Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 20
Ef við værum ekki að skapa færi hefði ég áhyggjur. Arnar Þór Viðarsson Veðbankar telja Dani líklegasta en að Frakk­ ar muni veita þeim samkeppni á HM sem hefst í vikunni. Frá 2013 hefur Man­ chester City unnið enska deildarbikarinn sex sinnum. aron@frettabladid.is HANDBOLTI Þetta er í 28. skiptið sem heimsmeistaramótið í hand- bolta fer fram. Samkvæmt núver- andi fyrirkomulagi verða 108 leikir leiknir í alls átta borgum, fjórum í Póllandi og fjórum í Svíþjóð. Danska landsliðið hefur verið sigursælt undanfarin tvö heims- meistaramót og sótt gullið í bæði skiptin. Danir eru taldir líklegastir til sigurs á komandi heimsmeistara- móti og takist þeim að tryggja sér heimsmeistaratitilinn verða þeir fyrsta þjóðin til þess að vinna mótið þrisvar í röð. Veðbankar telja líklegast að Frakkar muni veita þeim mesta samkeppni á mótinu en  Frakkar hafa fimm sinnum orðið heims- meistarar. Á sama tíma eru miklar vænting- ar í garð íslenska landsliðsins sem hefur á að skipa breiðum og góðum hóp. Bjartsýnustu menn trúa því að liðið geti bætt besta árangur Íslands á HM til þessa sem er 5. sæti frá því á HM í Japan árið 1997. Mótið hefst næstkomandi mið- vikudag með opnunarleik Frakk- lands og Póllands. Degi seinna er röðin meðal annars komin að íslenska landsliðinu sem mætir Portúgal í fyrstu umferð. Fyrir fram er talið að Ísland sé í erfiðasta riðli mótsins sem í eru þrjár Evrópu- þjóðir. Auk Íslands og Portúgal eru Ungverjaland og Suður-Kórea í D- riðli HM. n Danir geta skapað sérstöðu í handbolta Sigurvegarar á Heimsmeistara- mótinu í handbolta Heimild: IHF Mynd: Getty*Vestur-Þýskaland meðtalið 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019 2021 Frakkland Króatía Spánn Þýskaland Frakkland Frakkland Spánn Frakkland Frakkland Danmörk Danmörk Svíþjóð Þýskaland Króatía Pólland Króatía Danmörk Danmörk Katar Noregur Noregur Svíþjóð Frakkland Portúgal Túnis Þýskaland Króatía Svíþjóð Spánn Katar Frakkland Dan/Þýskal. Egyptaland 28-25 34-31 40-34 29-24 24-19 37-35 35-19 25-22 33-26 31-22 26-24 Ellefu mismunandi þjóðir hafa orðið heims- meistarar í handbolta frá því að fyrsta mótið var haldið árið 1938. Alltaf hefur Evrópuþjóð borið sigur úr býtum á mótinu. Aðrir sigurvegarar: Spánn, Rússland (2), Króatía, fyrrum Tékkóslóvakía, Júgóslavía og Sovétríkin (1) Silfurhafar Júgóslavía Frakkland Frakkland Danmörk Pólland Spánn Króatía Pólland Slóvenía Frakkland Spánn BronshafarSigurvegari Undanfarnir úrslitaleikir © GRAPHIC NEWS Verðlaunahafar Frakkar hafa unnið ¦esta heimsmeistara- titla en Svíar ¦est verðlaun á HM.. Verðlaun 6 6 6 11 12 Svíþjóð (4 titlar) Frakkland (6) Rúmenía (4) Þýskaland* (3) Danmörk (2) G S B Gestgjafar Lorem ipsum hordur@frettabladid.is FóTBOLTI Fjórðungsúrslit í enska deildarbikarnum fara fram í vik- unni en nokkur fjöldi af stórliðum er nú þegar úr leik. Liverpool, Chel- sea og Arsenal eru meðal annars öll úr leik en efsta lið ensku úrvals- deildarinnar féll úr leik gegn Brigh- ton í 32 liða úrslitum. Manchester United ætti að fljúga áfram í næstu umferð en liðið mætir Charlton Athletic í kvöld, Charlton er eina liðið utan úrvals- deildarinnar sem er enn með í keppninni. Charlton er í þriðju efstu deild Englands en búist er við að Erik ten Hag, stjóri United, geri nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu. Newcastle sem situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar er einnig á dagskrá í kvöld en liðið fær Lei- cester City í heimsókn. Lærisveinar, Brendan Rodgers í Leicester hafa átt afar misjöfnu gengi að fagna en ættu á góðum degi að geta strítt sterku Newcastle-liði. Á miðvikudag er komið að Eng- landsmeisturum Manchester City sem heimsækja Southampton á suðurströndinni. Southampton er slakasta lið ensku úrvalsdeildar- innar á heimavelli og því ættu læri- sveinar Pep Guardiola að f ljúga áfram. Guardiola hvíldi bæði Kevin de Bruyne og Erling Haaland um helgina, líklegast koma báðir inn í byrjunarliðið á miðvikudag. Dregið verður í undanúrslitin í