Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 21
266 Þar sem Ómar var utan hóps í tveim- ur leikjum liðu 266 mínútur á milli marka hjá Selfyssingnum á síðasta HM. 8,1 Ómar skoraði 195 mörk í 24 leikjum í þýsku deildinni eftir síðasta HM, eða 8,1 mark að meðaltali í leik. 59 Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum á Evrópumótinu í handbolta á síðasta ári, eða 7,38 mörk að meðal- tali í leik. 237 Ómar Ingi var næstmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra með 237 mörk ásamt því að gefa þriðju flestu stoðsend- ingarnar. 2 Selfyssingurinn varð annar Íslendingurinn til að verða marka- kóngur Evrópumótsins á síðasta ári á eftir Ólafi Stefánssyni. 3 Ómar er einn þriggja leikmanna íslenska liðsins sem voru til- nefndir sem bestu handboltamenn heims í sinni stöðu af Hand- ball Planet. Ómar Ingi Magnússon stóð ekki undir væntingum á HM í Egyptalandi en nú er öldin önnur. Selfyssingurinn hefur verið einn af bestu handboltamönnum heims undanfarin tvö ár og fær næstu vikurnar vettvang til að gera atlögu að titlinum besti handboltamaður heims. kristinnpall@frettabladid.is Handbolti Handboltamaðurinn og íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár hefur farið hamförum frá því að HM í Egyptalandi lauk í ársbyrjun 2021. Ómar Ingi náði sér ekki á strik á mótinu, frekar en liðsfélagar hans. Miðað við framfarir Ómars undanfarin tvö ár er hægt að spyrja sig hvort hann hafi átt annan gír inni sem fannst á heimleiðinni frá Egyptalandi. Ómar skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum gegn Portúgal og kom ekki að marki í öðrum leik Íslands á mótinu, fimmtán marka sigri gegn Alsír. Hann var skilinn eftir utan hóps í næstu tveimur leikjum og átti aðeins eina tilraun í fimmta leik Íslands áður en hann skoraði fjögur mörk í lokaleiknum gegn Noregi. Eftir HM í Egyptalandi kom Ómar aftur til Magde­ burg og skoraði 195 mörk í 24 leikjum og reykspólaði upp listann yfir markahæstu leikmenn deildarinnar í átt að markakóngstitlinum. Hann fylgdi því eftir með því að verða markakóngur Evrópumótsins með íslenska karlalandsliðinu á síðasta ári og hefur ekkert slegið af. Hann leiddi lið Magdeburg til sigurs í þýsku deildinni eftir 21 árs bið sem besti leikmaður deildarinnar. Nú getur Ómar Ingi komið Íslandi í baráttu um verð­ launasæti á HM í fyrsta sinn. n Sviðið er þitt ÞRIÐJUDAGUR 10. janúar 2023 Íþróttir 17Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.