Fréttablaðið - 10.01.2023, Side 26

Fréttablaðið - 10.01.2023, Side 26
Þau eru jafnmisjöfn og þau eru mörg sem hafa tekið þátt í gegnum árin Myndlist Flauelshryðjuverk – Rússland Pussy Riot Pussy Riot Kling & Bang Eva Lín viLhjáLmsdóttir Yfirlitssýning femíníska og pólit­ íska gjörningalisthópsins Pussy Riot, Flauelshryðjuverk – Rússland Pussy Riot, í Kling & Bang er sú fyrsta í sögunni sem listhópurinn hefur sett á laggirnar. Sýningin fer yfir sögu gjörningalisthópsins og kynnir fyrir gestum þá fjölmörgu pólitísku gjörninga sem hópurinn hefur staðið fyrir síðan 2012. Sýn­ ingin er unnin í samstarfi við Mariu Alyokhina en hún er upphafsmeð­ limur Pussy Riot og sýningarstjórar eru Dorothee Kirch, Ingibjörg Sigur­ jónsdóttir og Ragnar Kjartansson. Litríkt völundarhús Sýningarrými Kling & Bang var gjörbreytt fyrir sýninguna með uppsetningu margra aukaveggja. Nú virkar rýmið eins og eins konar litríkt völundarhús. Fyrsta verkið sem tekur á móti gestum þegar þeir ganga inn í rýmið er myndbands­ verk sem sýnir einn meðlim Pussy Riot, með litríka lambhúshettu sem er eins konar einkennisbúnaður listhópsins, að pissa á portrettmynd af Pútín. Verkið er eina nýja verkið á sýningunni og það setur tóninn fyrir það sem koma skal. Sjónrænt og hljóðrænt áreiti er mikið á sýningunni og er ef til vill af ásettu ráði. Maximalískur stíll sýningarinnar ýtir undir tilfinn­ ingu ákefðar og undirrituð fékk á tilfinninguna að eitt markmiða væri að varpa sýningargestum inn í heim pólitískra mótmæla og kippa þeim út úr þægindunum. Rýmið er ekki endilega ætlað til að dóla sér í held­ ur er man gestur í hugarheimi sem er á fullu – minningarnar margar og erindið brýnt. Saga Pussy Riot þrædd Pussy Riot er helst þekkt sem pönk­ hljómsveit sem gerði allt vitlaust með andófsgjörningi sínum Pönk­ bæn: María mey, hrektu Pútín á brott í kirkju Krists í Moskvu árið 2012. Í kjölfarið sátu nokkrar þeirra í fangelsi í allt að tvö ár. Hópurinn kom svo eftirminnilega aftur inn á sjónarsviðið eftir að nokkrir með­ limir gjörningalisthópsins hlupu inn á völlinn í lokaleik heimsmeist­ aramótsins í knattspyrnu í Rússland árið 2018. Á sýningunni fá gestir að kynnast þeim tveimur ofangreindu gjörn­ ingum sem og þeim fjölmörgu pól­ itísku gjörningum sem hópurinn hefur staðið fyrir í gegnum árin. Sérhver pólitískur gjörningur er settur í samhengi við hverju var verið að mótmæla og hverjar afleið­ ingar gjörningsins voru fyrir þá meðlimi Pussy Riot sem tóku þátt hverju sinni. Gjörningarnir eru fjöl­ breyttir en halda í þann rauða þráð að mótmæla mismunandi hliðum alræðisins sem hefur farið vaxandi í Rússlandi undanfarinn áratug. Afleiðingar mótmælagjörninganna eru mun harðari en f lestir gestir eiga að venjast, allt frá samfélags­ þjónustu til eitrunar, en slíkt væri nær óhugsandi hér á landi. Ég hafði aldrei heyrt um flesta gjörningana sem til sýnis eru en þeir eru margir einfaldir, hugljúfir og hnífbeittir. Til að mynda prentuðu þau myndir af pólitískum föngum á jólakúlur og hengdu á jólatré í Moskvu. Framsetning eldri gjörninganna nær vel utan um stemninguna sem birtist í heimildunum. Samhengi, útskýringar og af leiðingar gjörn­ inganna eru skrifaðar beint á vegg­ inn og myndir frá gjörningunum eru límdar upp með neonlituðu límbandi. Þetta