vikunni en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram síðustu helgina í febrúar á Wembley-vellinum í Lundúnum. n Úrslitastund nálgast í enska deildarbikarnum Ten Hag vonast eftir sínum fyrsta titli í starfi. Fréttablaðið/Getty Leikir vikunnar Þriðjudagur 20.00 Manchester United – Charlton 20.00 Newcastle – leicester Miðvikudagur 19.45 Nottingham Forrest – Wolves 20.00 Southampton – Man. City Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Portúgal þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki. Fyrri leikur- inn fór fram á sunnudag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eist- land. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark Íslands af víta- punktinum í síðari hálfleik en skömmu áður hafði hann klikkað á vítaspyrnu. helgifannar@frettabladid.is FóTBOLTI „Það sýnir úr hverju Andri Lucas er gerður. Hann er mikill markaskorari,“ segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karla- landsliðsins. Arnar Þór segir að vallaraðstæð- ur í Portúgal hafi ekki verið eins og best verður á kosið en mikið hefur rignt á svæðinu á undanförnum vikum. „Það tók okkur 15-20 mínútur að ná áttum. Við vorum óánægðir með hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum ekki alveg að finna þau svæði sóknarlega sem við vildum finna. Völlurinn var erfiður upp á að spila hratt. Við vildum komast inn fyrir þá en náðum því ekki. Það var sama með varnarleikinn, hann var ekki nógu góður fyrsta korterið. En eftir það var ég ánægður með hvernig við spiluðum þetta. Það var margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum bætt.“ Nýtt leikkerfi Arnar Þór var að prófa nýtt leikkerfi í leiknum við Eista og er það gert til þess að ekki sé of auðvelt að ráða í leik íslenska landsliðsins. „Hugmyndin í gær var að vera í 4-4-2 með tígul á miðjunni. Við höfum verið að vinna í tvö ár í 4-3-3 og erum að fara í mikilvægt ár. Við viljum ekki vera of fyrirsjáanlegir og gera aðra hluti. Þegar styrkleikar okkar eru skoðaðir held ég að þetta gæti hentað okkur vel í ákveðnum leikjum.“ Það hefur vantað í leik íslenska liðsins upp á síðkastið að það skori mörk úr opnum leik. Arnar Þór hefur ekki áhyggjur af því enn sem komið er. „Við erum að skapa okkur færi. Þetta þarf bara að fara að detta fyrir okkur. Ef við værum ekki að skapa færi hefði ég meiri áhyggjur.“ Sænski hópurinn svipaður Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frum- raun sína í leiknum á sunnudag og átti fína spretti. Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður átti frábært sumar með KA í Bestu deildinni á síðasta ári en steig síðan skrefið til Belgíu þar sem hann hefur spilað í næstefstu deild og hefur frammi- staða hans þar vakið athygli. „Nökkvi stóð sig frábærlega á Íslandi síðasta sumar og hefur verið að spila vel með Beerschot í Belgíu. Hann hefur gífurlegan hraða og það er mikil dýpt í hans leik. Við nýttum ekki styrkleika hans fyrsta korterið í gær en svo kom það. Við vorum virkilega ánægðir með hans leik. Þetta var hans fyrsti leikur og það er mjög mikilvægt fyrir alla þessa stráka að kynnast umhverfinu.“ Ísland leikur annan æfingaleik á fimmtudag, þá gegn Svíþjóð en sænski hópurinn er að mestu skip- aður mjög ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í A-landsliðinu, svipað og hjá Íslandi. „Helsti munurinn á Svíunum og Eistunum er sá að Svíar eru að gera eins og við, taka saman hóp sem hefur ekki mikið spilað saman. Ég get voðalega lítið sagt um þetta sænska lið því ég hef sjaldan séð það spila saman. Ég held að það sé jákvætt að þeir séu með marga unga leikmenn. Þeir eru að taka marga leikmenn upp úr U-21 árs liðinu,“ segir Arnar Þór Viðarsson. n Margt jákvætt sé hægt að taka frá leiknum við Eista Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var gestur í þættinum 433.is á Hring- braut. Íslenska landsliðið stendur í ströngu þessa dagana. Fréttablaðið/aNtoN briNk 16 Íþróttir 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURÍÞRóttIR Fréttablaðið 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.