Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 30
Kannski kemur fólki á óvart að hér uppi á Íslandi hafi fólk slíkan áhuga á mál- efnum konungsfjöl- skyldunnar. Svanborg Þórdís Sigurðardóttir AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundum sínum nýverið að auglýsa skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar. Svæðin eru skilgreind sem íbúðarbyggð í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Íbúðarbyggð ofan við Dali, austan núverandi byggðar Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja lágreista íbúðarbyggð með um 250 íbúðum í sérbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að aðkoma akandi verði frá Vogavegi og Iðndal. Lögð verður áhersla á að lóðir og byggingar falli sem best að lands- lagi og verða skilmálar settir varðandi slíkt í deiliskipulagi. Íbúðarbyggð norðan núverandi byggðar í Grænuborg Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja íbúðar- byggð með um 330 íbúðum í sérbýlishúsum og fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að einbýlishús og parhús á einni hæð verði vestast á svæðinu nærst ströndinni en þar fyrir ofan komi lítil fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum. Stærri og hærri fjölbýlishús (allt að 4 hæðir) verða við norðurjarðar svæðisins nærst Vatnsleysustrandarvegi. Dælustöð fráveitu verður vestan og neðan byggðarinnar. Lögð verður áhersla á að lóðir og byggingar falli sem best að landslagi og verða skilmálar settir varðandi slíkt í deiliskipulagi. Kynntar eru skipulagslýsingar skv. 40. gr skipulagslag nr. 123/2010 vegna nýs deiliskipulags á báðum svæðum. Skipu- lagslýsingarnar er hægt að nálgast á vef sveitarfélagsins www.vogar.is Opið verður hjá skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrif- stofu að Iðndal 2, 190 Vogum, fimmtudaginn 19. janúar 2023 milli kl. 13:00 – 16:00 þar sem íbúum og hagsmunaraðilum gefst kostur á að kynna sér lýsingarnar. Íbúar og hagmunaaðilar geta sent inn ábendingar varðandi skipulagslýsingarnar á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is til og með 31. janúar 2023. Skipulags- og byggingarfulltrúi Erum við að leita að þér? Svanborg Þórdís Sigurðar- dóttir, hjá Pennanum Eymundsson, segist hafa fundið fyrir ánægjulega miklum áhuga á Spare, ævi- sögu Harrys Bretaprins. Skip með stórri pöntun af vægast sagt umdeildri og eftirsóttri bókinni er lagt af stað en hún mun þó ekki ná í íslenskar bókaverslanir á alþjóðlega útgáfudeginum sem er í dag. toti@frettabladid.is „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Já, algjörlega. Fólk er byrjað að hringja og er spennt fyrir þess- ari bók,“ segir Svanborg Þórdís Sig- urðardóttir, í erlendum bókum hjá Pennanum Eymundsson, um Spare, ævisögu Harrys Bretaprins. Hún segir Pennann Eymundsson ekki beinlínis hafa verið með sér- stakan viðbúnað í tilefni útgáfunn- ar en þau hafi pantað vel af henni enda bendi fjöldi fyrirspurna og símtala eindregið til þess að bók- arinnar sé ekki síður beðið með mikilli eftirvæntingu hér á landi en annars staðar. „Það er ótrúleg stemning fyrir þessu. Það er nefnilega málið og kannski kemur fólki á óvart að hér uppi á Íslandi hafi fólk slíkan áhuga á málefnum konungsfjölskyld- unnar.“ Dularfull sigling „Það f lækir kannski málið svolítið fyrir lönd eins og okkar þegar ekki má selja bókina fyrr en á ákveðnum degi og hún er þá ekki send út fyrr en þá,“ segir Svanborg en bætir við að í þessu tilfelli sé bókin þó sem betur fer lögð af stað. „En hún er ek k i komin til landsins og ég vil ekki lofa neinu vegna þess að við erum bara háð f lutningum. Þannig að ég vil ekki nefna neinn sérstakan dag ef skipið myndi svo kannski verða stopp einhvers staðar. Þannig að þetta heldur áfram að vera mjög spenn- andi og dularfullt. En hún er á leiðinni og við krossum bara fingur að það sé gott í sjóinn og svona.“ Svanborg segir fyrstu pöntunina hafa verið stóra og að engin hætta sé á öðru en að öll sem vilja muni fá sinn Harry. „Svo kemu r a n nað holl þannig að hún á alveg eftir að vera til og ef hún klárast fyrsta holl þá tökum við niður pantanir. Það er ekkert mál.“ Spennandi leki Eins og áður segir dugði mikil öryggisgæsla ekki til að koma í veg fyrir leka úr bókinni. „Þótt það sé búið að leka ýmsu þá virðist það bara auka á spenninginn,“ segir Svanborg og telur áhugann á bók- inni benda til þess að þetta skemmi alls ekki fyrir. Titillinn Spare, eða Varaskeifan, vísar til orða Karls konungs um „heir and spare“ og að þegar þau Díana prinsessa eignuðust Harry væru þau bæði komin með Vilhjálm sem ríkisarfa og annan, Harry, til vara. Játningar Harrys í bókinni hverf- ast að því er virðist ekki síst um núninginn milli þeirra bræðra og sérfræðingar í málefnum konungs- fjölskyldunnar telja að bókin geti í versta falli haft skelfilegar afleið- ingar fyrir bæði Harry og krúnuna en meðal þess sem hefur lekið er safarík frásögn Harrys af því þegar Vilhjálmur tuskaði hann til eftir að hafa ausið Meghan Markle sví- virðingum. Áþreifanleg eftirvænting Spare hefur verið beðið með slíkri eftirvæntingu víða um heim að í síð- ustu viku var hún komin í 2. sætið yfir mest seldu bækurnar í forsölu hjá Amazon.com og það er svo loks í dag sem eldfimar játningar Harrys skella á heimsbyggðinni af fullum þunga. Svanborg segir eftirspurnina eftir bókinni áþreifanlegri og innbund- inni ánægjulega. „Það er bara alveg frábært hversu sterk bókin var á síð- asta ári. Og um jólin. Hún er ekkert að fara og bara eins og rafbókin og hljóðbókin bætist bara við og fleira fólk sé að lesa á ýmsan hátt. Þetta er mög gaman og við sem erum búin að vera svona lengi í bransanum erum mjög ánægð með það og finnst skemmtilegt að bókin skuli enn vera lifandi miðill.“ n Getum brátt höndlað Harry Beðið var eftir Harry í breskum bókabúðum og víðar í gær og á Íslandi þarf að bíða aðeins lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy Spare kemur út í dag en smá bið verður á því að höndlað verði með Harry á Ís- landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy 26 Lífið 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.