Fréttablaðið - 14.01.2023, Page 4

Fréttablaðið - 14.01.2023, Page 4
bth@frettabladid.is skaftárhreppur Jóhannes Gissur­ arson, oddviti í Skaftárhreppi, segir að það séu vonbrigði að fellt hafi verið úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Hnútuvirkjun. „Sem forsvarsmaður í sveitarfélagi eru það vonbrigði að felld sé úr gildi framkvæmd sem stóð fyrir dyrum. Ég get ekki sagt annað en að mér er alveg sama hvort einkaaðilar eða hið opinbera stuðli að framkvæmdum og uppbyggingu, allt slíkt er af hinu jákvæða og þess vegna eru þetta vonbrigði,“ segir Jóhannes. Hann segir að framhaldið muni ráðast af vilja framkvæmdaaðilans til að halda áfram með virkjana­ áform. Sjálfur hafi hann komið inn í sveitarstjórn eftir að ákvörðun um framkvæmdaleyfi var tekin. Um gagnrýni í úrskurðinum um að ekki hafi verið nógu vel unnið og rökstuðning hafi skort sem réttlæti virkjunina segir Jóhannes að eflaust hefði verið hægt að halda betur á málum. „En með þessari framkvæmd hefði með vissum hætti orðið styrk­ ing innviða í þessu sveitarfélagi í formi raforkuöryggis og ekki síst ef kemur til áfalla vegna náttúruham­ fara.“ n tölur vikunnar | Þrjú í fréttum | Framkvæmdaleyfi fyrir Hnútuvirkjun var fellt úr gildi eftir kærur. Hegðunarvandinn er sagður mestmegnis bundinn við yngri bíl- stjóra. Sem forsvarsmaður í sveitarfélagi eru það vonbrigði að felld sé úr gildi framkvæmd sem stóð fyrir dyrum. Jóhannes Gissurarson, oddviti í Skaftár- hreppi Það má alveg segja að við vinnum stundum við þær aðstæður að kalla megi að daðra við dauðann. Sigurvin Haraldsson, atvinnubílstjóri Elín Magnúsdóttir eldri borgari á Hraunvangi í Hafnarfirði segir íbúa þar ánægða með að Fréttablaðið ber­ ist aftur í húsið eftir örstutt hlé. „Það er einn hér á mínum gangi sem dreifir blaðinu á morgnana og setur á húnana á herbergjunum. Ef einhver er ekki búinn að taka blaðið sitt og við vitum að sá var ekki að fara neitt þá vitum við að það er eitthvað að. Fréttablaðið er öryggisatriði.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði í viljayfirlýsingu um byggingu fimm stjörnu hótels malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í landi Stardals við Skálafell. „Þetta eru stórhuga áform og þetta verður stór vinnustaður,“ sagði Dagur sem kvað um að ræða stórtíðindi fyrir íslenska ferða­ þjónustu. „Meðal annars verður reist stórt baðlón.“ Daníel Már Magnússon skósmiður í Þráni skóara á Grettisgötu segir skóara óttast skort á fagmönnum í framtíðinni. „Ég er langyngsti gaurinn í greininni, en flestir kollega minna eru að nálgast eftirlaunin, eða eru jafnvel komnir yfir hefðbundinn vinnu­ aldur,“ sagði Daníel og undirstrik­ aði að fagið væri skemmtilegt fyrir alla; konur jafnt sem karla. n 450 24 7 pr ós en ta 10,3 prósentum tekna sinna verja Ís- lendingar í veitingastaði og hótel. 28 prósent Íslendinga styðja upp- byggingu vindmyllugarða í landinu en 26 prósent segjast á móti. 5,3 milljónir ferðamanna gætu komið til Íslands árið 2025 samkvæmt ítrustu spám. hækkun varð á hús- næðisverði á Íslandi frá 2010 þar til í fyrrahaust. milljóna styrk var í vikunni út- hlutað af ríkinu til íþrótta- félaga vegna tekjutaps af völdum Covid. Atvinnubílstjóri segir að bílstjórar stórra bíla geti líka blindast af háum ljósum lítilla bíla. Hann fagnar umræðu um háskaakstur en segir ferðalög um þjóðvegi landsins ekkert grín. bth@frettabladid.is umferð „Maður er oft alveg búinn eftir daginn,“ segir Sigurvin Har­ alds son atvinnubílstjóri sem ekur stórum vöruflutningabíl sem