Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 11
Þegar stuðningsmenn Bolsonaro halda því fram að um kosninga- svindl sé að ræða vilja þeir á sama tíma að herinn ræni völdum. Guilherme Casarões, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í São Paulo Nígeríumenn hafa áhyggjur af tíðum árásum á óbreytta borgara landsins. Brasilískur prófessor segir að stuðningsmenn Jair Bol- sonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem efndu til óeirða á sunnudaginn eigi sér margar hliðstæður við stuðn- ingsmenn Donalds Trump. Byssueign í landinu hafi sexfaldast á fjórum árum og óttast hann að of beldi gæti aukist til muna. helgisteinar@frettabladid.is brasilía Guilherme Casarões, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í São Paulo, segir við fréttastofu CBC að árásir á ríkis- stofnanir Brasilíu um helgina hafi verið blanda af trumpisma og stuðningi brasilískra hægrimanna við herforingastjórn. Stuðningsmenn Jair Bolsonaro réðust á sunnudaginn á þinghús landsins, hæstarétt og forsetahöll Brasilíu til að mótmæla embættis- töku Luiz Inacio Lula da Silva sem forseta. Hvorki Bolsonaro, sem f lutti nýlega til Flórída, né stuðnings- menn hans hafa viðurkennt ósigur. Lula da Silva hefur lýst því yfir að skemmdarvarg arnir verði dregnir til ábyrgðar. Öryggissveitir brasilískra yfir- valda hafa náð völdum á ný í höfuð- borginni Brasilíu þar sem árásirnar áttu sér stað og hafa f leiri hundruð manns verið handtekin í kjölfarið. Casarões segir að óeirðirnar hafi í raun verið ávöxtur fjögurra ára valdatíðar Bolsonaro. Frá því að hann beið ósigur í forsetakosning- um í október hafa stuðningsmenn hans tjaldað fyrir utan bækistöðvar hernaðaryfirvalda, lokað vegum og hegðað sér með afar ógnandi hætti. „Þetta er eins og að horfa á endursýnda bíómynd sem þú veist hvernig endar. Það er mjög athyglisvert að sjá hversu mikið þeir apa eftir stuðningsmönnum Donalds Trump í Bandaríkjunum. Þeir bergmála hrognamál þeirra og hverju einustu samsæriskenningu. Meira að segja orðalag stuðnings- manna er nákvæmlega eins,“ segir Casarões við CBS. Atvikið átti sér margar hlið- stæður við árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þing- húsið fyrir tveimur árum. Casarões segir hins vegar að brasilíski brag- urinn á þessu atviki sé saga þjóðar- innar. „Það er ekkert svo langt síðan við vorum með herforingjastjórn í Brasilíu. Þannig að þegar stuðn- ingsmenn Bolsonaro halda því fram að um kosningasvindl sé að ræða vilja þeir á sama tíma að her- inn ræni völdum,“ segir Casarões. Árið 1964 gerði brasilíski herinn áhlaup á Rio de Janerio og neyddist Joao Goulart, forseti Brasilíu, til að fara úr landi. Ári síðar tók Castelo Branco, einn af leiðtogum valda- ránsmannanna, við sem forseti og sat herinn við völd til ársins 1985. Jair Bolsonaro hefur sagst vera mik ill aðdáandi her for ing ja- stjórnarinnar og efndi stjórn hans meðal annars til hátíðarhalda þann Stuðningsmenn Bolsonaro sagðir eftirhermur Að minnsta 300 manns hafa verið handtekin í Brasilíu eftir óeirðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1. apríl 2019 til þess að fagna 55 ára afmæli valdaránsins. P rófessor in n hef u r ein n ig áhyggjur af því að of beldi í landinu gæti aukist til muna sökum reglu- breytinga um skotvopnaeign undir ríkisstjórn Bolsonaro, en byssueign almennra borgara í Brasilíu hefur sexfaldast seinustu fjögur árin. „Við vitum að sögulega séð hefur Brasilía verið land þar sem almenn- ingur hefur ekki haft aðgang að skotvopnum. En Bolsonaro vildi auka aðgang að byssum í anda bandarísku stjórnarskrárinnar. Það gæti leitt til þess að við sjáum enn meira of beldi í landinu þar sem Brasilíumenn eru nú með aðgang að alls kyns skotvopnum,“ segir Guilherme Casarões við CBS. n helgisteinar@frettabladid.is Nígería Að minnsta kosti 32 var rænt á lestarstöð í suðurhluta Níg- eríu um helgina. Margir þeirra voru starfsmenn og farþegar sem biðu eftir lest. Samkvæmt sjónarvottum mætti fjöldi byssumanna á lestarstöðina í bænum Igueben í Edo-héraði vopn- aður AK-47 rifflum. Þeir skutu upp í loftið áður en þeir rændu starfsfólki og ferðalöngum og héldu með þá í nærliggjandi skóg. Sumir urðu fyrir skoti en náðu engu að síður að f lýja í nágranna- þorp þar sem þeim var bjargað. Á meðal þeirra voru kona og barn. Nígerskar öryggissveitir, með aðstoð veiðimanna sem búsettir eru á svæðinu, leita að hinum fórnar- lömbum mannræningjanna. Miklar áhyggjur hafa verið í Níg- eríu vegna fjölgunar árása á sak- lausa borgara. Rúmur mánuður er í forsetakosningar og hefur öryggi fólks í landinu verið mikið til umræðu. n Yfir þrjátíu manns rænt á lestarstöð í Nígeríu Öryggisvörður ásamt varðhundi á lestarstöð í Nígeríu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Framboð til stjórnar Festi hf. Tilnefningarnefnd Festi hf. auglýsir hér með eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins vegna aðalfundar Festi sem haldinn verður 22. mars næstkomandi. Hlutverk tilnefningarnefndar er að undirbúa og gera tillögu um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins á aðalfundi. Skal að því stefnt að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi yfir fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar í á hverjum tíma. Við gerð tillögu um kosningu stjórnarmanna í Festi skal tilnefningarnefndin horfa til hæfni, reynslu og þekkingar, m.a. með tilliti til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og niðurstöðu árangursmats stjórnar. Stjórnarmenn þurfa jafnframt að fullnægja þeim skilyrðum sem fram koma í samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög sbr. ákvæði 66. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Starfsreglur tilnefningarnefndar, samþykktir félagsins og önnur gögn eru aðgengileg á heimasíðu Festi. Athygli er vakin á því að sérstök skilyrði eiga við um stjórnarmenn í Festi vegna sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið dags. 30. júlí 2018. Geta frambjóðendur kynnt sér skilyrðin á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins þar sem þau eru aðgengileg án trúnaðarupplýsinga. Allir fimm núverandi stjórnarmenn í Festi hf. hyggjast gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þess er óskað að tilnefningum eða framboðum sé skilað til tilnefningarnefndar á sérstökum eyðublöðum ásamt ferilskrá fyrir 3. febrúar 2023 á netfangið tilnefningarnefnd@festi.is. Nálgast má gögnin á www.festi.is undir fjárfestar/hluthafafundir Festi 2023. Festi | Dalvegi 10-14 | 201 Kópavogi | festi.is ÞRIÐJUDAGUR 10. janúar 2023 Fréttir 11Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.