Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.01.2023, Blaðsíða 6
Tillaga Karenar Róberts- dóttur um framtíð stjórnar bílaframleiðandans Tesla hefur vakið athygli vestan- hafs. Virði Tesla er í frjálsu falli og Elon Musk sýnir lítinn áhuga. kristinnhaukur@frettabladid.is viðskipti Karen Róbertsdóttir, íslenskur fjárfestir í bílafyrirtæk- inu Tesla, hefur vakið þó nokkra athygli vestanhafs fyrir tillögu sína til hluthafafundar í maí. Hún vill að fyrirtækið, sem hefur verið í frjálsu falli undanfarið, móti sér stefnu um stjórn til framtíðar þar sem framtíð Elon Musk sé óljós. „Mig langar til að setja pressu á Tesla til að undirbúa stjórnenda- skipti,“ segir Karen. „Tesla er ekki búið að gera neitt til að undirbúa að Elon Musk fari frá fyrirtækinu. Það er mikil áhætta því það er enginn sem mun augljóslega taka við af honum.“ Karen hefur átt bréf í Tesla síðan árið 2017 fyrir nokkur hundruð þúsund dollara, eða nokkra tugi milljóna króna, í gegnum eignar- haldsfélagið Sumtris en hún starfar sem hugbúnaðarverkfræðingur hjá Isavia. „Virðið hefur verið að lækka svakalega mikið. Tesla er að hrapa,“ segir Karen. Virði fyrirtækisins var rúmir 407 dollarar á hlut í nóvember árið 2021. Nú er það 113 dollarar. „Við erum búin að tapa svakalega miklu á Tesla en þetta er gott fyrirtæki,“ segir hún. Bendir hún á að flestir bílafram- leiðendur hagnist ekkert eða mjög lítið á raf bílaframleiðslu í dag og margir hreinlega tapi fé. „Tesla er frábært fyrirtæki en stjórnin er að drepa það og Elon gerir ekki neitt,“ segir Karen en eig- andinn hefur beint nær allri sinni athygli að Twitter. Tillaga Karenar um svokallaða lykilpersónuáhættu (e. key person risk) hefur vakið þó nokkra athygli vestanhafs. Hefur meðal annars verið fjallað um hana í dagblaðinu Los Angeles Times. Hún segist vongóð um að til- lagan verði tekin fyrir á fundinum sem fram fer 16. maí næstkomandi. Hún hafi fengið þau skilaboð frá fyrirtækinu að tillagan uppfylli öll skilyrði til þess að verða tekin fyrir. Þó sé ekki loku fyrir það skotið að fundin yrði einhver ástæða til að hundsa hana. Karen segist hafa heyrt af nokk- urri gremju frá öðrum fjárfestum varðandi fundinn en honum var f lýtt um nokkra mánuði. Færri hafi komið sínum tillögum til skila en vildu. n Tesla er frábært fyrir- tæki en stjórnin er að drepa það og Elon gerir ekki neitt. Karen Róberts- dóttir, fjárfestir Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR? Uppstillinganefnd VR óskar eftir frambjóðendum til trúnaðarráðs VR. Áhugasöm geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12.00 á hádegi þann 20. janúar næstkomandi. Í samræmi við lög VR óskar uppstillinganefnd eftir frambjóð ­ endum til að skipa lista stjórnar og trúnaðarráðs vegna listakosningar um trúnaðarráð í félaginu. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félags­ fólks. Einnig verður litið til félags­ aðildar og starfa fyrir félagið. Vinsamlega athugið að ekki er heimilt að vera samtímis í framboði í listakosningu til trúnaðarráðs og einstaklingskosningu til stjórnar. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins, svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmdir. Uppstillinganefnd VR VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍM I 510 1700 | WWW.VR.IS Karen leggur fram tillögu á hluthafafundi Tesla Musk brann eitt sinn fyrir Tesla. Nú brennur hann fyrir Twitter. Fréttablaðið/Getty benediktboas@frettabladid.is Íþróttir Paul Boardman, stuðn- ingsmaður Liverpool, hefur verið dæmdur til að greiða sekt eftir að hann náðist á myndband syngja hómófóbískan söng til stuðnings- manna Chelsea fyrir bikarúrslita- leikinn í fyrra. Það var því frekar auðveld sönnunarbyrðin. Boardman átti miða á Wembley til að sjá úrslitaleikinn en brast í söng á lestarstöðinni og kyrjaði Chelsea rent boy. Lögreglan stopp- aði hann og tók af honum miðann. Söngurinn hefur verið mikið í fréttum síðustu viku. Fyrst var hann sunginn í leik Notthingam Forest og Chelsea síðasta sunnu- dag og aftur í leik Everton og Manc- hester United þar sem söngnum var beint að Frank Lampard, sem lengi lék hjá Chelsea. Söngurinn kom aftur við sögu í leik Manc- hester City og Chelsea í bikarnum á sunnudag. Texti Chelsea rent boy er f lokk- aður sem hatursorðræða en rent boy er frasi um unga karlmenn sem selja sig. Á sjöunda áratugnum héldu ungir menn sem seldu sig til við Earls Court sem er skammt frá Stamford Bridge, heimavelli Chel- sea. Í umfjöllun breskra miðla um málið er sagt að Boardman sé fyrsti maðurinn sem dæmdur er fyrir að kyrja þennan söng en fleiri dómar gætu verið á leiðinni. Þá er knattspyrnusamband Englands að rannsaka öll hin atvikin. Talsmaður sambandsins sagði við Mirror að markmiðið væri að söngurinn myndi hætta að óma í stúkum. n Dæmdur fyrir hómófóbískan söng Liverpool vann Chelsea í bikarnum í fyrra en Boardman sá ekki þann leik. jonthor@frettabladid.is Dómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í síðustu viku íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi lög- reglumanni tæplega níu milljónir króna. Málið varðar atvik sem átti sér stað árið 2020. Þá starfaði maður- inn sem lögreglumaður og slasaðist við æfingu við neyðarvörn, þar sem hann var sjálfur að kenna. Hann kvaðst hafa fengið slink Lögreglumaður lagði ríkið vegna slyss Lögreglumaðurinn þurfti að berjast gegn ríkinu í hartnær þrjú ár. á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg. Jafnframt fann hann fyrir doða í f ingrum eftir á. Þó sagðist hann hafa haldið kennsl- unni áfram og mætt til vinnu næstu daga þar sem hann vildi ekki riðla vaktaskipulagi. Ríkið vildi meina að ekki væri fyllilega sannað að atvikið hefði átt sér stað daginn sem maðurinn lýsti og þá taldi það ekki liggja fyrir að meiðslin væru vegna starfs hans. n Lögreglumaðurinn slasaðist við æfingu við neyðarvörn, þar sem hann var sjálfur að kenna. 6 Fréttir 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.