Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 8
 77. ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði 23. febrúar 2023. Þingið verður haldið í íþrótta- húsinu á Torfnesi Mitt hlutverk er fyrst og fremst að vinna að því að við fáum græna orku til að uppfylla loftslagsmarkmiðin. Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslags- ráðherra Um helmingur Íslendinga styður uppbyggingu vind- myllugarða samkvæmt nýrri könnun Prósents en fjórð- ungur er á móti. Umhverfis- ráðherra segir þörf á að vanda sig en okkur liggi á. kristinnhaukur@frettabladid.is orkumál Alls 48 prósent lands- manna styðja uppbyggingu vind- myllugarða á Íslandi. 26 prósent eru á móti. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið. Sextán prósent þeirra sem tóku afstöðu eru mjög hlynnt vindmyllu- görðum og 32 prósent frekar hlynnt. Þrettán prósent eru mjög andvíg og sama hlutfall frekar andvígt. 26 prósent höfðu ekki skoðun á mál- efninu. Þó að fleiri styðji uppbygg- ingu vindmyllugarða en eru á móti er stuðningurinn samt minni en við byggingu fleiri vatnsafls- og jarð- varmavirkjana, en hann mældist 66 hjá Prósent í könnun sem birt var í síðustu viku. Tiltölulega lítill munur er á svörum eftir stjórnmálaskoðunum miðað við fyrri könnunina. Sam- merkt er þó að Framsóknarmenn eru hrifnastir af því að virkja. 57 pró- sent Framsóknarmanna vilja byggja vindmyllugarða en 15 prósent eru á móti. 56 prósent Sjálfstæðismanna vilja byggja vindmyllur en 22 eru á móti. Hjá Viðreisn eru hlutföllin 53 pró- sent á móti 21, hjá Samfylkingu 50 á móti 29, hjá Flokki fólksins 49 á móti 31, hjá Sósíalistum 44 á móti 39, hjá Miðflokksmönnum 41 á móti 40 og hjá Pírötum 38 á móti 21. En 41 prósent Pírata hafði ekki skoðanir á málefninu, langhæsta hlutfallið. Aðeins hjá kjósendum Vinstri grænna mældist meiri andstaða en stuðningur við byggingu vind- myllugarða. 40 prósent þeirra eru fylgjandi en 41 andvígt. Guðlaug u r Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra, segist ekki festa sig við neinar aðferðir þegar kemur að því að búa til græna orku. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að vinna að því að við fáum græna orku til að uppfylla loftslagsmarkmiðin,“ segir hann. „Við þurfum að vanda okkur og gæta jafnvægis en á sama tíma liggur okkur á.“ Stjórnvöld eru nú að skoða hvernig best sé að hafa fyrirkomu- lag vindorkuvera. Einn starfshópur er að rannsaka regluverkið í Noregi, Danmörku, Skotlandi og Nýja-Sjá- landi. Annar er að skoða möguleika vindorku á sjó og sá þriðji að skoða reglugerðaumhverfið og reynslu annarra þjóða. Guðlaugur segist ekki búast við því að öll þau áform sem nú eru í gangi verði að veruleika. En til dæmis er verið að skoða möguleika í Borgarbyggð, Norðurþingi og Múla- þingi. „Sumt hefur ekki einu sinni farið fyrir rammaáætlun enn þá. Þannig að hversu mikið af þessum áform- um verður að veruleika verður að koma í ljós,“ segir Guðlaugur. Það eina sem sé ákveðið eru Búrfells- lundur og Blöndulundur. 51 prósent karla styður vind- myllugarða en 45 prósent kvenna. Andstaðan hjá báðum kynjum mældist hins vegar 26 prósent. Þegar litið er til aldurs eykst and- staðan með hækkandi aldri. 14 pró- sent 18 til 24 ára eru á móti en 38 prósent 65 ára og eldri. Stuðningur- inn mælist hins vegar mestur hjá 35 til 44 ára, eða 56 prósent. Munurinn á svörum eftir búsetu mældist nánast enginn. 48 prósent fólks á höfuðborgarsvæðinu styðja vindmyllur en 26 prósent eru á móti. Á landsbyggðinni mældust hlutföllin 47 prósent á móti 26. Þetta eru mjög ólík svör frá fyrri könnun, þar sem stuðningur við vatnsaf ls- og jarðvarmavirkjanir mældist mun meiri á landsbyggð- inni en höfuðborgarsvæðinu. Könnunin var netkönnun gerð 22. til 30. desember. Úrtakið var 4.000 og svarhlutfallið 49,6 pró- sent. n Styðja uppbyggingu vindmyllugarða Hversu hlynnt/ur ertu vindmyllugarði á Íslandi? n Mjög hlynnt(ur) n Frekar hlynnt(ur) n Hvorki né n Frekar andvíg(ur) n Mjög andvíg(ur) 16% 32% 26% 13% 13% Vindmyllan sem stóð í Þykkvabæ til ársins 2022. Fréttablaðið/andri Marinó