verk­ taki fyrir Eimskip. Fréttablaðið hefur undanfarið sagt sögur vegfarenda sem hafa lent í hættu þegar þeir mæta vöruflutn­ ingabílum. Brögð eru að því að ökumenn stórra bíla skelli kösturum sem líkt er við f lóðlýsingu á ökutæki sem þeir mæta ef þeim misbýður ljósanotkun. Hefur verið rætt við fólk sem staðhæfir að stundum láti atvinnubílstjórarnir ekki duga að blikka til ábendingar um að lækka ljós heldur haldi þeir uppi f lóðlýs­ ingunni með þeim afleiðingum að fólk blindist. Þetta ökulag skapar stórhættu samkvæmt lögreglu og Samgöngustofu. „Því miður eru alls staðar svartir sauðir og líka í stétt atvinnubíl­ stjóra,“ segir Sigurvin. „Það eru til tappar í stétt atvinnubílstjóra sem telja sig eiga heiminn eftir að þeir eru komnir með meirapróf.“ Með ummælum sínum tekur Sigurvin undir raddir f leiri við­ mælenda Fréttablaðsins um að hegðunarvandinn virðist mestur hjá yngri atvinnubílstjórum. „En það er ekki rétt að ökuljós á fólksbílum nái ekki upp til okkar,“ segir Sigurvin. „Hluti fólksbíla getur blindað okkur, einkum bílar með xenon­perur, þau ljós geta verið mjög erfið en maður á auðvitað bara að blikka til aðvörunar, langflestir okkar slökkva á kösturunum áður en við nálgumst bíla.“ Nú er sá árstími þar sem varasam­ ast er að vera á ferð um vegi lands­ ins, skammdegi og hálka. Hlutskipti atvinnubílstjóra er oft mjög erfitt, þeir þurfa oft að fara yst út í kant þegar þeir mæta bílum, jafnvel í roki. Það segir sig sjálft að ef um er að ræða ökutæki upp á tugi tonna með farmi þarf ekki nema eina snögga vindhviðu til að adrena­ línið flæði. „Það má alveg segja að við vinnum stundum við þær aðstæður að kalla megi að daðra við dauð­ ann,“ segir Sigurvin. Hann segir Kjalarnesið í hópi hættulegustu vegkafla. „Þau eru verst þessi vindmiklu svæði og ekki síst í blindri illfærð. Maður getur lent í vindhöggi sem snýr bílnum. Það tekur langan tíma að hemla og menn halda oft fast um stýrið. Maður er ekki bara að hugsa um að keyra, við erum stanslaust að hugsa um öryggi þeirra sem verða á vegi okkar.“ Ferðamannasprengjan hefur einnig leitt af sér nýjar áskoranir fyrir atvinnubílstjóra. Erlendir ferðamenn stoppa oft bíla í veg­ kanti til að taka myndir af norður­ ljósum eða öðru. Sumir leggja upp á íslenska vegi að vetri án þess að hafa nokkru sinni ekið bíl að sögn Sigurvins. Desember var mjög erfiður vegna snjóa og oft á tíðum fljúgandi hálku. „Öll okkar vinna gengur út á að koma farmi á réttum tíma, oft við erfiðar aðstæður. Það er oft mikið stress.“ n Oft alveg búinn á því eftir daginn info@arcticstar.is - www.arcticstar.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 MARINE COLLAGEN Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans. Arctic Star Marine Collagen inniheldur íslensk sæbjúgu, kollagen úr þorskroði og C vítamíni. C vítamín er þekkt fyrir: • Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar. • Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- kerfisins og ónæmiskerfisins. • Stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu og lúa. • Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns og auka upptöku járns. • Stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast www.arcticstar.is Arctic Star Marine Collagen Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is Sigurvin hefur starfað sem atvinnubílstjóri í um 15 ár og fagnar umræðunni. Fréttablaðið/anton brink Lýsir vonbrigðum með úrskurðinn 14. janúar 2023 Laugardagur4 fréttir Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.