Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 2
Ég er langyngsti gaur- inn í greininni. Daníel Már Magnússon, skósmiður Síðustu verk jólanna Jólin eru búin. Síðasta verk þeirra sem hafa lifandi tré í stofunni er að farga þeim og koma til Sorpu. Góð stæða af áður skreyttum jólatrjám er núna á flestum stöðvum Sorpu. Skrautið horfið og aðeins greinarnar eftir. Þegar Fréttablaðið bar að garði voru nokkrir að koma með úr sér gengin jólatré sem áður glöddu börn og fullorðna með ilmi sem gervitré ná seint – þótt það sé reynt. Fréttablaðið/Valli Yngsti skóari landsins hvetur konur og karla til að kynna sér iðngreinina sem glímir við skort á fagfólki. Við- skiptin margfölduðust eftir hrun og hafa verið góð allar götur síðan. ser@frettabladid.is ATVINNULÍF Skósmiðastéttin er að eldast á Íslandi, en f lestir skó- arar landsins eru að reskjast á sama tíma og aðeins tveir nemar eru á samningi í þessari gömlu og góðu iðngrein. Þetta þekkir yngsti skóari lands- ins, Daníel Már Magnússon, sem útskrifaðist fyrir sex árum og rekur núna skóvinnustofuna Þráin skóara á Grettisgötu 3. Hann var á sínum tíma eini nemandinn í greininni – og enda þótt núna sé einum fleiri á samningi, að sögn Daníels Más, er ótti íslenskra skóara sá að skortur verði á fagmönnum í framtíðinni. „Ég er langyngsti gaurinn í grein- inni, en flestir kollega minna eru að nálgast eftirlaunin, eða eru jafnvel komnir yfir hefðbundinn vinnu- aldur,“ segir skóarinn í neðanverðu Skólavörðuholti. „En það er gríðarlega mikið að gera hjá okkur öllum, eftir því sem ég best veit,“ bætir hann við og segir að mestallt síðasta ár hafi verið sex vikna bið eftir viðgerð á hans stofu. „En ég hef með mikilli vinnu á undanförnum vikum náð að stytta biðtímann niður í tvær vikur, sem er þolanlegra,“ segir hann. Aðeins sex skóvinnustofur eru á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Daní- els Más, og ein á Akureyri – og þar með er það upptalið. „Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu tíu árum eða svo og hvort við náum hreinlega að manna þessar stofur með fagfólki,“ segir Daníel Már. Hann segir spurnina eftir skó- viðgerðum hafa aukist að miklum mun frá því eftir efnahagshrunið og ekkert lát sé á kúnnum sem vilji láta gera við skóna sína, eða eftir atvikum annan leðurvarning eins og handtöskur og belti. „Við skóarar gerum allt sem hægt er að gera og rétt rúmlega það,“ segir Daníel Már og bendir á að margar leiðir séu til þess að laga góða skó sem best að fæti hvers og eins. „Og það fer bæði betur með mann og skó.“ Hann hvetur konur sem karla til að kynna sér námið sem taki þrjú ár, en þar af er hálft námið í læri hjá meistara. „Ég mæli með þessu starfi. Það er fjölbreytt og skemmtilegt, enda er skóarinn í nánum og mikl- um tengslum við kúnnann,“ segir Daníel Már og rifjar upp af hverju hann valdi fagið á sínum tíma. „Ég var að leita að einhverju allt öðru en einhæfu skrifstofustarfi þar sem maður situr á sínum rassi inni á sama kontórnum alla daga – og niðurstaðan var þessi,“ segir sá skó- ari landsmanna sem er hvað lengst frá því að leggja skóna á hilluna. n Skósmiðastéttin að eldast og aðeins tveir í náminu Daníel Már Magnússon útskrifaðist sem skósmiður fyrir sex árum og var þá eini neminn greininni. Sex skóvinnustofur eru eftir í landinu. Fréttablaðið/DiDDi Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is jonthor@frettabladid.is LögregLUmáL Lögreglan á Norður- landi eystra bíður endanlegrar krufningarskýrslu bæði í skotárás- armálinu á Blönduósi og mann- drápsmálinu á Ólafsfirði. Frá þessu greinir Eyþór Þorbergsson, vara- saksóknari hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. „Auðvitað er þetta áríðandi og við viljum klára þetta, en við viljum líka gera þetta almennilega,“ segir hann um Blönduósmálið. Best væri að fá endanlega krufningarskýrslu áður en lokahnykkurinn í rann- sókninni sé tekinn. Í desember var greint frá því að niðurstöður úr sýnum í mál- inu hefðu borist frá Svíþjóð eftir nokkuð langa bið. Þó ætti eftir að þýða þær niðurstöður, þar sem þær væru á sænsku, og í kjölfarið vinna úr þeim. Eyþór telur að nú sé búið að þýða þær. Þá segir hann að í Ólafsfjarðar- málinu sé enn beðið eftir niður- stöðum frá Svíþjóð. „Við rannsókn svona mála eru tekin alls konar sýni og það getur tekið nokkurn tíma að vinna úr þeim,“ segir Eyþór. n Bíða endanlegrar krufningarskýrslu Tveir fundust látnir í heimahúsi á Blönduósi eftir skotárás þar snemma morguns. bth@frettabladid.is NáTTúrA Veginum um Ólafsfjarðar- múla var í fyrsta skipti í vetur lokað eftir að flóð féll við Sauðanes í gær. Um fyrstu verulegu snjóf lóða- hættuna í vetur er að ræða að sögn Ólivers Hilmarssonar, sérfræðings í ofanflóðum á Veðurstofunni. Hættustigi var lýst yfir eftir flóðið og veginum lokað svo enginn komst í gegn. Vegalengdin milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar lengist um ríf lega 210 km meðan á lokun stendur. „Það hefur verið mikil ofankoma og töluvert eftir af veðrinu enn,“ segir Óliver. Að hans sögn er von á betri tíð í þessum efnum. Hann brýnir þá sem ferðast utan vega á Norðurlandi til að fara varlega. „Þetta er fyrsta snjóflóðaveðrið að segja má í vetur og það sem er sérstakt er áberandi veikleiki í snjónum fyrir norðan. Þar hefur fallið talsvert mikið af flóðum í fjalllendi og full ástæða að hvetja fólk á vélsleðum og aðra sem eru á fjöllum til að fara varlega.“ n Ferðalangar utan vega þurfa að gæta ítrustu varúðar Vélsleðafólk er hvatt til að fara að öllu með gát um fjöll og firnindi. 2 Fréttir 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.