandi. 2 Margir reyna að finna nýtt áhugamál á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Nú þegar nýja árið er gengið í garð, jólin liðin og hversdagsleikinn tekinn við eru margir farnir að huga að því að gera einhvers konar breytingar á lífi sínu, stórar eða litlar. Líkamsræktarstöðvar fyllast því fólk ætlar að standa við ára- mótaheitið og taka heilsuna í gegn. Gönguhópar spretta upp eins og gorkúlur og auglýsingar dynja á okkur um hin og þessi spennandi námskeið. Það er ekki bara heilsan sem fólk vill taka föstum tökum á nýju ári, margir vilja líka finna sér nýtt og skemmtilegt áhugamál til að auðga lífið. Af nægu að taka Það skortir ekki framboðið af námskeiðum núna í janúar og sums staðar er jafnvel boðið upp á ókeypis prufutíma, áður en ákvörðun er tekin um framhaldið. Í kvöld er til dæmis hægt að skella sér í ókeypis prufutíma í sóló-salsa hjá Salsa Iceland. Móar studio bjóða líka upp á ókeypis prufu- tíma í vikunni svo fleiri dæmi séu nefnd. Á bókasöfnunum er líka alltaf nóg af viðburðum og nám- skeiðum þar sem hægt er að læra eitthvað nýtt, eins og að búa til barmmerki, taka upp hlaðvarps- þátt og sauma á saumavél. Af nægu er að taka og um að gera að stíga út fyrir þægindarammann á árinu. n Nýtt upphaf Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.