Fréttablaðið - 10.01.2023, Page 10

Fréttablaðið - 10.01.2023, Page 10
viðkomandi aðili veitir mótspyrnu eða streitist á móti og kemst í æst hugarástand. Viðkomandi á þá að geta komist í annarlegt ástand sem veldur öndunarstoppi, hjarta- stoppi, og í sumum tilfellum dauða. Vísað hefur verið til æsingsóráðs sem dánarorsakar í krufningar- skýrslum í ýmsum löndum, sér í lagi í Bandaríkjunum en einnig í Ástralíu, Kanada, Bretlandi og á Íslandi. Þrátt fyrir þetta er um að ræða umdeilt heilkenni sem nýtur takmarkaðrar viðurkenningar innan læknisfræðinnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in viðurkennir ekki að æsingsóráð sé raunverulegt sjúkdómsástand og hvorki er að finna neina skilgrein- ingu á því í Alþjóðlegu f lokkunar- kerfi sjúkdóma og skyldra heil- brigðisvandamála (ICD-10), sem er alþjóðastaðall við skráningu sjúkdómsgreininga, né í alþjóðlegu f lokkunarkerfi fyrir geðraskanir (DSM-V). Æsingsóráð á Íslandi Æsingsóráðshugtakið og notkun þess til skýringar á andláti fólks í haldi lögreglu hafa orðið æ umdeildari á síðustu árum. Árið 2020 gaf bandaríska Brookings- stofnunin til dæmis út grein þar sem hópur taugalækna kallaði æsingsóráð „ónákvæmt hugtak sem [væri] skilgreint á huglægan máta og gjarnan beitt eftir á, á máta sem [leiddi] oft til misnotkunar.“ Næsta ár gáfu samtökin Læknar í þágu mannréttinda (Physicians for Human Rights) út skýrslu þar sem tilvist æsingsóráðsheilkennis var hafnað afdráttarlaust. Í skýrslunni var bent á að fámennur hópur höfunda sem hefðu bein fjárhagsleg tengsl við rafbyssuframleiðendur hefði staðið fyrir meirihluta allra rannsókna sem ættu að renna stoðum undir tilvist heilkennisins. Þá hefðu raf- byssuframleiðendur, sér í lagi Verði fyrirætlanir dómsmála- ráðherra að veruleika má gera ráð fyrir að íslenska lögreglan fái brátt leyfi til að bera raf- byssur við störf sín. Slíkar hugmyndir hafa verið ræddar af íslenskum stjórnvöldum um árabil og hagsmunaaðilar með bein tengsl við rafbyssu- framleiðendur hafa þar stundum lagt orð í belg. thorgrimur@frettabladid.is Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra tilkynnti á dögunum að hann hefði hafið vinnu til að heimila íslenskri lögreglu að bera raf byssur við störf sín. Gert er ráð fyrir því að íslenskir lögreglumenn gætu tekið raf byssur í notkun eftir um hálft ár ef áætlanirnar ganga greiðlega. Enn á eftir að ræða hugmyndir Jóns innan ríkisstjórnarinnar en ef af þessu verður er um að ræða breytingu sem á sér margra ára aðdraganda. Axon á Íslandi Fyrirtækið Axon Enterprises, Inc. (áður TASER International), sem þróaði og framleiðir raf byssur, er þekkt fyrir umfangsmikla hags- munagæslu sína á alþjóðavísu. Árið 2022 varði fyrirtækið til dæmis um 510.000 Bandaríkjadölum, eða jafnvirði um 73.404.300 íslenskra króna, til að greiða hagsmuna- gæslufyrirtækjum fyrir að tala máli sínu við Bandaríkjaþing. Axon hefur beint og óbeint gert hosur sínar grænar bæði fyrir rík- isstjórn Íslands og fyrir íslenskum lögreglumönnum. Í október árið 2008 steig útvarpsmaðurinn Krist- ófer Helgason á svið á þingi Lands- sambands lögreglumanna til að kynna Taser-raf byssur fyrir þing- fulltrúum. Kristófer var á þessum tíma stjórnarformaður Promax ehf., sem fór með umboð Taser á Íslandi, auk þess sem hann f lutti raf byssur inn til Íslands í gegnum fyrirtæki sitt, KHelgason. Promax er enn skráð í fyrirtækjaskrá Skattsins og vefslóðin taser.is