Fréttablaðið - 10.01.2023, Síða 14

Fréttablaðið - 10.01.2023, Síða 14
Undirrituðum fannst illt að horfa upp á lokun Kef lavíkurvegar um jólin, þá lífæð íslenzks þjóðfélags sem sá vegur er, og skelfilegar af leiðingar lokunar fyrir tugþús- undir saklausra ferðamanna, sem auðvitað treystu á íslenzka inn- viði, sæmileg íslenzk gæði fyrir ferðamenn, með sína heimsókn og fjárfestingu í Íslandi, svo að ekki sé talað um tugmilljarða tap okkar sjálfra, Icelandair, Play og ann- arra, beint og óbeint, vegna lok- unar vegarins, en ekki munu tug- þúsundir strandaglópa hér, margir án rúms og eðlilegs matar sólar- hringum saman, um háhátíðina, bera Íslandi og Íslendingum góða söguna og hvetja aðra til heim- sóknar til landsins. Ef skoða skal málefni líðandi stundar er oft gott að líta fyrst á bakgrunninn, forsöguna. Vegamálastjórar 1992 til 2018 1992-2003 var Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri. Hann var bygg- inga-verkfræðingur, hafði unnið hjá dönsku verkfræðifyrirtæki og síðan á margvíslegum sviðum Vegagerðarinnar í 34 ár áður en hann varð vegamálastjóri. 2003-2008 var Jón Rögnvalds- son, byggingaverkfræðingur, með vega- og brúargerð sem sérgrein, frá tækniháskóla í Þýzkalandi, vegamálastjóri. Jón hafði starfað að málefnum Vegagerðarinnar í 37 ár, þegar hann var skipaður. 2008-2018 var Hreinn Haralds- son vegamálastjóri. Hann var doktor í jarðfræði, sem auðvitað tengist vegagerð sterklega. Hann hafði verið starfsmaður Vega- gerðarinnar í 17 ár, þegar hann var skipaður. Hjá þessum mönnum fór saman mikil fagmenntun og fagreynsla, sem auðvitað kom að ómetanlegu gagni við greiningu, skipulagn- ingu, stjórnun, eftirlit og aðhald með starfsmönnum og starfsemi stofnunarinnar. Auðvitað gættu þeir ráðherrar, sem að nefndum skipunum stóðu, þess að, auk ríf legrar fagþekkingar, byggju þessir umsækjendur yfir hæfileikum og reynslu til skipu- lags, stjórnunar og eftirlits. Er fagþekking nauðsynleg við stjórnun? Stjórnun starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar kallar, annars vegar, á forystuhæfileika, og, hins vegar, á nægilega þekkingu á fyrirtækinu og verkefnum þess, fagþekkingu, til að stjórnandi geti rætt við aðstoðar- og undirmenn sína um málefni, stefnu og þarfir fyrirtækisins af viti. Tökum dæmi: Yfirdýralæknir vinnur einkum í því, að skipuleggja, móta stefnu og stýra dýralækning- um, dýravernd og dýravelferðar- málum í landinu. Til að hann geti gert það vel – reyndar er vel skipað í það embætti nú – þarf hann að vera vel inni í faginu, helzt dýralæknir. Ekki væri skynsamlegt, að skipa byggingaverkfræðing í starfið, þótt góður stjórnandi væri. Hvernig ætla menn að stjórna því vel, sem þeir hafa lítið vit á? Nema þá, að þeir láti ráðgjafa upplýsa og stjórna sér. Verða handbendi sinna eigin manna. Vegamálastjóri 2018-dagsdato Í júlí 2018 skipaði Sigurður Ingi – lét reyndar varaformann sinn, Lilju Dögg, annast skipunina vegna náinna tengsla sinna við þann, þá manneskju, sem til stóð að skipa – Bergþóru Þorkelsdóttur vegamála- stjóra. Bergþóra er með kandídatspróf í dýralækningum frá Kaupmanna- hafnar-háskóla, var þar samtímis Sigurði Inga, og munu þau vera miklir og góðir vinir, sem er auð- vitað fínt og í lagi, en hún hafði líka stundað nokkurt nám í markaðs- fræði og rekstrar-/viðskiptafræði. Reynsla Bergþóru mun vera mest úr þremur fyrirtækjum: Líf landi-Kornax, 2005-2012, en það er sölu- og dreifingarfyrirtæki fyrir hráefni fyrir bakara o.f l. 2012-2015 fór hún yfir til Fastus, sem framkvæmdastjóri, en Fastus er innflutnings- og heildsölufyrir- tæki, sem sérhæfir sig í tækjabún- aði fyrir heilbrigðisþjónustuna, hótel, veitingastaði o.f l. Loks fór Bergþóra til ÍSAM ehf, þar sem hún var forstjóri 2015- 2018. ÍSAM er gamalt heildsölu- fyrirtæki með ýmis járn í eldinum. Hjá ÍSAM endaði ferill Bergþóru þó brátt og ógæfulega í marz 2018, þegar í ljós kom að ÍSAM hafði tapað 300 milljónum króna 2017. Varla stjórnun upp á 10 það. Ráðningarferli vegamálastjórans nýja Sigurður Ingi skipaði hæfnisnefnd til að meta hæfni umsækjenda. Í nefndinni