gefur heimagert og fljótfærnislegt yfirbragð sem passar vel við pönk­anda Pussy Riot og miðlar því hvernig hópurinn starfar. Pólitískur raunveruleiki nútímans Í síðustu rýmum sýningarinnar verður frásögnin aðeins nær okkur í tíma og er því með öðru móti. Á veggjunum eru myndir frá tímum meðlima Pussy Riot í stofufangelsi og sagt er frá aðstæðum þeirra. Gestum gefst svo kostur á að dvelja um stund í litlu rými sem líkir eftir fangaklefa. Loks tekur á móti gestum lítill gangur þar sem á veggjunum hanga myndir af f lótta Mariu Alyokhina frá Rússlandi. Hún klæddi sig upp sem sendill, f lúði landið með hjálp vina sinna sem keyrðu hana að landamærum Bel­ arús og komst til Litáen með hjálp Ragnars Kjartanssonar sem útveg­ aði henni vegabréf. Þannig gefur tilurð sýningarinnar og aðdragandi hennar dæmi um hvernig og hversu miklu máli skiptir að Íslendingar noti forréttindastöðu sína til þess að styðja við og viðhalda pólitísku andófi. Sýningin kallar eftir því að hætta pólitískri meðvirkni með ein­ ræði Pútíns. Tvær tegundir söguþráða birt­ ast á sýningunni. Litlu sögurnar, eða smásögur sérhvers gjörnings, mynda eitt f læði sem sýnir hverju hópurinn mótmælir hverju sinni og þeim falsfréttum sem haft er um þau. Þegar þessar frásagnir eru tengdar saman við það sem Maria og aðrir meðlimir Pussy Riot hafa mátt þola undanfarin misseri, eftir innrásina í Úkraínu, byggði sýn­ ingin upp kynngimagnaða frásögn sem er langt frá því að vera lokið. n niðuRstaða: Mikilvæg og upp- lýsandi sýning um einn magnað- asta gjörningalisthóp okkar tíma. Maximalísk andófssýning Sýningarrými Kling & Bang hefur verið gjörbreytt fyrir sýningu Pussy Riot með uppsetningu margra aukaveggja svo rýmið virkar eins og litríkt völundarhús. mynd/vigfús Birgisson Að mati gagnrýnanda er um að ræða mikilvæga og upplýsandi sýningu um einn magnaðasta gjörningalisthóp okkar tíma. mynd/vigfús Birgisson arnartomas@frettabladid.is  Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins snýr nú aftur eftir nokkurt hlé og hefur verið opnað fyrir umsóknir um þátttöku. Á slamminu eru frum­ samin ljóð flutt fyrir áheyrendur þar sem áherslan er ekki síður á flutn­ inginn en á ljóðið sjálft. „Þau eru jafnmisjöfn og þau eru mörg sem hafa tekið þátt í gegnum árin, en ég held að þau eigi öll útgeislunina sameiginlega, sem sýnir sig í texta og flutningi,“ segir Guðrún Elísa Ragnarsdóttir hjá Borgarbókasafninu. „Þetta er mjög fjölbreytt og við hvetjum alla til að taka þátt.“ Margir tengja ljóðaslömm helst við bítnikka með alpahúfur sem smella fingrum í einhverjum myrk­ um kjallara en Guðrún Elísa segir slömmin hafa verið vinsæl í gegnum tíðina. „Við vorum síðast árið 2017 og við héldum þetta með aðeins öðru sniði í Tjarnarbíói,“ segir hún. „Okkur langaði svo að endurvekja þetta því það koma svo margir hæfileikaríkir krakkar og taka þátt.“ Ljóðaslammið 2023 fer fram 3. febrúar og umsóknarfrestur er til 15. janúar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins. n Ljóðaslammið vaknar til lífsins Kælan mikla vann Ljóðaslammið 2015. mynd/aðsEnd HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? 22 Menning 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttabLaðiðmennInG FréttabLaðið 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.