benediktboas@frettabladid.is Íþróttir Knattspyrnusamband Íslands hefur óskað eftir hagstæðri leigu á íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði en ársþing sambandsins fer þar fram 25. febrúar. KSÍ sendi bæjarráði bréf þess efnis í byrjun árs en erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Í bréfinu segir að það sé dýrt fyrir KSÍ að halda ársþing úti á landi en það sé þó mikið metnaðarmál að halda ársþing reglulega utan höfuð- borgarsvæðisins. KSÍ muni kapp- kosta að kaupa alla þá þjónustu sem þarf beint frá heimafólki. „Það er kostnaðarsamt fyrir KSÍ að halda ársþing á landsbyggðinni. Leigja þarf góða aðstöðu og tækni- búnað fyrir þingið sjálft og f lytja þarf á staðinn mannaf la vegna framkvæmdar á ársþingi með til- heyrandi kostnaði vegna gistingar og uppihalds. Slíkur kostnaður getur verið umtalsverður. KSÍ mun að auki greiða fyrir veitingar allra þinggesta á þeim viðburðum sem tengjast þinginu,“ segir í bréfinu. Bæjarráð fól Örnu Láru Jóns- dóttur bæjarstjóra að vinna málið áfram. n Mikill kostnaður við ársþing KSÍ bth@frettabladid.is Akureyri Michael Jón Clarke, tón- listarmaður á Akureyri, fer hörðum orðum um menningarhúsið Hof og líkir húsinu við skrímsli. Þetta kemur fram í gagnrýni sem Michael ritar á staðarmiðilinn akur- eyri.net um Vínartónleika aðila í héraði ásamt Gissuri Páli Gissurar- syni tenóri. Michael skrifar að kostnaður við svona tónleika sé miklu meiri en svo að þeir geti skilað hagnaði. Um sal- inn þar sem tónleikarnir fóru fram í ársbyrjun segir hann: „Hamrar er frábær tónleikasalur, eins og Hamra- borg, en menningarhúsið er að verða líkara skrímsli sem étur börnin sín en miðstöð fyrir grasrótina til að vaxa og dafna eins og lagt var upp með á sínum tíma. Það er hverfandi að norðlenskir tónlistarmenn leggi út í svona fyrirtæki nema um kassa- skemmtun sé að ræða,“ segir Micha- el. „Nokkrar kampavínsflöskur voru sprengdar af kórfélögunum upp á sviði en ekkert var í boði fyrir áheyr- endurna þar sem veitingahúsið var lokað og ljósin slökkt. Heyrst hefur að sá rekstur muni verða lokaður til framtíðar eins og margur annar sem hefur hlotið sömu örlög í húsinu.“ Tónlistarmaðurinn segir aðkall- andi að rekstur menningarhúsa verði með þeim hætti að ala upp, næra og hlúa að börnum sínum, „ekki að éta og mergsjúga“, eins og hann orðar það. n Líkir menningarhúsinu Hofi við skrímsli sem étur börnin sín Of dýrt er sagt fyrir grasrótina að efna til tónleika í Hofi. Fréttablaðið/auðunn Vanda Sigur- geirsdóttir, for- maður KSÍ kristinnhaukur@frettabladid.is dómsmál Í dag fer fram aðalmeð- ferð í bótamáli Tony Omos gegn íslenska ríkinu sem nær meira en áratug aftur í tímann. Samkvæmt Kristjáni Ágústi Flygenring, lög- manni Omos, er stefnufjárhæðin 4 milljónir króna að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum vegna þvingunarráðstafana, handtöku, gæsluvarðhalds, húsleitar og hald- lagningar á munum. Omos, sem er frá Nígeríu, kom til Íslands sem hælisleitandi frá Sviss árið 2011. Varð hann einn af aðal- leikendum í hinu svokallaða leka- máli sem leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra sagði af sér. Aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, ját- aði að hafa lekið minnisblaði með Aðalmeðferð í bótamáli Tony Omos gegn ríkinu í dag trúnaðarupplýsingum um Omos til fjölmiðla. Þann 20. nóvember 2013 birti Fréttablaðið frétt upp úr þeim gögnum að Omos væri grunaður um aðild að mansali gegn barnsmóður sinni. Hanna Birna var ekki sú eina sem sagði af sér. DV greindi frá því að Stefán Eiríksson hefði sagt af sér embætti lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu vegna afskipta Hönnu Birnu af lekamálinu en hann neitaði því. Málið gegn Omos var fellt niður. Árið 2015 greiddi Gísli Freyr honum svo um eina milljón króna í bætur vegna lekans. Kristján segir Omos enn þá búsettan á Íslandi. Engar við- ræður um sættir við ríkið hafi verið ræddar. „Það var send krafa á ríkis- lögmann en henni hefur ekki verið svarað,“ segir Kristján. n Tony Omos 8 Fréttir 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.