Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 13
N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% Náttúra Íslands og ferðaþjónustan eru tvær hliðar á sama peningi. Ferðamenn koma til Íslands fyrst og fremst til að njóta náttúru lands- ins, landslags og víðerna. Ferða- þjónustan er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins og á ríkan þátt í að halda uppi góðum lífskjör- um. Spillum við náttúrunni spillum við fjöreggi ferðaþjónustunnar og möguleikum komandi kynslóða til að afla sér lífsviðurværis. Ferðaþjónustan nýtur almennt vinsælda. Hún kom Íslendingum upp úr hruninu og er ómetanlegt framlag til hagsældar í landinu. Það eru mörk fyrir því hve marga ferðamenn náttúra landsins og samfélagið okkar getur borið með góðu móti. Ferðamálaráð spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim verði 2,9 millj- ónir árið 2025 og að þeir geti orðið 3,5 milljónir árið 2030. Í áætlunum sem kynntar voru á nýlegum fundi Isavia er gert ráð fyrir 2,2 milljónum ferðamanna árið 2023, sem er svip- að og árið 2018. Orkuskipti í ferðaþjónustu Nýleg orkuskiptaspá Orkustofn- unar (OS) byggir á spá Seðlabankans um hóflega aukningu. Þar er gert ráð fyrir 2,1 m. ferðamanna 2024, 2,3 m. 2025 og 2,5 m. 2030. Þar segir að fjöldi ferðamanna hafi áhrif á orkunotkun bæði vegna millilanda- flugs og fjölda bílaleigubíla. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna erlendra ferðamanna á Íslandi er umtalsverð nú þegar. Miðað við framangreinda spá OS mun orku- þörf og losun gróðurhúsaloftteg- unda (GHL) aukast verulega á Íslandi vegna fjölgunar ferðamanna á næstu árum. Í spá OS, þar sem vaxandi orkuþörf fyrir flugvélaeldsneyti yrði mætt með rafeldsneyti sem framleitt yrði innanlands, þyrfti um 400 GWh. af raforku á ári. Það samsvarar um 1/5 af núverandi raforkuframleiðslu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að vaxandi fjöldi skemmtiferðaskipa komi til landsins. Þeirri starfsemi fylgir bæði losun gróðurhúsaloft- tegunda og aukið álag á vinsælustu ferðamannastaðina. Frá árinu 2005 til 2022 er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda vegna sölu á f lugvélaeldsneyti til millilandaf lugvéla hafi rúmlega tvöfaldast. Þrátt fyrir spár um vaxandi notkun rafeldsneytis er reiknað með losunin liðlega þre- faldist miðað við árið 2005 fram til ársins 2030. Álagið á íslenska náttúru mun einnig vaxa vegna þess að byggja þyrfti fleiri orkuver til að mæta eftir- spurn eftir innlendu rafeldsneyti svo hægt verði að þjóna ferðamönnum. Álag á vinnumarkað og samfélag Gangi framangreindar spár eftir vex álag á ferðamannastaði og vegakerfi umtalsvert. Spurning hvort upplifun ferðamanna verður jafn jákvæð og fram til þessa ef fjöldinn vex enn frekar. Áhrifin á íslenskt samfélag, vinnu- markað og efnahagslíf eru annar fylgifiskur aukins ferðamanna- straums til landsins. Þótt ferða- þjónusta sé mikilvæg atvinnugrein má færa haldgóð rök fyrir því að ekki sé æskilegt að hagsæld Íslendinga verði að verulegu leyti aðeins undir velgengni hennar komin. Þá er vafa- samt að mikil fjölgun ferðamanna og langtíma hagur ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar fari saman. Víða um heim hafa áður vinsælir ferðamannastaðir misst aðdrátt- arafl vegna of mikils fjölda gesta. Meðalvegurinn í þessu efni getur verið vandrataður en með samvinnu yfirvalda og fagfólks í ferðaþjónust- unni á að vera hægt að finna leið þar sem allir aðilar, ferðaþjónustan og erlendu gestirnir okkar, ná í senn að nýta og njóta. Það er deginum ljósara að vaxandi fjölda ferðamanna fylgja margar og erfiðar áskoranir. Ýmislegt hefur verið gert til að auka afkastagetu á vinsælustu ferðamannastöðunum. Hingað til hefur hins vegar lítið sem ekkert verið gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna ferða- þjónustunnar. Gæðin í öndvegi Til þess að takmarka losun gróður- húsalofttegunda er sú aðgerð skjót- virkust að stöðva eða takmarka fjölgun ferðamanna. Fjöldatak- markanir bæta einnig forsendur fyrir verndun náttúru landsins, auka gæði þjónustu og upplifunar gesta okkar. Hafnarmannvirki og flugvellir eru inngangurinn að Íslandi – mann- virki í eigu almennings. Til að tak- marka fjölgun ferðamanna á Íslandi geta eigendur, við Íslendingar, beitt sér með markvissum hætti. Einnig má beita hagrænum stýritækjum. Það síðarnefnda, ef marka má reynsl- una af tillögum um komugjald, yrði afar umdeilt. Það er ekki haldbært til lengdar að láta kylfu ráða kasti í þessum efnum og tímabært að marka stefnu um hámarks fjölda ferðamanna og reiða fram aðgerða- áætlun til samræmis. Stjórnvöld verða að taka af skarið, móta bæði stefnu og leið, áður en það verður of seint. Við sem erum eldri en tvævetur munum að græðgin hefur stundum leikið Íslendinga grátt með skelfi- legum afleiðingum. Ofveiði hefur leitt til að fiskistofnar hrundu og landið var og er víða illa leikið vegna ofbeitar. Þetta eru víti til varnaðar og við verðum að gæta þess að ferða- þjónustan falli ekki í þennan sama pytt. Ísland er í rauninni undraland, náttúruperla, og við Íslendingar berum ábyrgð á að hún haldi áfram að vera það. Forsenda þess að ferða- þjónustan haldi áfram að vaxa og dafna um allt land á næstu árum er sú að við vöndum okkur, höfum náttúruvernd, gæði, öryggi og fag- mennsku að leiðarljósi. Þá mun okkur vel farnast. n Samspil ferðaþjónustu og náttúruverndar Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar Tryggvi Felixson formaður Landverndar ÞRIÐJUDAGUR 10. janúar 2023 Skoðun 13Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.