Fréttablaðið - 14.01.2023, Page 2

Fréttablaðið - 14.01.2023, Page 2
Íslenska karlalands- liðið í handbolta spilar sinn annan leik í riðla- keppni HM í kvöld. Þá verður Ungverjaland andstæðingurinn. Hafnfirðingar þreyðu þorrann Glatt var á hjalla í Kaplakrika í gærkvöldi þar sem þorrablót FH fór fram. Fjölmörg önnur íþróttafélög eru einnig með þorrablót um helgina. Fréttablaðið/Valli Það var blátt haf í höllinni í Kristianstad þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta lagði það portúgalska á heimsmeistaramótinu í Pól- landi og Svíþjóð með fjórum mörkum á fimmtudagskvöld. Silja Rán Arnarsdóttir var með góðu fólki í stúkunni og segir stemninguna hafa verið hreint ólýsanlega. helgifannar@frettabladid.is handbolti „Andinn var mjög góður, alveg frá stuðningsmannasvæðinu, inn í leikinn og eftir hann. Þetta var eiginlega ótrúlegt,“ segir Silja Rán Arnarsdóttir, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í hand- bolta, í samtali við Fréttablaðið. Íslendingar yfirtóku stúkuna í Kristianstad á fimmtudag, enda hátt í tvö þúsund þeirra á staðnum. Silja segir stemninguna hafa verið eins og strákarnir okkar væru á heimavelli. „Þetta var eins og að vera í Laugardalshöll.“ Leikurinn var spennandi lengi vel en svo tók íslenska liðið fram úr því portúgalska. Silja neitar því ekki að það hafi verið smá stress á meðal fólks í höllinni. „Fram að miðjum seinni hálf leik var þetta mjög dramatískt. Þá var það bara að hvetja liðið enn meira áfram. Þetta var ótrúleg upplifun.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Silja fylgir íslenska liðinu eftir á stórmóti. Hún var mætt á HM í Danmörku og Þýskalandi fyrir f jór um ár um. Það var meiri stemning á f immtudag en þá. „Höllin er minni hér svo það mynd- aðist þessi einstaka stemning.“ Lagið Ferðalok er gjarnan spilað þegar íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttum eru annars vegar. Það var engin breyting á því á fimmtudag og fékk lagið að óma eftir leik. „Ég hélt að ég væri algjörlega búin að fá nóg af þessu lagi en það sleppur á svona stundum. Það voru allir til í þetta. Það var sungið þegar leikurinn var búinn og fólk að labba á næsta pöbb, þá ómaði þetta um bæinn.“ Silja hvetur alla sem geta til að fara til Svíþjóðar og upplifa stemn- inguna meðal íslenskra stuðnings- manna í höllinni. „Þetta var ótrúleg stemning. Ég mæli með fyrir alla að skella sér út. Þetta er þægilegt ferðalag og það vill enginn missa af þessu.“ Íslenska landsliðið mætir Ung- verjum í þessari sömu höll í kvöld klukkan 19.30. Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferð. Fari íslenska liðið með sigur af hólmi er staðan góð fyrir komandi átök. n Einstök stemning þegar bláa hafið yfirtók stúkuna Íslenskir stuðn- ingsmenn voru afar áberandi í höllinni á fyrsta leik Íslands. Þessar íslensku konur nutu svo sannarlega lífsins og ætla að halda því áfram. MYND/aðseND Standar Fréttablaðsins eru víða. gar@frettabladid.is fjölmiðlar Dreifing Fréttablaðs- ins á fjölförnum stöðum gengur vel eftir að breyting var gerð á tilhögun dreifingarinnar. Nú má nálgast blaðið á yfir 150 stöðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Nýjasta viðbótin er Smáralind þar sem þúsundir eiga leið um dag- lega. Blaðið var þegar í Kringlunni. „Dreifingin gengur framar vonum og er alltaf að styrkjast. Við finnum fyrir miklum áhuga og velvilja hjá fólki," segir Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Nú fara tæplega þrjátíu þúsund eintök í dreifingu á höfuðborgar- svæðinu auk þess sem 10 þúsund eintökum er dreift á landsbyggð- inni. Um helgar er enn f leiri ein- tökum dreift. Stefnt er að því að auka við dreifinguna jafnt og þétt. n Fréttablaðið er nú einnig í Smáralind njall@frettabladid.is bÍlar Tesla lækkaði verð á bílum eftir áramót á heimsvísu og í mörg- um tilvikum um hundruð þúsunda króna. Dæmi er um að Tesla Model Y Per- formance, sem kostaði 9.270.000 krónur í desember síðastliðnum á Íslandi, hafi lækkað um 421.000 krónur í verði, samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Lækkunin á Íslandi er ekkert einsdæmi, en sami bíll, Tesla Model Y Performance, lækkaði um átta þúsund pund í Bretlandi fyrir jól. Stutt er frá því að verð á Tesla- bílum lækkaði í Kína og fyrir vikið gerðu óánægðir kaupendur áhlaup á sýningarsali, þar sem þeir höfðu verið nýbúnir að kaupa bíla á hærra verði. Samkvæmt fréttamiðlinum Reu- ters er lækkunin allt að 20 prósent á sumum bílum og nær hún einnig til Bandaríkjanna. sjá síðu 32 Tesla lækkar verð á bílum á heimsvísu Lækkunin er allt að 20 prósent. MYND/aðseND 14. janúar 2023 Laugardagur2 FréTTir Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.