voru Ari Kristinn Jóns- son, rektor HR, Aðalsteinn Ingólfs- son, forstjóri Skinneyjar-Þinganess (bróðursonur fyrrverandi for- manns Framsóknarf lokksins), og Guðný Elísabet Ingadóttir, mann- auðsstjóri í samgönguráðuneytinu (starfsmaður Sigurðar Inga). Hæfnisþættirnir, sem hæfnis- nefnd vann með, voru fyrir undir- rituðum skrýtnir: Menntun var metin á núll, hafði ekkert, 0%, vægi. Almenn stjórnunar-, rekstrar- og stefnumótunarreynsla hafði, hins vegar, alls 55% vægi. Svo kom önnur reynsla, nefni- lega reynsla af þátttöku í alþjóða- samstarfi plús hæfileikar til að miðla upplýsingum, plús kunnátta í ensku og Norðurlandamáli, með alls 30% vægi. Fagleg þekking á samgöngum eða atvinnulífi hafði mögur 15% vægi. Fyrir mér hefðu þessir hæfnis- þættir og útfærsla öll átt bezt heima í Íslenzkri fyndni. Meðumsæk janda Bergþór u , Magnúsi Val Jóhannssyni, bygg- ingaverk fræðingi frá HÍ, með meistaragráðu í rekstri/stjórnun frá Englandi, sem hafði 36 ára fag- og stjórnunarreynslu í stofnuninni sjálfri, síðustu árin sem fram- kvæmdastjóri mannvirkjagerðar, var hafnað. Ábyrgðin á lokun Keflavíkurvegar Sigurður Ingi, sem innviðaráð- herra, ber auðvitað pólitíska ábyrgð á lokuninni. Praktíska ábyrgð ber vegamálastjóri og reyndar líka Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Ætla má að forðast hefði mátt lokun ef þessir embættismenn hefðu náð betur saman um skipu- lag, stjór nun og f ramk væmd aðgerða til að halda veginum opnum. Frumkvæði að slíku hlýtur að hafa legið hjá vegamálastjóra. Aukin fagþekking hefði örugglega komið þar að gagni, þó að ekki skuli fullyrt, að hún hefði breytt útkomu. Sigurður Ingi ber fyrir sig að Vegagerðina vanti heimild til að f jarlægja fasta bíla. Spyrja má, af hverju hann hefur ekki tryggt Vegagerðinni slíkt leyfi. Eins hefði auðvitað mátt fjarlægja fasta smá- bíla í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum. Bergþóra dembir bara öllum vegagerðamálum í einn pott, og ber fyrir sig skorti á fjárframlögum. Slík skýring eða afsökun stenzt illa, því opin og greið umferð um Kefla- víkurveginn, gott og virkt sam- band milli Kef lavíkurf lugvallar og höfuðborgarsvæðisins, hlýtur að vera algert forgangsmál, sem Vegagerðin, með sínum núverandi tækjabúnaði og mannafla, verður að ráða við. Fyrir undirrituðum er þetta mál allt hálf óþægilegt. n að vinna margfalt hraðar er óásætt- anlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni. Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástand- inu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið. Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verður nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri. Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betra starfsum- hverfi og kjör sem er lausnin á vand- anum og þá einnig að semja við sér- greinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf en nú er lífs- nauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. n Fyrir mér hefðu þessir hæfnisþættir og útfærsla öll átt bezt heima í Íslenzkri fyndni. Oft hefur verið þörf en nú er lífsnauð- synlegt að við tökum höndum saman og forgangs- röðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Lokun Keflavíkurvegar og tengd mál Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi mynd- ast grafalvarlegt ástand á bráða- móttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Land- spítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukku- stundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera for- gangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamót- tökunni hafi leitt til andláts manns- ins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræð- inga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins. Að starfsfólk bráðamóttöku sinni meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verði fyrir vikið Neyðarástand er dauðans alvara Guðmundur Ingi Kristin sson þingflokks- formaður Flokks fólksins 14 Skoðun 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttabLaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.