er enn tengd við slóðina promax.is. Rick Smith, forstjóri Taser, kom sjálfur til Íslands árið 2015 til að kynna raf byssur fyrir íslenskum stjórnvöldum. Í viðtali sem Morg- unblaðið tók við hann við það til- efni fullyrti hann meðal annars að raf byssur minnkuðu meiðsla- hættu, sársaukinn af notkun þeirra væri skammvinnur og áhættan mjög lítil. Smith fundaði í kjölfarið með Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna, og Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumanni. Rætt var um mögu- leikann á upptöku raf byssna hjá íslensku lögreglunni og vísað til þess að þær myndu auka öryggi lögreglumanna, lækka sjúkra- og veikindakostnað hjá Sjúkratrygg- ingum og auka möguleika lögreglu- kvenna til að beita valdi. Rafbyssur og æsingsóráð Notkun lögreglu á raf byssum við handtökur hefur gjarnan verið bendluð við andlát fólks úr svo- kölluðu æsingsóráði (e. excited delirium). Æsingsóráð er sagt vera sjúk- dómsástand sem kemur fram þegar Æsingsóráð hefur reglulega birst sem dánarorsök í krufning- arskýrslum á Íslandi að minnsta kosti frá árinu 2007. Í mörgum slíkum tilvikum hefur verið um að ræða fólk sem lést í haldi lögreglu. Langur vegur til rafbyssuvæðingar Rick Smith, forstjóri TASER sem framleiðir rafbyssur, hefur sagt sársaukann af notkun þeirra skammvinnan og áhættuna mjög litla. FRéttablaðið/Getty Pétur Guðmann Guðmannsson, réttarmeina- fræðingur á Landspítala Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur @frettabladid.is Axon/Taser, gagngert beitt sér fyrir almenn- ari læknisfræðilegri og lagalegri viðurkenningu á heilkenninu. Í niðurlagi skýrslunnar var komist svo að orði að „ekki [væri] unnt að aðskilja hugtakið æsingsóráð frá rasískum og óvísindalegum uppruna þess.“ Æsingsóráð hefur reglulega birst sem dánarorsök í krufn- ingarskýrslum á Íslandi, að minnsta kosti frá árinu 2007. Í mörgum slíkum tilvikum hefur verið um að ræða fólk sem lést í haldi lögreglu. Árið 2017 fengu íslenskir lögreglumenn og lögreglu- þjálfarar fræðslu um æsings- óráðsheilkenni í fyrsta sinn. Fræðslan var veitt af lög- reglumanni frá Ontario í Kanada sem vottaður var af bandarísku stofnuninni Institute for the Preven- tion of In-Custody Deaths (IPICD). Stofnunin hefur verið virk í því að breiða út hugmyndina um æsingsóráðsheilkenni og þjálfa lögreglu í að bera kennsl á það. Hún á hins vegar sjálf í nánum tengslum við raf byssuframleiðendur, því IPICD var stofnað árið 2005 af Michael Brave, l ö g f r æ ð i n g i (National Litiga- tion Counsel) hjá TASER, og John Pet- ers, sem hefur unnið sem ráðgjafi og öryggismálasérfræðingur hjá TASER. Pétur Guðmann Guðmanns- son, réttarmeinafræðingur á Landspítala, viðurkennir í sam- tali við Fréttablaðið að æsings- óráð sé umdeilt hugtak en segir það þó viðtekið í réttarmeina- fræði á Íslandi og annars staðar í okkar heimshluta. Flestir réttarmeinafræðingar fari varlega með að úrskurða æsingsóráð sem dánarorsök og byggja verði á ytri kringum- stæðum við slíkan úrskurð. Um sé að ræða útilokunar- greiningu sem sé háð ytri kringumstæðum og verði helst beitt ef öðrum dánar- orsökum hafi verið hafnað. Pétur kemst svo að orði að tilteknir hlutir sem hægt sé að deyja úr „lifi ekkert svo góðu lífi í almennum læknisfræði- legum litteratúr.“ n 10 Fréttir 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðiðFRéttAskýRInG Fréttablaðið 10. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.